Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 39 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ ER það að frétta að klippingu er lokið, myndin er núna í tölvu- vinnslu og síðan er verið að ganga frá tónlistinni,“ segir Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands um stöðuna á íslensku myndinni Astrópíu. „Þorvaldur Bjarni sér um tónlistina en það eru líka popplög í myndinni þar sem ýmsir tónlist- armenn koma við sögu.“ Astrópía verður frum- sýnd 22. ágúst og segir Júlíus þetta verða sumarmyndina í ár þótt hún komi í bíóhús undir lok sumars. „Vinnsla Astrópíu hefur gengið mjög vel og mér líst auðvitað vel á þetta stykki mitt, þetta er mjög skemmtileg ævintýra-grínmynd,“ segir Júlíus. Í Astrópíu segir frá ungri stúlku sem neyðist til að pluma sig einsömul í veröldinni eftir að kær- asta hennar er stungið í fangelsi. Hún fær vinnu í leikjabúð sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum og has- arblöðum, en þar byrja undarlegir hlutir að gerast. Smátt og smátt heillast hún af ævintýraheimi hlut- verkaleikja og skilin milli hans og raunveruleikans verða óskýrari og of- urhetjan vaknar. Mynd með Lordi Næst á dagskrá hjá Júlíusi er finnsk mynd sem heitir Dark Floors– The Lordi Horror Movie. Kvik- myndafélag Ís- lands er með- framleiðandi í henni en aðal- framleiðandi er finnska kvik- myndafyrirtækið Solarfilms. Mynd- in verður frum- sýnd í desember og meðal þeirra sem leika í henni eru finnsku Evr- óvision-sigurvegararnir í Lordi en þeir komu einnig nálægt hand- ritaskrifunum og sjá um tónlistina. Dark Floors er hryllingsmynd í am- erískum splatter-stíl með smá jap- önskum áhrifum og gerist á sjúkra- húsi. „Í haust hefjast svo tökur á mynd- inni Reykjavik Whale Watching Massacre sem Sjón skrifaði handritið að,“ segir Júlíus um verkefnin fram- undan. Astrópía verður frumsýnd 22. ágúst „Skemmtileg æv- intýra-grínmynd“ Ævintýri Astrópía er nú í tölvuvinnslu og kemur í kvikmyndahús í ágúst næstkomandi. Júlíus Kemp HÁTT í 300 hugmyndir voru send- ar inn til Hagkaupa í tilefni árlegr- ar hönnunarkeppni verslunarinnar að þessu sinni. Keppt var í hönnun á grafík til að prenta á fatnað fyrir alla aldurs- hópa sem seldur verður í versl- unum Hagkaupa. Hlutskörpust varð að þessu sinni Borghildur Ína Sölvadóttir en hönnun hennar heitir Jákvæð orð í íslensku. Í öðru sæti varð Eva Dögg Óskarsdóttir en hennar hugmynd bar yfirskriftina Tónlist sameinar fólk. Þriðja sætinu skiptu svo með sér Íris Auður Jónsdóttir og Birna Einarsdóttir. Sigurvegarinn hlaut 150 þúsund krónur í verðlaun auk þess sem hún fær að aðstoða við framleiðslu á hönnun sinni. Vörurnar verða svo seldar undir vörumerki hönnuðar- ins. Síðastliðið haust kom í sölu í Hagkaupum fatalína frá sigurveg- aranum, Sunnu Dögg Ásgeirs- dóttur, og einnig barnafatalína frá Helgu Ólafsdóttur sem varð í öðru sæti. Allra verða von Hlý húfa, vettlingar og sumarlegur bolur, allt eftir veðri. Morgunblaðið/Ómar Fín Sýningarstúlkurnar stóðu sig vel í Smáralindinni. Sigurvegarinn Borghildur Ína Sölvadóttir ásamt fyrirsætu sinni. Jákvæð orð í íslensku Hönnunarkeppni Hagkaupa haldin í Smáralind Fjölbreytt Föt fyrir stóra og smáa. Töff Hettupeysa og legghlífar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.