Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 25 ✝ MARÍA TRYGGVADÓTTIR tannsmiður, Reynimel 80, Reykjavík, andaðist föstudaginn 27. apríl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. maí kl. 11.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Helgi Gunnarsson, Gunnar K. Gunnarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. gera á heimilinu við skepnuhirðingu á veturna, heyskap og kartöflurækt á sumrin. Fjölskyldan var samhent og kröfur gerðar til vinnusemi allra. Skúli lét sitt ekki eftir liggja. Faðir okkar, sem vann myrkranna á milli, treysti honum til forystu við skepnu- hirðinguna. Hann vandist því snemma að vinna mikið og vera leidd- ur til ábyrgðar. Ég minnist með gleði uppvaxtarár- anna á Akranesi. Það var mikið lesið á heimilinu, einnig spilað og tefld skák. Skúli varð snemma snjall skákmaður og keppnismaður í spilum. Bridge var hans uppáhald sem hann stundaði alla tíð. Fermingarárið sitt fór hann í vega- vinnu og átti góðar minningar frá þeim tíma. Að loknu gagnfræðaprófi gerðist hann sjómaður, var á síldveið- um og útilegubátum. Sjórinn átti hug hans og hugðist hann fara í Stýri- mannaskólann. Ekkert varð þó af þeim áformum og hóf hann störf í Sementsverksmiðju ríkisins þar sem hann vann um árabil. Á þeim árum byrjaði hann að láta sig varða pólitík og verkalýðsmál. Hann var jafnaðar- maður af einlægri sannfæringu enda sú stefna talin öðrum æðri á okkar heimili. Tók hann þátt í bæjarmála- pólitík um sinn en var svo kjörinn for- maður Verkalýðsfélags Akraness og gegndi því starfi um árabil. Á þessum tíma var Lífeyrissjóður Vesturlands stofnaður og gerðist Skúli fyrsti starfsmaður sjóðsins og formaður hans. Hann var í stjórnum ýmissa fé- lagasamtaka og fylginn sér í flestum málum. Hann lét sig mjög varða hags- muni þeirra sem báru skarðan hlut frá borði í lífsbaráttunni. Ef honum fannst á þá hallað var ekkert gefið eft- ir og oft náðust góðir áfangar. En á svipstundu urðu þáttaskil í lífi Skúla bróður míns. Að haustlagi fyrir þrjátíu árum varð hann fyrir alvar- legu slysi um borð í vertíðarbáti. Með einstökum kjarki og ódrepandi vilja- styrk tókst honum að ná nokkrum starfskröftum að nýju og vann áfram um árabil í hlutastarfi hjá Lífeyris- sjóði Vesturlands. Þrátt fyrir fleiri al- varleg sjúkdómsáföll í kjölfarið náði hann alltaf að safna kröftum aftur og halda sínu striki. Stöðug þjálfun, sund og önnur líkamsrækt, fleyttu honum gegnum þessi áföll. Oft var engu líkara en æðri kraftur styrkti hann, enda var hann trúhneigður og treysti því að yfir sér væri vakað. Síð- ustu tvö árin dvaldi hann á Dvalar- heimilinu Höfða á Akranesi. Þar naut hann einstakrar umhyggju og vináttu sem seint verður fullþökkuð. Einnig naut hann frábærrar læknishjálpar og hjúkrunar á Sjúkrahúsi Akraness þar sem hann dvaldi oft á þessum ár- um. Hinn 7. apríl sl. fór hann í sund, eins og oft áður, og varð fyrir því slysi að detta og höfuðkúpubrotna. Það leiddi hann til dauða 22. apríl sl. Skúla er sárt saknað af ættingjum og vinum. Minningin lifir um góðan dreng, sem hefur hlotið hvíld eftir langt og strangt ævistarf. Við Elín vottum börnum hans: Braga, Hrafn- hildi, Hafdísi og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Einnig stórum vina- hópi hans og samferðafólki sem oft hefur stutt hann í erfiðum veikindum. Guð blessi bróður minn, Skúla Þórðarson. Bragi Þórðarson. sinn. Viðfangsefni sín tók hann ætíð föstum tökum og sinnti þeim af brenn- andi áhuga og elju. Honum var falinn trúnaður í smáu sem stóru og hann valdist til forystu í fjölmennum og framsæknum félögum síns tíma og rækti hann þau hlutverk með miklum sóma. Hann léði hverjum vettvangi sterka nærveru, sem einkenndist af- hlýju, manngæsku og jákvæðni. Aldrei fór hanni í manngreinarálit né hall- mælti nokkrum manni. Til hans leit- uðu háir sem lágir með vandamál af öllum stærðum og gerðum og segir kannski meira en mörg orð um mann- kosti Guðmundar og það traust sem hann naut, hve margir leituðu til hans þegar sorg hafði knúið dyra eða öll sund virtust þeim lokuð. Veit ég, að fjölmargir minnast hans með þakklæti fyrir góð ráð og stuðning á erfiðum stundum í lífi sínu. Guðmundur mátti sjálfur reyna meira en margur annar. Hann missti báðar eiginkonur sínar fyrir aldur fram og einnig yngstu dótt- ur sína. Ekki kæmi mér á óvart þótt flestir könnuðust við Guðmund vegna starfa hans á sviði sálarrannsókna, en þeim málum sinnti hann ótrauður um ára- tuga skeið. Leit hans að svarinu við spurningunni stóru fléttaðist saman við ráðgátur og staðreyndir varðandi fjölmörg efni, svo sem landnám og sögu Íslands, trúarbrögð og mann- kynssögu, tilurð alheimsins, goðafræði og heimspeki, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Margir muna sjálfsagt eftir því, þegar Guðmundur hlutaðist til um, að miðill var fenginn til að segja fyrir um gufuöflun við Kröflu þegar í óefni stefndi varðandi þau mál. Þótti ein- hverjum ástæða til að gera grín að, en kjarklitlir og þröngsýnir menn hefðu sjálfsagt aldrei lagt nafn sitt við slíkar ráðagerðir. Á Gimli, hið glæsilega heimili Guð- mundar og Lilju, seinni konu hans, var ætíð gott að koma, hvort sem var hversdags eða til höfðinglegrar veislu. Þegar ég hugsa um þá veröld sem var sé ég tengdaföður minn fyrir mér við jólaborðið, mikinn á velli, að skera kal- kúninn að alvöru húsbónda sið og spyrja hvern og einn með sinni hljóm- miklu röddu: „Hvítt eða brúnt? Stöff- ing?“ og einhverja viðstaddra síðan reyna sig við að herma eftir orginaln- um. Fjölskyldan kveður ástkæran föður, tengdaföður, afa og frænda með virðingu og þakklæti fyrir alla þá jákvæðu arfleifð, sem hann skilur eft- ir í huga okkar allra. Guðmundur Elías Níelsson. Við stúdentar frá MR útskrifaðir vorið 1945 syrgjum látinn félaga. Hann var afburða námsmaður úr stærðfræðideild og lá því beint við hvert stefndi þegar að háskólanámi kom. Hann nam verkfræði í Banda- ríkjunum og vann þar um tíma og kom síðan til Íslands. Hann var í miklum metum sem af- burða ráðgjafi og stjórnandi í hinum ýmsu deildum og ráðum innan verk- fræðinnar, svo sem yfirverkfræðing- ur hjá Sameinuðum verktökum og framkvæmdastjóri Íslenskra aðal- verktaka, fleira verður ekki rakið hér. Auk þess sinnti hann fjölda félags- og trúnaðarstarfa. Hann fékk viður- kenningar sem heiðursfélagi Sálar- rannsóknafélagsins og Verkfræð- ingafélags Íslands og var lengi formaður þessara félaga. Þrátt fyrir mikið annríki mætti hann alltaf þegar við skólafélagarnir komum saman meðan heilsan leyfði og var ávallt hress og kátur. Hann var hár maður, bjartur yfirlitum, við- ræðugóður og góður félagi. Það var mikið áfall þegar hann missti konu sína, Unni frá fjórum efnilegum börn- um og síðar seinni konu sína, Lilju og nokkru síðar dóttur þeirra Fríðu, sem þá var orðin læknir. Upp frá því missti hann heilsuna og barðist við heilsuleysi það sem eftir var ævinnar. Við sendum börnum hans og þeirra nánustu innilegar samúðarkveðjur og þökkum af heilum hug hve vel var um hann annast til hins síðasta. Skólafélagarnir.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elías Jón Jóns-son fæddist í Bolungarvík 19. des- ember 1929. Hann lést í Lúxemborg 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kr. Elíasson, skipstjóri í Bolung- arvík, f. 24. nóv. 1903, d. 20. mars 1994, og kona hans Benedikta Gabríella Guðmundsdóttir, f. 21. júlí 1899, d. 5. des. 1967. Systir Elí- asar var Sigríður Elísabet Jóns- dóttir kennari, f. 20. ágúst 1932, d. 28. des. 1997. Bróðir hans, sam- feðra, var Bergfinnur Kristján Jónsson, f. 12. ágúst 1927, d. 29. júlí 1928. Bræður hans, sammæðra, voru Bergur Kristjánsson vélstjóri, f. 14. sept. 1922, d. 22. feb. 1986 og Guðmundur Kristjánsson, bæj- arstjóri í Bolungarvík, f. 21. nóv. 1923, d. 23. sept. 1987. Hinn 20. júlí 1958 kvæntist Elías Oddbjörgu Ögmundsdóttur, f. 23. mars 1939. Foreldrar hennar voru Ögmundur Björnsson, bóndi og síð- ar verkamaður, f. 15. ágúst 1894, d. 8. ágúst 1970, og Guðrún Odds- dóttir ráðskona, f. 18. okt. 1903, d. 2. maí 1976. Börn Elíasar og Odd- bjargar eru: 1) Jón, sölustjóri, f. 26. apríl 1958, maki Björg Ásdís- störf hjá lögreglunni árið 1949 og var allan sinn starfsferil hjá Rík- islögreglunni á Keflavíkurflugvelli, síðast sem aðallögregluvarðstjóri. Hann var á starfsævinni staðsettur við varnarstöðvar víða um land, lengst af á Hornafirði þar sem hann starfaði jafnframt sem toll- vörður og sem umboðsmaður sýslu- mannsins í Vík í Mýrdal, eða þar til embættið var stofnað á Hornafirði. Hann var fréttaritari Morgunblaðs- ins á Höfn um árabil og um tíma farkennari í Selvogi og í Önund- arfirði. Elías flutti aftur til Reykja- víkur árið 1979 og starfaði við lög- gæslu á Keflavíkurflugvelli þar til hann lauk störfum. Elías var virkur í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum. Hann var einn af stofn- endum Björgunarfélags Horna- fjarðar, Lionsklúbbs Hornafjarðar og Karlakórsins Jökuls. Hann var jafnframt virkur í Leikfélagi Hornafjarðar og söng með ýmsum kórum um ævina. Elías starfaði sem kafari með öðrum störfum og var einn af stofnendum Köf- unarskólans þar sem hann var einnig kennari. Hann var jafnframt einn af þeim sem beittu sér fyrir söfnun gamalla minja og að koma á fót Byggðasafni á Höfn. Hann var virkur félagi í Lögreglufélagi Suð- urnesja um árabil og félagi í Sjálf- stæðisfélaginu á Suðurnesjunum snemma á ævinni. Útför Elíasar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ardóttir, f. 12. feb. 1965. Börn þeirra eru: Védís Alma, f. 2. nóv. 1990, Oddur Björn, f. 20. nóv. 1992, Ásbjörn Ari, f. 2. des. 1994, og Sædís Rut, f. 13. des. 1997. Sonur Jóns og Önnu Maríu Valdi- marsdóttur er Elías Valdimar, f. 11. júní 1983. Sonur hans er Erik. 2) Lárus, f. 20. maí 1959, maki Ingi- björg Óðinsdóttir, f. 19. jan. 1966. Börn þeirra eru Alexander, f. 3. apríl 1992, Atli Geir, f. 26. júní 1995 og Aðalheiður, f. 21. sept. 1997. Sonur Lárusar og Önnu Elísabetar Ólafsdóttur er Ívar Örn. f. 18. feb. 1985. 3) Ingi Sturla, f. 17. júní 1960. Dóttir Inga og Mar- grétar Hafsteinsdóttur er Oddbjörg Lilja, f. 17. júní 1980. Synir hennar eru Óliver Steinn, Viktor Smári og Andreas Snær. Dóttir Inga og Hann- ah Dalén er Freyja María, f. 4. nóv. 2003. 4) Guðrún Benedikta myndlist- armaður, f. 9. júní. 1963, maki Krist- ján Gíslason, f. 8. okt. 1960, börn þeirra eru Salóme Mist, f. 14. apríl 1986, Benedikta Gabríella, f. 28. des. 1988 og Gísli Benóný, f. 28. apríl 1991. Elías lauk prófi frá Lýðháskóla í Uppsala í Svíþjóð og sótti síðar nám við Lögregluskóla ríkisins. Hann hóf Jæja, pabbi minn, þá ertu farinn yfir móðuna miklu, seinna en þú átt- ir kannski von á en miklu fyrr en við vildum. Visku þína og karakter skildum við ekki að fullu fyrr en við fullorðinsaldur þó svo að við mætum þig mikils sem börn. Þú varst í senn strangur uppal- andi og mildur faðir, settir okkur reglur að fara eftir en aðstoðaðir okkur að greiða úr klúðrinu ef við höfðum misstigið okkur. Maður skynjaði það ekki fyrr en síðar hversu vel þú vannst úr þinni stöðu að flytjast austur á Höfn sem lögregluþjónn og skapa þér á skömmum tíma vinsemd og virðingu þess samfélags. Það hefur heldur ekki verið auðvelt að vera aldrei í fríi fyrstu árin, alltaf á vakt eða bak- vakt, og þurfa að halda uppi mis- vinsælum lagabókstöfum í smáu samfélagi. Þú fékkst ekki stuðning til að ganga þann menntaveg sem þú vild- ir en áhugi þinn á sálfræði hjálpaði þér samt við þann starfa sem þú valdir og þá ekki síst við að sjá það góða í fólki við aðstæður sem við fyrstu sýn gáfu ekki tilefni til slíks. Við börnin þín fengum hinsvegar fullan stuðning til mennta og hvatn- ingu til að taka okkur það fyrir hendur sem við vildum. Þú varst okkur fyrirmynd í mörgu, m.a. að stíga jafn stórt skref í áttina til jafnræðis kynjanna og þú steigst í þínu lífi og að sjá alltaf það góða í fólki. Barnabörnin og sum barnabarna- börnin þín hafa einnig fengið að njóta visku þinnar og hlýju. Nú verðum við og halda áfram með lífið án nærveru þinnar, nema í minning- unni, en þannig mun þín leiðsögn fylgja okkur um ókomna tíð. Þinn sonur Lárus. Það er varla hægt að hugsa sér betri tengdaföður en hann Ella, svo ekki sé talað um afa. Hann hafði þessa innri ró sem lét mann fá það á tilfinninguna að hann hefði alltaf nægan tíma og var alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Hann var traustur og hlýr. Það þurfti ekkert endilega að segja svo margt eða hafa mörg orð um hlutina, en það var alltaf hægt að leita til hans ef á þurfti að halda. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til Ella og Boggu. Þar var mikið hlegið, skrafað og sagðar sögur og þar var Elli fremstur í flokki. Hann var óendanlegur sagnabrunnur og átti alltaf handa okkur skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum. Skemmtilegustu sögurnar voru um hann sjálfan … og í ýmsu hafði hann lent! Hann sinnti barnabörnunum af mikilli natni, hvort sem hann var að gæta þeirra, keyra þau í tómstundir eða sækja í skólann. Hann hafði gaman af því að fræða þau og segja þeim sögur og skemmti sér konung- lega yfir uppátækjum þeirra og til- svörum. Þau fengu óskipta athygli og hann kunni að meta ólíka per- sónuleika þeirra. Hann átti það til að finna ný og skemmtileg nöfn á barnabörnin, og stundum vini þeirra, þeim til óendanlegrar kátínu. Afad- jús og afasúkkulaði skemmdi ekki fyrir. Elli hafði einstaklega gaman af því að syngja og hann lagaði líka og bætti allt sem hægt var að laga og bæta. Nonni átti í gamla daga þenn- an fína leðurjakka sem hann var bú- inn að leggja mikið á sig til að gera passlega sjúskaðan og „cool“. Í einni heimsókninni hvarf Elli smástund og kom til baka með jakkann hans Nonna skínandi fínan og vel smurð- an! Og svo voru það vísurnar. Gaman hefði verið að eiga á prenti einhverja vísuna sem hann kvað. Sumar samdi hann bara á augnablikinu en aðrar kunni hann utan að. Það sem einkenndi Ella var að hann tók fólki eins og það var. Hann dæmdi aldrei og talaði aldrei illa um nokkurn mann enda var hann vina- margur og ófáir sem sóttu í fé- lagsskap hans, jafnt vinir sem ætt- ingjar. Hann var athugull með afbrigðum og næmur á umhverfi sitt, hvort sem það var vegna menntunar hans í sálfræði eða starfa hans í lög- reglunni. Hann skynjaði þannig meira en margur annar, bæði í þenn- an heim og annan. Hann gaf sér tíma til að ræða við fólk og kynnast því og átti afskaplega auðvelt með að fá jafnvel ókunnugt fólk á spjall, enda alltaf stutt í húmorinn og glensið. Þó að Elli hafi ekki verið heilsu- hraustur undir það síðasta bar hug- urinn hann hálfa leið. Hann var þátt- takandi í allt og öllu ef hann mögulega gat og lagði alltaf upp með að fara alla leið. Það gat hins vegar verið dagamunur á því hvort ætlun- arverkið tókst eða ekki. Það verður tómlegt í kotinu hjá Boggu fyrst um sinn en þó erum við sannfærðar um að Elli verður þar ekki langt undan og vakir yfir henni. Barnabörnin eiga eftir að sakna hans við ólíkar athafnir í daglegu lífi þar sem hann var vanur að koma við sögu. Missir þeirra er mikill en minningin mun lifa. Ástarkveðjur til Boggu og systkinanna. Ingibjörg og Björg. Elías Jón Jónsson  Fleiri minningargreinar um Elías Jón Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGRÍMS G. EGILSSONAR, Krummahólum 6, Reykjavík. Bestu þakkir til heimahjúkrunar. Guð blessi ykkur. Jónheiður Björg Guðjónsdóttir, Ari Gunnar Ásgrímsson, Steinar Ásgrímsson, Patricia Otman, Egill Ásgrímsson, Svava Svavarsdóttir, Jón Þór Ásgrímsson, Arnleif Alfreðsdóttir Guðjóna Ásgrímsdóttir, Magni Sigurðsson, Ólafur Ásgrímsson, Hanna Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Skúla Þórðarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.