Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Margir eru farnir að óttast að harðnandi átök stríðsherranna komi í veg fyrir að nokkrar raunverulegar úrbætur verði á næsta kjörtímabili í samgöngumálum Eyja. VEÐUR Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,alþingismaður Samfylkingar, kemst að þeirri niðurstöðu í stuttri grein í Morgunblaðinu í fyrradag, að „eftir 12 og 16 ára stjórnarsetu er kominn tími til breytinga“.     Það er hægt aðrökstyðja það sjónarmið en það er hins vegar æskilegt að þeir, sem halda því fram séu sam- kvæmir sjálfum sér.     Var Ásta Ragn-heiður Jóhannesdóttir þeirrar skoðunar í borgarstjórnarkosning- unum fyrir ári, að það væri kominn tími til breytinga og að vinstri stjórnin í Reykjavík yfirgæfi valda- stólana?     Kom þessi þingmaður Reykvík-inga fram á sjónarsviðið fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 og hvatti kjósendur til þess að kjósa ekki áframhaldandi vinstri stjórn í Reykjavík vegna þess að nóg væri komið eftir 12 ára setu þeirra í meirihluta borgarstjórnar?     Rekur einhvern minni til þess aðþingmaðurinn hafi haft uppi slíkan málflutning? Lýsti þingmaðurinn þessari skoð- un í ræðu eða riti?     Auðvitað ekki. Ásta Ragnheiðurhefur þessa skoðun, þegar henni hentar. Og það er ekki mikið mark takandi á málflutningi þeirra, sem hafa eina skoðun í dag og aðra á morgun eftir því sem hentar póli- tískum hagsmunum þeirra.     PS: Það var ofmælt í Reykja-víkurbréfi í gær, að sendiboðar Samfylkingar hefðu krafizt þess, að frétt af umræðum á landsfundi flokksins yrði tekin út af mbl.is. Þeir vildu breyta henni! STAKSTEINAR Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Of lengi? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -             !!           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  "             #$         :  *$;< %%                !    "     !       #  $ %  &       ''    (   ) !  *! $$ ; *! &' (%  %' %  )  * =2 =! =2 =! =2 &) ( +!%, + -%.$!+/  > $         =   &' +"%$!%' + 0%1    2% +% $  %&3"+ 0 4 %% %% !2%   %%&3"+ 0   &+++%"% - % %  % ! %$! / '  %5"%$!%3"+ 2% +%# + +%660%3++ %1"(!% %$!  !+ +!%%1"' %+ +0%7)++ 0 6 2  ? &(!% %/   !% 2%"% - 0 1 % % ++% %+ + %5"%$! 3" 2% +%#$ / %' % *+ +0 & %% %&1"%$!%1"+ %$!  % !+ +!0%4 %% %% !0 8!! %%66 +! %%1  $%, + 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C 0 0 2 2 0 0 0 0 0 0 0  0 0 0 0 0 0 0 0   0  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pétur Guðm. Ingimarsson | 29. apríl Röklausir rugludallar Eitt af því sem hendir íslenska vinstrimenn, eina í heimi, er að misskilja gjörsamlega verksvið ríkisvaldsins, eðli þess og uppruna. Flestir láta þetta lík- lega henda sig viljandi en sumir eru svo langt leiddir í ruglinu að þeim verður líklega ekki viðbjarg- andi. Þetta á helst við um skoðanir þeirra í varnarmálum, ef skoðanir skyldi kalla. Meira: fiskurfiskur.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 29. apríl Þetta er brjálæði.. ... og þessa þróun verð- ur að stöðva. Af hverju haldið þið að stjórn- arliðar tali ekkert um heilbrigðiskerfið í þessari kosningabar- áttu – af því þeir þora því ekki ... Það verður fyrsta verk Samfylkingarinnar að hreinsa upp biðlistana – enda brjálæði að veikt fólk, börn með geðraskanir og veikt gamalt fólk þurfi að bíða vikum, jafnvel árum saman eftir læknis- þjónustu. Meira: bryndisisfold.blog.is Anna Ólafsdóttir Björnsson | 29. apríl Varúð, ríkisstjórnin gæti haldið velli Ríkisstjórnin gæti haldið velli, samkvæmt nýjustu könnunum ... Á góðum degi gæti rík- isstjórnin engu að síð- ur fallið. En við meg- um ekki láta eintóma heppni ráða. Ef VG verður ótvíræð- ur sigurvegari kosninganna verður erfitt að ganga framhjá þeirri stað- reynd þegar stjórnarmyndunar- umboðinu verður úthlutað. Meira: annabjo.blog.is Þórarinn Eldjárn | 27. apríl 2007 Þjóðkirkjurækni Ansi á ég bágt með að skilja hvaða endemis vesin þetta er alltaf með þjóðkirkjuna og samkynhneigða. Erf- iðast á ég með að átta mig á því af hverju samkynhneigðir Íslendingar eru svona miklu trúhneigðari og kirkju- ræknari en við hin. Jafnframt sýnist mér að samkyntrúhneigðir séu líka miklu fleiri hér en annarsstaðar ef marka má þungann í umræðunni. Hvers vegna skyldi samþætting þessara tveggja hneigða vera svo al- geng hérlendis? Er þetta kannski snar þáttur í Íslendingseðlinu? Þetta gæti verið rannsóknarefni fyrir ein- hvern metnaðarfullan Íslendingseðl- isfræðing. Við sem hneigjumst ekki til trúar sjáum ekki nauðsyn þess að kirkjan eigi yfirleitt að koma að hjúskap- arsáttmálum. Veraldleg yfirvöld geta annast slíka gjörninga af stakri prýði og þeir ættu alfarið að vera á þeirra könnu fyrst kirkjunnar mönnum þykir þetta allt svona vand- meðfarið. Þar með yrði sá kaleikur frá kirkjunni tekinn og þar gæti fólk farið að ræða eitthvað sem því finnst skemmtilegra. Jafnframt hyrfi öll mismunun: Það giftir sig ósköp ein- faldlega enginn hjá presti eða í kirkju og sú tilhögun gildir jafnt um alla, hvert svo sem þeir hneigjast. Að auki spyr ég: Hefur enginn töl- fræðingur kannað og borið saman endingu borgaralegra hjónabanda og heilagra? Fróðlegt væri að fá að vita með vissu hvort tölur um slíkt liggja fyrir. Mér kæmi ekki á óvart þó endingin reynist æ minni eftir því sem utanverkið, tilstandið og heil- agleikinn er meiri. En kannski hef ég rangt fyrir mér í því. Sjálfur hef ég verið í borgaralegu hjónabandi með sömu gömlu góðu konunni í hálfan fjórða tug ára. Við höfum aldrei saknað þess neitt sér- staklega að guð skyldi ekki til kvaddur þegar okkar hjónaspil hófst. Það kom aldrei til greina. Jafnvel held ég að ef kirkjan hefði af einhverjum orsökum viljað meina okkur að eigast hefði okkur verið al- veg sama og jafnvel þótt það dálítið sniðugt. Fógetinn dugði líka fullvel. Og þar kom reyndar um síðir að við hrósuðum happi að hafa ekki blandað kirkjunni í málið … Meira: theld.blog.is BLOG.IS NÁÐST hefur samkomulag milli heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis- ins og fjármálaráðuneytisins annars vegar og Samtaka áhugafólks um áfengisvandann, SÁÁ, hins vegar um að framlengja þjónustusamning, sem undirritaður var 29. október 2002 um rekstur sjúkrasviðs SÁÁ til ársloka 2007. Fær SÁÁ m.a. 80 millj- óna króna eingreiðslu þegar skrifað verður undir viðauka við þjónustu- samninginn í þessari viku. Aukin þjónusta vegna ópíumfíkla Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu- neyti segir, að upphaflegur gildistími þjónustusamningsins hafi verið frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2005 en SÁÁ hafi annast þjónustu í sam- ræmi við ákvæði samningsins á gild- istíma samningsins sem og frá 1. jan- úar 2006 og hafi þegar verið greitt í samræmi við ákvæði þess samnings. Til viðbótar við þjónustu sam- kvæmt samningnum hefur þjónusta vegna ópíumfíkla verið aukin, svo og göngudeildarþjónusta. Þá hefur hús- næðiskostnaður hækkað vegna breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga en í þeim fólst m.a. að undanþágur fasteignaskatta vegna sjúkrahúsa eru afnumdar í skrefum. Samkomulag er um að mæta þessum kostnaði, svo og veikleika í rekstri áranna 2006-2007, með eingreiðslu að fjárhæð 80 milljónir, sem innt verður af hendi við undirritun við- auka við þjónustusamninginn í næstu viku. Heilbrigðisráðuneytið segir, að áfram verði unnið að endurskoðun þjónustusamningsins með vísan til reglugerðar um samninga um rekstrarverkefni, sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs og stefnt sé að því að nýr þjónustusamningur taki gildi í árs- byrjun 2008. SÁÁ fær 80 milljóna króna eingreiðslu Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.