Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 32
Ein af fáum snjöllum hugmyndum höfund- arins er að láta hina norrænu villimenn tala íslensku, ef ís- lensku skyldi kalla.… 35 » reykjavíkreykjavík Sólskin og hiti var á Krúttlandinu okk-ar góða um helgina og fluga fleygðihamslaus af gleði af sér hamnum,eftir langa biðröðina ofan í Laug- ardalslaugina, og skríkti af gleði í djúpsteik- ingunni í heita pottinum þegar hún sá fær- eyska folann og X-Factor stjörnuna Jógvan Hansen stinga sér til sunds. Veitingamenn borgarinnar kepptust við að rífa út borð og stóla svo fólk gæti notið blíðu og bjórs. Allra fínustu dömurnar dreyptu kvenlega á hvítvíni og rembdust við að halda hárgreiðslunum í skefjum í verstu vindhviðunum og sjónvarps- maðurinn Egill Helgasson var einn útikaffi- húsagesta á Thorvaldsen. Hann lét auðvitað sólargeislana leika við fagurrauða hárlokk- ana. Í skjóli myrkurs setti fluga svo upp hul- iðsskikkjuna sína og tókst að komast inn á leynilegan bar sem annars krefst ,,invitation only“. Siðprúðum, kirkjuræknum borg- arbúum er eflaust fáum kunnugt um þennan leikvöll lastanna en staðurinn þjónar karl- kyns gestum sem hneigjast til sama kyns. Í kvöldlegu tali kallast hann víst MSC. Stað- setningin er í næsta nágrenni við Næsta bar. Fluga var eina kvenkyns lífveran þar innan dyra og skoðaði heilluð unga, hálfklædda menn en leður og latex voru ráðandi í þeim litlu efnisbútum sem strekktust yfir bera holdið. Pínkulítill bar sá um tilhlýðilegar veit- ingar og daðurslegir dansarar sveifluðu mjöðmum í búrum sem héngu ofan úr loft- inu. Sýndist líka glitta í eins konar ,,fullorð- insrólu“ ... sannur Sódómubragur. Legg ekki á ykkur að nafngreina gesti á hinum nautna- lega leyninæturklúbb. Skemmtilegt að Ing- ólfsstrætið sé svona frjálslegt í fasi, öfugt við íbúa Njálsgötu sem þjást af nöturlegum ná- granna-njálg; ósáttir við að aðrir en smá- borgarar dvelji í kumböldunum þar. Getur verið að Baugsmálið verði gert upp í eitt skipti fyrir öll í veislu aldarinnar? Svarið var að finna í Bókabúð Máls & Menningar um helgina sem var með afmælisveisluívaf í tilefni þess að hinn ungi, eiturhressi Óttar M. Norðfjörð veitti gestum og gangandi eig- inhandáritun á teiknimyndasögu sína: Jón Ásgeir og afmælisveislan. Virtist selja grimmt en hógvær og ósköp nördalegur á svip í röndóttri peysu. Nokkurra fermetra af- mælisterta gladdi viðstadda sem hámuðu skammlaust í sig sneiðar með þeyttum rjóma. Kristinn G. Harðarson opnaði sýn- ingu í Anima galleríi í Ingólfstræti á föstu- dagseftirmiðdag með yfirskriftinni Könnun umhverfis en listamaðurinn hefur málað ,,upp úr“ dagbókum sínum það sem ber fyrir augu og eyru og vekur athygli í hversdeg- inum eins og samtöl fólks, ýmsa staði og at- burði og fréttaefni fjölmiðla. Algjörlega eins og málað úr fluguhjartanu forvitna. Best að fara að undirbúa kosningarnar. Fluga gefur ekki upp hvað hún kýs; hún er reyndar hvorki ljósmóðir né frá Lómatjörn en hún er jú ljóska, og það segir ykkur kannski eitt- hvað? | flugan@mbl.is Eyvindur Karlsson og Þórhallur Þórhallsson.Guðfinna Gunnarsdóttir, Kristjana Stef- ánsdóttir og Dýrleif Jónsdóttir. Bergþór Smári, Ómar Guðjónsson og Einar Scheving. Arobi Zartarian, Daníel Pollock og Svavar Knútur Kristinsson. Morgunblaðið/Eggert Vilhelm Anton Jónsson og Tómas R. Einarsson. Morgunblaðið/Golli Harpa S. Björnsdóttir og Ágúst Guðmunds- son . Eyjólfur Kolbeins, Kristín Eyjólfsdóttir og Ari Agnarsson Ingunn Birta Hinriksdóttir, Sæþór Helgi Jensson og Magnús Korntop. Margrét Nordal, Arngrímur Dagur, Þórhild- ur Garðarsdóttir og Valgerður Unnarsdóttir. Haraldur Haraldsson og Ágústa Jó- hannsdóttir. Bjarni Daníelsson og Kristín Ragna Gunn- arsdóttir. Sumar- og sódómu- bragur á Krúttlandi . . . hún er reyndar hvorki ljósmóðir né frá Lómatjörn en hún er jú ljóska . . . » Í Loftkast-alanum voru tónleikar til styrktar Café Rosenberg. » Sýningin List án landamæra 2007 var opnuð í RáðhúsiReykjavíkur. »Hin ný-stofnaða barokksveit Camerata Dramatica hélt sína fyrstu tón- leika í Ís- lensku óp- erunni. Morgunblaðið/EggertHanna Rún Eiríksdóttir og Stella Sig- urgeirsdóttir. Heidi Strand, Matthías Kristiansen og Ólafur Eyjólfsson. flugan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.