Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hallur Hallsson ritaði grein í Morgunblaðið s.l. föstudag undir yfirskriftinni „Er Nixon orðinn fréttastjóri á Íslandi?“ Hallur er ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um stóriðju og virkjanamál og vandar þeim ekki kveðjurnar. Segir þá beita aðferðafræði Nixons; „let the bast- ards deny it“. Hallur ræðst einnig gegn mér fyrir ummæli í sjónvarpsfréttum Rúv um að það yrði grátbroslegt ef Hafnfirðingar, sem nýlega höfnuðu stækkun álvers í Straumsvík, fengju yfir sig loft- mengun frá jarðvarmavirkjunum við Seltún, Austurengjar og Trölla- dyngju, ef til þess kemur að álver verði reist í Helguvík. Hallur segir þetta ekkert annað en bull og vit- leysu, róg og lygi setta fram í anda Nixons. Mér þykja orðin stærri en tilefnið. Tilefni skrifa Halls er umfjöllun Rúv um loftmengun frá jarð- varmavirkjunum á Hellisheiðinni. Rúv hefur greint frá því að vegna útblásturs frá Hellisheiðarvirkjun fer styrkur brennisteinsvetnis (H2S) sumstaðar í Reykjavík oft yf- ir „lyktarmengunarmörk“ sem gilda í Kaliforníu. Því miður eru engin slík mörk til á Íslandi og því geta yfirvöld lítið gert í málinu, þó ætla verði að ónæðið af lyktinni við tiltekinn styrk sé það sama hér og í Kaliforníu. Nú er unnið að því að setja umhverfismörk fyrir H2S til þess að hægt sé að taka á mál- inu. Það ætti engum að koma á óvart að jarð- varmavirkjanir losa H2S sem í daglegu tali nefnist hveralykt. Magn útblásturs eykst eftir því sem umfang orku- vinnslunnar verður meira. Í sumum hverf- um Reykjavíkur er fólk farið að kvarta undan lyktinni og að öðru óbreyttu mun aukin orkuvinnsla á Hellisheiði verða til þess að fleiri íbúar verði fyrir ónæði. Styrkur H2S í útblæstri virkjana ræðst m.a. af efnafræði svæðanna og er því breytilegur frá svæði til svæðis. Að svo komnu máli er því ekki hægt að fullyrða hvort H2S frá virkjunum á Krýsuvíkursvæðinu muni valda ónæði í Hafnarfirði. En sú gæti orð- ið raunin. Til þessa hefur ekki verið mikið fjallað um H2S-mengun í um- hverfismati jarðvarmavirkjana en ætla má að það eigi eftir að breytast í kjölfar reynslunnar frá Hellis- heiði. Ég á bágt með að skilja hve mjög ummæli mín gremja geð Halls svo sem skrif hans bera vitni. Ég vona þó að mér hafi tekist að sannfæra lesendur um að ummælin voru ekki sett fram í anda Nixons og eru fjarri því að vera „bull, vitleysa, rógur og lygi“. Við skulum hins- vegar vona að hveralyktin verði ekki einhverskonar ný „pen- ingalykt“, með sínum kostum og göllum, í stað þeirrar sem eitt sinn einkenndi mörg sjávarplássin. Þeim sem vilja kynna sér málið bet- ur er bent á pistlana „Peningalyktin nú og þá“ og „Álver í Straumsvík = mengun í Reykjavík?“ undir liðnum fréttir á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is. Þar er m.a. greint frá niðurstöðum loftmælinga við Grensásveg og þær bornar sam- an við umrædd viðmiðunarmörk í Kaliforníu en þessar niðurstöður voru einmitt tilefni þess að Rúv fjallaði um málið. Nixon og hveralyktin Bergur Sigurðsson skrifar um loftmengun frá jarðvarmavirkjunum og svarar Halli Hallssyni »Ummælin voru ekkisett fram í anda Nix- ons og eru fjarri því að vera „bull, vitleysa, róg- ur og lygi“. Bergur Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík aflaði sér fylgis fyrir borgarstjórnarkosningarnar með gagnrýni á hátt lóðarverð og lof- aði því að úthluta lóðum á kostn- aðarverði. Ljóst er að flokkurinn hefur ákveðið að svíkja þetta lof- orð – og það rækilega. Í stað kostnaðarverðs á nú að draga út lóðir á föstu verði sem jafngildir fjórföldum gatnagerðargjöldum. Fast lóðaverð jafngildir fjór- földum gatnagerðargjöldum Sjálfstæðisflokkurinn kynnti fyrir helgi að áfram yrðu lóðauppboð á þéttingarsvæðum en á nýbygging- arsvæðum yrði fast verð: 11 milljónir fyrir einbýlis- húsalóð, 7,5 milljónir fyrir byggingarrétt íbúðar í parhúsi og 4,5 milljónir fyrir byggingarrétt íbúðar fjölbýlishúsi. Þetta fasta verð jafngildir fjórföldu gatnagerð- argjaldi og er aug- ljóslega langt frá kostnaðarverði borgarinnar við að útbúa lóð- irnar. Áður hafði verið haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni að sjálfstæðismenn vildu að lóðir yrðu seldar fyrir gatnagerð- argjöld (kvöldfréttir Sjónvarps 14. mars 2005). Happdrættisaðferð Aðferðafræðin við úthlutun á að vera sú sama og sjálfstæð- ismenn gagnrýndu harðlega þeg- ar hún var viðhöfð við úthlutun lóða í Lambaseli fyrir tveimur árum. Lóðaverð fyrir einbýlis- húsalóðirnar var þá 3,5 milljónir fyrir minni húsagerð og 4,6 milljónir fyrir stærri húsagerð- ina. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kallaði þessa aðferð happdrætti (kvöldfréttir sjónvarps 14. mars 2005). Ef nýkynnt aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins hefði hins vegar verið notuð er spurning hvort lóðirnar hefðu verið boðn- ar út (eins og viðhaft verður á þéttingarsvæðum) eða dregnar út fyrir 11 milljónir stykkið, óháð stærð. Þetta einfalda dæmi dregur fram und- arlegheitin í þessari stefnumörkun. Svik á skýrum yfirlýsingum Ódýrar lóðir fyrir alla var líklega best kynnta kosningalof- orð Sjálfstæð- isflokksins síðast lið- ið vor þó skýrar yfirlýsingar hafi sjaldnast verið gefn- ar á prenti. Ekki eru þó mörg misseri síð- an Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri, lýsti stefnu Sjálfstæðisflokksins með þessum orðum í Morgunblaðs- grein: „Það verður eitt fyrsta verk okkar sjálfstæðismanna þegar kjósendur í Reykjavík veita okk- ur meirihluta á nýjan leik að tryggja nægt lóðaframboð, af- nema lóðauppboð og lækka gatnagerðargjöld eða söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða.“ Sjaldan eða aldrei hefur sést annar eins viðsnúningur. Þetta er augljóst umhugsunarefni allra sem hafa rennt hýru auga til kosningaloforða Sjálfstæð- isflokksins fyrir alþingiskosning- arnar 12. maí. Sjálfstæðisflokkur- inn svíkur loforð í lóðamálum Dagur B. Eggertsson veltir fyr- ir sér kosningaloforðum Sjálf- stæðisflokksins í þessari grein Dagur B. Eggertsson » Ekkert var aðmarka loforð Sjálf- stæðisflokksins um lóð- ir á kostnaðarverði. Ellefu milljónir fyrir einbýlishúsalóð eru nær fjórföld gatnagerð- argjöld. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar. ÞAU viðbrögð borg- arstjóra Reykjavíkur að húsin sem urðu eldi að bráð við Lækjartorg á miðvikudag verði endurbyggð í upp- runalegri mynd og „ekkert annað kemur til greina“ eru mjög skiljanleg enda er um mjög sorglegan atburð að ræða. Þau eru skiljanleg, en einnig mjög tákn- ræn fyrir alla umræðu á Íslandi. Þau sýna skort á frjálsri umræðu í samfélaginu. Hugmyndin um frelsi er í upphafi ekki afstæð hugmynd sem fæðist í huga fræðimanna. Frelsið er skapað í raunveruleikanum meðal borgara og á sér vettvang. Sá vettvangur er um- ræðutorgið. Allar siðmenntaðar borgir eiga þessa táknrænu miðju borgarsam- félags. Við þau eru staðsett opinber- ar byggingar þings, framkvæmdar- og dómsvalds – auk helstu mennta- og menningarstofnana. Torgið hefur í sjálfu sér engan til- gang annan en þann að vera vettvangur sem frjálsir borgarar geta nýtt sér á hverju augnabliki og tengir þannig saman frelsi við félagslega þætti. Reykjavíkurborg skortir slík torg. Það er líkt og hún hafi engan miðbæ. Íslenskt samfélag miðast að mestu leyti við hagsmuni og stund- um samkeppni milli stjórnmála- og athafnamanna. Til- hneiging athafnamannsins er sú að nýta öll ónýtt tækifæri. Opin svæði án fjárhagslegs tilgangs hafa ekki rými í hugsunum slíkra manna. Og stjórnmálamenn eru fastir í sömu sjálfmiðuðu hugsun. Þeir gefa loforð um það að framkvæma í stað þess að hlusta. Lýðræðislegur stjórn- málamaður ætti aldrei að gera sjálf- an sig ómissandi. Winston Churchill lýsti borginni þannig: Fyrst mótum við borgina og látum svo borgina móta okkur. Lækjartorg var um miðja síðustu öld aðeins hringtorg fyrir strætó. Eftir að torgið missti þann tilgang sinn hefur það engan fengið í staðinn. Sú staðreynd er greinileg á öllum dögum og veðrum. Lækjartorg er sennilega, í siðmenntuðu samfélagi, einhver tilgangslausasti flötur nokk- urrar miðborgar. Mannlífið á þessum stað einkennist helst af ógæfumönn- um sem eiga ekki í önnur hús að venda: Af einstaka drykkjumönnum og sakborningum, sem eru fljótir að láta sig hverfa af svæðinu. Vanda- málið við þennan stað er að hann skortir alla heilbrigða félagslega tengingu. Þegar Vilhjálmur segir að ekkert annað komi til greina en að end- urreisa byggingar við Lækjartorg ætti almenningur e.t.v. að gefa sér örlítið rými til sjálfstæðrar hugs- unar. Eru í þessum hörmungum ákveðin tækifæri? Er mögulegt að þróa og tengja saman við Austurvöll það sem miðbæinn skortir öðru frem- ur: Opið almennt rými tengt helstu ríkisstofnunum og menningu? Þetta svæði við Lækjargötu mun á næstunni fá nýtt samhengi í tónlist- arhúsi við enda götunnar. Frá hafn- arbakkanum að Háskóla og Vatns- mýri gæti þessi gamli kjarni upplifað endurreist mannlíf á næstu árum. Er ekki freistandi að skapa og opna kjarna þessa svæðis og með því tengja Lækjartorg við Austurvöll? Gera gamlar höfuðbyggingar; Hótel Borg og Apótek, sýnilegar og skapa með þeim skjól með því að opna bak- garð Hressingarskálans mannlífi? Á þessum stað við Lækjargötu hefur nú verið safnað saman fuðu- legri blöndu af skúrum og innan þeirra falin stytta af andlitslausum embættismanni. Jafnvel þótt þessi brenndu hús séu gömul og eigi sér merka sögu og ákveðna töfra eru þau, eins og aðrar byggingar frá þessum tíma, reist af ákveðnum vanefnum. Betri grunn að endurreistum miðbæ er að finna í kraftmiklum byggingum Guðjóns Samúelssonar frá lokum nítjándu aldar, sköpuðum af klassísku hug- arfari sem móta átti sterkt og frjálst íslenskt samfélag. Allar siðmennt- aðar borgir skapast við slíka atburði. Í stað timburhjalla eru reist voldug steinhús eða opin svæði. Þær hugmyndir sem Guðjón setti fram um torg í Reykjavík hlutu hins vegar aldrei framkvæmd, þar sem stjórnmála- og athafnamenn sáu ekki í þeim neinn tilgang og almenningur reyndist of upptekinn í sínu daglega amstri til að gefa slíkum hugmyndum tíma. Nú ætti hins vegar að vera kominn tími breytinga. Allt kemur til greina. Og auðvitað helst það sem hefur reynst best af öllu: Að skapa í miðbæ Reykjavíkur þétta byggð með breið- strætum og opnum torgum og með því skapa í skipulagi þessa svæðis grundvöll að vitrænni umræðu. Eldsvoðinn við Lækjartorg Þór Martinsson veltir fyrir sér skipulagi miðbæjarins og upp- byggingunni eftir brunann » Það er kominn tímitil þess að skapa í Reykjavík það sem okk- ar samfélag skortir helst: Þessa borg skortir opin torg. Þór Martinsson Höfundur er háskólanemi og blaðamaður. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Nú þegar frambjóðendur eru farn- ir að kynna sín baráttumál og reyna að tryggja sér atkvæðin okkar, finnst mér það alveg ótrú- legt að enginn þeirra skuli gera sér grein fyrir þeim vanda sem er hér á landi og hver þörfin er á að hafa góða forvarnarstefnu og fara eftir henni. Framkvæma, þá gerist kannski eitthvað, styðja við bakið á þeim sem leggja sig fram í þess- um málum. Kannski gera þeir sér vel grein fyrir hve vandinn er al- varlegur, þora bara ekki að takast á við hann. Sennilega of erfitt við- ureignar fyrir þá og tímafrekt. Ég hef verið að skrifa í bæjarblöðin hér á Suðurnesjum í marga mán- uði um þessi stuðnings- og for- varnarmál og vandann sem skap- ast hefur af því að hafa ekki aðstöðu hér á Suðurnesjunum fyrir þá sem þurfa og vilja leita sér hjálpar. Það eru ekki allir sem komast eða geta sótt þessa þjón- ustu til Reykjavíkur af ýmsum ástæðum. Það hefur ekki neinn frambjóðandi eða núverandi þing- maður haft orð á þessu að ég viti. Ég hefði haldið að svona mik- ilvægt málefni væri gott kosn- ingavopn. Þeir virðast alltaf þurfa að elta skottið á hver öðrum, þora ekki að taka skrefið. En það sem mér finnst mikilvægt getur öðrum þótt lítilfjörlegt og látið bara eiga sig. Betri heilsa sparar peninga, betri heilsa skapar peninga og betri heilsa gleður manns og ann- ars hjarta. Það finnst mér en hvað finnst ykkur? www.forvarnir.bloggar.is ERLINGUR JÓNSSON, Vatnsholti 10, Reykjanesbæ Fyrirhyggja að forvörnum Frá Erlingi Jónssyni vaxtaauki! 10%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.