Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 40
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ORRI Vigfússon sat hádegisverð- arboð í þinghúsinu í Washington á dögunum í tengslum við það að hann hlaut Goldman-umhverf- isverðlaunin fyrir baráttu sína til verndar villtum laxi í Atlantshafinu. Við hádegisverðinn hitti hann m.a. Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeild- ar bandaríska þingsins. Í samtali þeirra kom í ljós að Pelosi hefur mikinn áhuga á að koma til Íslands. Margar hátíðir voru haldnar víðs- vegar um Bandaríkin meðan á dvöl Orra þar stóð. „Aðalhátíðin var í San Francisco og svo var farið með okkur til Washington. Þar voru öll stærstu umhverfissamtök veraldar með boð og fundi og kynningar okk- ur til heiðurs,“ segir Orri. „Í þinghúsinu í Washington var haldið hádegisverðarboð með nokkrum helstu þingmönnum Bandaríkjanna, og þar á meðal Nancy Pelosi. Þar var líka Barbara Boxer, sem er nýorðin formaður umhverfisverndar þingsins. Ég ræddi um það við Nancy Pelosi að hún kæmi til Íslands til að kynna sér landið og hún kom svo sér- staklega til mín að loknum máls- verðinum og hélt áfram að spjalla og sagði mér þá að hún hefði mikinn áhuga á að koma til Íslands,“ segir Orri. „Ég bauð henni að sjálfsögðu að koma og veiða lax,“ segir hann og hlær, „en ég veit ekki hvort hún gerir það, hún er ekki laxveiðimann- eskja. Hún hefur hins vegar mjög mikinn áhuga á að koma og kynna sér hvað við erum að gera í orku- málum og slíku.“ Nancy Pelosi íhugar Íslandsheimsókn Borðuðu saman Orri Vigfússon hitti m.a. Nancy Pelosi, forseta fulltrúa- deildar bandaríska þingsins, við hádegisverð í þinghúsinu í Washington. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Mokveiði á þorski  Mokfiskirí hefur verið við Þor- lákshöfn og fékk Hvanney SF þar um 170 tonn af góðum þorski í netin á fjórum dögum. » Forsíða Mun kenna orkufræði  Stefnt er að því að bjóða upp á meistara- og doktorsnám í orku- fræðum í alþjóðlegum háskóla Orku- veitu Reykjavíkur árið 2008. » 4 Viðræður á lokastigi  Ekki hefur verið gengið frá sölu á 65% hlut í búlgarska símafélaginu BTC, eins og gefið var í skyn í er- lendum og innlendum fjölmiðlum um helgina. Hefur Novator, félag Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, kauprétt að þessum hlut en hann hefur verið í sölumeðferð síðan um áramót hjá Lehman Brothers. » 2 Fjölsótt uppboð  Fyrsta, annað, þriðja – slegið! Það var handagangur í öskjunni í Súlna- sal Sögu í gær þegar listmunasalan Gallerí Fold bauð upp alls 150 muni, aðallega málverk, grafík og prent en einnig skúlptúra, persnesk teppi og ljósmyndir. » 2 Vélar og menn  Vélmenni munu innan tíðar gegna mikilvægu hlutverki í heimilishald- inu, í hernaði og við umönnun. Það er einkum hernaðarnotkunin sem sætir deilum. » 13 Fagna gangsetningu  Bílddælingar fögnuðu því á laug- ardag að Íslenska kalkþörunga- félagið hóf rekstur kalkþör- ungaverksmiðju í bænum. Hún verður sú stærsta í heimi. »4 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Minningar Staksteinar: Of lengi? Forystugreinar: Byggingararfleifð Reykjavíkur | Von í Darfur? Af listum: Postulíns eitt sinn átti … UMRÆÐAN» Nixon og hveralyktin Eldsvoðinn við Lækjartorg Sjálfstæðisflokkurinn svíkur … Fyrirhyggja að forvörnum Flota gólf og gera við múr Þrjátíu ára stríðinu lokið Voríris Til varnar glóperunni FASTEIGNIR» Heitast 19 °C | Kaldast 7 °C SA 8–15 m/s suð- vestan til, annars hægari suðlæg átt. Léttskýjað fyrir norðan. » 10 Kvikmyndin Astr- ópía er nú í tölvu- vinnslu en hún verður frumsýnd hér á landi 22. ágúst. »39 KVIKMYNDIR» Ævintýra- grínmynd KVIKMYNDIR» Sæbjörn Valdimarsson skoðar mynddiska. »34 Heiða Jóhannsdóttir gefur nýjustu mynd Davids Lynch fjórar stjörnur . Myndin er þrír klukkutímar að lengd. »37 KVIKMYNDIR» Sturlað stórveldi TÍSKA» Hönnunarkeppni Hag- kaupa um helgina. »39 KVIKMYNDIR» Einn besti gamanleikari samtímans. »33 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Læst inni í herbergi í 15 ár 2. Kynlífshneyksli í uppsiglingu … 3. Enn haldið sofandi … 4. Mourinho: Ber ekki slæmar … Á ÉG AÐ SPRAUTA Á ÞIG? Morgunblaðið/Hafþór Hlýtt Veðrið lék við Húsvíkinga um helgina og hitinn fór hátt í 20 gráður. Hugrúnu Ósk Birgisdóttur líkaði það vel. Hún lék sér með garðslönguna við heimili sitt og mátti ljósmyndari vara sig til að verða ekki fyrir bununni. EINMUNA BLÍÐA var um norðan- og austanvert landið í gær og í fyrradag, heiðskír himinn og svo hlýtt að ekki hefur áður mælst svo hár hiti í aprílmánuði. Hitinn á Staðarhóli í Aðaldal mældist 21,9 gráður í gær á kvikasilfursmæli, en áður hafði mestur hiti mælst á Sauðanesi á Langanesi fyrir fjórum árum, 18. apríl 2003, 21,8 gráður. Hitinn mældist enn hærri á sjálf- virkan hitamæli í Ásbyrgi eða 23 gráður og víða yfir 22 gráður á aðra sjálfvirka hitamæla í fjórð- ungnum, en þær mælingar eru ekki eins samanburðarhæfar við eldri mælingar. Hitametið féll einnig á Akureyri, þar sem hitinn mældist 21,2 gráður um miðjan dag. Þar hafði áður orðið heitast 22. apríl ár- ið 1976, 19,8 gráður, en hitafar hef- ur samfellt verið mælt á Akureyri frá árinu 1888. Hitinn í Stykk- ishólmi hefur einnig verið yfir 16 stig síðustu tvo dagana, sem einnig er met, en fylgst hefur verið með hitafari í Stykkishólmi frá því um miðja nítjándu öldina eða í rúm 150 ár. Það er hæð austur af landinu sem sér um að dæla heitu lofti sunnan úr Evrópu yfir landið og köldu lofti suður á bóginn yfir Finnland og Eystrasaltslöndin. Fyrir vikið var hlýrra norðan lands í gær en víða í Skandinavíu. | 6 Hitamet apríl- mánaðar féll í gær  Hitinn mældist 23 gráður í Ásbyrgi og 21,2 gráður á Akureyri um miðjan dag SJÓNLISTADAGUR verður haldinn í Reykjavík á morg- un þegar vinnustofur 87 listamanna verða opnaðar almenningi við Seljaveg 32 og á Korpúlfsstöðum, en þar stendur jafnframt til að búa til hönnunarsetur. Meðal þeirra sem sýna verk sín er listakonan Ólöf Einarsdóttir sem var að setja upp verk þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. | 14 Morgunblaðið/Ómar Sjónlist í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.