Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 35 Sími - 551 9000 Pathfinder kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Inland Empier kl. 6 og 9 B.i. 16 ára The Hills Have Eyes 2 kl. 8 og 10 B.i. 18 ára Perfect Stranger kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára Science of Sleep kl. 6 B.i. 7 ára * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * M A R K W A H L B E R G STURLAÐ STÓRVELDI NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH. LA SCIENCE DES REVES eeee - H.J., Mbl eee - Ólafur H.Torfason eeee - K.H.H., Fbl -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 16 ára M A R K W A H L B E R G Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ Sýnd kl. 6 Ísl. tal eeee SV, MBL eee MMJ, Kvikmyndir.com ÍSLEN SKT TAL SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFNVEL SAMAN! eeee SV, MBL eee MMJ, Kvikmyndir.com eee LIB Topp5.is eee LIB Topp5.is V.I.J. Blaðið eeee LIB Topp5.is Sýnd kl. 6 www.laugarasbio.is kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára eeee „Marglaga listaverk... Laura Dern er mögnuð!“  K.H.H, FBL Þjóðlagasöngur / Söngleikjatónlist Ljóðadeild / Óperudeild Sviðshreyfingar / Nemendaópera Umsækjendur eru minntir á að sækja einnig um á https://rafraen.reykjavik.is Frekari upplýsingar fást á skrifstofu skólans Snorrabraut 54, sími 552 7366 og á heimasíðunni songskolinn.is Unglingadeild yngri 11-13 ára Unglingadeild eldri 14-15 ára Almenn deild Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám Háskóladeild Einsöngsnám / Söngkennaranám Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 2007-08 er til 30. apríl 2007 Inntökupróf fara fram 20.-31. maí Söngskólinn í Reykjavík er einn fremsti tónlistarskóli landsins og býður upp á alhliða tónlistarnám með söngröddina sem aðalhljóðfæri Nokkrir nemendur í Unglingadeild eldri Úr sýningu Nemenda- óperunnar á “Show business!” TUTTUGU árum eftir að norska myndin Vejv- iseren var frumsýnd kemur endurgerð þeirr- ar einstæðu víkinga- myndar, sem er minn- isstæð fyrir hatursfullan söguþráð og fimbulkuldann á tökustöðunum (Norður- Noregur um hávetur), sem skilaði sér út í kvikmyndasalinn. En fyrst og síð- ast fyrir magnaðan leik Helga Skúlasonar í hlutverki illmennisins þar sem hljómmikilli rödd og hvössu augnaráði var beitt til hlít- ar og bætti myndina til muna. Það er hins vegar ljóst að bandaríska endurvinnslan gleym- ist auðveldlega, hún byggist laus- lega á Vejviseren, en hefur þróast út á hálar brautir. Það er í sjálfu sér forvitnilegt að færa sögusviðið til Vínlands á dögum landa- fundanna og hafa skipti á tjúd- unum, eða hvað þeir nú hétu, og norrænum mönnum – sem gerðir eru að forsögulegum keðjusag- armorðingjum sem tortíma byggð friðsamra indíána í stað norsku þorpsbúanna. Amerísku frum- byggjunum tekst að hrekja vík- inga af höndum sér en eftir verður bláeygur hnokki sem er tekinn í fóstur af indíánafjölskyldu. Fimmtán árum síðar koma friðarspillarnir aftur og dreng- urinn, sem nú er kallaður Ghost (Urban), er orðinn fulltíða maður, en hefur ekki verið tekinn í náð af öllum í samfélaginu. Hann þarf að sanna tryggð sína og fær upplagt tækifæri er hann berst nánast einn og ótrauður við innrásarliðið. The Pathfinder líður fyrir slaka leikstjórn, arfalélegan leik og hroðalega tölvugrafík. Leik- urunum er reyndar vorkunn þar sem handritið er einhæft og sam- tölin klúðursleg. Ein af fáum snjöllum hugmyndum höfundarins, Laetas Kalogridis (Alexander), er að láta hina norrænu villimenn tala íslensku, ef íslensku skyldi kalla. Hugsanlega hefur The Path- finder átt að draga dám af The New World eftir Malick með hryllingsívafi í ætt við sagnabálk- inn um sögunarmanninn í Texas, sem er eitt helsta afreksverk leik- stjórans. Hvert svo sem ætlunar- verkið hefur verið með þessari vesturvíking leynist engum að til- raunin hefur mislukkast. Sum bar- dagaatriðn eru lífleg en þeim er ruglingslega stjórnað og myndin er tónuð niður í litum, sem ljær henni einsleitt, fráhrindandi yf- irbragð. Og vesalings Clancy Brown er misnotaður, enn eina ferðina. Svona fór um sjóferð þá KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn Leikstjóri: Marcus Nispel. Aðalleikarar: Karl Urban, Moon Bloodgood, Russell Means, Clancy Brown. 100 mín. Bandaríkin 2007. Leiðsögumaðurinn/The Pat- hfinder  Sæbjörn Valdimarsson Léleg „Myndin líður fyrir slaka leikstjórn, arfalélegan leik og hroðalega tölvugrafík.“ GÖTULISTAMENN eru æ algengari sjón á strætum Reykjavíkur. Það hlýtur að teljast jákvæð þróun því skemmtileg tónlist leikin af fingrum fram hressir upp á hversdaginn hjá vegfarendum. Vegna veðurs er þó nauðsynlegt að búa sig vel eins og þessi harmonikku- leikari sem lék í Bankastrætinu á dögunum. Morguinblaðið/RAX Götulist með húfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.