Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 37 BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ BECAUSE I SAID SO kl. 8 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 10 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK BLADES OF GLORY kl. 8 - 10 LEYFÐ SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára ANNAR ÞESSARA TVEGGJA... HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ eeee SV, MBL eee MMJ, Kvikmyndir.com M A R K W A H L B E R G SANNSÖGULEG MYND UM STÆRSTA HNEYKSLISMÁL Í SÖGU FBI eeee S.V. SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is eee Ó.H.T. RÁS2 eee S.V. MBL ECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore eeee V.J.V. eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS eee LIB, Topp5.is Háskólabíó LOKAÐ Í DAG eee V.J.V. TOPP5.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS Viðskiptavinir athugið að Háskólabíó er lokað í dag vegna rekstrarbreytinga. Við opnum aftur á morgun 1. maí. Við biðjumst velvirðingar á öllum óþægindum sem þetta mun valda. HÁSKÓLABÍÓ ER LOKAÐ Í DAG ÓLÍKT því sem halda mætti hef- ur bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn David Lynch átt í mesta basli með að fjármagna gerð nýj- ustu myndar sinnar, Inland Emp- ire (Í innheimum eða Sturlað stórveldi eins og titillinn hefur verið þýddur). Enda getur verkið vart talist markaðsvænt, en hér er á ferðinni tilraunakenndasta kvikmynd Davids Lynch til þessa og hefur leikstjórinn ekki beinlín- is verið þekktur fyrir að fara troðnar slóðir. Kvikmyndin er út- koman af fimm ára ferli sem fór að hluta fram í Póllandi, þar sem Lynch og aðalleikkona mynd- arinnar og meðframleiðandi, Laura Dern, byrjuðu (með staf- ræna tökuvél að vopni) að skjóta atriði og þreifa sig áfram með verk sem á endanum tók á sig form þriggja klukkutíma flakks um hliðlæga sagnaheima sem spegla hver annan, liggja inn af öðrum, og tengjast í gegnum óvæntar dyr, gægjugöt eða skjái, en ekki síður í gegnum tákn, þemu, form, vísanir og liti. Lynch sýnir hér það ótrúlega vald sem hann hefur á sköpun rýmis og andrúmslofts, en hér býr hann til kvikmyndarými sem hefur engin skýr endimörk en er þess í stað óendanlega djúpt og vítt, og hefur hvorki skýran upp- hafspunkt né endapunkt, en er engu að síður gætt þeim martrað- arkennda eiginleika að vera eins og völundarhús sem ekki er hægt að sleppa út úr. Útgönguleiðin (eða einhvers konar frásagnarleg niðurstaða) virðist vera í augsýn, en reynist þegar á reynir aðeins opnast inn í nýjan eða áður kann- aðan rangala. Þetta er jafnframt heimur óstöðvandi frásagnargleði sem er galopinn fyrir túlkun, en er – og hér kemur það sem gerir verk Lynch svo áhugavert – þeg- ar allt kemur til alls samfelld (eða samþrædd) heild. Sögupersónan sem við ferð- umst með í gegnum þetta sjón- ræna og frásagnarlega völund- arhús er leikkonan Nikki Grace (leikin af Lauru Dern) en hún fær hlutverk í kvikmynd sem er endurgerð á pólskri kvikmynd sem byggð var á pólskri sígauna- þjóðsögu, sem bölvun er sögð hvíla yfir, enda tókst aldrei að ljúka við kvikmyndina vegna óhugnanlegs morðs á aðalleik- urunum. Nikki gleðst í fyrstu yfir tækifærinu til að sanna sig sem leikkona eftir langt hlé, en verður fljótlega ljóst að einhvers konar óumræðanlegur óhugnaður er yf- irvofandi – eða hefur ef til vill þegar átt sér stað. Í kjölfarið hrekst Nikki eins og Lísa í Undralandi úr einni sögu- og tímavídd í aðra, á meðan persón- an skiptir um ham og tekur tíð- um umskiptum, líkt og rýmið í kringum hana. Lynch vinnur hér á magnaðan hátt með ýmis kunnugleg þemu, minni og stíleinkenni úr eigin verkum, og leggur sérstaklega út af síðustu kvikmynd sinni Mul- holland Drive. Líkt og í þeirri kvikmynd hverfist Inland Empire m.a. um hugleiðingar um öfgar velgengni og niðurlægingar, valds og valdaleysis, en hér birtist draumasmiðjan Hollywood sem ævintýrahöll umlukin myrkum og viðsjárverðum skógi, þar sem auðvelt er að villast og verða úlf- um að bráð í leit sinni að kon- ungsríkinu. Þó svo að kvikmyndin geti talist enn þyngri og óræðari en fyrri verk Lynch er meiri leik- ur í Inland Empire en maður hef- ur séð fyrr, og talsvert opinskárri húmor og lausbeislaðri til- raunagleði. Lynch leikur sér hér með kvikmyndamiðilinn og þenur hann til hins ýtrasta, og tekst að búa til knýjandi, áhrifaríkt og tyrfið verk sem er jafn heillandi og það er annarlegt. Sturlað stórveldi „Þó svo að kvikmyndin geti talist enn þyngri og óræðari en fyrri verk Lynch, er meiri leikur í Inland Empire en maður hefur séð fyrr, og talsvert opinskárri húmor og lausbeislaðri tilraunagleði.“ Í annarlegu veldi KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn og handrit: David Lynch. Aðal- hlutverk: Laura Dern, Jeremy Irons og Justin Theroux. Frakkland/Pólland/ BNA, 180 mín. Inland Empire (Sturlað stórveldi)  Heiða Jóhannsdóttir Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.