Morgunblaðið - 30.04.2007, Side 8

Morgunblaðið - 30.04.2007, Side 8
8 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LENGRI GREIÐSLUFRESTUR MEÐ INNKAUPAKORTI GLITNIS OG ALLT AÐ 75% SPARNAÐUR AF UMSÝSLU REIKNINGA Kynntu þér kosti innkaupakortsins fyrir þitt fyrirtæki á www.glitnir.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 8 6 0 Nafn Pálína Vagnsdóttir. Starf Ég starfa við dægradvöl barna í grunnskóla Bolungarvíkur. Undanfarin ár hef ég verið fram- kvæmdastjóri listasumars í Súðavík og einnig tekið að mér önnur menn- ingartengd verkefni. Svo bý ég mér til ný verkefni ef ég hef ekki nóg að gera! Fjölskylduhagir Einstæð móðir með tvö börn, 13 ára dreng og átta ára stúlku. Kjördæmi Norðvestur, 1. sæti fyrir Íslandshreyfinguna. Helstu áhugamál? Að virkja fólk, náttúra Íslands, tón- list og að reyna að lifa lífinu í núinu. Hvers vegna pólitík? Ég vil leggja mitt af mörkum til að hafa áhrif á það hvernig hinn al- menni borgari hefur það í þesu landi. Ég er nýliði í pólitík. Ég vann að vísu eitt kjörtímabil í sveitar- stjórn og fylgdist með úr fjarlægð en að öðru leyti er þetta eins og að hoppa fram af Látrabjargi án fall- hlífar! Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já, það finnst mér. Annars væri ég ekki að þessu. En Alþingi er líka krefjandi vinnustaður enda ertu þar í umboði kjósenda og þarft að vinna fyrir þá. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Ég vil hækka skattleysismörkin til bóta fyrir það fólk sem minnst hef- ur milli handanna. Þarf breytingar? Já, ekki spurning! Við megum ekki setja Ísland á útsölu og verðum að hugsa um hag kynslóðanna í fram- tíðinni. Mér finnst við ekki vera al- veg á réttri leið með það. Nýir frambjóðendur | Pálína Vagnsdóttir Eins og að hoppa fram af Látrabjargi Líðandi stund Pálína Vagnsdóttir vill lifa í núinu. Nafn: Karl V. Matthíasson. Starf: Prestur. Fjölskylduhagir: Eiginkona og þrjú börn, 19, 12 og 10 ára. Kjördæmi: Norðvestur, 2. sæti fyrir Samfylkinguna. Helstu áhugamál? Skák, heimspeki og lífið sjálft. Hvers vegna pólitík? Til að hafa góð áhrif á samfélagið, sérstaklega í sambandi við áfengis- og fíkniefnamál sem hafa verið mér mjög hugleikin. Ég vil að við tökum okkur á hvað þau varðar. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já, mjög. Ég er á þeirri skoðun að þar sé mikið af fólki sem hafi einlægan vilja til að byggja upp gott samfélag. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Að koma Vestfirðingum í eðlilegt vegasamband. Þarf breytingar? Nauðsynlega, lýðræðið krefst þess. Nýir frambjóðendur | Karl V. Matthíasson Vill hafa góð áhrif á samfélagið Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífið sjálft Karl hefur áhuga á skák, heimspeki og sjálfu lífinu! SAMFYLKINGIN kynnti í gær til- lögur flokksins að aðgerðum sem miðast að því að tryggja þeim börn- um og öldruðum sem nú eru á biðlist- um viðunandi þjónustu. Tillögurnar fela m.a. í sér að þegar verði gripið til aðgerða til að eyða biðlistum á BUGL og Greiningarstöð ríkisins og að veitt verði bráðaþjónusta allan sólarhring- inn fyrir börn með geðraskanir og aldraða. 170 börn bíða eftir fyrstu komu á göngudeild BUGL og allt að 30 mikið veik börn bíða eftir innlögn. Samfylkingin hyggst í fyrsta lagi gera kostnaðargreindan og árangurs- tengdan samning við BUGL um að eyða biðlista þar. Í öðru lagi hyggst flokkurinn gera samning við BUGL um að veita bráðaþjónustu allan sól- arhringinn. „Það kostar um 30 millj- ónir kr. að eyða biðlistum á BUGL. Þetta eru ekki háar upphæðir,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, á blaðamanna- fundi úti undir beru lofti á lóð Land- spítalans. Þá vill flokkurinn í þriðja lagi leita samninga og leggja til fé í foreldra- fræðslu og þjálfun fagfólks í sam- vinnu við heilsugæslustöðvar, skóla og félagsþjónustu sveitarfélaga. Flokkurinn telur að fjölga þurfi val- kostum við hefðbundna stofnana- þjónustu sem fela í sér úrræði og stuðning við börn og fjölskyldur þeirra á heimilum þeirra eða í nær- umhverfi. 400 aldraðir í brýnni þörf Á fundinum var kynnt að á fyrstu 18 mánuðunum í ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar yrðu byggð ný hjúkrunar- rými fyrir aldraða til að eyða biðlist- um. „Það bíða nú 400 aldraðir í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Það þarf auðvitað að leysa vanda þeirra og það munum við gera. Á meðan þeir bíða þarf auð- vitað að veita ákveðin úrræði.“ Í tillögum flokksins er gert ráð fyr- ir að þangað til biðlistanum hefur ver- ið eytt verði gerður samstarfssamn- ingur við sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgar- svæðinu, í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og félagsþjón- ustu, um sólarhringsþjónustu við þennan hóp. Fyrirmyndin er sólar- hringsþjónusta LSH við aldraða í heimahúsi. Gerð verður úttekt á þörf fyrir sams konar þjónustu á lands- byggðinni. Kostnaður við umönnun einstaklings á hjúkrunarheimili er 5–6 milljónir kr. árlega en kostnaður við sólarhringsþjónustu sem Sam- fylkingin leggur til er 2–2,3 milljónir á ári. Varðandi Greiningarstöð ríkisins kom fram að 276 börn eru þar á bið- lista og bíða þau greiningar á þroska- frávikum þannig að leikskólar, skólar eða aðrir stuðningsaðilar geti hafið viðeigandi meðferð. Sum barnanna hafa beðið allt að þrjú ár eftir grein- ingu og telur Samfylkingin þetta ástand óviðunandi því mikilvægustu þroskaárin líði án þess að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda eða rétta meðferð. Heitir Samfylkingin að sjá til þess að þegar í stað verði gerðir samning- ar við Greiningarstöð ríkisins um að eyða þessum biðlista og um leið koma á framtíðarfyrirkomulagi til að fyrir- byggja að hann hlaðist upp aftur. Þá verði gerður kostnaðar- og ár- angurstengdur samningur sem gerir Greiningarstöð ríkisins kleift að bæta við starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu og gera samninga við heilbrigðis- stofnanir og teymi sérfræðinga á landsbyggðinni um frumgreiningar. Áform félagsmálaráðuneytisins um að ljúka slíku fyrir 2010 duga að mati flokksins ekki þeim hundruðum barna sem bíða greiningar. Lýsir flokkurinn þessu sem forgangsmáli hjá Samfylkingunni í nýrri ríkis- stjórn. Morgunblaðið/ÞÖK Biðlistar Samfylkingin tilgreinir um þrjú þúsund manns á biðlistum LSH. Telja það forgangsmál að eyða biðlistunum Samfylkingin telur aðstöðu barna og aldraðra óviðunandi Í HNOTSKURN »50 geðfatlaðir á Landspít-alanum bíða eftir varan- legri búsetu og hafa sumir beð- ið í 15 ár, segir Samfylkingin. »142 þroskaheftir bíða eftirskammtímavist. »200 manns eru á biðlistaeftir félagslegu húsnæði hjá Öryrkjabandalaginu. »243 hjartasjúklingar eru ábiðlista eftir hjartaþræð- ingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.