Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 17
MENNING
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
MYNSTUR sem áður var ósýnilegt manns-
auganu teygir sig fjóra metra á listaverkum í
sal félagsins Íslenskrar grafíkur á Tryggva-
götu 17.
Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum
hefur unnið að röð stórra listaverka sem hún
nefnir Geoþrykk og eru þau byggð á ferð
hennar með rannsóknarleiðöngrum vísinda-
manna til Svalbarða árin 2003 og 2004.
Mæhlum vinnur með PGP, þverfaglegri
stofnun við Háskólann í Ósló sem stuðlar að
dýpri skilningi á mynstrum og ferlum á jörð-
inni og mikilvægi þess fyrir samfélag manna
og gerir það með samvinnu við listamenn.
Ógreinanleg mynstur
Mæhlum hefur stundað nám við Listahá-
skólann í Bergen og í Ósló en einnig varið
nokkrum sumrum á Svalbarða. Það lá því
beint við að leita til hennar þegar PGP vildi
fá listamann með í rannsóknarleiðangur líf-
fræðinga og jarðfræðinga þangað til að skoða
mynstur í náttúrunni.
„Ég fékk fullkomið frelsi til að fylgjast með
störfum vísindamannanna, tók ljósmyndir,
gerði skissur og nýtti mér einnig færanlega
stafræna smásjá til að greina mynstur sem
annars hefðu verið ógreinanleg.“
Þetta er í fyrsta skipti sem Mæhlum fer í
slíkan leiðangur. „Þetta var ný reynsla fyrir
mér og spennandi að fylgjast með störfum
þeirra. Það var mikill lærdómur fyrir mig.
Staðurinn var líka stórbrotinn, þar er eld-
virkni og ómögulegt að komast þangað nema
á eigin báti. Það var einstakt að fá tækifæri
til að skoða náttúruna í kringum heita hveri,
sem þarna eru, með smásjá, því þá kom
margt í ljóst sem annars hefði verið mér hul-
ið. En ég vann líka með það sem ég sá með
berum augum.“
Mæhlum hefur unnið að þessu verkefni í
þrjú til fjögur ár og næst tekur annað eins við
því hún fór nýlega á eldvirkt svæði í Suður-
Afríku með sömu vísindamönnum. „Ég er
ekki byrjuð að vinna að því verkefni, en sé
fram á að halda þessu starfi áfram í þrjú ár.“
– Ertu ekki í raun orðin vísindamaður?
„Nei, alls ekki. Ég hef þvert á móti upp-
lifað hversu lítið ég veit um þessa hluti. Þann-
ig að það er þveröfugt. En ég er heppin að
hafa fengið tækifæri til að kynnast nýjum
hlutum.“
– Fær listin kannski tryggari fótfestu í
landi vísindanna?
„Kannski,“ svarar hún hugsi. „Þá get ég
valið úr fleiri möguleikum til að vinna með.
En það gefur mér ekkert sérstakt forskot í
heimi listarinnar.“
Stefnir á hálendið
– En þú færð ákveðinn ramma til að vinna
með?
„Já, ramma fyrir myndirnar mínar. Þetta
er virkilega stórt verkefni og ég hef breytt
um stefnu síðan ég hófst fyrst handa. Ég vinn
núna með stærri myndir, þar sem ég teygi
nálarauga smásjárinnar allt upp í fjóra metra.
Það gerist óhjákvæmilega eitthvað spennandi
þegar formi og skala er breytt þannig.“
– Hugsarðu ef til vill á ólíkan hátt um jörð-
ina undir fótum þér, til dæmis núna á Íslandi?
„Já, ég held það. Ég fór til dæmis um Snæ-
fellsnes á föstudag, en norskur málari að
nafni Patrick Huse mælti með því við mig. Ég
hafði séð myndir hans áður og nú veit ég
hvaðan hann fékk innblásturinn að þeim. En
ég vil sækja Ísland aftur heim og fara þá upp
á hálendið.“
– Áttu ef til vill eftir að sækja innblástur til
Íslands?
„Já.“
Þar sem list og vísindi mætast
Morgunblaðið/Ómar
Norsk Ellen Karin Mæhlum hefur unnið að röð stórra listaverka sem hún nefnir Geoþrykk.
Í HNOTSKURN
» Ellen Karin Mæhlum er svart-listamaður og er með vinnustofu í
Ósló.
» Verk hennar eru stór og tilkomu-mikil og unnin með djúpþrykks-
aðferðum sem gefa kost á „fjölbreyttri
teikningu og ríku tónaspili“.
» Nánar má fræðast um listamanninná www.ellenkarin.no, þar sem meðal
annars eru myndir af verkum hennar og
ljósmyndir frá Svalbarða.
MIKIL eftirvænting var í Borgarleikhúsinu
fyrir sýningu San Francisco-ballettsins á verk-
um Helga Tómassonar, listræns stjórnanda
flokksins. Það var eins og beðið væri eftir lang-
þráða syninum sem kæmi heim og sýndi okkur
hvað hann hefði lært og gert á ferðum sínum
um heiminn. Óhætt er að segja að það sem okk-
ur var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins hafi
staðið undir væntingum.
Helga Tómasson þarf vart að kynna, en eftir
langan og glæstan feril sem dansari tók hann
við stöðu listræns stjórnanda San Francisco-
ballettsins 1985. Fyrir dansflokkinn hefur
Helgi samið fjölda verka og á efnisskrá þess-
arar sýninga eru fjögur dansverk sem hann
hefur samið á árunum 2003-2006.
San Francisco-ballettinn heimsótti síðast Ís-
land á Listahátíð árið 2000 með sýningu á
Svanavatninu, í útfærslu Helga. Fyrir þessa
heimsókn hafði Helgi verið beðinn um að velja
eigin dansverk til sýninga og ber sýningin ein-
faldlega heitið „Helgi“.
Blue Rose
Fyrsta dansverk kvöldsins var Blue Rose,
dansað af þremur pörum við lifandi tónlist. Aft-
ast á sviðinu voru hljóðfæraleikararnir Guðný
Guðmundsdóttir á fiðlu og Natalýa Feygina á
píanó, í svörtum kjólum og léku tónlist Elenu
Kats-Chernin af mikilli snilld. Tónlistin ber
keim af balkneskum áhrifum auk þess kemur
fram ragtime, vals og tangó. Verkinu er skipt í
10 atriði sem hvert hefur sín einkenni. Allt frá
tilfinningaþrungnum tvídansi, sem var dans-
aður af Loren Feijoo og Pierre-François Vil-
anoba, upp í léttan leik dúettsins þeirra Va-
nessu Zahorian og Davit Karapetyan eða
glettnislegur dans þeirra Kristinu Long og
Pascals Molat.
Búningar voru mjög fallegir, kvendans-
ararnir í fallegum kjólum með víðu pilsi. Lýs-
ingin var einnig mjög falleg.
Dansararnir virkuðu svolítið óöruggir í byrj-
un, en þegar leið á verkið tók dansgleðin völdin
og dansararnir dönsuðu af hinni mestu snilld.
Dansverkið var stílhreint og áferðarfallegt.
7 for Eight
Dansverkið 7 for Eight er samið fyrir átta
dansara og er í nýklassískum stíl þar sem dans-
inn verður einungis að tærum hreyfingum,
hreyfingum sem fléttast saman við tónlistina.
Tónlist Bachs er sem þýður undirtónn við sam-
setningu sporanna. Samsetningarnar eru ekki
auðveldar, en í meðförum dansaranna varð
dansinn flæðandi og loftkenndur. Öll form eru
hrein, full af orku og ástríðu sem unun var á að
horfa.
Samspil dansara í tvídönsum er óaðfinn-
anlegt, dansarar krækja saman höndum og fót-
um og mynda ýmis form, verða að einu og svo
losnar takið og aftur eru þau orðin tvö.
Dansverkið er skipt í sjö þætti, sem tengjast
óbeint saman. Dansararnir koma og fara, inn
og út af sviði; leikur með skugga og ljós. Bún-
ingarnir voru einstaklega fallegir, kvendans-
arnir í fallegum svörtum blúndukjólum og
karldansarnir í svörtum buxum og bolum.
Verkið var ákaflega vel dansað og vel samið
og átti lýsing og búningar stóran þátt í að skapa
umgjörðina um verkið. Þetta var heillandi verk
sem vert er að sjá aftur.
Concerto Grosso
Concerto Grosso er í nýklassískum stíl þar
sem áhersla er lögð á dansinn en ekki að segja
sögu. Helgi samdi þetta verk fyrir 70 ára af-
mæli dansflokksins og vildi vekja athygli á hve
góðir karldansararnir væru, og þeir vöktu at-
hygli.
Concerto Grosso er dansverk samið fyrir
fimm karldansara, þar sem þeir fá tækifæri til
að sýna getu sína, styrk og tækni, jafnframt að
sýna mýkt og blíðu. Hreyfingarnar eru oft ein-
faldar, endurteknar, og gerðar í „canon“, þann-
ig að þær virkuðu eins og öldur.
Í broddi fylkingar var Pascal Molat sem
sýndi hve megnugur dansari hann er. Stökk
hans, bæði stór og smá eru hljóðlaus og stíl-
hrein. Af hinum fjórum karldönsurum vöktu
dansararnir Jamie Garcia Castilla og Hansuke
Yamamoto athygli mína fyrir frammistöðu sína.
Hver dansari fékk tækifæri til að sýna hæfni
sína á sinn hátt, en saman mynduðu þeir heild-
steypt verk sem aðdáunarvert var að horfa á.
The Fifth Season
Dansverkið The Fifth Season sýndi aðeins
dekkri mynd en hin þrjú verkin, sem voru
skemmtileg og þróttmikil. Hér smellur allt
saman, tónlist Karls Jenkins, búningar, ljós,
dansspor og dansarar. Verkið undirstrikaði enn
aftur hvað dansararnir eru tæknilega góðir en
samt með sterka útgeislun. Í tvídönsunum var
einsog dansararnir sameinuðust í einn líkama.
Þetta var án efa flóknasta verk kvöldsins sem
sannaði enn og aftur hversu frábærum döns-
urum flokkurinn hefur á að skipa. Fallegir bún-
ingar og góðir dansarar, sérstaklega Katita
Waldo, Yan Yyan Tan og Sarah Van Patten, að
hinum ólöstuðum.
Í heildina hafa dansverk Helga hreinan dans-
stíl og fágaðar hreyfingar. Hann notar bæði
einfaldar hreyfingar á móti flóknum, hægt á
móti hröðu, þannig að ávallt er um andstæður
að ræða. Samvinna dansaranna í tvídönsum er
unun á að horfa. Ekkert fum eða fát, heldur
unnið saman af öryggi og alúð. Danssporin
fléttast saman við tónlistina sem hreiðrar svo
um sig á sviðinu, böðuðu í fallegum ljósum og
búningum sem hæfa, svo að úr verði stórkost-
leg sýning.
Sýning kvöldsins sýndi afburðahæfa dans-
ara, dansara sem hafa ástríðu fyrir því að
dansa.
Þess má geta að í forsal Borgarleikhússins er
yfirlitssýning um feril Helga Tómassonar.
Myndir frá því að hann steig sín fyrstu spor á
sviði Þjóðleikhússins sem ungur drengur og
þar til síðastliðinn mánudag er forseti Íslands,
herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Helga
æðstu orðu Íslands, stórkross fálkaorðunnar.
Dansað af ástríðu
Listdans
Borgarleikhúsið, 16. maí 2007
Fern dansverk eftir Helga Tómasson.
Blue Rose, frumsýnt 14. febrúar 2006.
Tónlist: Elena Kats-Chernin. Búningar: Judanna
Lynn. Ljós: Lisa J. Pinkham. Dansarar: Kristin Long,
Lorena Feijoo, Vanessa Zahorian, Pascal Molat,
Pierre-François Vilanoba og Davit Karapetyan
7 for Eight, frumsýnt 26. febrúar 2004. Tónlist: Jo-
hann Sebastian Bach. Búningar: Sandra Woodall.
Ljós: David Finn, Dansarar: Rachel Viselli, Tilt Heli-
mets, Vanessa Zahorian, Gonzalo Carcia, Elizabeth
Miner, Frances Chung, Garrett Anderson og Nicolas
Blanc.
Concerto Grosso, frumsýnt 29. janúar 2003. Tónlist:
Fransesco Geminiani. Búningar: Sandra Woodall.
Ljós: David Finn. Dansarar: Pascal Molat, Garrett
Anderson, Jaime Garcia Castilla, Rory Hohenstein
og Hansuke Yamamoto.
The Fifth Season, frumsýnt 28. mars 2006. Tónlist:
Karl Jenkins. Búningar: Sandra Woodall. Ljós: Mich-
ael Mazzola. Sviðsmynd: I. Weiss. Dansarar: Katita
Waldo, Conzalo Garcia, Yuan Yuan Tan, Sara Van
Patten, Damian Smith, Pierre-François Vilanoba, Do-
res Andre, Dana Genshaft, Shannon Roberts Dani-
elle Santos, Martyn Garside, Garen Scribner, Ben-
jamin Stewart og Matthew Stewart.
Frábær „Í heildina hafa dansverk Helga hreinan dansstíl og fágaðar hreyfingar,“ segir m.a í
dómnum um San Francisco ballettinn.
Margrét J. Gísladóttir