Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐ BAÐA sig upp úr demöntum og gulli er í huga flestra álíka lík- legur viðburður og að þeir eigi eft- ir að þvo bílinn sinn með trufflum. Gullbaðið er þó nú orðið ekki alveg jafn fjarstæðukennd hugmynd og virðist í fyrstu. Leitin að yngri og mýkri húð hefur nefnilega á und- anförnum árum skilað af sér fjölda afurða sem virðast alltof verðmæt- ar til að koma nokkurs staðar ná- lægt niðurfalli. Minna kann að hafa borið á glitrandi skreytigleði á síðum glanstímarita undanfarið, en eð- alsteinar og dýrir málmar hafa þrátt fyrir það alls ekki horfið – þessi efni hafa einfaldlega verið flutt úr skartgripaskríninu og yfir í baðskápinn. Snyrtivörufyrirtæki eru nefnilega í sívaxandi mæli far- in að nota framandi – og dýr – hrá- efni, í leit sinni að næsta krafta- verkakremi. Perlur, gull og eðalsteinar finnast nú orðið í fjölda snyrtivara. Perlur hafa þannig til að mynda verið notaðar í krem frá Helenu Rubinstein, fínmalaðir demantar í afurðir La Mer, gim- steinar í vörur frá Aveda og gull í La Prairie. Framleiðendur snyrtivaranna fullyrða að þegar búið sé að leysa efnin upp, fínmala og blanda, þá geti þessir eðalmálmar og -steinar sléttað, stífað og afturkallað elli- merki. Ekki er svo langt síðan snyrti- vörur voru búnar til úr öllu minna spennandi hráefni eins og t.d. brjóski nautgripa. „Fyrir nokkrum árum var kavíar notaður í allt. Á næsta ári verður það líklega kampavín,“ hefur New York Times eftir húðlækninum Michele S. Green, sem tekur að sér að kanna og prufa vörur fyrir fjölda snyrti- vörufyrirtækja. „Framtíðin liggur hins vegar hvorki í eðalsteina- né gullkremum,“ bætir hún við. „En það hljómar bara ekki sexí að segj- ast vera að nudda þörungum inn í andlitið.“ Sumir málmar hafa engu að síð- ur andoxunaráhrif og geta þannig, hugmyndafræðilega séð a.m.k, haft áhrif á sindurefni. Sömuleiðis hafa eðalmálmar og -steinar verið í gegnum aldirnar notaðir við fjölda meina, gull m.a. gegn fótasárum. Reuters Gull og glitrandi krem Veikindi eru langalgeng-asta ástæða greiðsluerf-iðleikanna, eða í 26% til-fella. Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráð- gjafarstofu um fjármál heim- ilanna, segir að ógnvænlegt sé að fólk skuli lenda í jafnmiklum erf- iðleikum og raun ber vitni vegna veikinda. Réttur fólks til launa í veikindum sé misjafn og dugi oft ekki, enda verður fólk ævinlega fyrir einhverju tekjutapi, þótt ekki sé nema vegna yfirvinnumissis. „Hér er líka lítil hefð fyrir sparn- aði. Fólk er mjög skuldsett og komi eitthvað upp á fer allt úr skorðum.“ Fræðsla nauðsynleg Offjárfestingar og umfram- neysla eru önnur helsta ástæða vandræða fólks, eða 18%, en 16,3% töldu vankunnáttu vera or- sökina. „Ég held að fræðsla til unga fólksins hafi aldrei verið eins mikilvæg og núna og við eigum eftir að sjá mjög slæma hluti ger- ast í framtíðinni ef ekkert er að gert. Starfsmenn Ráðgjafarstof- unnar hafa heimsótt 10. bekki og framhaldsskólana og þörfin er greinilega fyrir hendi. Við höfum verið að ýta á að fjármálafræðsla verði sett í námskrána og falli undir lífsleikni. Það er jákvætt að orðið fjármál kemur fyrir í nýj- ustu námskránni en það fer eftir áhuga kennarans hvernig á málum er tekið. Krakkarnir eru mjög móttækilegir, hafa mikinn áhuga og vilja læra meira svo það er sorglegt að þetta efni skuli ekki vera kennt meira í skólunum.“ Lífeyrisþegar í vanda Þegar könnuð er staða þeirra sem leituðu til Ráðgjafarstofunnar í fyrra kemur í ljós að tæplega 60% eru í vinnu. Lífeyrisþegar, þ.e. öryrkjar og ellilífeyrisþegar, eru 25% og atvinnulausir 11%. Nefna má að 14 eru 71 árs og eldri. „Árið 2005 var stærsti hóp- urinn á aldrinum 20–30 ára og við höfum verulegar áhyggjur af þessu unga fólki. Manni finnst skelfilegt að ungt fólk sé jafnvel að byrja lífið á vanskilaskrá. Á síðasta ári voru hóparnir milli 20 og 30 ára og 30 og 40 orðnir nokk- urn veginn jafnfjölmennir, enda er síðarnefndi hópurinn skuldsett- astur svo það er kannski eðlilegt. Svo er það búseta fólks sem er að breytast og þeim fjölgar sem búa í leiguhúsnæði og leita til okkar en það fór að bera á þeirri þróun í fyrra.“ Ásta Sigrún segir að margir haldi að það sé aðeins lágtekjufólk sem lendir í greiðsluerfiðleikum en svo sé þó ekki. Mánaðarlegar meðaltekjur umsækjenda voru 231.864 kr. en inn í þessa upphæð eru teknar m.a. vaxta- og barna- bætur. Menntun umsækjenda hef- ur ekki verið könnuð sérstaklega en Ásta segist telja að háskóla- menntaðir umsækjendur séu fáir. „Hingað kemur miklu fleira fólk sem hefur stopula vinnu, hefur flosnað upp úr vinnu eða námi og hefur almennt ekki mikla mennt- un.“ En skyldu vera einhverjar töfralausnir til að losna úr fjár- hagsvanda? „Ef svo væri myndum við líklega ekki vera hér. Vanda- málin eru mjög misjöfn, sumir lenda í skyndilegum áföllum, aðrir eru kærulausir og svo er hópur fólks sem ræður ekkert við fjár- málin t.d. vegna andlegra veik- inda. Við leggjum áherslu á að fólk hafi yfirsýn yfir fjármál sín en viti það ekkert um þau fer allt í vitleysu. Menn eyða og eyða og halda að þetta hljóti að reddast um mánaðamótin en það gerist bara ekki.“ Ókeypis túlkaþjónusta Starfsmenn Ráðgjafarstofu finna mikið fyrir því að fólk frá öðrum löndum leiti ráða í auknum mæli. „Á dagskrá er að setja heimasíðuna www.rad.is á fleiri tungumál, en hún er á íslensku, ensku og dönsku. Markmiðið er að fylgja fordæmi Íbúðalánasjóðs þar sem upplýsingar eru á sjö erlend- um málum. Fólkinu er séð fyrir ókeypis túlkaþjónustu en það verður að taka á þessum málum af alvöru,“ segir Ásta Sigrún að lok- um. Veikindi valda greiðsluerfiðleikum Morgunblaðið/G.Rúnar Ráðgjafi Elna Sigrún Sigurðardóttir fræðir umsækjanda um leiðir til úrbóta. Á síðasta ári bárust Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna 597 umsóknir frá fólki í greiðsluerf- iðleikum. Að baki um- sóknunum standa hins vegar tæplega 1.400 ein- staklingar, þar af 656 börn. Fríða Björnsdóttir ræddi við Ástu Sigrúnu Helgadóttur forstöðu- mann sem sagði að ein- stæðar mæður þyrftu helst aðstoð. Aðstoð Ásta Sigrún Helgadóttir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. daglegt líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.