Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 17
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 17 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 F jölskylduerjur geta ver- ið erfiðar að eiga við. Hvað er líka verra en að bíða skipbrot í sam- böndum við sína nán- ustu, hvort sem um er að ræða systkini, foreldra, börn, maka, vini eða nágranna? Sterkar tilfinningar kalla fram stór orð sem gera sam- skipti nánast ómöguleg. Nið- urstaðan verður oft sú að gefa ágreininginn frá sér – vísa honum til dómstóla sem upp á gott og vont úr- skurða um hvernig málum skuli háttað. Eftir sitja deiluaðilar með beiskjubragð í munni og finnst sem allir hafi tapað. Sáttamiðlun er aðferð sem gagnast við lausn slíkra deilumála. Meðal upphafsmanna í Bretlandi er lögfræðingurinn Henry Brown. „Þeir sem standa í sambandsslitum þurfa að komast að víðtæku sam- komulagi um börnin sín, fjármál og eignir og lengi vel var réttarkerfið eina lausnin. Mér og fleirum fannst að það hlyti að vera betra að fá þjálf- aða manneskju til að aðstoða parið við að hittast og leysa sín mál, jafn- vel þótt það ætti í miklum erf- iðleikum með að tala saman.“ Vangaveltur Brown og félaga urðu til þess að árið 1985 var kerfi komið á fót í Englandi sem gekk út á samvinnu lögfræðings og annars ráðgjafa, s.s. sálfræðings eða fé- lagsráðgjafa sem báðir væru sér- staklega þjálfaðir sem sáttamenn. „Þeir koma á einum eða fleiri fund- um með parinu í því skyni að komast að býsna nákvæmu samkomulagi varðandi börnin, fjármál, eignir ofl. Lengi vel var talið að sáttamiðlun hentaði bara þeim sem ættu auðvelt með að spjalla saman, þrátt fyrir ágreining sinn. Það er vitleysa því þá þyrftu þeir ekki sáttamiðlun. Það eru einmitt þeir sem geta ekki talað saman og geta ekki komist að sam- komulagi sem þarfnast sáttamiðl- unar.“ Ánægðara með eigin lausnir Sáttamiðlun hefur einnig verið notuð í Danmörku um nokkurra ára skeið með góðum árangri og er nú boðin öllum sem leita til dómstóla með fjölskyldumál, þeim að kostn- aðarlausu. Pia Deleuran er ein af forgangsmönnum aðferðarinnar þar í landi. „Þegar deilumál fara fyrir dómstóla gefur fólk þau frá sér og lætur aðra um að eiga við þau,“ segir hún. „Með sáttamiðlun fá deiluaðilar ágreininginn aftur til baka því þeir fá aðstoð við að tala saman.“ Þau segja mikla ánægju með að- ferðina hjá þeim sem hana reyna. „Fólk er ánægðara en í dómsmálum því það kemst að samkomulagi í miklu meiri smáatriðum sem varða persónuleg mál en hefði verið hægt að ganga frá fyrir rétti. Það virðist líka vera ánægðara með eigin lausn- ir en annarra.“ Þetta gildir ekki síst í skiln- aðarmálum þar sem börn eru annars vegar. „Með þessu fá foreldrar að- stoð til að staldra við og líta á þarfir barnanna,“ útskýrir Brown. „Í öllum löndum eiga börn það sameiginlegt að vilja ekki að foreldrar sínir rífist. Rannsóknir sýna líka að börnin koma verr út úr skilnaði ef honum fylgja miklar deilur. Sáttamiðlum hjálpar foreldrum klárlega að setja niður sín deilumál. Oft er rætt um þarfir hvers barns fyrir sig sem leið- ir til mun betur íhugaðrar nið- urstöðu en þegar dómari slær hamri í borð og kveður upp úr hvernig um- gengnismálum skuli háttað.“ Fyrstu íslensku sáttamennirnir Þau segja gríðarlega miklvægt að hafa vel þjálfaða sáttamenn til að vinna með fólki sem er í slíkri stöðu. „Sáttamaður þarf að vera næmur og meðvitaður um hvað er í gangi milli fólksins sem um ræðir,“ segir De- leuran. „Hann þarf líka að ná góðu sambandi við það og hafa áhuga á að hjálpa því að finna lausnir.“ Um tveir þriðju hlutar þeirra sem nýta sér sáttamiðlun í fjölskyldu- málum komast að samkomulagi, skv. rannsóknum. Af þeim sem eftir standa kemst stór hluti að einhverju samkomulagi, þótt það sé ekki á öll- um sviðum. „Svo er þetta spurning um hvernig árangur er skilgreindur. Ef um er að ræða par sem ekki hefur talast við í hálft ár er árangur í því einu að fá það til að tala saman, jafn- vel þótt það komist ekki að sam- komulagi í öllum sínum málum.“ Þau Brown og Deleuran miðluðu íslensku fagfólki þekkingu sinni í þriðju og síðustu lotu sáttamanna- náms sem skipulagt var af Sátt, fé- lagi er hefur það að markmiði að inn- leiða sáttmiðlun í íslenskt samfélag. Náminu lauk á föstudag með út- skrift um tuttugu lögfræðinga, dóm- ara, sálfræðinga, félagsráðgjafa og prests sem þar með hafa öðlast rétt- indi til að starfa sem sáttamenn. Að sögn Ingibjargar Bjarnadótt- ur, formanns Sáttar, tók námið einn- ig til sáttamiðlunar í viðskiptum en í framhaldinu stefnir hópurinn að því að bjóða þjónustu sína almenningi. „Næsta skref gæti svo verið að sam- tvinna sáttamiðlun inn í dómskerfið þannig að þeim sem leita með mál fyrir dómstóla verði boðin sátta- miðlun áður en málið fer alla leið í dómskerfinu.“ © Morgan David de Lossy/Corbis Lausn Sérþjálfuð manneskja aðstoðar parið við að leysa málin, jafnvel þótt það eigi í erfiðleikum með að tala saman Þegar allt stefnir í kalda- kol vegna nágrannaerja, ágreinings í fjölskyldu- fyrirtækinu, erfðadeilna eða skilnaðar eru dóm- stólar ekki eina lausnin. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir kynnti sér hvað sáttamiðlun er. Að skila fólki deilum sínum ben@mbl.is MANNESKJURNAR smituðust af flatlús frá górillum fyrir meira en þremur milljónum ára, skv. rann- sókn frá Flórída- háskóla sem greint er frá á forskning.no. Sennilega hafa forfeður okkar þó ekki átt í ósæmi- legum sam- skiptum við hina loðnu frændur sína.. „Saga mann- eskjulúsarinnar er kannski ekki mest spennandi rannsóknarsviðið sem maður getur valið sér,“ segir David Reed við Flórídaháskóla en hann er meðal þeirra sem stóðu á bak við rann- sóknina. „Hins vegar getur það sagt okkur mikið um sögu mannsins.“ Erfitt getur reynst að aldurs- greina mannasteingervinga og ós- mitað erfðaefni er nánast ekki til frá þessum tíma. Hins vegar hafa fé- lagar á borð við bandorm, höfuðlús og flatlús fylgt okkur manneskj- unum um milljónir ára. „Þess vegna veitir lúsin okkur tækifæri til að komast að því hvernig manneskjan hefur þróast,“ segir Reed. Ekkert kynlíf Maðurinn er eini prímatinn sem hýsir bæði höfuðlús og flatlús. Simp- ansar hafa bara höfuðlús en górillur bara flatlús. Vísindamennina fýsti að vita hvort flatlúsin hefði átt sér bú- stað á mönnum frá upphafi vega eða hvort hún hefði yfirfærst á þá frá górillunum. Þeir greindu erfðaefni lúsanna og rannsökuðu steingervinga frá mönn- um og górillum til að komast að því hversu lengi flatlúsina hefði verið að finna á báðum tegundum. Þeir upp- götvuðu að flatlúsin smitaðist frá górillum til manna fyrir u.þ.b. 3,3 milljónum ára. Ástæða þess að flat- lúsin bjó um sig í kynhárum mann- skepnunnar gæti verið sú að menn voru hárlausir að mestu á lík- amanum að öðru leyti. Reed telur ekki að lúsin hafi smit- ast við samlíf tegundanna tveggja. „Fæstir munu gera ráð fyrir því að menn og górillur hafi stundað kynlíf saman,“ segir hann. „Lúsin hefði auðveldlega getað smitast með öðr- um hætti.“ Hann segir flatlúsina ekki þurfa líkamlega snertingu eða stuttan tíma til að skipta um hýsil. Hún hefði getið smitast við það að menn sváfu á stöðum þar sem górillur höfðu sof- ið nóttina á undan eða jafnvel við það að menn drápu og átu górillur. heilsa Flatlúsin kom frá górillum Hýsill Flatlúsin bjó fyrr um sig á gór- illum en mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.