Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 69

Morgunblaðið - 14.04.2007, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 69 Í DAG er þátturinn Orð skulu standa sendur út frá Egilsstöðum, gestir eru Arndís Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Á milli þess sem þau velta fyrir sér „prestakaffi“ og „turtildúfu“ botna þau þennan fyrripart um ríg milli Héraðsbúa og Fjarðamanna: Ætíð forðast Fjarðamenn Fljótsdalinn að gista. Í síðustu viku var fyrriparturinn ortur um aðgerðir Reykjavík- urborgar gegn sílamávinum og öðr- um vargi: Gísli Marteinn myrðir kalt máva sem hérna lenda. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir á pólitískum nótum: Nú íhaldsmanna veldi valt vafalaust mun enda. Arinbjörn Vilhjálmsson botnaði þrisvar í þættinum: Blóðug hræin út um allt á atorku hans benda. En þeir samt tímgast þúsundfalt, að þessu gaman henda. En þeir sem drepa alltaf allt hjá andskotanum lenda. Davíð Þór Jónsson byrjaði líka í pólitík: Á öskuhauga ætíð skalt íhaldinu henda. En hann sá sig svo um hönd með tvöfaldri rómantík: Í kross nú væri kannski snjallt kvæði sínu að venda. Lóa og spói út um allt ástarþakkir senda. Júlíus Þorfinnsson prófaði pólitík- ina: Veraldargengi er orðið valt er vopn í bláhönd lenda. En endaði hér með bragbrigðum: Eldar á laun sitt eiturmalt ekkert illt má endur henda. Pósthólf þáttarins yfirfylltist, en úr hópi hlustenda leitaði Hallberg Hallmundsson í smiðju Hallgríms: Umfram allt þú ætíð skalt andakrílin vernda. Hlöðver Ellertsson botnaði að hálfu á gamla móðurmálinu: Han er smart, ja helt totalt. Hann er snilld án enda. Hörður Jóhannesson: Með hugarfarið heldur svalt til heljar þá vill senda. Erlendur Hansen á Sauðárkróki: Montinn hani, örvar allt, til Íraks mætti senda. Valur Óskarsson hafði Hallgrím líka í huga enda öflugur botna- smiður: Víst ávallt þeim vana halt vísubotn að senda. Útvarp | Orð skulu standa Sveitarígur Hlustendur geta sent sína botna á netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is, merkt Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Davíð Þór, Karl Th. Birgisson og Hlín Agnarsdóttir. Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ AÐ HÆTTA! AUKASÝNINGAR 17. APRÍL, 2. MAÍ OG 5. MAÍ ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í LEIKSTJÓRN ÞÓRHILDAR ÞORLEIFSDÓTTUR „EKKI MISSA AF EDDU BJÖRGVINS EINS OG HÚN GERIST BEST!“ pabbinn.is Miðasalan í Iðnó er opin 11 - 16 virka daga og 2 tíma fyrir sýningu. Sími miðasölu er 562 9700. „SJÚKLEGA FYNDIГ 14/4 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 18/4 UPPSELT, 20/4 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 21/4 ÖRFÁ SÆTI LAUS, 27/4 LAUS SÆTI, 27/4 LAUS SÆTI, 28/4 BOLUNGARVÍK Allar sýningar hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA!! Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Matseðill í anda Austurlanda nær á Café Cultura í Alþjóðahúsi. Afsláttur fyrir sýningargesti gegn framsvísun miða. eftir Carole Fréchette Leikstjóri María Sigurðardóttir Frumsýning í kvöld á Smíðaverkstæðinu!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.