Morgunblaðið - 30.04.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Next kl. 8 og 10 B.i. 14 ára
Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára
Perfect Stranger kl. 6 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6
Next kl. 5.45, 8, og 10.15 B.i. 14 ára
Next LÚXUS kl. 5.45, 8, og 10.15
Pathfinder kl. 5.45, 8, og 10.15 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes 2 kl. 8, og 10.10 B.i. 18 ára
Perfect Stranger kl. 8, og 10.30 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45
Sunshine kl. 5.50 B.i. 16 ára
TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
- Kauptu bíómiðann á netinu
ÍSLEN
SKT
TAL
NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL
SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI
EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER
GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU
LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND!
Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER
TVEIR HEIMAR
EITT STRÍÐ
LOKAORUSTAN
ER HAFIN!
Stranglega bönnuð innan 18 ára!
eee
EMIPIRE
Hve
langt
myndir
þú ganga?
SÓLIN ER AÐ DEYJA.
ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI?
D.Ö.J. Kvikmyndir.com
eeee
V.J.V. Topp5.is
MINNIR meira en lítið á gömlu
góðu Disneymyndirnar um tengsl
barna, dýra og náttúrunnar, sem
RÚV hefur endursýnt upp á síðkast-
ið.
Kathy (Lohman) er táningur á
hestabýli og hefur brennandi áhuga
á öllu sem viðkemur búskapnum og
ferfætlingunum. Hún vill temja villi-
hestinn Flicku, en þverhausinn
pabbi hennar er á annarri skoðun.
Hrossið er til einskis nýtt og búsýsla
almennt ekkert kvennaverk. Sonur-
inn á að taka við.
Flicka er jákvæð fyrir unga
krakka og fjöldkylduvæn, fengur
fyrir augað, tekin í hrikafegurð
klettafjallaríkisins Wyoming og
gæðingarnir eru stórfenglegir. Efn-
ið er tilkomuminna, þrúguð af órétt-
læti og skilningsleysi föðurins
(McGraw), sem fyrirsjáanlega á eftir
að ná áttum og sjá hver hefur raun-
verulegan áhuga á að erfa landið og
efla hjörðina. McGraw er jafn góður
söngvari og hann er kaldranalegur
leikari, Bello (A History of Violence)
kemur með hlýjuna og Lohman get-
ur átt framtíð fyrir sér á tjaldinu.
Barnvæn „Flicka er jákvæð fyrir unga krakka og fjöldkylduvæn“
Vinátta í Wyoming
Sæbjörn Valdimarsson
Fjölskyldumynd
Bandaríkin 2006. Skífan. DVD. 95 mín.
Leyfð öllum aldrsflokkum. Leikstjóri:
Michael Mayer. Aðalleikarar: Tim
McGraw, Maria Bello, Alison Lohman.
Flicka KVIKMYNDATÍMARITIÐ Empire
fagnar um þessar mundir 18 ára út-
gáfuafmæli sínu. Að því tilefni hafa
blaðamenn tímaritsins tekið saman
topplista yfir eftirminnilegustu at-
riðin í myndum bönnuðum innan 18
ára.
Á toppnum trónir atriði úr Aliens
frá árinu 1979 þegar geimfarinn
Hurt situr í rólegheitum við máls-
verð þegar lítil en ógeðsleg vera
springur út úr brjóstinu á honum.
Þeir sem þekkja til á tökustað segja
að til að auka á áhrifin hafi restin af
leikurunum á tökustað ekki verið
látin vita af því hvað var í vændum
þegar veran ógeðfellda birtist.
Í öðru sæti er afhöfðunin í The
Omen frá árinu 1976. Hryllingurinn
var aukinn í atriðinu með því að
sýna það hægt og frá öllum sjónar-
hornum. Í þriðja sæti var svo um-
breyting varúlfsins í An American
Werewolf in London og í því fjórða
meðferð ungu stúlkunnar á kross-
inum í hrollvekjunni The Exorcist.
Bestu bönnuðu
atriðin valin
Í The Searchers fer saman flest
það sem gerir mynd góða. Saga
sem eldist ekki í aðalatriðum, flutt
af stórkostlegum sögumanni.
Leikhópurinn óaðfinnanlegur með
skærustu vestrastjörnu allra tíma í
fararbroddi. Umhverfið hinn
mikilfenglegi, ef ekki dulúðugi
Monument Valley.
Það var vel til fundið hjá War-
ner Bros að endurútgefa með við-
höfn eitt magnaðasta verk þeirra
Fords og Wayne (myndin var
tólfta samstarfsverkefni þeirra), á
hálfrar ladar afmæli þess. Vestrinn
nýtur vissulega ekki lengur fornr-
ar frægðar, en The Searchers
stendur jafnan rótföst eins og
hamraborgirnar í Monument-
dalnum.
Efnið er óvenju myrkt og of-
beldisfullt, jafnvel af vestra að
vera. Aðalpersónan, fyrrverandi
Suðurríkjahermaðurinn Ethan
(Wayne), er ekki fyrr kominn heim
eftir Þrælastríðið en indjánar
ræna sonardóttur hans Debbie
(Wood), og myrða fjölskyldu henn-
ar. Knúinn áfram af hatri og harmi
missir Ethan aldrei sjónar á mark-
miði sínu en heldur áfram leitinni
að morðingjunum og telpunni í
áraraðir, uns því er náð.
Myndin hefst og henni lýkur á
frægum tökum af Ethan gegnum
útidyr landnemabæjarins og víkur
sjaldnast langt frá hinum vörpu-
lega Wayne sem er ósnertanlegur
og ótrauður í köllun sinni að
bjarga Debbie úr höndum villi-
mannanna, í það minnsta heiðri
hennar. Túlkun hans á manni,
langhertum úr styrjöldum, sem
þráir vandfenginn heimilisfriðinn
öllu öðru fremur, er með því besta
sem merkur leikari gerði á löngum
og litríkum ferli.
Lokauppgjörið er einn minnis-
stæðasti hápunktur vestrasög-
unnar, The Searchers er dæmisaga
full af trúarlegum og veraldlegum
minnum auk þess sem hún er
ódauðleg átakamynd, spennandi og
ólýsanlega fögur, hvernig sem á
hana er litið. Auk meistarahand-
bragðs Fords og pottþétts leik-
hópsins er kvikmyndataka Win-
tons C. Hoch ógleymanlegur óður
til dalsins, sögunnar og persón-
anna.
Sæbjörn Valdimarsson
Í hjarta vestursins
John Wayne „The Searchers er dæmisaga full af trúarlegum og verald-
legum minnum auk þess sem hún er ódauðleg átakamynd, spennandi og
ólýsanlega fögur, hvernig sem á hana er litið.“
Vestri
Bandaríkin 1956. Sam myndir. 2xDVD.
114 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leik-
stjóri: John Ford. Aðalleikarar: John
Wayne, Jeffrey Hunter, Natalie Wood.
Aukaefni: Viðtöl við Scorsese, Curtis
Hanson ofl. Heimildarmynd e. John
Milius, ofl.
Leitarmennirnir (The Searchers)
ÞAÐ er ekki Indland þotuliðsins
sem blasir við í Matrubhoomi, held-
ur átakanlegur harmleikur, sann-
leikurinn um það óþolandi ástand
sem viðgengst skuggamegin í til-
veru hluta indversku þjóðarinnar.
Því er lýst á miskunnarlausan hátt
í mynd sem er svo átakanleg að
hún er nánast óbærileg á köflum.
Það eru ekki smávægilegir agnú-
ar sem verið er að draga fram í
dagsljósið í þessari mikilvægu þjóð-
félagsádeilu heldur rótgróið, sví-
virðilegt heimilisofbeldi gagnvart
konum og fjöldamorð á korna-
börnum. Það kemur fram, samkv.
opinberum tölum frá SÞ, að á síð-
ustu 100 árum hafa 35 milljónir ný-
fæddra meybarna horfið á Ind-
landi. Drengir eru líklegri fyrir-
vinnur og hefst Matrubhoomi á
atriði þegar faðir drekkir nýborinni
dóttur sinni. Slíkir glæpir koma
niður á gerendunum á margvís-
legan hátt og fjallar myndin um
föður og syni hans fimm sem finna
enga konu í kvenmannsleysi þorps-
ins.
Eftir mikið basl hafa þeir uppi á
hinni ungu og fögru Kalki (Josh),
faðir hennar hefur gætt stúlkunnar
eins og augasteins síns. Ástæðan
fyrir umhyggjunni: Í fyllingu tím-
ans hyggst hann selja augasteininn
hæstbjóðanda.
Kalki lendir í greipum sonanna
fimm, giftist þeim elsta að nafninu
til, en allir ganga þeir í hold á henni
og karlskepnan tengdafaðir hennar
lætur sig ekki vanta.
Eina glætan í svartnættinu er
framtíðin sem býr í drengjunum
sem rétta Kalki hjálparhönd þegar
fokið er í flest skjól. Að öðru leyti
er útlitið hroðalegt í landi fáfræði,
fordóma og trúarkreddna þar sem
konur eru ýmist hafnar til skýjanna
eða svívirtar markvisst. Matrub-
hoomi færir áhorfandanum um-
búðalaust heim sanninn um þján-
ingar, mannfyrirlitningu og mis-
þyrmingar sem eru daglegt brauð í
einu fjölmennasta ríki veraldar.
Nístandi kvalastuna
Matrubhoomi „Átakanlegur harmleikur, sannleikurinn um það óþolandi
ástand sem viðgengst skuggamegin í tilveru hluta indversku þjóðarinnar.“
Sæbjörn Valdimarsson
Drama
Indland/Frakkland 2003. Myndform
2007. DVD. 92 mín. Bönnuð yngri en 16
ára. Leikstjóri: Manish Jah. Aðalleikarar:
Tulip Josh, Sudhir Pandey, Sushant
Singh.
Matrubhoomi – Þjóð án kvenna
MYNDDISKAR »