Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábær sólartilboð í maí frá kr. 39.990 Góð gisting - frábær sértilboð Fuerteventura, 22. maí Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Oasis Royal og Papagayo Costa del Sol, 23. maí Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Principito og Timor Sol Króatía, 27. maí Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Diamant Mallorca, 25. maí Verð frá kr. 49.990 - Sértilboð á Las Gaviotas Munið Mastercard ferðaávísunina Kynntu þér þessi og önnur tilboð á www.heimsferdir.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is STEFNT er að því að bjóða upp á meistara- og doktorsnám í orkufræð- um í alþjóðlegum háskóla Orkuveitu Reykjavíkur árið 2008 með aðild Há- skóla Íslands og Háskólans í Reykja- vík. Samkomulag um uppbyggingu námsins var undirritað í gær. Orku- veitan verður faglegur og fjárhags- legur bakharl námsins, sem þýðir að OR leggur fram 100 milljóna kr. stofnkostnað en HÍ og HR munu skipta með sér verkum við skipulagn- ingu námsins. Í skólanum verður boðið upp á rannsóknatengt framhaldsnám auk styttri námsbrauta. Þá verður í boði símenntun og endurmenntun fyrir starfsmenn fyrirtækja í orku- og fjármálageiranum og fyrir starfs- menn opinberra stofnana innan lands sem utan. Náminu er ætlað að byggj- ast á þremur meginstoðum, hagnýt- ingu endurnýtanlegra orkugjafa, tækni og loks náttúru og markaði. Samkomulagið var undirritað af þeim Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni OR, Kristínu Ing- ólfsdóttur, rektor HÍ, og Svöfu Grön- feldt, rektor HR. Lýsti Svafa þessum tímamótum á þann veg að hér væri um að ræða næstu stóru útrásar- bylgju íslensks atvinnulífs með sam- einuðum kröftum íslensks háskóla- samfélags, atvinnulífs og fremstu vísindamanna landsins. Aðaláhersla með náminu verður lögð á svið þar sem Íslendingar hafa samkeppnisforskot og verður námið víkkað út eftir því hvar það reynist standa styrkustum fótum. „Þetta er tækifæri fyrir okkur til að takast á við þetta verkefni án landamæra, innanlands sem utan,“ sagði Svafa.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, væntir þess að skólinn geti í sam- starfinu miðlað af áratuga reynslu á mörgum fræðasviðum sem tengjast orkuvísindum. „Við teljum líka að verkefnið muni styrkja starf okkar innan Háskóla Íslands og jafnframt veita tækifæri til að miðla til atvinnu- lífsins þeirri miklu sérfræðiþekkingu sem er innan skólans og í tengslaneti hans um allan heim. Innan Háskóla Íslands eru 50 vísindamenn sem starfa á þessum sviðum og að með- töldu tengslaneti skólans sem nær til virtustu háskóla heims erum við að tala um samstarf hundraða vísinda- manna.“ Ætla að halda forystunni Á ensku nefnist hinn nýi orkuhá- skóli „Reykjavík Energy Graduate School of Sustainable Systems“. Námið mun fara fram í húsakynnum OR og samstarfsháskólanna tveggja. Framundan er að skipa verkefnis- stjórn skólans og formann hennar sem á að annast daglegan rekstur skólans. Að sögn Guðlaugs Þórs efast fáir um að Íslendingar standa í fremstu röð á sviði umhverfisvænnar orku. „Þess vegna sækja menn í uppbygg- ingu þessa náms og þetta er okkar leið til að grípa tækifærið,“ segir hann. „HÍ og HR vilja byggja upp al- þjóðlegan háskóla með okkur sem mun vonandi sjá til þess að Ísland verði áfram þungamiðjan í þekkingu á þessu sviði í heiminum. Hagur OR er augljós, rétt eins og við fórum út í umhverfisorkusjóð til að hafa aðgang að sem bestri þekkingu og hátækni í samstarfi við þessar góðu mennta- stofnanir, er þetta enn eitt skrefið til að svo megi verða. Það er mjög auð- velt að missa forystuna og við höfum engan áhuga á því.“ Orkuháskóli næsta útrásin Orkuveitan ásamt Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík stofnar alþjóðlegan orkuháskóla 2008 Rannsóknatengt nám fyrir meistara- og doktorsnema í boði auk styttri námsbrauta og símenntunar Morgunblaðið/ÞÖK Námsorka Kristín Ingólfsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Svafa Grönfeldt handsala samning um háskólann. FÉLAG einstakra barna stóð fyrir afmælishátíð félags- ins í Kópavogi um helgina en tíu ár eru síðan félagið var stofnað. Boðið var upp á veitingar, andlitsmálningu og hoppkastala svo fátt eitt sé nefnt. Andrew, sem er þriggja ára, smakkaði að sjálfsögðu á afmæliskökunni og virtist líka vel. Einstök skemmtun fyrir einstök börn Morgunblaðið/Ómar FIMMTÁN ára unglingurinn sem grunaður er um alvarlega líkams- árás á leigubílstjóra aðfaranótt föstudags og sætir gæsluvarðhaldi til 1. júní, er nú vistaður í Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg. Stutt er síðan hann var í gæsluvarðhaldi vegna annarra saka og var hann þá vistaður í einangrunarklefa á Litla- Hrauni. Að sögn lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu var kannað hvort hægt væri að vista drenginn á með- ferðarheimili ríkisins að Stuðlum en þar var allt fullt. Lögreglan tekur þó fram að það sé Fangelsismálastofn- unar að ákveða vistunarstað fanga, því lögreglan krefjist þess einvörð- ungu að gæslan sé trygg og fari ekki inn á verksvið Fangelsismálastofn- unar. Ástæður þess að drengurinn er vistaður á Skólavörðustíg að þessu sinni munu hafa verið þær að það þótti mannúðlegri staður fyrir hann en fangelsið á Litla-Hrauni. Pláss er fyrir 16 fanga í hinu 133 ára gamla Hegningarhúsi við Skóla- vörðustíg. Ekki er mælst til þess að fangar sitji þar lengur en í mánuð í senn vegna lélegrar aðstöðu. Þegar Morgunblaðið skoðaði fangelsið í september 2006 upplýstu forsvars- menn þess að fangelsið hefði verið á undanþágu undanfarin ár og væri nú á enn einni undanþágunni til 2010. Hefðu heilbrigðisyfirvöld m.a. gert athugasemdir við lélega loftræst- ingu og ófullnægjandi íþróttaað- stöðu en fagmennska starfsfólks hef- ur verið talin vega upp á móti þeim ágöllum. 15 ára í varðhaldi í Hegningarhúsinu BÍLDDÆLINGAR fögnuðu því á laugardag að Íslenska kalkþörunga- félagið hóf rekstur kalkþörunga- verksmiðju í bænum. Framleiðslan getur orðið mest 57.000 tonn þegar hún verður komin í full afköst og verður þá sú stærsta í heimi af þessu tagi. Til að byrja með er áætlað að framleiða um 10-15 þúsund tonn af kalkþörungamjöli sem notað er í skepnufóður. Megnið af framleiðslunni verður flutt út. Starfsmenn verða tíu en þess má geta að tæplega 200 manns búa á Bíldudal. Magnið er háð leyfi yfir- valda sem fylgjast vel með efnistök- unni en starfsleyfið er til 50 ára. Þör- ungunum eða réttara sagt líkamsleifum þeirra er dælt upp af ákveðnum hafsvæðum á 10-20 m dýpi og munu dæluskip Björgunar ehf annast það. Björgun á 25% hlut í fyrirtækinu en 75% eru í eigu Celtic Sea Minerals á Írlandi. Íslenska kalkþörungafélagið var stofnað 2001 en mjöl af þessu tagi hefur ekki fyrr verið framleitt hér- lendis. „Kalkþörungar eru sama fyr- irbæri og kísilþörungarnir í Mývatni, þetta hleðst upp á löngum tíma,“ segir Guðmundur Magnússon verk- smiðjustjóri. Írska fyrirtækið stund- aði vinnslu af þessu tagi á sunnan- verðu Írlandi í 13 ár. Írarnir nota orku úr propangasi til að þurrka og mylja þörungana og var settur upp sams konar búnaður á Bíldudal en stefnt að því að nota síðar raforku. Stærsta kalkþörungaverk- smiðja í heimi á Bíldudal Ljósmynd/Guðmundur V. Magnússon Ný verksmiðja Hús Kalkþörungaverksmiðjunnar er um 2.700 fermetrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.