Morgunblaðið - 30.04.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.04.2007, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞANNIG AÐ YKKUR ER ALVEG SAMA ÞÓ AÐ ÉG FARI Á STEFNUMÓT OG SKILJI YKKUR EINA EFTIR ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÞIÐ HAFIÐ SKEMMT YKKUR MJÖG VEL EINIR EN ÉG VIL SAMT FÁ AÐ VITA HVAÐ VARÐ UM ÍSSKÁPINN HANN SÁ ÞAÐ SNJÓKORN HEILLA MIG... MILLJÓNIR ÞEIRRA FALLA TIL JARÐAR.. OG ENGIN TVÖ ÞEIRRA ERU EINS! HVERT OG EITT ÞEIRRA ER EINSTAKT... ÞAÐ VÆRI FÍNT AÐ VERA SNJÓKORN ÞARNA ER JÖRÐIN! VIÐ GETUM SÉÐ HEIMSÁLFURNAR SAM- KVÆMT KORTUN ÞÁ BÚUM VIÐ Í STÓRU FJÓLUBLÁU LANDI JÁ, OG HÚSIÐ OKKAR ER RÉTT HJÁ ERRINU Í „...RÍKIN“ NÚNA ER ÉG BÚINN AÐ ÞVO ÞÉR MEÐ HEITU VATNI OG FLÓASÁPU NÚNA ERTU FÍNN OG HREINN ENGAR FLÆR HEFÐU GETAÐ LIFAÐ ÞETTA AF NÚNA MÁTT ÞÚ FARA ÚT AÐ LEIKA ÞÉR! ROSALEGA TEKUR LANGAN TÍMA AÐ FLJÚGA TIL NORÐURPÓLSINS! NÆST ÆTTUM VIÐ AÐ SENDA OKKUR MEÐ TÖLVUPÓSTI LALLI, ÞETTA ERU STRÁKARNIR Í LED LOFTBELGNUM. LALLI VIL VERÐA ROBERT PLANT ÉG NÁÐI HONUM ANSI VEL Í GAMLA DAGA HVERNIG VAR ÞETTA HJÁ MÉR? ÆTLI ÉG GETI EKKI SUNGIÐ AÐEINS LENGUR SPILAR ÞÚ LÍKA Á BASSA? AF HVERJU ÁKVAÐST ÞÚ AÐ FARA AFTUR AÐ VINNA SJÁLFSTÆTT? ÞÚ VINNUR MEÐ JAMESSON Á HVERJUM EINASTA DEGI OG ÞÚ ÞARFT AÐ SPYRJA? SEINNA... HVAÐ ERT ÞÚ AÐ HUGSA HERRA ROBERTSON? ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ VINNA SJÁLFSTÆTT dagbók|velvakandi Kosningar og kosningaloforð NÚNA er allt á fullu í kosninga- málum og er manni hálfdrekkt í kosningaloforðum. Oft er um að ræða mjög falleg loforð en hins veg- ar, miðað við fyrri raun, leynast þarna líka svikin loforð. Þessi loforð sem um ræðir ættu í rauninni ekki að vera loforð, heldur sjálfsagður hlutur. En vegna þess að fólkið í landinu hefur leyft þessum stjórn- málamönnum að ráða landinu með eintómum loforðum þá hafa hlutirnir orðið eins og þeir eru í dag. Ég segi nei takk við loforðum og vona að fleiri séu mér sammála. Ég vil breyt- ingar og aftur breytingar. Ég vil segja við þjóðina: Stöndum saman og segjum nei takk, hingað og ekki lengra. Hættum að láta bjóða okkur upp á fölsk loforð og sýnið okkur að það sem ætti að vera sjálfsagt verði það. Steinunn Anna. Af skipulagi Reykjavíkur og varnarsamningnum ÉG var að lesa Morgunblaðið 27. apríl síðastliðinn. Þar er talað um nýbyggingar sem rísa eiga við Höfðatorg. Þetta eru skelfilegar fréttir að mínu mati. Ömurlegt er að sjá hvernig girða á af litlu húsin í Túnunum svokölluðu, þótt þau séu nú misfalleg. Þeim mun verða drekkt í glervirki. Hvað á það að þýða að setja þessi ljótu glerhús í miðborgina? Geta þau ekki farið á Úlfarsfell eða við Elliðaárnar? Hvar eru skipulagsvöld Reykjavíkur núna? Mér er einnig spurn hvort Alþingi þurfi ekki að samþykkja þann ein- leik sem Valgerður Sverrisdóttir er að leika, með því að samþykkja varnarsamning við Noreg upp á sitt eindæmi. Nú er mér nóg boðið. Anna. Prestarnir okkar ÞÖKK sé Geir Waage og fleiri prest- um sem láta ekki lesbíur, homma og fjörutíu (eða jafnvel bara tuttugu) presta kúga sig. Þora prestar ekki að standa við skoðanir sínar? Ömur- legt er að sjá ungan prest, og það á Akureyri, heimta leynilegar kosn- ingar. Hvílíkar lyddur. Svo sam- hryggist ég sr. Sigurbirni okkar gamla biskupi vegna greinar sonar hans „Ég snýti mér í foragt“ sem birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 21. apríl. Já prestarnir, þeir skreyta þjóðfélagið. 180321-4469. Hnoðri kominn heim KISAN sem auglýst var týnd í Morgunblaðinu 18. apríl er komin til síns heima. Hann heitir réttu nafni Hnoðri og var búinn að vera týndur 1 og ½ ár. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MARGIR nýta sumarið í að gera upp húsin sín eða fegra garða sína. Smið- ur þessi sinnti sínum störfum í porti við Skólavörðustíg. Morgunblaðið/G.Rúnar Lífið í bænum FRÉTTIR NÆSTU daga mun 43 þúsund lífeyr- isþegum berast „grænt umslag“ frá Tryggingastofnun. Með „græna um- slaginu“ er vakin athygli á breyttu fyrirkomulagi útsendingar greiðslu- seðla til lífeyrisþega. Umslagið inniheldur ársyfirlit yfir mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur við- takanda á árinu 2007 og þær for- sendur sem liggja til grundvallar út- reikningi á þeim. Þetta fyrsta ársyfirlit er sent að vori en héðan í frá munu greiðslu- yfirlit næsta árs verða send til líf- eyrisþega í lok desember ár hvert, skv. upplýsingum Tryggingastofn- unar. Samhliða þessu verður hætt að senda út mánaðarlega greiðsluseðla, nema þess verði sérstaklega óskað. Ef upplýsingar um breyttar forsend- ur berast Tryggingastofnun verður sent út annað yfirlit. Greiðslur verða eftir sem áður lagðar inn á reikninga lífeyrisþega um hver mánaðamót, þótt ekki verði tilkynnt sérstaklega um hverja innborgun. Greiðsluseðlar verða í staðinn að- gengilegir inni á vef ríkisskattstjóra, www.skattur.is. Til að nálgast þá er notaður sami veflykill og við fram- talsgerð. Þeir sem þess óska geta áfram fengið senda mánaðarlega greiðsluseðla með því að hafa sam- band við starfsfólk þjónustumið- stöðvar í síma 560 4460, næsta um- boðsmann eða með því að senda póst á netfangið tr@tr.is. Lífeyrisþegar fá grænt umslag Væntanlegt Með græna umslaginu verður fyrirkomulagi á útsendingu greiðsluseðla breytt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.