Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nægir kaffitár „Nallinn“ og „eitt brauð og fimm fiskar“ þegar lambið er í boði? VEÐUR Fari svo sem flest virðist benda til,að Framsóknarflokkurinn verði utan ríkisstjórnar á hinu nýja kjör- tímabili, stendur flokkurinn frammi fyrir óvenjulegum vanda.     Jón Sigurðsson, sem kjörinn varnýr formaður Framsókn- arflokksins sumarið 2006 náði ekki kjöri til Alþingis.     Það hefur gerztáður að flokksformaður nái ekki kjöri á þing og raunar einnig að flokks- formaður hafi leitt flokk utan þings og rík- isstjórnar um skeið.     Það er hægt að leiða flokk úr ráð-herrastól á Alþingi, þótt leið- toginn hafi ekki náð kjöri á þing en það er erfiðara að leiða flokk, þeg- ar flokksformaður situr hvorki í ríkisstjórn né á Alþingi.     Það er erfitt að sjá, að þetta séframkvæmanlegt, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Þess vegna er langlíklegast að framsóknarmenn kalli fljótlega saman miðstjórn- arfund eða flokksþing, að Jón láti af formennsku og að einhver þing- manna flokksins verði kjörinn for- maður.     Það verður erfið raun fyrir Fram-sóknarflokkinn að ganga í gegnum nýjar formannskosningar aðeins rúmu ári eftir atburði sum- arsins 2006 en erfitt að sjá hvernig hjá því verður komizt.     Þá fer fram nýtt uppgjör innanFramsóknarflokksins og verð- ur fróðlegt að sjá, hvernig helztu leikendum reiðir af í því uppgjöri.     Og þá vaknar spurningin: er tímiSivjar Friðleifsdóttur kominn?! STAKSTEINAR Jón Sigurðsson Framsókn utan stjórnar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -          ! " ##         "# #"   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           "# #"             $   "# #"    :  *$;<                                         !         "    #        *! $$ ; *! % &  '  &   (   $ ) =2 =! =2 =! =2 % (' #" *  # +,!"#-          ;  %  '" !"&'    ## #. !"& # # / #0    $1 #! #2 - 1   *  %# & 3 #   '"  !"  #! #.!"  # # %## # 4   " !"$   "#  % .!"5  # 2   "/  #!  # #  /    6! #!"#! & #4+ !" 1   "# #"/ #-    % .!"% &  #  2   "7'" &  &) #!"(#  81"" 99 #"$5  !$*  # 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A  / / ./                  / / / / / / / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pétur Tyrfingsson | 17. maí 2007 Í skotgrafirnar Ef Samfylkingin fer ein í stjórn með íhaldinu […] þá fara í hönd ömurlegri tímar fyrir vinstrihreyf- inguna og fé- lagshyggjufólk en þeir sem á undan eru gengnir. Allir draumar um breiðari samstöðu og meira fylgi meðal þjóðarinnar í kosningum við félagshyggjuöflin eru úr sögunni. VG verður í stjórnarandstöðu og hamast og berst gegn hinum vinstri- flokknum. […] Allir niðrí skotgraf- irnar, félagar! Meira: http://peturty.blog.is Björn Ingi Hrafnsson | 17. maí 2007 Er Hreinn ánægður? Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hlýtur að vera kátur núna. Kannski dýrasta lesendabréf Íslandssögunnar hafi þá borgað sig eftir allt saman? Hreinn lét prenta aukablað DV í hundrað þúsund eintökum til þess að geta komið fram með opnugrein sína um draumaríkisstjórnina: rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingarinnar. Og nú er hún að verða að veruleika. Hreinn hlýtur að verða ánægður. Meira: http://bingi.blog.is Guðmundur Steingrímsson | 17. maí Vil R-listastjórn Áróður sjálfstæðismanna hefur alla tíð [...] snúist um það að telja fólki trú um að ekki sé hægt að stjórna landinu án þeirra. Það hryggir mína félagshyggjusál meira en orð fá lýst að til séu leiðtogar á vinstri væng íslenskra stjórnmála sem virðast vilja fátt annað í sinni pólitísku til- vist en að styrkja þá þvælu í sessi. Ég skora á félagshyggjuöflin að setjast niður og ná samkomulagi um R-listastjórn. Meira: http://gummisteingrims.blog.is Pétur Gunnarsson | 17. maí 2007 VG ber ábyrgðina Í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær kom algjörlega í ljós hver það er sem er ábyrgur fyrir því að ekk- ert er í spilunum sem gefur til kynna að hér verði mynduð þriggja flokka vinstri stjórn að þessu sinni. Steingrímur J. Sig- fússon situr uppi með þann svartapétur. VG sleit R- listasamstarfinu í borginni, tók þá ákvörðun að nota olíusamráðsmálið og þátt Þórólfs Árnasonar sem yfirvarp til þess. Planið var að komast í oddaað- stöðu og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Fyrir borg- arstjórnarkosningarnar reyndi Árni Þór Sigurðsson að leggja grunn að slíku samstarfi í við- ræðum við núverandi borg- arstjóra. VG hefur í aðdraganda þessara þingkosninga, og síðast en ekki síst með ótrúlegum yf- irlýsingum allt frá því að kosn- ingum lauk, talað með þeim hætti að það er ljóst að eina stjórn- arþátttakan sem VG hefur gefið kost er tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta finnst mér augljóst að flokkurinn hafi ákveðið fyrirfram í þessari stöðu. Steingrímur J. er með Framsókn á heilanum, talar um helför flokksins og stóriðjustefnu Fram- sóknarflokksins án þess að leiða einu sinni hugann að því hver af- staða Sjálfstæðisflokksins er til stóriðju. Guðmundur Steingrímsson skrifar innblásið ákall um myndun R-listastjórnar á bloggið sitt en segist svo farinn upp í sveit þann- ig að líklega er hann ekki vongóð- ur um að uppskera árangur erf- iðis síns. Mér segir svo hugur að það sé rétt mat. Vonbrigði yngra fólks í Samfylkingunni eru mikil og raunveruleg, þau vildu festa flokkinn í sessi sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. [...] Þannig að þetta eru nú ávext- irnir á trénu hans Steingríms J. Sigfússonar, eins og mál líta út nú. Verði niðurstaðan sú að Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking nái saman, verður hans minnst sem guðföður þeirrar stjórnar. Höf- uðandstæðingur VG er hitt fé- lagshyggjufólkið. Meira: http://hux.blog.is/blog/hux/ BLOG.IS PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.