Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ZODIAC kl. 8:10 - 10 B.i. 16 ára GOAL 2 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára BLADES OF GLORY kl. 4 - 6 - 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 - 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI ZODIAC kl. 5:50 - 9 B.i.16.ára ZODIAC VIP kl. 5:50 - 9 THE REAPING kl. 5:50 - 8 -10:10 B.i.16.ára SPIDER MAN 3 kl. 6 - 9 B.i.10.ára BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BREACH kl. 6 - 10:10 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára / ÁLFABAKKA eee V.J.V. TOPP5.IS WWW.SAMBIO.IS FRÁ FRAMLEIÐANDA MATRIX, DIE HARD OG LETHAL WEAPON HILARY SWANK SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUM VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA SE7EN & FIGHT CLUB. “BESTA KVIKMYND FINCHER TIL ÞESSA.” David Ansen, Newsweek “MÖGNUÐ KVIKMYND!” Leonard Maltin, E.T. “ÁN EFA BESTA MYND ÁRSINS TIL ÞESSA” Ó.F. FORSALA HAFIN - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA ! Byggt á sönnum atburð-um, er undirtitill semmargir kvikmynda- áhorfendur halda mikið upp á. Þeir sömu ættu að gleðjast yfir tilkomu Zodiac í kvik- myndahús en hún var frum- sýnd á Íslandi í gær. Zodiac var einnig sýnd í gær á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Sýningin var eldsnemma, klukkan rúmlega 8 og það ör- lítið sérkennilegt að setjast inn í bíósal svo snemma morg- uns. Myndin segir frá vaxandi þráhyggju fjögurra manna sem allir vilja hafa hendur í hári raðmorðingja sem lék lausum hala við San Franc- isco-flóann í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Mennirnir fjór- ir koma að málinu á ólíkan hátt, tveir þeirra eru löggur, Mark Ruffalo og Anthony Edwards (hinn góðlegi Mark í Bráðavaktinni), einn er blaða- maður (Robert Downey Jr.) og sá fjórði teiknimyndagerð- armaður hjá dagblaðinu San Francisco Cronicle (Jake Gyl- lenhaal). Sá síðastnefndi nefnist Robert Graysmith og er myndin gerð eftir sam- nefndri bók hans um morð- málið sem enn er ekki búið að leysa.    Morðinginn sem kallaðisig Zodiac játaði á sig 13 morð á tímabilinu en ekki náðist þó að sanna að sami maður hefði verið að verki í hvert sinn þar sem ekki náðist til morðingjans. Graysmith áðurnefndur varð svona hel- tekinn af málinu, sem hann fylgdist með frá upphafi á vinnustað sínum, að hann gat vart á heilum sér tekið í ára- tugi og missti úr höndunum fjölskyldu sína og flest ann- að … nema sögu Zodiac. Leikstjórinn David Finc-her (Se7en, Fight Club) sat blaðamannafund eftir sýn- ingu myndarinnar ásamt þeim Gyllenhaal, Ruffalo og Chloe Sevigny, sem fer með hlutverk eiginkonu Grays- miths. Þar sem morðmálið í myndinni er ekki leyst í lok myndar var fyrsta spurning hvort vænta mætti Zodiac II á næstunni. Ekki vildi Fincher meina það en sagðist þó opin fyrir öllu kæmu ný sönn- unargögn í ljós í málinu.    Þar sem persónur mynd-arinnar eru byggðar á sannsögulegum persónum voru leikararnir spurðir út í nálgun sína á hlutverkunum. hefði loksins skilið við lestur handritsins hvers vegna kon- an hans hefði farið frá hon- um.    Gyllenhaal var ótvíræðstjarna fundarins. Hann sló á létta strengi við hverja spurningu, sneri út úr spurn- ingum blaðamanna og dáðist að fatnaði þeirra. Sérstaklega fékk einn viðstaddur spyrj- andi í bol með merki drau- gabananna frægu háðuglega útreið. Þá var Fincher spurð- ur hvort hann væri sammála því að Gyllenhaal væri ein skærasta stjarna samtímans. Hann gat vissulega tekið und- ir það og æringinn Gyllenhaal minntist á stöðu sína á stjörnuhimninum í upphafi hverrar spurningar eftir það. Gyllenhaal var jafnframt mikið spurður út í Brokeback Mountain og hann sagði að- spurður að myndin hefði alls ekki staðið í vegi á frama- brautinni nema síður væri.    Í gærkvöldi fór svo framgala-frumsýning mynd- arinnar á rauða dreglinum fræga þar sem áðurnefndir einstaklingar mættu í sínu fínasta pússi í félagsskap koll- ega sinna. Öll sögðust þau Gyllenhaal, Sevigny og Ruffalo hafa hitt fyrirmyndir sínar og báru þeim vel söguna. Ruffalo sagði þó að lögreglumaðurinn David Tochi hefði verið treg- ur til í fyrstu að ræða um mál- ið, enda hefði það haft mikil áhrif á hann og fjölskyldu hans. Gyllenhaal sagði svo að hinn raunverulegi Graysmith Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Úrvalslið Mark Ruffalo, Chloe Sevigny og Jake Gyllenhaal leika öll í Zodiac. FRÁ CANNES Birta Björnsdóttir » Sérstaklegafékk einn við- staddur spyrjandi í bol með merki draugabananna frægu háðuglega útreið. birta@mbl.is Grínarinn Gyllenhal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.