Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 19
www.skrifstofa.isÁrmúla 22 108 Reykjavík Sími 533 5900 Fax 533 5901 www.skrifstofa.is skrifstofa@skrifstofa.isOpnunartími: mánudaga - föstudaga 9:00 - 18:00
ka
ld
al
jó
s
20
07
Framúrskarandi
Hönnuður: Svein Asbjørnsen
Þessi skrifstofustóll er með
10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð
á hæðarpumpu.
HÅG H09 er margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar
vel fyrir þá sem aðeins velja það besta. Í þessum stól
sameinast bæði glæsileg hönnun og framúrskarandi gæði.
• Umhverfisvænn heilsustóll
• Fylgir hreyfingum notandans
• Hvetur til hreyfingar
• Mótstöðustilling
• Hæðarstillanlegur bakpúði
Tilboð kr. 99.900.-
• Dýptarstillanleg seta
• Hæðar- og breiddarstillanlegir
armar með leðurklæðningu
• Fæst með hærra baki og höfuðpúða
• Parkethjól
!"#$!% &$'((&$)*+,'!
!"# $!"#
anrekna andlitið og
staðan 3:2. Vart þarf
að taka fram að sam-
særiskenningar um
mútur hafa skotið upp
kollinum og ólíklegt er
að veðhlaupahestar
Berlusconis verði jafn
gestrisnir í Mílanó á
miðvikudag.
x x x
Eftir leikinn rifj-uðust upp fyrir
Víkverja þau orð Fer-
gie eftir leiki Úrúgvæa
og Skota, sem hann þá
stýrði, á Heimsmeist-
aramótinu í Mexíkó
1986: „Meðan á leiknum stóð
spurði ég sjálfan mig: Hvað er að
gerast á þarna á vellinum? Er
þetta knattspyrna?“
Þessi orð þjálfarans eiga vel við
um dularfulla framgöngu Everton.
x x x
Víkverji fagnar uppbyggingu viðHöfðatorg. Það er hins vegar
leitt að skipulaginu skyldi vera
breytt og húsin lækkuð. Í Hátúni
og Miðtúni, götunum austan megin
við framkvæmdasvæðið, er að finna
lágreist hús. Þau eru flest lítil
prýði – fyrir utan afleita landnýt-
ingu. Þau ætti að rífa, skilja tvö
eftir til minja, og byggja hátt á
svæðinu.
Mjög dró úrspennunni á
toppi ensku úrvals-
deildarinnar í knatt-
spyrnu eftir leiki helg-
arinnar. Flest benti
þó til að hið gagn-
stæða yrði raunin,
þegar litla liðið í Liv-
erpool hafði tveggja
marka forystu á
Rauðu djöflana. Á
sama tíma leiddu
málaliðar Abramovich
gegn fyrrverandi sam-
herjum Guðna Bergs-
sonar 2:1. Stemningin
á „brúnni“ átti þó eft-
ir að breytast og bros-
mild eftirvæntingin að víkja fyrir
tárvotri angist.
x x x
Svo virtist sem heimamenn á Go-odison Park hefðu ekki áhuga
á því að leika meiri knattspyrnu
þegar stefndi í að toppliðin tvö
yrðu jöfn að stigum þremur leikj-
um fyrir lok tímabilsins. Þeir kom-
ust í jólaskap í breskri hitabylgju,
settu á sig húfu með skúf og út-
deildu gjöfunum einni af annarri á
færibandi. Fyrst tvö dularfull
sjálfsmörk og svo tvær einkenni-
legar „tilraunir“ til að hreinsa, eða
þangað til, fyrir mátt hinna óræðu
tilviljana, boltinn lenti fyrir fótum
kubbslega framherjans með sam-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
ÞAÐ ER margsannað að gælu-
dýrahald getur haft afar góð áhrif á
andlega og jafnvel líkamlega heilsu
manna. Það eiga hins vegar ekki all-
ir jafn auðvelt með að sinna dýr-
unum sínum. Stundum er ástæðan
tímaskortur en stundum vegna
slæmrar heilsu.
Bretinn Ray Dinham, sem þjáist
af CP-fötlun svokallaðri (heilalöm-
un) hefur nú hannað einstakt tæki
sem auðveldar þeim sem eiga erfitt
með að beygja sig að gefa gæludýr-
unum sínum, að því er greint var frá
nýlega á fréttavef BBC.
Smályfta verkfræðingsins
Sjálfur átti Ray Dinham orðið æ
erfiðara með að beygja sig eftir katt-
armatarskálum sínum þegar hann
ákvað að nota þjálfun sína sem verk-
fræðingur til að vinna bót á málinu.
Útkoman var stórsniðug smályfta.
Hún virkar þannig að matar-
skálunum er komið fyrir á lyftunni
og þær eru síðan færðar með vélafli
upp og niður milli eiganda og gælu-
dýrs í takt við tíðni matargjafanna..
Tilnefnt til verðlauna
Tækið sem um ræðir hefur hlotið
nafnið DinnerUp. Það hefur nú verið
tilnefnt til sérstakra verðlauna á
Naidex sýningunni í Birmingham,
en það tók Dinham heil sex ára að
þróa tækið.
Sjálfur telur Dinham sinn dæmi-
gerða viðskiptvin vera eldri mann-
eskju sem á erfitt með að beygja sig.
Þar geta búið að baki ýmsar ástæður
eins og til dæmis einstaklingar sem
farið hafa í mjaðmaaðgerð. „Um
30.000 manns fara í mjaðmaaðgerð
hér í landi á ári hverju svo ég tel að
það sé stór markaður fyrir svona
tæki", segir Ray Dinham að lokum.“
Gert auðveldara
að gefa
gæludýrunum
Dæmigerðir viðskiptavinir
eru eldri manneskjur sem
eiga erfitt með að beygja
sig niður til dýra sinna.
Soltnir Matarlyftan hentar jafnt fyrir hunda sem ketti.
ALDUR konu þegar hún fær sínar
fyrstu blæðingar getur reynst vís-
bending um það hvort börn hennar
kunni síðar meir að eiga á hættu að
verða of feit, að því er greint var
frá á fréttavef BBC á dögunum.
Rannsókn sem gerð var á 6.000
börnum, sýndi að börn mæðra, sem
náðu kynþroskaaldri ungar að ár-
um, voru líklegri til að vaxa hratt í
æsku og til að verða of þung. Hrað-
ur vöxtur í æsku er einnig tengdur
hættu á offitu á fullorðinsárum.
Rannsóknin var birt í skýrslu Pu-
blic Library of Science Medicine
(PLOS), en talið er að þessar nið-
urstöður geti auðveldað að greina
snemma hvaða börn eiga á hættu að
verða of feit.
„Að vita að hröð þyngdaraukn-
ing ungbarna, kynþroski á unga
aldri og offita gengur í erfðir getur
hjálpað okkur að beina strax við
fæðingu athygli okkar að þessum
börnum,“ hefur BBC eftir dr. Ken
Ong við Cambridge háskóla, sem
fór fyrir rannsókninni.
Þegar er vitað að kynþroskaald-
ur erfist að stórum hluta og að kon-
ur sem ná kynþroska snemma eru í
meiri hættu á að verða of feitar síð-
ar á lífsleiðinni og eru raunar einn-
ig líklegar til að verða of þungar
áður en kynþroska er náð.
Þannig sýndi þessi nýjasta rann-
sókn að þær mæður sem höfðu byrj-
að á blæðingum fyrir 11 ára aldur
voru fimm sinnum líklegri til að
verða of feitar en þær mæður sem
ekki byrjuðu á blæðingum fyrr en
eftir 15 ára aldur. Börn fyrrnefndu
mæðranna voru sömuleiðis hærri
við níu ára aldur og stúlkubörn
þeirra voru einnig líklegri til að ná
kynþroska fyrir 11 ára aldur. Enn
fremur voru börn þessara sömu
mæðra þrisvar sinnum líklegri til
að verða of feit.
Tengsl milli
kynþroskaald-
urs mæðra og
offitu barna
Morgunblaðið/Ásdís