Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 21 Þetta er hið nýja ein-kunnarorð Fram-sóknar í kosninga-baráttunni, og gaf ávöxt þegar hinn 23. apríl sl., en þá var undirritaður samn- ingur við Norðurál um bygg- ingu nýs 150.000 tonna álvers í Helguvík, sem byrjar að spúa eitri út í andrúmsloftið þegar árið 2010. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur að vísu lýst því yfir að hægja beri á stóriðjufram- kvæmdum. Það er auðvitað eintóm blekking, þar sem hinn nýi álsamningur í Helguvík hefði aldrei verið gerður á þessum tíma nema með fullri vitund og vilja Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðismenn munu að vísu reyna að hvítþvo sig og svara því til að þeir þar syðra hafi sjálfir og einir haft með málið að gera. Því trúir enginn sem einhverja nasasjón hefur af pólitík. Nú vaknar sú áleitna spurning: Hvað mun stóri flokkurinn gera eftir kosn- ingar fyrst hann hagar sér svona rétt fyrir þær? Ef hann situr áfram að völdum með samflokki sínum, Framsókn, munu áliðjuframkvæmdir settar á fullt, Þjórsá virkjuð, meðal annars með því að sökkva Þjórsárverum, og Skaftá veitt í Langasjó. Íslandshreyfingin ætlar að berjast af öllum kröftum gegn þessari þróun. Margrét Sverrisdóttir „Ekkert stopp“ Höfundur er varaformaður Íslandshreyfingarinnar. mdir, heldur r einstöku ið stækkað.“ ns 25. janúar ekuð og segir er ekki við- áttu fyrir nn eigi að fær að rsárvera er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Gnúp- verjar höfðu barist hatrammlega gegn öllum virkjunaráformum í ver- unum alveg frá byrjun áttunda ára- tugarins. Fundahöld, ályktanir, und- irskriftalistar og samþykktir sýna að mikil samstaða er meðal íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps um verndun veranna og stækkun friðlandsins þannig að tryggt sé að þar verði aldr- ei virkjað. Þessi viðhorf kristölluðust í bókun hreppsnefndar 3. maí 2005 þar sem Norðlingaölduveitu var hafn- að. Ljóst er að fram til þessa hefur flest náttúruverndarfólk talið að stækkað friðland tryggði að Norð- lingaölduveita væri úr sögunni. Og svo mikið er víst að í síðustu sveit- arstjórnarkosningum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var ekki kosið um verndun Þjórsárvera. Menn töldu að hún væri svo til í höfn. Það var kosið um önnur mál. Í þessum kosningum hófst til valda Gunnar Örn Marteins- son og er hann nú oddviti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skip- aði hann samkvæmt tilnefningu sem fulltrúa heimamanna í nefnd er setja skyldi fram hugmyndir og tillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Annar fulltrúi heimamanna var úr Ásahreppi austan Þjórsár (þar hafa ráðamenn jafnan barist fyrir virkj- unum í Þjórsárverum) og sá þriðji úr Rangárþingi ytra og hafa menn það- an þó ekki verið taldir „heimamenn“ í Þjórsárverum þar til nú. Nú hefur þessi ráðgefandi nefnd skilað af sér og hefur umhverf- isráðherra kynnt tillögur hennar. Ráðherrann lætur hinsvegar hjá líða að kynna sinn eigin vilja í málinu. Samkvæmt tillögunum skal friðlandið stækkað verulega í austur, vestur og norður. En það skal ekkert stækkað í suður. En með því að stækka frið- landið ekki til suðurs er í raun unnið gegn verndun veranna; séð til þess að Landsvirkjun geti enn komið upp áð- ur fyrirhuguðu lóni syðst í verunum og þar með Norðlingaölduveitu. Þátt- ur oddvita Skeiða- og Gnúpverja- hrepps, Gunnars Arnar Marteins- sonar, í þessu máli er dapurlegur. Hann stendur að tillögum sem ganga þvert gegn samþykkt hreppsnefndar frá árinu 2005 og ótvíræðum vilja íbúa hreppsins um að hafna Norð- lingaölduveitu. Þannig rekur hann er- indi Landsvirkjunar og stórvirkj- anaaflanna í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum sem enn sjá sóma sinn í því að viðhalda virkj- unarógninni í Þjórsárverum. Enginn náttúruunnandi, engin náttúruverndarsamtök, enginn sem gerir sér grein fyrir stórkostlegu mikilvægi Þjórsárvera í náttúru Ís- lands og umheimsins mun sætta sig við annað en að friðlandið verði einnig stækkað til suðurs og tryggt verði að Norðlingaölduveita sé úr sögunni. Orð Morgunblaðsins frá 17. janúar 2006 um að það sé „kominn tími til að taka af skarið um framtíð Þjórs- árvera“ og ríkisstjórn og Alþingi eigi „að kveða upp úr um að þar verði ekki ráðizt í neinar framkvæmdir“ eiga enn við. Geri Jónína Bjartmarz tillögur nefndarinnar að sínum mun hún ekki skapa frið um Þjórsárver heldur ófrið. Því með þeirri framgöngu tryggði hún kverkatak Landsvirkj- unar á Þjórsárverum. rkatak á Þjórsárverum úruunn- nátt- tök, eng- r grein gu mik- era í og um- ætta sig frið- nig urs … Höfundur er rithöfundur. Nýlega kom hingað til lands meðferjunni Norrænu maður, semhefur verið hér á landi síðast-liðinn tvö sumur til að and- mæla virkjunar- og stóriðjuframkvæmd- um á Austurlandi. Við komuna birti lög- regla á Seyðisfirði manninum dóm héraðs- dóms Austurlands, þar sem hann hafði verið dæmdur í 60 daga fangelsi skilorðs- bundið vegna frelsissvipt- ingar skrifstofufólks á Reyðarfirði og óhlýðni við fyrirmæli lögreglunnar. Við svo búið ásakaði maðurinn lögreglumann í sjónvarps- viðtali um að hafa hótað sér að koma fíkniefnum eða „einhverju“ í bifreið sína til að geta vísað honum úr landi. Í tilefni af þessu sjón- varpsviðtali birti Lárus Bjarnason, lögreglustjóri á Seyðisfirði, yfirlýsingu, þar sem hann segir fullyrðingu mannsins í viðtalinu ranga. Í yfirlýsingunni segir einn- ig: „Það er þekkt aðferða- fræði mótmælenda að ata mótherja sína auri til að reyna að bæta eigin málstað og koma á þá höggi. Lög- reglan biður landsmenn að taka fréttum á komandi sumri af sam- skiptum lögreglunnar og mótmælenda með gagnrýnum huga, en þeir hafa boðað uppsetningu mótmælendabúða frá og með 6. júlí 2007.“ Lögreglustjóri segir, að lög- regla hafi ekki afskipti af mótmælendum að fyrra bragði. Ekki sé tekið á þeim nema þeir gerist sekir um háttsemi, sem varði við lög og séu dómar héraðsdóms Reykja- víkur og Austurlands því til sönnunar. Þá telur lögreglustjórinn, að fjölmiðlar hafi ekki gætt hlutleysis í fréttum af mótmæl- unum og taki yfirlýsingum mótmælenda ekki af nægilegri gagnrýni. Loks bendir hann á, að lögregla hafi ekki verið kærð vegna framgöngu sinnar. Í Lögreglublaðið 2006 ritar Gísli Jökull Gíslason lögreglumaður grein, sem hann nefnir „Spellvirkjar og mótmælendur“, þar sem hann lýsir reynslu sinni af því að hafa verið sendur til að gæta laga og reglu á Austurlandi síðastliðið sumar. Heiti grein- ar sinnar skýrir hann á þennan hátt: „Fjöl- miðlar hafa kallað það fólk mótmælendur en það er sorglegt að nota sama orð yfir alla sem eru á móti framkvæmdunum. Þeir sem mótmæla í sátt við lög eru mótmæl- endur en þeir sem einsetja sér með ásetn- ingi að raska starfsemi eru ekki mótmæl- endur í þeim skilningi. Hér eftir kýs ég að kalla þá spellvirkja.“ * Búðirnar 2005 og 2006, sem reistar voru fyrir útlendinga gegn framkvæmdunum á Austurlandi, eru dæmi um alþjóðavæðingu gegn stórfram- kvæmdum og alþjóðafyrirtækjum. Einn í hópnum stærði sig af því að hafa mótmælt í 8 löndum. Ekkert ríki lætur afskiptalaust, að innlendir eða erlendir einstaklingar bregði fæti fyrir lögmætar framkvæmdir. Hér á landi er nú tveggja ára reynsla hjá lögreglu í viðureign við hópa af þessu tagi og þriðja sumarið er að hefjast. Ég tel, að lögregla hafi brugðist við þessum vanda á réttan hátt og með aukinni áherslu á áhættumat og þjálfun með hliðsjón af reynslu síðustu ára, tel ég hana vel til þess búna að tryggja öryggi á framkvæmda- svæðum. Dómum verður að fylgja eftir og beita lagaregl- um um brottvísun úr landi. * Á kjörtímabilinu hef ég beitt mér fyrir því að efla og styrkja löggæslu í öllu tilliti til lands og sjávar. Verulegur árangur hefur náðst í því efni og hafið er yfir allan vafa, að lögregla nýtur mikils trausts landsmanna. Ég hef jafn- framt lagt áherslu á, að gæsla öryggis Íslendinga hvílir nú meira á íslenskum stjórnvöldum en nokkru sinni fyrr – ekki síst vegna þess að hættur hafa breyst og er reynslan á Austurlandi til marks um það. Í hvert sinn, sem ég hef vakið máls á nauðsyn þess að styrkja lögreglu, hafa þing- menn Samfylkingar hlaupið upp til handa og fóta og talið skrefið of stórt. Vinstri/græn hafa á hinn bóginn stundum látið eins og þau hafi skilning á því, að borgaralegar öryggisstofnanir þjóðarinn- ar séu efldar, nú síðast í tilefni af ramma- samningum við Norðmenn og Dani um ör- yggismál. Að sjálfsögðu þurfum við að halda áfram að efla lögreglu, landhelgisgæslu og björgunarsveitir. Næsta skynsamlega skref er að skipuleggja og þjálfa 240 manna varalið lögreglu. Ég fagna stuðn- ingi allra við þau áform. Stjórnmálamenn verða einnig að treysta löggæslumönnum. Það er til lítils, að stjórnmálamenn samþykki fjölgun þeirra en vilji síðan, að þeir sitji auðum höndum, þegar farið er á svig við lögin. Þessi tvískinnungur einkennir málflutning vinstri/grænna. Á síðasta þingi fluttu þau Kolbrún Halldórsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon tillögu til þingsályktunar um að skipuð yrði sérstök nefnd til að rannsaka „framgöngu lögreglu gagnvart mótmæl- endum við Kárahnjúka“. Af tillögunni og greinargerð hennar verður ráðið, að flutn- ingsmenn hennar telji lögreglu hafa stofn- að til vandræða á Austurlandi en ekki þá, sem þau kalla mótmælendur. Vinstri/græn vilja þurrka orðið her á brott, þegar rætt er um öryggi Íslands. Þau segjast vilja efla borgaralegar stofn- anir í þágu öryggis borgaranna. Þau krefj- ast hins vegar sérstakrar rannsóknar, þegar lögregla beitir valdi til að stöðva spellvirki gegn lögmætum framkvæmd- um. Er þessi tvískinnungur trausts verð- ur? Hættulegur tvískinnungur Eftir Björn Bjarnson » Traust enekki tví- skinnungur á að ráða í öryggis- málum. Björn Bjarnason Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. ð hafi verið mikil vísbend- afi verið hvernig til myndi knarskeið ga er að í stað þessa upp- ég skynjaði hér 1997 og artsýni varðandi framtíð ís- gsins í Vesturheimi getum m liðnum litið til baka yfir og glæsilegasta sóknar- þessi tengsl,“ segir Ólafur margir aðilar á Íslandi og í Kanada og Bandaríkjun- n hátt tekið höndum saman kvæmd fjölmörgum við- kefnum, eflt söfn og sýn- ingar, opnað samfélagsmiðstöðvar og reist minnismerki, efnt til hópferða til Íslands og Íslendingar hingað, við svo opnað hér ræðismannsskrifstofu og sendiráð í Kan- ada og Kanada á Íslandi að ógleymdum öllum þeim glæsilegu viðburðum sem fóru fram árið 2000 og tengdust landafundun- um, opinberum heimsóknum mínum til Kanada og fjölmargra íslenskra ráða- manna á þessum árum, opinberri heim- sókn landstjóra Kanada til Íslands og heimsóknum forráðamanna Manitoba eins og Garys Doers forsætisráðherra, sem hefur komið tvisvar á sínu skeiði. Þegar allt þetta er lagt saman höfum við efnivið til þess að horfa mjög bjartsýn til næstu ára og áratuga. Það hefur verið mjög gam- an á hverju ári á Bessastöðum að taka á móti því unga fólki, sem hefur tekið þátt í Snorraverkefninu, sem var einmitt stofnað upp úr þessum samtölum 1997, og finna hvernig við erum ár af ári að byggja upp nýja sveit af ungu fólki í Bandaríkjunum og Kanada, sem hefur kynnst Íslandi og ræktað tengslin við heimaland forfeðr- anna, kynnst ættmönnum sínum, íslenskri náttúru og íslensku nútímaþjóðfélagi. Allt þetta hefur orðið til þess að breyta mjög viðhorfum fólks af íslenskum uppruna hér í Vesturheimi, fylla það meiri bjartsýni en áður og opnað augu þess fyrir því að hver og einn getur ræktað tengslin við Ísland á margvíslegan hátt. Í þeim efnum hef ég allan þennan tíma lagt ríka áherslu á það, að það þyrfti að tvinna saman annars veg- ar stolt yfir því að vera hluti af merkri arf- leifð og einstakri sögu og ánægjuna af því að kynnast og tengjast nútíma Íslandi þannig að kjarninn í viðhorfum og samfé- lagsvitund vestur-íslenska samfélagsins væri ekki bara hefðin, sagan og gamli tím- inn heldur ekki síður tækifærin sem Ís- land nútímans felur í sér á sviði menning- ar, lista, vísinda, rannsókna, viðskipta og tækni.“ Mikið ævintýri Margir frá Vesturheimi hafa heimsótt Bessastaði á sl. áratug. Ólafur Ragnar segir að sér hafi þótt gaman að taka á móti þessu fólki sem hafi gjarnan verið að koma í fyrsta sinn til Íslands og kynnast landi forfeðra sinna. Ánægjulegt hafi verið að eiga samræður við hundruð einstaklinga sem væru að uppgötva Ísland nútímans, náttúruna og árangur þjóðarinnar og það hafi aukið þrótt í því að styrkja tengslin við sögu ættmenna vestanhafs. Hann bendir á að þegar hann hafi komið til Utah 1997 hafi ekki komið þangað íslenskur forystu- maður í heila öld. Afkomendur mormón- anna hafi talið að vegna deilnanna um brottför mormónanna á sínum tíma væri erfitt fyrir þá að rækta tengsl við Ísland nútímans en tekist hafi að breyta þeim við- horfum og síðan hafi þeir reist merkilegt minnismerki í Vestmannaeyjum um þá sem fóru fyrst til Utah, nánast árlega hafi komið sveit frá Utah í heimsókn til Íslands og 2005 hafi hann tekið þátt í einstæðum viðburðum þar þegar minnst var 150 ára afmælis frá því fyrstu íslensku landnem- arnir komu til Utah og um 4.000 manns hafi verið viðstaddir afhjúpun nýs minnis- merkis. Það hafi verið sér dýrmætt og mikil upplifun að kynnast fólkinu, tilfinn- ingum þess, sögu og viðburðum, og fátt hafi haft eins mikil áhrif á sig og fjölmargir slíkir tilfinningaþrungnir viðburðir meðal fólksins af íslenskum ættum vestanhafs. „Fyrir sérhvern Íslending er það mikið ævintýri að koma á þessar slóðir og rík til- finningaleg og söguleg reynsla,“ segir for- setinn og hvetur Íslendinga til þess að heimsækja samfélög fólks af íslenskum ættum vestanhafs, eins og Gimli, Norður- Dakota, Alberta, Saskatchewan og Utah. Ómögulegt sé að gera sér grein fyrir því hvað það sé að vera Íslendingur án skiln- ings á menningu þessa fólks vestra. Landsbankinn vísar veginn Miklar breytingar hafa orðið á samskipt- um Íslands og Vesturheims á undanförn- um árum. Ólafur Ragnar segir ástæðu til að ætla að þróunin haldi áfram að styrkj- ast. Það gerist t.d. með því að ung kynslóð á sviði vísinda og lista taki höndum saman, ungt listafólk frá Íslandi fari vestur í aukn- um mæli og listafólk í Kanada og Banda- ríkjunum sæki Ísland heim. Íslensk fyrir- tæki muni líka sennilega skoða umsvif á þessum slóðum í ríkari mæli en þau hafi gert og vera reiðubúnari til þess að styrkja stöðu sína vestra. Kanada sé auðugt land og eigi mikla viðskiptalega framtíð fyrir sér. Því séu mikil tækifæri í landinu, eink- um í ljósi þess að nánast allt vestur- íslenska samfélagið í landinu sé einskonar um 200.000 manna heimamarkaður fyrir íslensk fyrirtæki og þar sé velvild, stuðn- ingur og eftirvænting gagnvart íslenskum fyrirtækjum. „Ég vona líka að það verði aukin sam- vinna í vísindum og tækni. Nú er veröldin upptekin við hættuna af loftslagsbreyting- um og Kanada og Ísland og önnur lönd á norðurslóðum eru sá heimshluti þar sem loftslagsbreytingarnar gerast hraðast og þar sem mikilvægast er að stunda rann- sóknir af þessu tagi. Ég vona þess vegna að háskólar og rannsóknastofnanir á Ís- landi og í Kanada muni, líkt og við höfum verið að gera í Bandaríkjunum á undan- förnum mánuðum, taka höndum saman í öflugu vísinda- og rannsóknasamstarfi. Þar geta líka orkumálin komið við sögu. Svo sé ég fjölmörg tækifæri, sem öll reyndar tengjast nútíma Íslandi, til að hagnýta þann góða grundvöll og þann mikla velvilja sem við höfum hér til sóknar á fleiri sviðum. Það er þess vegna svolítið skemmtilegt að elsti banki Íslands skuli vera að hasla sér hér völl og vísa þannig veginn til framtíðar. Vonandi fylgja aðrir í kjölfarið.“ steinthor@mbl.is nútíma Íslandi um ættum vestra nblaðið/Steinþór Guðbjartsson nunum Curtis Olafson, ksdóttur í kvöldverði ugardag. ginni og í fjölmiðlum. Ice- hefur kynnt íslenska mat- rum útvöldum veitinga- orsíðuviðtal við Hákon treiðslumann, í fylgiblaði nun viðskiptaskrifstofu fór varla framhjá nokkr- orseti Íslands, Ólafur son, hefur verið í ótal sjón- - og blaðaviðtölum auk hefur haldið fjölda erinda a hópa á nýliðnum dögum. stundum fengið ágæta um- a slær allt út,“ segir Neil randi ræðismaður, og , rithöfundur og djassisti, reng.. Aðrir sem til þekkja rgi í veröldinni hafi verið kið um Ísland og í Winni- stuttum tíma. un

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.