Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 23
MINNINGAR
✝ Jón Ásgeir Stef-ánsson fæddist
á Krossi í Mjóafirði
í Suður-Múlasýslu
2. febrúar 1933.
Hann lést á Landa-
koti fimmtudaginn
19. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Stefán Eiríks-
son, f. 26. október
1898, d. 7. janúar
1976, og Margrét
Ketilsdóttir, f. 23.
febrúar 1898, d. 13.
desember 1983.
Systkini Jóns eru Baldur, f. 1922,
látinn, Egill, f. 1924, látinn og
Ragnheiður, f. 1926.
Jón kvæntist árið 1955 Jónu
Sigríði Steingrímsdóttur, f. 5.
maí 1930, d. 13. desember 2000.
Foreldrar hennar voru Stein-
grímur Jónsson, f. 16. júní 1897,
d. 15. janúar 1992, og Halldóra
Pétursdóttir, f. 22. ágúst 1898, d.
23. desember 1987. Dætur Jóns
og Jónu eru: 1) Stefanía Margrét,
f. 1958, sambýlismaður Bjarni
Jónsson, hún á þrjár dætur, Hel-
enu Lind, Öldu og Hörpu. 2) Ás-
gerður, f. 1963, sambýlismaður
Axel Oddsson. Synir þeirra eru
Jón Ásgeir, Tómas og Benedikt.
Fóstursonur Jóns, sonur Jónu er
Grétar Óskarsson, f. 1951,
kvæntur Sigríði
Sigurðardóttur.
Börn þeirra eru
Jóna Sigríður, Odd-
ur Geir og Grétar
Freyr. Barna-
barnabörnin eru
fimm.
Sambýliskona
Jóns er Alda Gunn-
arsdóttir. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Jónsdóttir, f. 5.
feb. 1898 og Gunn-
ar Eyjólfsson, f. 20.
apríl 1894, sem
bæði eru látin. Sonur Öldu er
Gunnar Heiðarsson, f. 1959,
kvæntur Hildi Þorvaldsdóttur.
Synir þeirra eru Heiðar, Þorvald-
ur og Róbert.
Jón ólst upp í Mjóafirði og fór
ungur til sjós. Hann stundaði
smíðanám við Héraðsskólann að
Laugavatni. Fyrstu búskaparárin
bjó hann í Neskaupstað og síðar í
Grindavík og vann við smíðar og
var kokkur til sjós. Um árabil
keyrði hann sendibíl hjá Sendi-
bílastöðinni hf. Síðustu árin rak
hann útgerð í Mjóafirði ásamt
Öldu, en varð að hætta sökum
veikinda.
Útför Jóns verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku afi,
þá er komið að kveðjustund og
langar okkur að kveðja þig með því
að rifja upp þá góðu tíma sem við átt-
um með þér.
Þegar við rifjum upp þau ánægju-
legu sumur sem við áttum með ykk-
ur Öldu koma upp margar skemmti-
legar minningar. Það var fastur liður
hjá okkur systrum að syngja fyrir
þig og oft breyttum við textanum
þannig að hann fjallað um þig. Það
fannst þér ekki leiðinlegt og ekki síð-
ur þegar við vorum farnar að syngja
um Lappa og Töru líka. Þú hélst
mest upp á það þegar við sungum
lagið „úti er alltaf að snjóa …“ því
þar passaðir þú svo vel inn í textann
með maga þinn mjóa. Þessi sumur
sem við systur vorum hjá ykkur Öldu
voru viðburðarík þar sem við fórum á
hvíta sendibílnum þínum og gistum í
honum eina nótt og þá var ekki mikið
sofið þar sem þú hraust svo hátt. Við
náðum loksins að sofna þegar þú
fórst á fætur og okkur til mikillar
ánægju var það árla morguns.
Það var alltaf mjög gott að koma
til þín í Mjóafjörð og fá að vera hjá
ykkur Öldu. Lappi var einn af bestu
vinum okkar þarna í sveitinni þar
sem við fengum að leika við hann og
klæða hann upp eins og dúkku. Þér
fannst nú ekki leiðinlegt að hlæja að
vitleysunni í okkur systrum. Þú
varst mikill dýravinur og þér þótti
mjög vænt um hundana þína þá
Lappa og Töru. Við komumst að því
þegar Tara festi sig í holu uppi í
fjallshlíðinni fyrir ofan kirkjugarð-
inn. Þú komst askvaðandi með skóflu
í hendinni og mokaðir eins og þú ætt-
ir lífið að leysa. En svo þegar það
kom að minkunum kom upp veiði-
maðurinn í þér, þú snarstoppaðir bíl-
inn, hentir Lappa út og hvarfst síðan
niður í fjöru, síðan komstu með bros
á vör með skottið af minknum í hend-
inni.
Þú varst mikill rútínu-kall, þú
vaknaðir snemma, vildir fá alvöruhá-
degismat, hlustaðir á hádegisfrétt-
irnar í útvarpinu og síðan fékkst þú
þér lúr. Við skildum aldrei þörfina á
að leggja sig eftir hádegismat því við
vorum ungar og fullar af orku, vild-
um sko ekki eyða tíma í að leggja
okkur á daginn.
Fiskur var í miklu uppáhaldi hjá
þér og ef þú fékkst að ráða var alltaf
fiskur, ef það var ekki fiskur var það
harðfiskur með smjöri. Einnig
fannst þér mjög gaman að dansa og
mættir á öll harmonikkuböllin.
Þegar við fréttum af veikindum
þínum gerðum við okkur ekki grein
fyrir því hversu stuttan tíma við ætt-
um eftir með þér. Þegar við komum í
heimsókn til þín eftir að veikindin
höfðu tekið völdin gátum við alltaf
glatt þig með því að rifja upp lögin
sem við sungum með þér þegar við
vorum yngri.
Nú hvílir þú í friði hjá guði og hann
blessi þig og verndi, elsku afi, þér
munum við aldrei gleyma.
Alda og Harpa Ægisdætur.
Jón Ásgeir Stefánsson
✝ Emilía GuðrúnBaldursdóttir
fæddist í Reykjavík
18. apríl 1930. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi föstudag-
inn 20. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Baldur Guðmunds-
son og Sigurlín
Jónsdóttir. Systkini
Emilíu eru Guð-
mundur, f. 23.10.
1927, kvæntur Sig-
urrósu Gísladóttur, f. 18.10.
1929, Erla, f. 5.5. 1934, og
Helga, f. 3.10. 1935, gift Sigurði
Sigþórssyni, f. 8.8. 1937.
Hinn 2.9. 1950 giftist Emilía
Sæmundi Þorsteinssyni, lengst
af bifreiðarstjóra og síðar inn-
heimtumanni, f. 8.9. 1920. Börn
þeirra eru: 1) Guðrún Steinunn,
f. 28.4. 1950, gift Sigurgeir
Hjalta Högnasyni, börn þeirra
eru a) Daníel Hjalti, í sambúð
með Elínu Jónsdóttur, hann á
tvær dætur, b) Jón Emil, í sam-
búð með Heiðu Steinunni Ólafs-
dóttur, þau eiga eina dóttur, og
með Marsibil Eiríksdóttur, og
Birkir Snær, unnusta Eyrún
Jóna Guðmundsdóttir. 7) Baldur,
f. 3.2. 1963, kvæntur Ólöfu
Kristínu Guðjónsdóttur, börn
þeirra eru Særún Erla og Guð-
jón Baldur. 8) Sigurlín Sæunn, f.
7.5. 1964, gift Magnúsi Páli
Halldórssyni, börn þeirra eru
Sara Björk, unnusti Hallgrímur
Tómasson, Bjarki Þór og Rakel
Rún. 9) Kristján Nói, f. 23.9.
1969, kvæntur Unni Þorbjarg-
ardóttur, börn þeirra eru Eiður
Orri, Davíð Nói og Þorbjörg
Oddný. 10) Hallgrímur, f. 21.4.
1971, kvæntur Þórhildi Þor-
bergsdóttur, börn þeirra eru
Hekla og Þór.
Emilía lauk barnaskólaprófi
og stundaði nám í kvöldskóla
KFUM. Hún aflaði sér einnig
réttinda til framreiðslustarfa.
Meðfram heimilisstörfum vann
hún ýmis störf s.s. við fram-
reiðslu og veisluþjónustu, en eft-
ir að börnin uxu úr grasi vann
hún við heimilishjálp og einnig
sem matráður á skóladagheimili.
Útför Emilíu verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
c) Erla María í sam-
búð með Ívari Unn-
steinssyni. 2)
Drengur fæddur
andvana 18.11.
1951. 3) Þorsteinn
Baldur, f. 14.11.
1953, kvæntur Mar-
íu J. Hauksdóttur,
synir þeirra eru
Haukur Sæmundur,
í sambúð með Rí-
key Valdemars-
dóttur, þau eiga
einn son og Steinn
Ingi. 4) Sigurður
Birgir, f. 3.9. 1957, kvæntur
Svövu Bjarnadóttur, hann á tvö
börn, Guðrúnu Erlu, gifta Jó-
hannesi Geir Númasyni, hann á
tvo syni, og b) Birgi Má. Börn
Svövu eru Daníel, Þór, Þyrí og
Þórdís. 5) Jakob, f. 10.11. 1958,
kvæntur Sunnevu Jörunds-
dóttur, þau eiga þrjú börn,
Hrund, Ármann og Sæmund
Emil. 6) Guðlaugur, f. 16.5.
1960, kvæntur Fríði Brands-
dóttur, dóttir þeirra er Katrín
Perla. Synir Guðlaugs og Va-
leyjar Bjarkar Guðjónsdóttur
eru Guðjón Jóhannes, í sambúð
Að minnast góðrar móður
er mannsins æðsta dyggð
og andans kærsti óður
um ást og móðurtryggð.
Hjá hennar blíðum barmi
er barnsins hvíld og fró.
Þar hverfa tár af hvarmi
og hjartað fyllist ró.
(Freysteinn Gunnarsson.)
Ég hef alltaf vitað að mamma mín
var hetja. Allt frá því að ég var lítill
patti og fylgdist með henni taka
þrjátíu slátur hvert haust, betrekkja
ganginn, sauma á börnin sín öll,
hjúkra einu, lesa með öðru, föndra
með því þriðja. Sífellt að gæta að öll-
um. Okkur fannst hún geta allt. Hún
töfraði fram veislumat hvenær sem
tækifæri var til. Marga jólaföstuna
man ég hana sauma fram á nætur
svo enginn yrði útundan. Meðfram
því að reka heimilið vann mamma
úti oft á tíðum, yfirleitt kvöld- og
helgarvinnu þannig að tryggt væri
að börnin væru ekki ein meðan hún
var ekki heima. Samt var hún í
minningunni alltaf til staðar. Síðust í
háttinn og fyrst á fætur. Konan sem
kveikti á kerti í nóvember hvert ár
án þess að við vissum hvers vegna.
Löngu, löngu seinna fengum við að
vita að það var í minningu litla
drengsins hennar sem fæddist and-
vana árið 1951.
Það var líka alltaf pláss í Víði-
hvamminum fyrir alla sem vildu, og
allir voru velkomnir. Vinir barnanna
gátu verið eins og heima hjá sér hve-
nær sem var og eins lengi og þeim
lysti. Marga nóttina var setið yfir
kaffi og rokktónlist spiluð fram und-
ir morgun, ekki á lægri nótunum en
aldrei varð maður var við að neinn
truflaðist við það. Mig rekur ekki
minni til að hafa verið beðinn að
lækka í græjunum þó fjörið væri ær-
ið á stundum. Með öllu því sem hún
gerði á heimilinu hafði hún meiri
áhrif á framtíð barnanna sinna en
margur hefði ætlað. Dæturnar tvær
menntuðu sig báðar til leikskóla-
starfa. Fimm af drengjunum lögðu
fyrir sig störf í matvæla- og fram-
leiðslustörfum. Sum barnabörnin
hafa meira að segja fetað sömu slóð.
En þó var hún fyrst og fremst
konan hans pabba. Stoð hans og
stytta í yfir 60 ár. Vinur í raun, oft-
ast blíð, stundum hvöss, alltaf
traust, alltaf sönn, haldreipið hans í
blíðu og stríðu. Hans er missirinn
mestur. En þó við ástvinir hennar
stöndum eftir hnípin og tóm er það
vegna þess að við áttum svo mikið
þar sem hún var. Nú leggjum við
hana í mold þar sem sér yfir í átt að
æskuheimilinu, innan um gróður og
í skjóli við Rjúpnahæðina vitandi
það að hún mun fylgjast með okkur
öllum sem eftir lifum.
Mesta hetjan var mamma mín þó í
veikindunum undanfarin misseri.
Hún vildi ekki byrja meðferð þegar
hún greindist í nóvember 2005.
Betra að bíða fram yfir jól svo
barnabörnin yrðu ekki smeyk ef hún
skyldi missa hárið. Aðspurð hafði
hún það alltaf ágætt hvað sem á
dundi. Og þó að sjúkdómurinn
drægi hana að lokum til dauða lét
hún aldrei í minni pokann fyrir hon-
um. Þegar hún loks kom á líknar-
deild var hún lengra leidd en nokk-
urn hefði órað fyrir. Sjálf vissi hún
upp á hár hvert stefndi og tók því af
ótrúlegu æðruleysi. Hún hélt áfram
að passa upp á alla í kringum sig allt
til enda. Gerði grín fram í andlátið.
Hvílík hetja sem hún var. Ég kveð
mömmu mína með sömu orðum og
hún kvaddi mig með síðast: Sæl
elskan mín. Takk fyrir allt.
Þorsteinn Baldur (Steini).
Það er undarleg tilfinning að setj-
ast niður og minnast móður sinnar.
Mamma sem varð 77 ára síðasta
vetrardag, sólríkan dag og fallegan.
Það sem er kannski enn skrítnara er
að ég hringi ekki í hana til að biðja
um ráð við þessu eða hinu eins og
við systkinin höfum öll getað gert í
gegnum tíðina. Það var meira að
segja eitthvað sem ég þurfti að vita
áðan og hugsunin kom strax, ég
spyr bara mömmu á morgun. En
það er því miður ekki hægt lengur.
Mamma var frekar dul á tilfinn-
ingar sínar það var ekki fyrr en í
seinni tíð að hún ræddi við mig um
sína æsku og uppvaxtarár. Sagði
mér frá því að það hefði verið gott
að vera hjá afa sínum og ömmu í
Vindási í Eyrarsveit. Einnig talaði
hún um veru sína sem starfsstúlka á
Silungapolli og Laugarnesskóla. Þar
þurfti hún að binda marga bindis-
hnúta á degi hverjum því allir strák-
ar í vistinni voru með bindi. Hún
sagði gjarnan frá því þegar að hún
var að gera okkur strákana fína. Það
var ekki mikið mál að binda þrjá
hnúta í einu. Samt held ég að þyngst
á henni hafi legið að æskuheimilið
var leyst upp vegna veikinda for-
eldranna og þau systkinin send öll
hvert í sína áttina. Þó að hún færi
ekki út í smæstu atriði varðandi
þessa hluti hef ég grun um að þetta
hafi íþyngt henni meira en um var
talað.
Mamma var lagin við alla hluti, að
sauma, prjóna, hekla og hvað þetta
heitir nú allt. Jafnvel mála, setja
betrekk og eiga við rafmagn heim-
ilisins þegar þess þurfti. Músíkölsk
var hún og spilaði sjálf á gítar frá
því að hún var unglingur, tók meira
að segja nokkur grip á gítarinn á
mínu heimili í einni af sinni síðustu
heimsóknum hingað.
Eftir andlát hennar spurði prest-
urinn okkur hvaða starfsheiti hann
gæti sett sem ævistarf, húsmóðir
eða eitthvað annað. Það fyrsta sem
mér kom í huga var, mamma. Ég
hugsa að hún hafi verið ein af síð-
ustu ofurkonum þessa lands. Ég
velti því stundum fyrir mér hvernig
deginum hjá mömmu var háttað að
hugsa um sín níu börn og ef eitt-
hvert okkar vildi koma með sinn eða
sína vini heim þá var það aldrei neitt
mál, húsið í Víðihvamminum var öll-
um opið hvenær sem var. Þetta hef-
ur örugglega ekki verið sældarlíf öll-
um stundum. Seinna þegar
barnabörnin fóru að koma var það
heldur ekkert mál, alltaf hægt að
passa eða vera með þau stutta sem
langa stund.
Hún hafði áhyggjur af okkur allt
til síðustu stundar. Með því síðasta
sem hún bað mig var að fara fram og
sækja hann ,,Halla litla“ henni
fannst hann hálfhræddur svo að hún
varð að fullvissa hann um að sér liði
vel og að allt væri í lagi. Ég og Guð-
jón minn áttum með henni góðan
hluta af síðustu nóttinni hennar sem
er góð minning í dag. Það var sem
henni þætti hún vera að gera okkur
rúmrusk.
Nú er hún mamma farin á annað
tilverustig sem að hún trúði stað-
fastlega á og hittir fyrir sitt fólk, for-
eldra sína sem bæði féllu frá á besta
aldri, litlu nöfnu sína sem ekki fékk
að vera með okkur lengi en lifir í
minningunni. Mamma mín, ég veit að
þú lítur eftir henni fyrir mig.
Mamma mín, hafðu þökk fyrir allt
súrt og sætt í gegnum tíðina.
Þinn
Guðlaugur (Gulli).
Veröldin mín breyttist 20. apríl sl.
þegar móðir mín Emilía Guðrún
Baldursdóttir lést 77 ára að aldri eft-
ir baráttu við illvígan sjúkdóm. Það
er skrýtin tilfinning að vakna í fyrsta
sinn á sinni ævi og engin mamma til
staðar. Ég þakka algóðum Guði fyrir
það að hafa leyft mér að halda í hönd
hennar síðustu mínútur ævi hennar.
Fyrir það verð ég þakklátur á meðan
ég lifi. Minningarnar um hana
mömmu eru svo ótalmargar. Mamma
mín kenndi mér svo ótalmargt og
hún vissi líka allt, átti alltaf svör við
öllu. Hún vildi alltaf hjálpa öllum í
kringum sig og gaf af sér allt sitt líf.
Alltaf gat maður leitað til mömmu og
pabba til að fá góð ráð, sama hvað
það var. Ég á mömmu minni líf mitt
að þakka þar sem ég brenndist mjög
illa á heitu vatni er ég var einungis á
sjötta aldursári. Það var ekki síst
hennar viðbrögðum að þakka að ekki
fór verr en fór. Við tóku endalausar
spítalavistir og alltaf var mamma
mín til staðar. Ég minnist ferðalag-
anna sem við Halli bróðir fórum með
mömmu og pabba öll sumur vestur í
Dali til Boggu frænku og út á Eiði og
í Vindás og í Stykkishólminn til
Gunnu frænku og Ella. Við fórum
líka hringinn í kringum landið og það
er gaman að rifja upp myndir frá
þeim tíma. Í seinni tíð tóku við sum-
arbústaðaferðir og allir velkomnir
með. Aldrei var tómur ísskápur hjá
henni mömmu og hún var alltaf að
elda eitthvað og átti endalausar upp-
skriftir af mat og kökum. Flest úr
dönskum blöðum, sem mamma
keypti svo lengi sem ég man. Við
mamma bökuðum mikið saman á
mínum uppvaxtarárum og ég minnist
sérstaklega tímans fyrir jólin í Víði-
hvamminum, þegar við bökuðum
stundum saman langt fram á nótt.
Svo var mamma fyrst á fætur daginn
eftir! Það voru skemmtilegir og góðir
tímar og var hún mamma óþreytandi
að kenna manni allt um bakstur.
Hún mamma var einstaklega næm
kona og fann margt á sér. Hún átti
þá til að hringja til mín og spyrja
hvort börnin væru ekki frísk og
hvort allt væri ekki í lagi. Hún var
trúuð kona og var viss um að eitt-
hvað annað og meira biði manns eftir
að maður yfirgefur þessa jörð. Ég
veit að hún er í góðum höndum og
hún er ekki langt frá okkur öllum
sem syrgjum hana. Þegar hún Þor-
björg Oddný mín fæddist með
hjartagalla var mamma komin á spít-
alann þótt mið nótt væri. Styrkur
hennar var ótrúlegur. Við áttum líka
góð samtöl í símann frá Boston á
meðan við vorum þar og þó langt
væri á milli okkar var eins og hún
héldi utan um okkur Unni og Þor-
björgu litlu, sem er með mynd af sér
og ömmu sinni uppi á vegg í herberg-
inu sínu. Mamma og pabbi voru t.d.
með garðrækt í Víðihvamminum;
kartöflur, grænmeti alls konar og
ekki má gleyma rabarbaranum og
öllum berjunum sem voru sultuð að
hausti og nutum við systkinin góðs af
því öllu saman í okkar uppvexti. Já,
það er svo sannarlega margs að
minnast og dagarnir verða aldrei
hinir sömu eftir að mamma er farin.
Ég bið algóðan Guð að styðja og
styrkja hann pabba minn, sem syrgir
sína konu eftir 57 ára farsælt hjóna-
band.
Guð geymi þig, elsku mamma mín,
söknuðurinn er mikill, þangað til við
sjáumst á ný. Þinn sonur
Kristján Nói.
Emilía Guðrún Baldursdóttir
Fleiri minningargreinar
um Emilíu Guðrúnu Baldurs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.