Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BYGGINGARARFLEIFÐ REYKJAVÍKUR Áshildur Haraldsdóttir flautu-leikari skrifaði athyglisverðagrein hér í blaðið í gær. Hún vekur þar athygli á þeirri staðreynd, að aðeins 176 hús á höfuðborgarsvæð- inu eru byggð fyrir árið 1900. Þetta eru ekki nema 0,36% húsa í höfuð- borginni. Sennilega hafa ekki margir áttað sig á því hversu sárafá þessi hús eru. Hús á borð við þau, sem brunnu í Austurstræti og við Lækjargötu á dögunum, eru sannkallað fágæti. Þegar af þeirri ástæðu hvað þau eru fá, eru hús frá þessum tíma verðmæti í menningarlegum skilningi. Þau þurfa ekki einu sinni að vera sérstak- lega falleg eða reisuleg til að ástæða sé til þess að varðveita þau. Áshildur bendir á að fólk skammist sín ekki lengur fyrir gömlu húsin, sem fyrri kynslóðum þótti e.t.v. minna um of á fátæktina, sem þjóðin bjó áður við. „Nú gera flestir sér grein fyrir að íslensk byggingararf- leifð er það sem gerir byggð hér á landi einstaka í alþjóðlegu samhengi, á sama hátt og náttúran gerir landið okkar ólíkt öllum öðrum,“ skrifar hún. Þetta er rétt og því skýtur það skökku við, sem Áshildur bendir einnig á í grein sinni, að í áformum um uppbyggingu í miðborginni, ekki sízt við Laugaveg, er gert ráð fyrir niðurrifi allmargra gamalla húsa. „Þessi gömlu hús eru svo fá og ein- stök að það er ekki hægt að réttlæta að rífa tugi þeirra í miðborginni á næstu mánuðum og árum,“ skrifar Áshildur Haraldsdóttir. Drög að þessu menningarslysi, sem er í uppsiglingu í miðbænum, voru lögð í tíð fyrri meirihluta borgar- stjórnar. Það er full ástæða til þess fyrir núverandi meirihluta að taka mark á beiðni Áshildar, sem vafalaust talar fyrir munn margra Reykvík- inga, er hún biður borgarstjórnar- meirihlutann að „gera allt sem í hans valdi stendur til að afstýra hraðri og öruggri útrýmingu menningarlegs byggingararfs í Reykjavík.“ Flokkarnir, sem standa að meiri- hluta borgarstjórnar í Reykjavík, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn, hafa báðir á stefnu sinni með einum eða öðrum hætti að varð- veita og hlúa að íslenzkri menningu og arfleifð. Það hlýtur að eiga við um byggingararfleifð höfuðborgarinnar eins og önnur menningarverðmæti. Full ástæða er til að endurskoða þau áform, sem nú eru uppi um nið- urrif húsa í miðbænum. Og í þeim til- fellum, sem slíkt verður heimilað, þarf sömuleiðis að gera meiri kröfur til nýbygginga um að þær falli að götumyndinni og stingi ekki í augu í gömlu hverfunum. Í mörgum borgum sjá menn nú eft- ir „uppbyggingarstarfsemi“ á borð við þá, sem stendur fyrir dyrum í mið- borg Reykjavíkur. Það er ástæða til að staldra við. VON Í DARFUR? Í gær voru haldin mótmæli út umallan heim til að mótmæla að- gerðaleysi heimsbyggðarinnar vegna þjóðarmorðsins í Darfur í vesturhluta Súdans. Tvö hundruð þúsund manns hafa látið lífið í átökunum og talið er að um tvær og hálf milljón manna hafi misst heimili sín og sé á hrakhólum. Stjórnvöld í Súdan hafa ekkert gert til að stöðva ódæðin. Í þokkabót eru átökin í Darfur farin að breiðast út til grannríkjanna og valda ólgu bæði í Chad og Mið-Afríkulýðveldinu. Átökin í Darfur hófust árið 2003 þegar uppreisnarmenn létu til skarar skríða. Sögðu þeir að stjórnvöld hygl- uðu íbúum af arabískum uppruna, en létu svarta borgara landsins sitja á hakanum. Í kjölfarið birtust arabískir vígamenn, sem nefnast janjaweed og hafa farið með ofbeldi um Darfur. En markmið þeirra er að hreinsa svarta íbúa burt og fórnarlömbin ná langt út fyrir raðir uppreisnarmanna. Ástæð- an fyrir því að erfitt er fyrir stjórn- völd að sverja af sér tengsl við janja- weed er sú að árásir þeirra komu ávallt í kjölfarið á loftárásum stjórn- arhersins. Þeir gengu fram af full- komnu miskunnarleysi, eyddu heilu þorpunum og nauðguðu og drápu og stálu öllu steini léttara. Fjölda kvenna var rænt og hnepptur í kyn- lífsþrælkun. Stjórnvöld hafa sagst ætla að afvopna janjaweed, en þess sjást engin merki að það hafi verið reynt. Bandaríkjamenn sögðu í gær að þrýstingur á stjórnvöld í Súdan væri loks að bera árangur og þau væru í þann mund að fallast á sameiginlega friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins. Voru þessi sinnaskipti bæði rakin til þess að al- þjóðasamfélagið hefði beitt þrýstingi og sömuleiðis hefðu tveir helstu bandamenn Súdans, Egyptar og Kín- verjar, stutt slíkt friðargæslulið. Það samkomulag, sem nú er í burðarliðn- um, er afrakstur viðræðna, sem fram hafa farið í Líbýu. Ljóst er að friðarsamkomulagið, sem gert var um Darfur í maí í fyrra, hefur verið vita gagnslaust. Um þess- ar mundir eru um fimm þúsund manns við friðargæslu í Darfur á veg- um Afríkusambandsins og hefur kom- ið fram að þeir ráða ekkert við víga- mennina, sem myrða og ræna að vild. Það er ekki seinna vænna að gripið verði í taumana, fjórum árum eftir að ódæðisverkin í Darfur hófust, og þjóðarmorðið stöðvað. Gríðarlegur fjöldi fólks lætur nú fyrirberast í flóttamannabúðum þar sem mikill skortur er á mat og lyfjum. Fyrir utan búðirnar bíða arabískir vígamenn og hætti konur sér út fyrir þær til að ná í vatn eru þær gripnar og þeim nauðg- að. Íbúar í héraðinu hljóta að vera orðnir úrkula vonar um að brugðist verði við áþján þeirra. Vonandi er ekki enn verið að vekja með þeim fals- von. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir áratuga baráttu nátt-úruverndarfólks fyrirverndun Þjórsárvera varsvo komið í janúar árið 2006 að Landsvirkjun sá sér ekki annað fært en leggja áætlanir um Norðlingaölduveitu til hliðar. Þá hafði annar aðaleigenda Landsvirkj- unar, Reykjavíkurborg, samþykkt tillögu þess efnis að borgin „leggist gegn öllum frekari virkj- unarframkvæmdum í Þjórsárverum og að fall- ið verði frá gerð Norð- lingaölduveitu.“ For- maður stjórnar Landsvirkjunar, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, var spurður hvort þetta þýddi að hætt væri við veituna. Hann svaraði: „Tím- inn einn getur leitt það í ljós. Það eru í gildi lög sem heimila þessa fram- kvæmd … En eins og vindar blása í þjóðfélaginu í dag reikna ég ekki með að við hreyfum við þessu á næstunni.“ Bæði almennur og pólitískur stuðningur við verndun Þjórsárvera jókst mjög hratt í byrjun síðasta árs. Náttúruverndarsamtök lögðu áherslu á að friðland Þjórs- árvera yrði stækkað að náttúrulegum mörkum þeirra og hvöttu stjórn- völd til þess að hefja undirbúning að því að koma Þjórsárverum á Heimsminjaskrá UNESCO þar sem til- greindar eru merkustu náttúruminjar á jörð- inni. Þáverandi um- hverfisráðherra, Sigríð- ur Anna Þórðardóttir, lýsti því yfir að hún hefði þegar hafið undirbúning að því að stækka friðlandið. Morg- unblaðið sagði í ritstjórnargrein 17. janúar: „Það er kominn tími til að taka af skarið um framtíð Þjórs- árvera. Ríkisstjórn og Alþingi eiga að kveða upp úr um að þar verði ekki ráðizt í neinar framkvæm hnykkt á friðun þessarar náttúruperlu og friðland Í ritstjórnargrein blaðsin 2006 er þessi afstaða ítre þar meðal annars: „Það e unandi eftir áratuga bará friðun svæðisins að tímin leiða það í ljós hvort það standa ósnortið.“ Langmestur hluti Þjór Landsvirkjun enn með kver Eftir Birgi Sigurðsson »Enginn náttúandi, engin n úruverndarsamt inn sem gerir sé fyrir stórkostleg ilvægi Þjórsárve náttúru Íslands heimsins mun sæ við annað en að f landið verði einn stækkað til suðu Birgir Sigurðsson Fólk af íslenskum ættum utan Ís-lands er hvergi fleira en í Mani-toba, en það er auk þess víða íKanada og Bandaríkjunum. Kjarninn í boðskap Ólafs Ragnars Gríms- sonar var, að nú væri kominn tími til að spinna, á jafn ýtarlegan hátt og gert hafi verið fyrir 10 árum, þráðinn gagnvart sög- unni og arfleifðinni, tengsl þessa mikla fjölda fólks við nútíma Ísland. Í kvöldverði Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi á laugardag lagði hann enn einu sinni áherslu á að umrætt fólk og Íslendingar á Íslandi væru af sama meiði og áréttaði að Íslendingar vonuðust til þess að geta deilt nútíma Íslandi með fólki af íslenskum ætt- um vestra. Ólafur Ragnar Grímsson rifjar upp að í innsetningarræðu sinni 1. ágúst 1996 hafi hann lagt ríka áherslu á tengslin við fólk af íslenskum uppruna í Kanada, Bandaríkj- unum og annars staðar í veröldinni. Þá hafi hann lagt grundvöll að sýn sem hann hafi svo útfært nánar á fyrsta árinu sem forseti og í fyrstu heimsóknunum til Kanada. Sýn- in hafi falist í því að Íslendingar og fólk af íslenskum ættum tilheyrðu í raun íslensku samfélagi. Þótt einstaklingarnir bæru mis- munandi vegabréf og væru að nafninu til ríkisborgarar í ólíkum löndum ættu þeir sameiginlega arfleifð, sameiginlega sögu, sameiginlega menningu, sameiginlega for- feður, og væru mótaðir af aldagömlum áhrifum sem ættu sér uppruna á Íslandi. Vonleysi Fyrsta ferð Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar til Kanada var 1997. Þá fóru þau um Kanada og Bandaríkin og heimsóttu meðal annars Winnipeg, Gimli, San Francisco, Seattle og Spanish Forks í Utah. Hann segir að þá hafi komið sér á óvart hvað mikið vonleysi hafi ríkt í Winni- peg varðandi framtíð sameiginlegrar arf- leifðrar og ótti um að tengslin við Ísland myndu trosna. Eldri kynslóðin vestra væri kannski síðasta kynslóðin sem áhuga hefði á Íslandi og íslenska samfélagið í Vestur- heimi væri kannski að deyja út. „Þessar samræður urðu til þess að ég áttaði mig á því að við á Íslandi hefðum kannski van- rækt meira en góðu hófi gegndi að rækta þessi tengsl. Kannski af því við höfðum tal- ið að þau væru svo sterk að það þyrfti ekki að rækta þau.“ Í þessu sambandi segir hann að mörgum hafi t.d. létt þegar hann flutti allar ræður sínar á ensku og í fyrstu ferðinni hafi verið byrjað að spinna sameiginlegan þráð. Ýmsar hugmyndir hafi fæðst. Þær hafi m.a. falið í sér að gera ætti ungu fólki kleift að heimsækja Ísland. Gera þyrfti íslenska nútímamenningu aðgengilega. Skapa þyrfti fólki tækifæri til að afla sér upplýs- inga um ættmenn sína og uppruna á Ís- landi. Íslensk stjórnvöld þyrftu að tengja betur saman starfsemi á ólíkum sviðum. Nýbúið hafi verið að opna Vesturfarasetrið á Hofsósi og það ing þótt óvíst ha takast. Glæsilegt sók „Það ánægjuleg gjafartóns sem vonleysis og sva lenska samfélag við nú að 10 áru eitthvert mesta skeið til að efla þ Ragnar. „Fjölm einnig hér víða í um hafa á nýjan og hrint í framk burðum og verk Mikilvægt að deila n með fólki af íslensku Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kom víða við í för sinni til Winnipeg í Kanada á ný- liðnum dögum, hélt marg- ar ræður og var áberandi í fjölmiðlum. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með og ræddi við forsetann. Morgun Tengsl Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt hjón öldungadeildarþingmanni í Norður-Dakota, og Björk Eirík Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi í Winnipeg á lau ÍSLAND hefur sannarlega verið í sviðs- ljósinu í Winnipeg undanfarna daga og umfjöllunin um land og þjóð í fjölmiðlum hefur verið meiri en nokkru sinni áður. Í Winnipeg hefur aldrei verið eins mik- ið um að vera í tengslum við Ísland og í liðinni viku, en til viðburðanna var efnt í tengslum við þjóðræknisþing Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Norður-Ameríku, sem fór fram í borginni um helgina. Tónninn var sleginn með ýtarlegu viðtali við Atla Ásmundsson, aðalræðismann Ís- lands í Winnipeg, í Winnipeg Free Press, útbreiddasta blaði Manitoba, en Atli hef- ur komið að og skipulagt alla þessa við- burði á einn eða annan hátt. Núna (Now), listahátíð ungs fólks frá Íslandi og Kan- ada, hefur vakið mikla athygli og íslensk- ir listamenn eins og t.d. Ragnheiður Gröndal og Björn Thoroddsen hafa verið áberandi í borg land Naturally reiðslu á nokkr húsum og var fo Örvarsson, mat Free Press. Opn Landsbankans um manni og fo Ragnar Grímss varps-, útvarps þess sem hann h fyrir fjölmenna ,,Við höfum s fjöllun en þetta Bardal, fyrrver Martha Brooks tekur í sama str fullyrða að hver fjallað eins mik peg nú á svona Aldrei meiri umfjöllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.