Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 26
sumum okkar gæti fundist við gleymd eftir að þú værir farin. En ég held að ég geti sagt fyrir hönd okkar allra að æskuminningar okkar með þér og afa, eru þær bestu sem við eigum. Og þær munu aldrei gleymast. Lífið á Bústaðaveginum verður ekki samt án þín og það er tómlegt hérna núna. En góðar minningar leynast í hverju horni og það sem áð- ur var partur af daglegu lífi er það sem gerir hversdagsleikann erfiðan nú þegar þú ert farin. Litlir hlutir, eins og koma heim úr vinnu á föstu- degi og sjá þig sitja við eldhúsborðið með mömmu, var eitthvað sem aldrei brást. Þú sast iðulega spariklædd við borðið, því föstudagskvöldin okkar voru sérstök. Við gæddum okkur síð- an saman á rauðvíni, ostum og brauði á meðan maturinn mallaði í pottun- 26 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku amma mín, það er sárt að þú sért ekki lengur hér. En í hjarta okkar ertu alltaf hjá okkur. Það verður skrítið að koma aftur á Bústaðaveg- inn og þú ekki þar. Ég mun sakna þess að eyða ekki fleiri stundum með þér. Þinn, Kristinn Már. HINSTA KVEÐJA ✝ Erna SigrúnSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1932. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 22. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Bjarg- mundsson trésmið- ur, f. í Hafnarfirði 31. júlí 1892, d. 28. desember 1977, og Valgerður Júlíanna Guðmundsdóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 9. júlí 1888, d. 7. febr- úar 1972. Systkini Ernu eru Frið- þjófur, f. 1910, d. 1932, Gunnar, f. 1912, d. 1914, Björn Jóhann, f. Briem Magnússyni. Börn þeirra eru Magnús, Tryggvi og Haukur Helgi. Fyrir átti Erna soninn Sig- urð. Börn hans eru Daníel og Ína Katrín. Erna ól allan sinn aldur í Reykjavík. Hún fluttist ásamt for- eldrum sínum á Bústaðaveg þegar hún var átján ára og bjó þar alla tíð síðan. Sem ung kona starfaði Erna í teppaverksmiðjunni Axm- inster. Þegar Erna giftist gerðist hún húsmóðir og sá um börn sín og mann. Þegar yngsta barn Ernu náði 11 ára aldri fór hún aftur til starfa og starfaði þá á Sólbakka, dagheimili Landspítalans, í þrjátíu ár, eða til starfsloka. Útför Ernu verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1923, d. 1991, Bjarg- mundur, f. 1925, d. 1961, Guðrún Ey- björg, f. 1926, Dag- björt, f. 1927, d. 2005, og Erna, f. 1930, d. 1932. Erna giftist 25. apríl 1959 Pétri Kjartanssyni hús- gagnabólstrara. Börn þeirra eru: 1) Viðar, sambýliskona Björg Elísabet Guð- mundsdóttir. Börn Viðars eru Stefán Pétur, Kristinn Már og Jóhann Axel. 2) Auður, gift Gunnari Páli Guðbjörnssyni. Börn þeirra eru Linda Björk, Erna Guðrún og Bjarki Páll. 3) Bryndís, gift Páli Elsku amma mín. Að skrifa minn- ingargrein um þig er fyrir mig eins og að skrifa ævisögu mína. Allar mínar minningar, sérstaklega frá æsku, tengjast þér á einn eða annan hátt. Þegar afi var búin að hræða úr mér líftóruna með draugasögum var það ömmuból sem hélt draugunum í burtu. Og þegar ég var búin að troða mér í gammósíur og skíðasokka, varst það þú sem sléttir úr gammósíunum svo þær myndu ekki særa mig. Þegar ég kom svöng heim úr skólanum varst þú iðulega búin að baka kanelsnúða eða pönnsur. Ef þú varst ekki búin að baka laumaðir þú að manni aur fyrir snúð úr bakaríinu. Og ef ég eignast einhver daginn mín eigin börn, munu þau og barnabörnin mín sofna við „Augun þín og augun mín“ og „Sofðu unga ástin mín“, rétt eins og ég sofn- aði undir söng þínum. Ég vona bara að ég geti sungið það eins fallega og eftirminnilega og þú gerðir. Vegna þess að við bjuggum saman öll þessi gat sambúðin oft gengið brösuglega. En aldrei léstu mann finna fyrir því hversu leiðinlegur maður gat verið. Það eru víst ekki margar ömmur sem þurfa að þola skapstygga unglinga alla daga. En þær eru heldur ekki margar sem hefðu þolað það eins vel og þú gerðir. Í einu samtala okkar áður en þú fórst, hafðir þú áhyggjur af því að um. Ef það var eitthvað víst í þessum heimi var það að svona væri heim- koman á föstudögum. En nú er sætið þitt autt. Ég veit að ég hafði allan þennan tíma með þér, en ég er samt svo óend- anlega þakklát fyrir síðustu stundirn- ar okkar saman. Við bundumst öðrum og sterkari böndum en áður og ég fékk að kynnast þér upp á nýtt. Mér fannst ég loksins geta gefið þér eitt- hvað til baka. Hversu ómerkilegt sem það kann að virðast, þá finnst mér stundirnar þar sem við sátum saman tvær í þögn, þegar ég strauk á þér hendurnar eða nuddaði á þér fæt- urna, hafa gefið mér meira en þú get- ur ímyndað þér. Líf mitt og æska er mótað af þér og ég mun aldrei gleyma þér. Ég vildi bara að ég hefði getað gefið þér jafn mikið og þú gafst mér. En ég veit að ég get huggað mig við það, að eins vel og þú fylgdist með nágrönnunum út um stofugluggann á Bústaðavegin- um, veit ég að þú munt ávallt fylgjast með okkur og passa að allt sé eins og það á að vera. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun aldrei gleyma þér. Linda Björk. Erna Sigrún Sigurðardóttir  Fleiri minningargreinar um Ernu Sigrúnu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Svavar Guð-mundsson fædd- ist í Odda á Seltjarn- arnesi hinn 15. ágúst 1930. Hann lést á heimili sínu í Selja- hlíð hinn 13. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru þau Þorgerður Sig- urbjörg Einarsdóttir og Guðmundur Júl- íus Jónsson. Bræður Svavars voru þeir Sigurjón Karel, Guð- mundur Jóhann og Einar. Svavar missti föður sinn 10 mán- aða gamall. Móðir hans ól drengina sína ein upp þar til Svav- ar var 15 ára en þá giftist hún Arnljóti Ólafssyni Péturssyni. Svavar starfaði frá unga aldri fyrir fjöl- skyldu Björns Ólafs- sonar og síðar hjá Vífilfelli hf. við ýmis störf. Jafnframt því gegndi hann ýmsum öðrum störfum. Útför Svavars verður gerð frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku Svabbi. Dagarnir síðan þú fórst frá okkur hafa verið mjög tómlegir. Við höfum horft á hurðina og beðið eftir því að þú kæmir til okkar og settist í stólinn hjá okkur til að fá fréttir og segja okkur til syndanna. Flestar heimsóknir síð- ustu mánaða byrjuðu á setningunni „hvernig lít ég út“ og síðan kom „er mér ekki kalt á höndunum“. Þér hafði ekki liðið vel allra síðustu árin, það fundum við glöggt. Það var alltaf gaman þegar þú komst. Mjúkur og hlýr og voða gott að fá að knúsa þig. Síðan lyktaði maður af Svabbalykt allan daginn. Þú passaðir vel upp á að líta vel út og lykta vel. Bíllinn alltaf tandurhreinn. Heimilið var líka alltaf fágað og fínt og þér var mikið í mun að hafa hreint á rúminu ef ske kynni að „Júlíus“ fengi að fara í heimsókn. Þú varst alltaf sami grallarinn og varst „born free“ eins og þú sagðir og gerðir hlutina eftir þínu höfði. Þú komst dansandi inn í herbergi til okk- ar með lagið „My way“ á vörunum og sagðir okkur frægðarsögur af veru þinni í útlöndum – þar sem þú áttir kærustur í hverri höfn og kæmi okkur ekki á óvart að það væru litlir Svabb- ar til út um allan heim, af sögunum að dæma. Svo var það „Glasgow town“ þú fórst þangað á hverju ári meðan þú varst í þínu besta formi. Spurning um í hverju þú varst undir skotapilsinu þarna úti. Allavega komstu ljómandi til baka eftir hverja ferð. Þú varst skemmtilegur, glaðlegur, fyndinn, hreinskilinn, áhugasamur um fólkið í kringum þig, barnelskur mjög sem sást mjög vel á því þegar þú varst á Fantarútunni með hana fulla af hressum krökkum. Þá léstu til þín taka, spilaðir fyrir þau og stjórnaðir eins og þér var einum lagið. Eins tal- aðir þú alltaf með mikilli hlýju um „strákinn þinn“ hann Eyþór í Svíþjóð og stelpurnar hans. Þér var mikið í mun að kaupa fallega kjóla handa þeim. Þú hafðir gaman af því að skemmta þér og vera í góðra vina hópi. Fannst gaman að fara í veiðitúra með félög- unum í vinnunni. Kammi vinur þinn var þér mjög kær og þú talaðir mikið um hann, hans fjölskyldu og hundinn þeirra. Pétur Björnsson og fjölskylda voru þér náin og var ómetanleg vin- átta og tryggð ykkar á milli. Þú varst hreinskilinn og sagðir okkur þína skoðun á okkur og okkar nánasta. Þú varst alveg með það á hreinu að enginn gæti búið með okk- ur. Við höfðum annaðhvort fitnað eða grennst. Bílarnir okkar og bílakaup okkar var eitthvað sem þú þurftir að hafa puttana í. Svo voru það dekkin; ekkert hangs, vetrardekkin undir á réttum tíma og af á réttum tíma. Svo gekkstu hringinn í kringum bílana og hnussaðist yfir skítnum. Vorkenndir okkar nánustu að þurfa að þola okkur. En allt var þetta sagt og gert í góðu og með mikilli umhyggjusemi. Það fór ekki milli mála. Elsku Svabbinn okkar, það er eng- inn eins og þú og það kemur enginn í þinn stað. Við söknum þín óendanlega mikið. Við þökkum þér hlýjuna og væntumþykjuna sem við fengum dag- lega frá þér í gegnum árin. Við vitum að þið Gunni okkar Sig hafið nú þegar hist og fengið ykkur eina sígó og kaffibolla og hlæið að okkur hér niðri. Eitt vitum við að það er fjör hjá ykkur og þú ert pottþétt farinn að spá í alla fallegu kvenenglana. Það er ekki laust við að við verðum afbrýðisamar við tilhugsunina. Það er mikið að þakka og það er mikils að sakna en eitt er víst að við elskum þig allar af öllu okkar hjarta. Og það er á hreinu að „you did it your way“… Megi góður guð vernda þig og blessa. Þínar vinkonur í innheimtudeild Vífilfells hf. Jóhanna, Guðrún B, og AB. Svavar eða Svabbi eins og hann var alltaf kallaður var einn af þeim sem verða vinir manns við fyrstu kynni. Þeir gefa sig á tal við mann og í fyrsta samtali er eins og maður hafi þekkt þá alla ævi. Við kynntumst honum fyrir 15 árum og upp frá því varð góð- ur vinskapur sem hefur varað síðan. Hann varð eins og afi okkar hjóna og langafi barnanna og hefur það verið föst hefð sl. 8 ár að hann borði hjá okkur á gamlárskvöld. Einnig kom hann oft til okkar á sunnudögum í kaffi og stundum í mat en síðastliðin tvö ár eftir því sem Svabbi varð hæg- ari minnkaði það. Undantekninga- laust þegar hann kom inn úr dyrun- um var kallað: „Halló frú, hefurðu það ekki gott?“ og svo kvað við „Kristín, lít ég ekki betur út en síð- ast?“ Fyrir 10 árum á brúðkaupsdag- inn okkar bauðst hann til að keyra okkur. Hann sá um að útvega bíl og skreytingar og fórst það vel úr hendi. Þennan dag var hávaðarok og rigning og þegar brúðurin var að ganga um borð í bílinn fauk slörið af henni, brúðurin æpti, brúðguminn fraus en Svabbi tók til fótanna og náði slörinu áður en það lenti í næsta polli og það áður en brúðguminn hafði náð að hreyfa legg eða lið. Svabbi var alltaf boðinn og búin að aðstoða að fyrra bragði og hjálpa til. Ef við þurftum að bregða okkur út á land eða fara til útlanda var hann vanur að bjóðast til að fylgjast með húsinu og tryggja að allt væri í lagi. Þegar húsbóndinn fór einn af landi brott voru alltaf skilaboðin að frúin gæti haft samband ef þyrfti að redda einhverju. Svabbi hafði beittan og skemmti- legan húmor og gat látið menn heyra það ef hann kaus svo. Í upphafi kunn- ingsskapar okkar fórum við á jóla- hlaðboð á Hótel Borg með öðru starfsfólki Vífilfells. Við Svabbi sát- um hvor við sitt borðið en snerum baki í bak. Þegar ég stóð upp og ætl- aði að yfirgefa samkvæmið, stoppaði þjónninn mig og sagði að ég yrði að ganga frá reikningnum. Ég kannaðist ekki við það að ég ætti óuppgerða skuld og spurði hvað það gæti verið, „ja, það eru drykkirnir frá þessum herramanni,“ sagði þjónninn og benti á Svabba sem skellihló við hitt borðið. Þá hafði hann alltaf bent með þuml- inum aftur fyrir bak á sér þegar hann pantaði alla drykkina og sagt við þjóninn: „Hann borgar“. „I’m born free,“ var hann vanur að segja þegar hann sagði frá ævintýr- um sínum og lífshlaupi þar sem hann var engum háður og engum skuld- bundinn. Þannig vildi hann hafa það og líkaði það vel. Það er með söknuði sem við fjöl- skyldan kveðjum Svabba. Minningin um ljúfan og góðan mann lifir. Sveinn, Kristín og börn. Svavar Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Svavar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurveig Jóns-dóttir fæddist í Eskifjarðarseli 8. september 1923. Hún lest á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kjart- ansson, f. í Eski- fjarðarseli 12.11. 1873, og Eirika Guðrún Þorkels- dóttir, f. í Reykja- vík 14.7. 1888. Systkini Sigurveigar eru Sig- urþór, f. 6.6. 1913, látinn, Krist- inn, f. 2.10. 1914, látinn, Anna, f. 20.10. 1915, Kristmann, f. 17.4. 1919, látinn og Aðalsteinn, f. 30.1. 1922. Hálfsystkini Sig- urveigar, samfeðra, voru Óli Ís- feld, Kjartan, Ragnar og Oddný, sem öll eru látin. Eiginmaður Sigurveigar var Björn Kristjánsson, f. 14.11. 1917, d. 23.5. 1983. Börn þeirra eru: 1) Hrafnhildur, maki Guð- mundur Þór Svavarsson, börn þeirra eru Björn, Þórunn, Sigurveig Kristín, Guðjón Þór og Svavar Þór. 2) Kristján, maki Kristín Bogadóttir, börn þeirra eru Bogi Sigurbjörn, Helga Sigurveig og Elfa Sif, sonur af fyrra hjónabandi Björn og fóst- urdóttir Arna. 3) Guðrún, maki Gísli Stefánsson, börn þeirra Valur Fann- ar, Stefán og Sonja. Dóttir af fyrra hjónabandi Björns er Friðrika, maki Þorvaldur Ein- arsson, börn þeirra eru Kristín Lukka, Einar Guðmundur, Borghildur Birna og Björgvin Rúnar. Sigurveig bjó alla sína ævi á Eskifirði og stundaði ýmis störf, lengst af með húsmóðurstörf- unum. Útför Sigurveigar verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma og tengdamamma, mikið er erfitt að kveðja. Við héld- um að þú yrðir lengur með okkur. Í huga okkar allra verður þú allt- af til. Er setið er við gluggann og horft út á fjörðinn koma margar myndir upp í hugann. Myndir frá æskuár- unum, unglingsárunum, fullorðins- árunum, og öllum þeim stundum sem við áttum saman. Þótt þú færir suður eða norður í heimsókn varst þú alltaf með hugann heima á Eski- firði. Hér þótti þér best að vera í faðmi fjalla og fjarðar. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Blessuð sé minnig þín. Börn og tengdabörn. Hlýja og kærleikur er tilfinningin sem ég minnist þegar ég hugsa til baka um kynni mín af fyrrverandi tengdamóður minni, Sigurveigu Jónsdóttur. Þrátt fyrir að rúmur aldarfjórðungur sé síðan ég fór burt frá Eskifirði þá var alltaf eins og ég væri að koma heim þegar ég kom í heimsókn til Veigu. Það lýsir henni betur en nokkuð annað. Það var gott að njóta leiðsagnar hennar sem ung kona þegar ég var byrja að fóta mig í öldurróti lífsins, hvort heldur sem húsmóðir eða við eldamennsku. Einnig gaf hún góð ráð við uppeldi, svo ég tali nú ekki um saumaskapinn, en Veiga var hreinn snillingur í höndunum. Það var sama hvort heldur var um prjóna- eða saumaskap að ræða. Þær voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði eða prjónaði á mig og börn- Sigurveig Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.