Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BLADES OF GLORY VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 10:10 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER eee H.J. Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM BE SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee V.J.V. TOPP5.IS Þjóðskáldið, náttúrubarnið ogbyltingarmaðurinn Jóhannesúr Kötlum er setztur að á skáldasetri á vefnum. Vefsíða um skáldið varð fyrst til vegna ald- arafmælis þess 1999 og má enn nálgast hana gegnum vefbókasafn- ið. Það skáldasetur sem hér er gert að umtalsefni hafa afkomendur Jó- hannesar byggt honum á léninu jo- hannes.is þar sem finna má ýmsan fastan fróðleik um skáldið og verk hans, en einnig er jarðnæðið stöð- ugt aukið með fróðleik af ýmsu tagi. Það er skemmtilegt að heimsækja vefsetur Jóhannesar úr Kötlum. Ég hitti hann aldrei persónulega, en hef lengi dáð ljóð hans og komst nær honum á lífsleiðinni í gegnum manneskjur sem elskuðu hann og nutu elsku hans. Sú hlýja mynd sem þær gáfu mér af skáldinu liggur dá- lítið fjarri hörku byltingarmanns- ins, en eins og í lífinu svo átti hann ólíka strengi í ljóðhörpu sinni. Það er auðratað um skáldasetur Jóhannesar úr Kötlum. Þar er hægt að kalla upp æviferil og ritaskrár og í fréttum er það helzt að fleiri lausa- vísur Jóhannesar rata inn á vefinn. Lausavísunum er helgaður sér- stakur bás, þar sem sonur skáldsins, Svanur, kallar eftir lausavísum um og eftir föður sinn (en auðvelt er að „hafa samband“) og birtir þær sem berast; sumar hafa birzt annars staðar en stöðugt bætast nýjar í sarpinn. Mynd mánaðarins er birt og líka ljóð; ljóð marzmánaðar valdi Ármann Jakobsson, Fjöll úr Sjö- dægru, og aprílljóðið er Ljóð um hamingjuna, sem Eysteinn Þor- valdsson valdi. Þeir eru líka höf- undar greina um Jóhannes, sem birtust í blöðum og tímaritum 1999 þegar skáldið hefði orðið 100 ára, en aðrar greinar af sama toga eru eftir Jón Sigurðsson, Matthías Jo- hannessen, Silju Aðalsteinsdóttur og Skafta Þ. Halldórsson. Loks skal nefnt að frá skáldasetrinu er hægt að kalla upp heildarskrá skjala- safns, sem afhent var Lands- bókasafni Íslands – Háskóla- bókasafni 4. nóvember 1999.    Á lausavísnabás skáldasetursinsnefnir Svanur Jóhannesson m.a. til vináttu föður síns og Eyjólfs Jónassonar bónda í Sólheimum, Laxárdal, og vitnar til heimasíðu Sólheima í Laxárdal, sem m.a. geymir margt af kveðskap Eyjólfs og líka vísur og ljóð Jóhannesar til vinar síns, en þeim fór margt þess háttar í milli. Einhverju sinni upp á fjalli sagð- ist Eyjólfur hafa verið að hugleiða kunningsskap þeirra Jóhannesar og hvern mann Jóhannes hefði að geyma. Sagði hann skáldið Jóhann- es mann ágætan og sérlega hjarta- hreinan og geta hrifið alla upp úr skónum með snilli sinni, en hann væri þannig gerður að hann fyndi til með öllum og bæri sorgir og þján- ingu heimsins með sér og yrði því ekki sæll fyrr en í gröfinni. Aftur á móti þótti Eyjólfi Jóhannes hafa ein- kennilega mikla tiltrú á sér og kvaðst hafa verið eins og skraut- stytta uppi á hillu hjá Jóhannesi alla tíð, en nú væri því lokið. Út frá þess- um hugleiðingum gerði hann eft- irfarandi vísu á heimleiðinni ofan úr Fellum. Jóhannes hefur jafna lund. Jagar hann til sín indæl sprund. Postulíns eitt sinn átti hann hund. Alsæll fyrst á dauðastund. Eyjólfur bætti svo um betur, þeg- ar von var á Jóhannesi í Sólheima: Jóhannes hefur jafna lund – ölvaður. Jagar hann til sín indæl sprund – bölvaður. Postulíns eitt sinn átti hann hund – mölvaður. Alsæll fyrst á dauðastund – fölvaður. Sumarið 1975 komu Svanur Jó-hannesson og Ragnheiður kona hans að Sólheimum. Þá fór Eyjólfur með þessar vísur og kenndi þeim. Haustið 2006 voru þau hjón enn á ferðalagi vestur í Dölum og áskotn- aðist þá ljósrit af bréfi Jóhannesar til Eyjólfs. Það er dagsett 18. sept. 1965: „Kæri frændi minn: Það var mér dýrðleg sálubót að hitta þig þessa stuttu stund í gær- kveldi og finna gamla og góða strauma líða um mína aumu sál. Ég var að velta fyrir mér perlunni þinni eftir að ég kom heim í nótt og vil gera á henni smávegis breyt- ingar henni til enn meiri fullkomn- unar, því aldrei er góð vísa of lengi fáguð. Ég sendi þér því tillögur mín- ar nú þegar, áður en þetta maka- lausa afkvæmi þitt flýgur út um all- ar trissur. Ég vil þá hafa vísuna svona: Jóhannes minn er jafn í lund – ölvaður, jagar hann til sín herleg sprund – bölvaður, postulíns áttı́ ann eitt sinn hund – mölvaður, alsæll mun verða á dauðastund – fölvaður. Eins og þú munt strax sjá lengjast allar ljóðlínurnar til samræmis við þá þriðju, betur hittir í mark að skipta um viðlagið í fyrstu og annari línu, ,,herleg“ fer betur en ,,indæl“ við sögnina að ,,jaga“ og ,,mun verða“ kemur í staðinn fyrir ,,fyrst“ vegna atkvæðafjöldans og er ekki verra, því f-in í fyrst og fölvaður nálgast of mikið stuðlun. Sem sagt: meiningin breytist ekk- ert og er ,,god nok“ eftir sem áður, en hrynjandin verður heilli og ísmeygilegri. Ef þú fellst á þetta fer það ekki annara á milli, heldur segj- um við þeim sem þegar kunna að hafa heyrt vísuna eða lært að þú hafir hnikað henni þannig til við nánari athugun. Og mun ég nú keppast við að kenna öllum hana í þessari mynd... Þinn einl. Jóhannes úr Kötlum.“    Svanur lýkur frásögninni í lausa-vísnabás skáldasetursins svo: „Á þessu bréfi sést að Eyjólfur hef- ur ekki tekið tilboði pabba um breytingu á vísunni, því 10 árum seinna fer hann með upphaflegu gerðina fyrir okkur Rögnu. Eða þá að hann hefur ekkert viljað breyta henni og talið best að hafa hana eins og hún var frá honum komin og hallast ég helst að því. En menn vita þá ástæðuna ef báðar gerðir vís- unnar eru í gangi.“ » Sagði hann skáldiðJóhannes mann ágætan og sérlega hjartahreinan og geta hrifið alla upp úr skón- um með snilli sinni, en hann væri þannig gerð- ur að hann fyndi til með öllum og bæri sorgir og þjáningu heimsins með sér og yrði því ekki sæll fyrr en í gröfinni Sálubót Vinafund Eyjólfs Jónassonar í Sólheimum og Jóhannesar úr Kötl- um kallaði Jóhannes dýrðlega sálubót. freysteinn@mbl.is AF LISTUM Freysteinn Jóhannsson Postulíns eitt sinn átti hann hund FERILL Ara Baldurssonar í tón- listinni er langur, þó að hljómskíf- urnar hafi verið fáar. Ari er Dal- víkingur en býr nú í Árgerði í Svarfaðardal þar sem hann rekur gistiheimili auk þess að gera út eins manns ballsveit en hann á að baki áratuga reynslu með hinum ýmsu dansleikjasveitum. Þá lék hann um hríð með kántrísveit í Danmörku og þau áhrif slæddust inn á disk dúettsins Jóns forseta, Öldin er liðin (2001) sem Ari skip- aði ásamt Þresti Harðarsyni. Nú lítur hins vegar dagsins ljós plata þar sem ýmsir söngvarar og hljóð- færaleikarar túlka lög Ara, og eru þar á meðal Kristján Edelstein, Pálmi Gunnarsson, Kristjana Arn- grímsdóttir og Álftagerðisbróð- irinn Óskar Pétursson. Lögin eru velflest í rólegum takti, einslags ballöður, og afar misjöfn að gæðum. Flest þeirra eru reyndar ansi sérkennalaus – minna á hundruð annara dæg- urlaga og skilja því lítið eftir sig. Fljóta framhjá manni án þess að hræra neitt í vitunum. Ekki bætir þá úr skák að söngur er iðulega flatur og óspennandi. Ari syngur meirihlutann sjálfur og myndi seint teljast raddsterkur maður, helst að Óskar sýni einhver tilþrif. Hrósa ber þó sérstaklega hljómi, sem er þýður og mjúkur. En laga- smíðarnar sem slíkar eru fæstar að gera sig. Tilþrifalítið TÓNLIST Ari Baldursson – Helst af öllu  Arnar Eggert Thoroddsen BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti í gær ítarlegt viðtal við söngkonuna Björk Guðmunds- dóttur í tilefni nýútkominnar plötu hennar Volta. Greinarhöfundur ræðir við Björk um plötuna, sem er sú fyrsta sem hún sendir frá sér í þrjú ár. Í viðtalinu er einnig farið yfir feril Bjarkar og minnst er á svanakjólinn fræga. Björk mun halda þrenna tónleika í New York á næstunni. Á miðvikudag- inn mun hún leika í Radio City Music Hall. Á laugardag mun hún halda tón- leika í United Palace Theater og þriðjudaginn þar á eftir verður hún með tónleika í Apollo Theater. Björk í New York Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.