Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 27
Tilkynningar
Snæfellsbær
Auglýsing
um óverulega breytingu
á aðalskipulagi Snæfellsbæjar 1995-2015
Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 21. gr. skipulags-
og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athuga-
semdum við óverulega breytingu á aðalskipu-
lagi Snæfellsbæjar.
Aðalskipulagi Snæfellsbæjar er breytt vegna
endurbóta snjóflóðamannvirkja. Svæðið sem
um ræðir er upp með gilinu frá Ólafsbraut að
Tvísteinahlið.
Breytingartillagan verður til sýnis á bæjar-
skrifstofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2 frá og
með 30. apríl nk. til 21. maí. 2007.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við tillöguna. Frestur til þess að skila inn
athugasemdum er til 21. maí 2007.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera
skriflegar og berast bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, 360 Snæfellsbæ.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við
tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur
henni.
Auglýsing
um nýtt deiliskipulag
vegna snjóflóðavarna í Ólafsvík,
Snæfellsbæ
Samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug-
lýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag
vegna snjóflóðavarna í Ólafsvík, Snæfellsbæ.
Skipulaginu er breytt vegna endurbóta snjó-
flóðamannvirkja. Svæðið sem um ræðir er upp
með gilinu frá Ólafsbraut að Tvísteinahlið.
Deiliskipulagið, sem samanstendur af upp-
drætti ásamt skipulags- og byggingarskil-
málum, liggur frammi á bæjarskrifstofu
Snæfellsbæjar í Röst á Hellissandi frá 30. apríl
til 28. maí 2007 á venjulegum skrifstofutíma.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir
við deiliskipulagið.
Athugasemdum skal skila fyrir 4. júní 2007.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera
skriflegar og berast bæjarskrifstofu Snæfells-
bæjar, Snæfellsási 2, 360 Snæfellsbæ.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan til-
greinds frests teljast samþykkir tillögunni.
Skipulags og byggingarfulltrúi
Snæfellsbæjar.
Aðalfundur
Slysavarnadeildarinnar Þorbjörns,
Björgunarsveitarinnar Þorbjörns og
Björgunarbátasjóðs Grindavíkur
verður haldinn 8 maí nk. kl. 19.00 í
Björgunarsveitarhúsinu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Tilboð/Útboð
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur
er óskað eftir tilboðum í verkið:
Stofnlögn hitaveitu
Hveragerði
Leggja skal 1550m af tvöföldum stofnlögnum hitaveitu og
fjölpípukerfi fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur og ganga frá yfir-
borði skurðstæðis.
Helstu verkþættir eru:
Heildar skurðlengd 1.630 m
Lengd tvöfaldrar hitaveitulagnar 1.560 m
Lengd ídráttarröra 1.890 m
Steyptar stéttar 560 m²
Malbikun 530 m²
Verkinu skal lokið fyrir 15. september 2007.
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu
Orkuveitunnar www.or.is - útboð/auglýst útboð. Einnig er
unnt að kaupa þau hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi
Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1,110 Reykjavík.
Verð er Kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað, í fundarsal á 3. hæð,
vesturhúsi, þriðjudaginn 15. maí 2007 kl. 11:00.
OR 2007/25
Útboð
Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • Fax 516 7000
www.or.is/utbod
Óskað eftir tilboðum í verkið:
Selás, blöndun 1. áfangi
Leggja skal DN 150 plasteinangraða stálpípu meðfram
núverandi DN 300 pípu milli brunns H-414 og dælustöðvar
Selási.
Helstu verkþættir eru:
Jarðvinna
Pípulögn DN 150
Múrbrot og frágangur í brunn og dælustöð
Tenging og frágangur pípulagnar
Verkinu skal lokið fyrir 1. júlí 2007.
Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu
Orkuveitunnar www.or.is - útboð/auglýst útboð. Einnig er
unnt að kaupa þau hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi
Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1,110 Reykjavík.
Verð er Kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað, í fundarsal á 3. hæð,
vesturhúsi, þriðjudaginn 15. maí 2007 kl. 14:00.
OR 2007/21
Útboð
Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík
Sími 516 6000 • Fax 516 7000
www.or.is/utbod
Til sölu
Höfum til sölu hið einstæða menning-
arsögulega verk:
SCRIPTA HISTORICA
ISLANDORUM,
þ.e. Fornmannasögur, sem Sveinbjörn rektor
Egilsson þýddi á latínu og út kom í Kaupman-
nahöfn 1828-1846. Grímur Thomsen skáld sneri
einu bindinu á latínu, en upphaflegir útgef-
endur ritraðarinnar voru Gísli Brynjúlfsson,
Sveinbjörn Egilsson og séra Þorgeir Guð-
mundsson, sem sneri Mynstershugverkjum á
íslenzku ásamt Jónasi Hallgrímssyni.
Útg. var Norræna Fornfræða Félagið.
Prýðisfallegt, vandað, handbundið skinnband.
Bókin ehf. - Antikvariat
Fornbókabúð
Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík.
Símar 5521710 og 8679832
bokin@simnet.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Félag íslenskra háskólakvenna
og Kvenstúdentafélag Íslands
heldur aðalfund á Hótel Holti þriðjudaginn
8. maí kl. 17.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Atvinnuauglýsingar
Stýrimaður
Stýrimann vantar á Mörtu Ágústsdóttur,
frá Grindavík, til netaveiða.
Góð kjör í boði fyrir góðan mann.
Uppl. í símum 426 8286 og 898 2013.
I.O.O.F. 19 1884308 I.O.O.F. 1 1873308 8½.III.*
Félagslíf
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
in. Að hafa fengið að njóta góðrar
leiðsagnar hennar var gott vega-
nesti út í lífið og hefur fylgt mér alla
tíð síðan.
Það var tekið vel á móti okkur
Örnu dóttur minni þegar við komum
inn í fjölskylduna, Arna þá rétt árs-
gömul, og frá fyrsta degi varð Arna
ein af barnabörnunum hennar rétt
eins og þau sem fyrir voru.
Það eru margar fallegar minn-
ingar sem við Arna og Björn eigum
frá Hlíðarendanum. Þessar minn-
ingar fylgdu okkur þegar við flutt-
umst frá Eskifirði og ylja okkur nú
enn frekar þegar þú, Veiga, ert ekki
lengur til staðar að deila þeim með
okkur.
Með þessum orðum Valdimars
Briem kveð ég þig, kæra Veiga, og
þakka þér fyrir allar góðu samveru-
stundirnar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Ég votta Guðrúnu, Kristjáni,
Hrafnhildi og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð.
Guðný Aradóttir.
Mjólkurvatn og ristað brauð.
Þetta eru atriði sem koma upp í
hugann þegar ég hugsa aftur í tím-
ann amma mín. Með fylgja allar
minningarnar um yndislegu stund-
irnar á Hlíðarenda. Fá að vökva
Smiðjustíginn til að halda niðri ryki
á góðviðriðsdögum. Gista hjá ykkur
afa sem ekki reyndust ófá skiptin og
auðvitað tvennt sem ekki má
gleyma. Spila fótbolta við þig í eld-
húsinu og sitja upp á bekk og skoða
Eskifjörð með kíkinum góða. Þú
sagðir mér sögur af þínum uppvexti,
stríðsárunum á Reyðarfirði og húsa-
kosti og uppeldisaðstæðum þínum
sem barn og unglingur. Kenndir
mér að meta söguna og vaktir hjá
mér áhuga á lestri. Eitthvað sem ég
mun búa að alla tíð.
Við áttum sérstakt samband, þú
og ég. Okkar vinátta var einn af
horsteinum uppeldis míns. Þykir
mér vænt um að Theodór hafi feng-
ið að kynnast þér jafnmikið og raun
ber vitni og að þú hafir náð að hitta
og halda á Victoríu Heru nýfæddri í
nóvember síðastliðnum. Símtölin
sem við áttum síðustu árin þegar ég
hef verið á mínu vinnuflakki um
heiminn voru til merkis um þessa
römmu taug okkar á milli.
Það var gott að fá tækifæri á að
kveðja þig . Gott að geta gert upp
lífið okkar saman og finna hvað við
skiptum hvort annað miklu máli.
Mér þótti vænt um að heyra að þú
værir stolt af mér og einnig að vita
að þú hafðir fyrirgefið mér afglöp
mín á sínum tíma. Þú stóðst alltaf
við bakið á mér amma. Þú varst allt-
af til staðar.
Ég var farinn að hlakka til að
koma austur í sumar með Theodór,
Victoríu og Ernu. Við vorum nýbúin
að ræða tímasetningar þegar Guð-
rún hringdi og færði okkur frétt-
irnar um að þú væri orðin veik.
Þegar sorgin er dýpst eru minn-
ingarnar huggunin. Þess vegna hef
ég og allir sem fengu að njóta visku
þinnar og samvista amma mín af
nógu að taka til að brosa í gegnum
tárin. Skilaðu kveðju til afa. Þú ert
loksins kominn í hans og Guðs faðm.
Björn Steinbekk Kristjánsson.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urveigu Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.