Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Traustur aðili óskar eftir 4ra herbergja íbúð til leigu nú þegar og fram til áramóta. Æskileg stærð ca 100-115 fm. Æskileg staðsetning, miðborg, Þingholt, Skerjafjörður og Seltjarnarnes. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson SÍÐASTLIÐIÐ haust brydd- aði Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts, upp á þeirri nýbreytni að bjóða al- menningi að koma og skoða fjölbreyttan listaverkakost hótelsins undir leiðsögn Að- alsteins Ingólfssonar listfræð- ings. Sýningarnar eru nú mán- aðarlega á hótelinu og hinn 1. maí næstkomandi er komið að næstu leiðsögn. Á þriðjudaginn geta gestir og gangandi mætt á Hótel Holt klukkan 17 og fengið að skoða lista- verk hótelsins. Einnig geta hópar sett sig í sam- band við hótelið og pantað sér leiðsögn. Leiðsögn Listaverkakostur Holtsins Geirlaug Þorvaldsdóttir LEIKLISTARVEISLA Listar án landamæra verður í Borgarleikhús- inu í kvöld klukkan 20. Kynnar eru Björgvin Franz Gíslason og Ása Björk Gísladóttir. Meðal þeirra sem fram koma eru leikhópurinn Perlan, Dansklúbbur Hins húss- ins, Tjarnarleikhópurinn, Blikandi stjörnur ásamt KK og Halaleikhópurinn auk þess sem sýnt verður atriði úr Þjóðarsálinni Frítt er inn í Borgarleikhúsið á meðan húsrúm leyfir. Leiklist Fjölbreytt leiklistarveisla Úr Þjóðarsálinni. ÁRLEGT Söngvaraball í Ís- lensku óperunni verður haldið í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 með fordrykk og kl. 21 hefj- ast tónleikar á sviði Óp- erunnar þar sem nokkrir af ástsælustu söngvurum lands- ins koma fram. Að loknum tónleikum leikur strengja- sveitin Sardas fyrir dansi. Heiðursgestir á ballinu eru hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson en þau hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðastliðin þrjátíu ár. Veislustjóri er Davíð Ólafsson óperusöngvari. Tónlist Söngvaraball í Óperunni Davíð Ólafsson EINN þekktasti fulltrúi kvikmynda- iðnaðarins í Hollywood, Jack Val- enti, lést í síðastliðinni viku. Bana- mein hans var hjartaáfall. Valenti var í forsvari fyrir Kvik- myndafélag Bandaríkjanna (Motion Picture Association of America, MPAA) í næstum fjóra áratugi en lét af störfum fyrir þremur árum. Hans verður trúlega oftast minnst fyrir að hafa sett á fót það kerfi sem ákvarðar aldurstakmörk að kvik- myndum, kerfi sem enn er notað til- tölulega lítt breytt í dag, um 40 árum síðar. Valenti var jafnframt aðstoð- armaður bæði John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og eftirmanns hans, Lyndon Johnson. Valenti var í bílalestinni þegar Kennedy var skotinn til bana árið 1963. Kempur á borð við Steven Spiel- berg og Kirk Douglas hafa síðustu daga sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir minnast Valenti með hlýju og segja hann hafa verið „góðan og merkan mann“. Reuters Merkur maður Jack Valenti. Jack Valenti látinn Upphafsmaður aldurstakmarka á kvikmyndir ÍSLENSKI dansflokkurinn er á far- aldsfæti um þessar mundir og tróð upp í gær í Sjanghaí. Fullt var út úr dyrum, samkvæmt tilkynningu frá dansflokknum, og komust færri að en vildu. „Sjanghaí er af mörgum talin íhaldssömust af kínversku stór- borgunum hvað listir varðar, og kom það þvi skipuleggjendum tals- vert á óvart hversu vel sýningunni var tekið,“ segir meðal annars í til- kynningu. Að sýningu lokinni settust Katrín Hall, listrænn stjórnandi ÍD, Ása Richards framkvæmdastjóri og dansararnir niður á sviðinu og svöruðu fjölmörgum spurningum um dans, dans á Íslandi, Ísland og margt fleira. Í dag heldur flokkurinn til Gu- angzhou, þar sem hann mun opna stærstu nútímadanshátíð Kína, Gu- angdong Modern Dance Festival. Þar sýnir flokkurinn verk Helenu Jónsdóttur, Open Source, sem og verkið Gleðilegt nýtt ár. Dansflokkur- inn í Kína SJÓNLISTADAGUR verður haldinn í Reykjavík á þriðjudaginn, 1. maí. Þá verða vinnustofur listamanna og hönnuða opnaðar almenningi á Korp- úlfsstöðum og Seljavegi 32. Vinnu- stofurnar eru 87 talsins, og verður því nóg í boði fyrir þá sem áhuga hafa á myndlist og hönnun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arstjóri Reykjavíkur, opnar Sjón- listamiðstöðina á Korpúlfsstöðum kl. 13. Þar eru 32 myndlistarmenn með vinnustofur og 8 hönnuðir. Handhafar Íslensku sjónlistaorð- unnar 2006, myndlistarmennirnir Magnús Pálsson og Hildur Bjarna- dóttir og hönnuðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, sýna verk sín í gömlu hlöðunni og afrakstur vetr- arstarfs nemenda Myndlistarskólans í Reykjavík verður einnig til sýnis. Skólinn hefur rekið útibú að Korp- úlfsstöðum í vetur. Opið verður á Korpúlfsstöðum til kl. 17. Gamalt hlöðuloft notað Áslaug Thorlacius, formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, segir að verið sé að gera gamalt hlöðuloft á Korpúlfsstöðum hæft til sýningahalds, en það er 760 fermetr- ar að flatarmáli. „Hildur verður með einhver mál- verk í sínum anda, striga og text- ílverk. Guðrún Lilja ætlar að sýna sófa, borð og fleira úr sinni hönn- unarlínu og Magnús ætlar að vera með myndband og hljóð,“ segir Ás- laug. Hugmyndin hafi verið að setja eitthvað í þennan sal, hlöðuloftið, þar sem hann hafi staðið tómur. Áslaug segir að til standi að búa til hönnunarsetur á Korpúlfsstöðum þar sem hönnuðir muni vinna saman í hópum í samstarfi við ákveðin fyr- irtæki. Á fyrrnefndu hlöðulofti verði á ákveðnu svæði verkstæði fyrir hönn- uði. Vinnustofur SÍM í Listamannahús- inu að Seljavegi 32, í byggingu sem áður hýsti Landhelgisgæsluna, verða einnig opnar á Sjónlistadaginn, milli kl. 15 og 18. Listamannahúsið var opnað í fyrrasumar. Þar eru 47 vinnu- stofur myndlistarmanna og sex her- bergja gestaíbúð. Vinnustofur listamanna verða opn- ar þannig að almenningur getur skoð- að það sem listamennirnir eru að gera. Eldri meistarar sýna Í sýningarsal Listamannahússins verður opnuð sýning á verkum fjög- urra listamanna sem hafa unnið mik- ilvægt starf í myndlistarkennslu í gegnum tíðina. Þetta eru listmálararnir Bragi Ás- geirsson, Einar Hákonarson, Haf- steinn Austmann og Kjartan Guð- jónsson. Kristján Davíðsson gæti bæst í þann hóp, en það er ekki ljóst að svo stöddu. Áslaug segir spennandi að sýna verk málaranna fjögurra. „Það hefur ekki verið svo mikið samneyti milli þeirra og okkar af yngri kynslóðinni,“ segir Áslaug og því skemmtilegt að þeir sýni í húsinu. „Þeir eru með tvö til fjögur verk hver og eru að sýna okkur stuðning með þessu.“ Einar Hákonarson, sem er yngstur málaranna, fagnar því að leitað hafi verið til þeirra félaga og telur það bera vott um vaxandi áhuga hér á landi á málverkinu. „Þetta er jákvæð þróun, að samtök myndlistarmanna vilji muna eftir því að það eru til fleiri en þeir ungu,“ seg- ir Einar. Málverkið hafi verið út- undan seinustu 20 ár eða svo í ís- lenskri myndlist en það sé nú að koma aftur. Sjónlistadagur í Reykjavík á morgun Hönnunar- setur á Korp- úlfsstöðum Morgunblaðið/Ómar Púðalist Örn Smári ætlar að fylla portið hjá Korpúlfsstöðum af púðum skreyttum ýmsum myndum. Dura Hildur Inga Björnsdóttir fatahönnuður við eitt verka sinna. Áttatíu og sjö myndlistarmenn og hönnuðir opna vinnustofur sínar Sýningin verður opin milli kl. 14 og 17 fimmtudaga, föstudaga og laugardaga til loka maí. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.