Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 13
ERLENT
STANGAVEIÐI
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí.
Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni.
Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs-
björg, unglingar (innan 16 ára aldurs)
og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og
Kópavogi fengið afhent veiði-
leyfi án greiðslu.
FJÖLMENNI var
við útför rúss-
neska sellóleik-
arans Mstíslav
Rostropovítsj,
sem borinn var
til grafar í No-
vodevítsy kirkju-
garðinum í
Moskvu í gær.
Rostropovítsj,
sem var einn
fremsti sellóleikari heims, var á
meðal þekktustu andófsmanna Sov-
étríkjanna sálugu. Hann lék fyrir
utan höfuðstöðvar rússnesku leyni-
þjónustunnar, KGB, árið 1991, þeg-
ar fjölmenni hrópaði slagorð til
stuðnings lýðræðinu í Moskvu og
skrifaði árið 1970 varnargrein til
stuðnings rithöfundinum Alexand-
er Solzhenítsýn í dagblaðið Pravda.
Rostropovítsj
jarðsettur
Syrgður Yfir 2.000
mættu í útförina.
ÍRÖNSK stjórnvöld staðfestu í gær
að þau myndu mæta á ráðstefnu um
framtíð Íraks í egypska bænum
Sharm el-Sheik í vikunni. Manouc-
hehr Mottaki, utanríkisráðherra Ír-
ans, fer fyrir fulltrúum landsins.
Mæta á ráðstefnu
HRYÐJUVERKUM fjölgaði um
29% í fyrra frá árinu áður, alls voru
14.338 árásir gerðar. Aukningin er
rakin til árása í Írak og Afganistan.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Fleiri hryðjuverk
YFIR ein milljón manna komu sam-
an í Istanbúl í gær til að mótmæla
þeirri fyrirætlun utanríkisráðherr-
ans Abdullah Gul að sækjast eftir
forsetaembættinu, þrátt fyrir and-
stöðu stjórnarandstöðunnar, aðila
innan viðskiptalífsins og hersins.
Snúast mótmælin um andstöðu
við að Tyrkland þróist í átt til ísl-
amsks ríkis, líkt og vilji stjórnar-
flokksins stendur til. Gul mistókst
að fá tvo þriðju hluta atkvæða á
þinginu á föstudag til að ná kjöri
sem forseti, fjöldi þingmanna snið-
gekk atkvæðagreiðsluna.
Reuters
Fjölmenni Fánaborgir í Istanbúl.
Mótmæla Gul
ÞÚSUNDIR manna komu saman í
hátt í fjörutíu höfuðborgum víða
um heim í gær til að krefjast þess
að endi yrði bundinn á ofbeldið í
Darfur-héraði í Súdan. Sameinuðu
þjóðirnar áætla að um 200.000
manns hafi týnt lífi síðan átök brut-
ust út og til að leggja áherslu á það
hversu lítill tími er til stefnu sneru
göngumenn á táknrænan hátt um
10.000 stundaglösum, sem fyllt
voru gerviblóði, á hvolf.
Reuters
Krafa Stúlka með spjald í Tel Aviv.
Kröfðust að-
gerða í Darfur
SJÖ kínverskum föngum sem höfðu
verið í haldi mannræningja í Eþíóp-
íu var sleppt í gær. Voru þeir teknir
höndum í árás á olíuvinnslusvæði
undir stjórn Kínverja, þar sem 77
menn týndu lífi.
Föngum sleppt
BÓKIN hefur þegar valdið
nokkrum usla þótt hún komi
ekki út fyrr en í dag og bók-
arumfjöllun New York Times
á föstudag vísast aðeins for-
smekkur að því sem koma
skal. Hún heitir „Við miðju
stormsins“, eða „At the Cent-
er of the Storm“, og er öðrum
þræði málsvörn höfundarins,
George Tenets, fyrrverandi
yfirmanns bandarísku leyni-
þjónustunnar, CIA, á árunum 1997 til 2004, fyrir
þætti hans í þeirri ákvörðun að gera innrás í Írak
2003. Það er þó ekki sú röksemdafærsla heldur
hörð gagnrýni á stjórn George W. Bush forseta
sem valdið hefur fjaðrafoki í Washington, enda
sterkt að orði kveðið og bendifingurinn á lofti.
Gagnrýni á Dick Cheney varaforseta er fyr-
irferðarmikil og sakar Tenet Bush-stjórnina um
að hafa gerst sek um að ræða ekki um aðra val-
kosti en innrás til að halda Írak Saddams Huss-
eins fyrrverandi forseta í skefjum. Tenet telur
jafnframt Hvíta húsið hafa gert sig að blóraböggli
þegar vopnaeftirlitsmenn fundu engin gereyðing-
arvopn í Írak.
„Fremur en að viðurkenna ábyrgð sína voru
skilaboð stjórnarinnar: Ekki kenna okkur um.
George Tenet kom okkur í þessi vandræði,“ skrif-
ar höfundurinn og lítur um öxl.
Vöruðu stjórnina við afleiðingunum
Meðal þess sem hann er einkar ósáttur við er að
Cheney skuli ítrekað hafa vitnað í sig um að leyni-
þjónustuupplýsingarnar um gereyðingarvopnab-
úr Íraka væru gulltryggar, með því líkingamáli úr
körfuknattleik að þær jafngiltu troðslu, öruggustu
leiðinni til að skora stig (e. slam-dunk case). Mikil
spenna hafi verið á milli CIA og skrifstofu Chen-
eys, sem hafi teygt á upplýsingunum í málflutn-
ingi sínum.
Tenet segir einnig CIA hafa varað stjórn Bush
við því sjö mánuðum fyrir innrásina að slæmar af-
leiðingar gætu hlotist af innrás í Írak, stjórnleysi
og upplausn landsins. Að hans sögn gerði greining
leyniþjónustunnar ráð fyrir verstu mögulegu út-
komunni: Aukningu í hryðjuverkum gegn hags-
munum Bandaríkjamanna; andstöðu gegn stjórn-
inni í Washington í arabaheiminum; óstöðugleika í
einstökum ríkjum á svæðinu; röskun í olíu-
framboði og spennu í samskiptum við evrópsku
lykilríkin í Atlantshafsbandalaginu.
Tenet, sem telst vart hlutlaus frásagnaraðili,
viðurkennir þó að óheiðarlegt væri af sér sem höf-
undi að komast að þeirri niðurstöðu að CIA hefði
séð þessa atburðarás fyrir, sannleikurinn væri
oftar flóknari en hann er þægilegur. Þá lægi sökin
einnig hjá leyniþjónustunum sem hefðu átt að
svara spurningum sem stjórnin leiddi hjá sér.
Höfundur víkur einnig að hryðjuverkaárás-
unum 11. september og segir að þrátt fyrir að
CIA hafi ekki séð þær fyrir hafi hún ítrekað varað
við ógninni af Osama bin Laden og al-Qaeda.
Tenet í miðju auga stormsins
Umdeild
Bókarkápan.
Fyrrverandi yfirmaður CIA gagnrýnir stjórn Bush í aðdraganda Íraksstríðsins
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA er iðnaður byggður á bylt-
ingarkenndri nýrri tækni, þar sem
nokkur rótgróin stórfyrirtæki munu
selja mjög sérhæfðan búnað fyrir
viðskiptalífið,“ skrifar viðskiptajöf-
urinn Bill Gates í janúarhefti tíma-
ritsins Scientific American og spáir
því að viðskipti með vélmenni verði
senn blómleg atvinnugrein. Frjóir
hugir glíma að hans sögn við að leysa
ýmis vandamál, á borð við gervisjón,
og hafa náð miklum árangri.
Vélmenni hafa löngum heillað og
hátt í 90 ár eru liðin frá því tékk-
neska leikritaskáldið Karel Capek
gerði hugtakið „robot“ vinsælt, í
leikritinu „Rossum’s Universal Rob-
ots“.
Gates skrifar að vélmennaiðnað-
urinn sé nú á sama þróunarstigi og
tölvuiðnaðurinn var undir lok 8. ára-
tugarins, skortur á almennum for-
ritum veldur því að hönnuðir þurfa
að byrja frá byrjun. Engu að síður
séu ryksuguvélmenni, vélarnar til
nota við skurðaðgerðir og eftirlits-
vélmenni í Írak og Afganistan for-
smekkurinn að því sem koma skal.
Gates segir mannkynið kunna að
standa við þröskuld nýs tímabilis
þegar einkatölvan mun ekki ein-
skorðast við skrifborðið heldur gera
okkur kleift að sjá, heyra og hreyfa
hluti á stöðum sem eru fjarri okkur.
Og þótt nokkur tími muni líða þar til
háþróuð vélmenni vísindaskáldsagn-
anna ganga um götur gefi stórstígar
framfarir í tölvutækni tilefni til
bjartsýni, alþjóðasamtök vélmenna-
smiða, IFR, áætli að átta milljónir
vélmenna verði í notkun víðsvegar
um heiminn á næsta ári.
Eðlileg þróun í hernaði?
Þá hafi suður-kóresk stjórnvöld
sett sér það markmið að vélmenni
verði komið inn á hvert heimili í
landinu fyrir árið 2013. Að auki áætli
japönsku vélmennasamtökin, JRA,
að iðnaðurinn muni velta 50 milljörð-
um jena, um 3.200 milljörðum króna,
árið 2025. Líklegt sé að vélmenni
muni veita öldruðum félagsskap,
hjálpa fötluðum og veita hermönnum
mikilvægan stuðning.
Það er notkunin í hernaði sem
veldur hvað mestum deilum og sýn-
ist sitt hverjum í þeim efnum. Veru-
legar framfarir hafa orðið í notkun
gervigreindar til hernaðarnota,
ómannaðar könnunarflaugar gegna
þegar mikilvægu hluverki í hernaði
og hefur Bandaríkjaher sett sér það
markmið að árið 2015 verði þriðja
hvert farartæki á bardagasvæðum í
landhernaði sjálfstýrt.
Fyrirtækið iRobot kemur að
hönnun slíkra vélmenna og á vefsíðu
þess má sjá Warrior-vélmennið, sem
m.a. sérsveitir geta notað við aðgerð-
ir sínar. Þar er einnig fjallað um R-
Gator, ómannaðan, sjálfstýrðan her-
bíl, sem flutt geti vistir.
Yfir 5.000 könnunarvélmenni eru
að verða ómissandi í landhernaði, þ.
á m. í Írak og Afganistan, enda gera
þau hermönnum kleift að sjá hvað er
handan við hornið. Eiga vísinda-
menn iRobot nú í samstarfi við
Boeing um þróun næstu könnunar-
kynslóða vélmenna til hernota þegar
á næsta ári.
Getur gætt landamæranna
Jafnframt hefur suður-kóreski
raftækjarisinn Samsung þegar
hannað vélmenni sem kynnt var í
fyrra og segjast talsmenn hans það
munu geta annast gæslu við landa-
mærin að Norður-Kóreu og skotið á
mann á allt að 500 metra færi.
Hinum megin við Atlantshafð und-
irbúa vísindamenn við Abertay-há-
skóla í Skotlandi, í samstarfi við aðra
háskóla og stofnanir, samfélag um 60
vélmenna sem verður skipt upp í
hópa og „hegðun“ þeirra rannsökuð.
Breskir vísindamenn eru einkum
áhugasamir um þessa tækni og í síð-
ustu viku sátu þeir á rökstólum um
hvort vélmenni með háþróaða gervi-
greind eigi í framtíðinni að hafa rétt-
indi í ætt við mannréttindi, líkt og
lagt er til í nýrri skýrslu stjórnvalda,
flestir töldu ekki. Í staðinn vildu
fundarmenn að efnt yrði til rök-
ræðna um hlutverk vélmenna í fram-
tíðinni, ekki hefði verið tekin afstaða
til notkunar þeirra í hernaði, við lög-
gæslu, umönnun og í vændi.
Þar kom fram að innan 50 ára
mundu þau e.t.v. hafa „vitund“ sem
yrði auðþekkt af mönnum og taldi
prófessor Noel Sharkey, sérfræðing-
ur við Sheffield-háskóla, vandann
m.a. þann að þau myndu miklu fyrr
byrja að taka ákvarðanir sem mundu
hafa áhrif á daglegt líf okkar.
Við erum vélmennin
Heimilishjálp með gervigreind á næsta leiti Ómannaðar flugvélar gegna
þegar mikilvægu hlutverki í hernaði Á hverju heimili í S-Kóreu árið 2013?
Í HNOTSKURN
»Milljónir vélmenna eruþegar í notkun um allan
heim og sinna ólíkum og mis-
jafnlega erfiðum verkum.
»Notkun þeirra í hernaði erafar umdeild og þróun
þeirra eðli málsins samkvæmt
hernaðarleyndarmál.
» Í síðustu viku var skýrt fráþví að ofurtölva hefði í
fyrsta sinn getað líkt eftir
músarheilanum, þótt rétt að-
eins í augnablik væri.
Í hernaði PackBot Explorer hefur
verið notað við sprengjuleit í Írak.
Vinsælt Asimo-vélmennið, sem er
smíðað hjá Honda, veifar gestum.
Húsverk iRobot-ryksuguvélmennið
léttir lífið og sparar mikinn tíma.
SKÖPUNARSINNINN og Hollend-
ingurinn Johan Huibers hefur lokið
við eftirlíkingu af Örkinni hans Nóa.
Fleyið er í hálfri stærð miðað við frá-
sögn Biblíunnar og er líkönum af
ýmsum dýrum komið fyrir á básum.
Smíði arkarinnar tók hátt í tvö ár og
bar Huibers hitann og þungann af
framkvæmdinni. Efniviðurinn var
sedrusviður og fura, þar sem sérfræðingar í textum Biblíunnar eru ekki viss-
ir um hvor tegundin var notuð. Huibers, sem er mjög trúaður, fékk hug-
myndina eftir að hafa dreymt að sjór flæddi yfir land sitt.
Gestir arkarinnar geta látið líða úr sér í kvikmyndasal um borð, þar sem
Disney-myndin „Fantasia 2000“, þar sem Nóaflóðið kemur við sögu, er sýnd.
„Örkin hans Nóa“ sjófær
AP