Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 64
Þá fattaði maður hvað það var að vera rokk- stjarna...og manni líkaði það ekki illa … 75 » reykjavíkreykjavík  Björk Guð- mundsdóttir kemur fram í bandaríska skemmtiþætt- inum Saturday Night Live hinn 21. apríl næstkomandi. Mun þetta vera í annað skiptið sem Björk kemur fram í þættinum og má reikna með að hún leiki a.m.k. tvö lög af nýjustu plötu sinni Volta. Sérstakur gestaleikari í þættinum verður leikkonan Scarlett Joh- anson. Saturday Night Live er sendur út beint frá í New York. Björk kemur fram í Saturday Night Live  Fanney Lára Guðmundsdóttir var kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur 2007 í Broadway fyrir troðfullu húsi en keppninni var einnig sjónvarpað í beinni útsend- ingu á Skjá einum. Í öðru sæti var Jóhanna Vala Jónsdóttir og í því þriðja hafnaði Dóra Björk Magn- úsdóttir. Ljósmyndafyrirsætan var valin Aníta Brá Ingvadóttir Aquolina-stúlkan var Fanney Lára Guðmundsdóttir og vinsæl- asta stúlkan var valin Svanhildur Anna Gestsdóttir. Fanney Lára fegurst  Í dag verða veitt verðlaun í ljóðasamkeppni Nýhil og Mennta- skólablaðsins Verðandi. Athöfnin fer fram í bókabúð Nýhils,Klapp- arstíg 25, og hefst hún stundvíslega klukkan 14. Hljómsveitin Palindrome flytur tónlist áður en verðlaunahafar í sjö flokkum eru tilkynntir og mun hver ogeinn lesa sitt/sín verðlaunaljóð og þiggja veglega bókagjöf frá Ný- hil. Ljóðskáld framtíð- arinnar verðlaunuð NÆSTU sunnudaga klukkan 15.00 mun Rás 2 útvarpa stuttum þáttum um söngkonuna Björk Guðmunds- dóttur og feril hennar. Ágúst Boga- son tók þættina sama, en þeir eru byggðir að mestu á upptökum úr safni Ríkisútvarpsins. Alls eru þættirnir fjórir, um klukkutími hver, en Ágúst segir að fyrir sitt leyti hefðu þeir mátt vera miklu fleiri, hann hafi rekist á svo mikið af forvitnilegu efni. „Í fyrsta þættinum spila ég þann- ig upptökur úr þætti Jónasar Jón- assonar um Jón Múla frá 1987, en Björk kom þá fram með tríói Guð- mundar Ingólfssonar í fyrsta sinn og flutti þrjú lög,“ segir Ágúst. Ágúst segir að sú mynd af Björk sem birst hafi honum við þessa vinnu sé nokkuð frábrugðin þeirri mynd sem hann hafði af söngkon- unni. „Ég er það ungur að ég man ekk- ert eftir þessum tíma, fyrir mér hef- ur Björk alltaf verið fjarlæg stór- stjarna, en í þessum gömlu viðtölum er hún svo opin og einlæg, bara fá- tækur poppari sem býr í miðbænum, eins og hver annar Íslendingur. Þó ég hefði náttúrlega átt að vita það fyrir, áttaði ég mig á því að hún væri bara venjuleg manneskja, eins og hver annar.“ Í síðasta þættinum, sem verður á dagskrá 6. maí, daginn áður en væntanleg plata Bjarkar, „Volta“ kemur út, verður flutt nýtt viðtal Ólafs Páls Gunnarssonar við Björk þar sem hún ræðir um plötuna, en einnig verður platan flutt í heild sinni. Eins og hver annar Íslendingur Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Venjuleg Björk Guðmundsdóttir á sviði í Laugardalshöll fyrir skemmstu. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „Í þessum heimi er það stórmál ef maður er ekki með hinn fullkomna rass,“ segir Guðjón Þor- steinn Pálmarsson um efni leikritsins Examina- sjón sem Stúdentaleikhúsið frumsýnir á laug- ardaginn. Guðjón leikstýrir verkinu sem er byggt á teiknimyndasögunni The Bottom In- spectors sem birtist í Breska tímaritinu VIZ. „Í sögunni má finna mikla líkingu við vinnu- aðferðir nasista. Þar segir frá löggu sem bank- ar upp á hjá fólki og tekur það í „examinasjón“, þ.e. athugar hvort það sé í lagi með afturendann á því. Löggan finnur alltaf eitthvað að og þá er fólk handtekið, í einni sögunni finnst hinn full- komni rass og þá er viðkomandi líka handtekinn því þá á að klóna hann. Það er líka til ungliða- hreyfing „rassíudeildarinnar“, sem rímar við Hitlersæskuna,“ segir Guðjón og bætir við að í upphafi verksins, sem gerist í náinni framtíð, sé kannski fullmikið frjálsræði, síðan fari hlutirnir úrskeiðis og rassíulöggan taki yfir. „Grunnurinn í verkinu er gerður úr sex sög- um sem við byggðum utan á og tengdum saman með tónlist. Hryggurinn í sögunni er löggan, andspyrnan við hana og ástin sem vefst inn í. Við erum ekkert að finna upp hjólið þrátt fyrir óvenjulegt viðfangsefni, heldur þurrmjólkum klisjurnar. Þótt efniviðurinn sé svolítið vafa- samur og auðvelt að setja hann á lágt plan þá erum við ekki að gera neitt á lágu plani, t.d. er allt sagt undir rós. Við látum áhorfendur um að nota ímyndunaraflið.“ Guðjón segir söguna vera mjög gagnrýna á samfélagið. „Þetta er gamanleikrit en ádeilan og alvarleikinn koma ókeypis með.“ Sýna í kartöflugeymslu Þetta er í annað skiptið sem Guðjón vinnur leikverk upp úr myndasöguritinu VIZ en áður hefur hann sett á svið verkið Allra kvikinda líki. Þar vann hann tónlistina með Snæbirni Ragn- arssyni sem sér einnig um tónlistina í Examina- sjón. „Tónlistin í verkinu er öll frumsamin, það er sungið og sögð saga með lögunum, sem teng- ir verkið saman. Þrjú í leikarahópnum spila á málmblásturshljóðfæri og svo erum við með sellóleikara, tvær fiðlur og gítar.“ Examinasjón er sýnt í gömlu kartöflugeymsl- unum í Ártúnsbrekkunni. Þetta er nokkuð óvenjulegt rými fyrir leiksýningu en Guðjón segir það nýtast vel enda sé leikmyndin í verk- inu ekki mikil. „Það var erfitt að finna pláss sem við gátum bæði æft og sýnt í, enda Stúdentaleikhúsið alls- laust, en við vorum velkomin hér inn,“ segir Guðjón sem er að vinna í fyrsta skipti með Stúd- entaleikhúsinu. „Það er stórskemmtilegt að vinna með þessum háskólanemum, þetta eru af- skaplega vel gerðir krakkar.“ Frumsýning Examinasjón er í kartöflu- geymslunum á laugardaginn, 14. apríl, kl. 20 og stefnt er að tíu sýningum á næstu tveimur vik- um. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Examinasjón Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, leikstjóri Stúdentaleikhússins, kynntist teiknimyndatímaritinu VIZ út í Bretlandi þar sem hann lærði leiklist. Afturendinn skoðaður Stúdentaleikhúsið sýnir Examinasjón í kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku Miðapantanasími Stúdentaleikhússins er 823 0823 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.