Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Séra Guð-mundur Óli Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. des- ember 1927. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 12. maí 2007. Foreldrar Guðmundar Óla voru Hallfríður Bjarnadóttir hús- freyja frá Eskihlíð í Reykjavík f. 16.8. 1901, d. 3.7. 1973, og Ólafur Guð- mundsson frá Ægissíðu í Holtum, húsgagna- og húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 24.7. 1894, d. 2.5. 1976. Bræður: Friðrik, kennari f. 17.7. 1921, d. 18.12. 1941, Bjarni, lektor og húsasmíðameistari, f. 3.8. 1923, Felix, prestur f. 20.11. 1929. Hinn 30. ágúst 1952 kvæntist hann Önnu Guðrúnu Magnús- dóttur frá Ólafsvík, kennara og húsfreyju, f. 17.12. 1927, d. 24.4. 1987. Móðir hennar var Rósa Einarsdóttir Thorlacius, ljós- móðir, f. 26.8. 1890, d. 15.6. 1977, og faðir sr. Magnús Guðmunds- son, sóknarprestur í Ólafsvík, f. 30.7. 1896, d. 1.8. 1980. Guðmundur Óli var stúdent frá MR 1949. Hann lauk guð- fræðiprófi frá HÍ 1953, stundaði framhaldsnám í Noregi og Þýska- landi 1953-54. Hon- um var veitt Skál- holtsprestakall frá 1. júní 1955. Hann varð prófastur í Ár- nesprófastdæmi frá 1. október 1995. Hann lét af störfum 1. desember 1997. Jafnhliða sinnti hann um árabil kennslu og marg- víslegum ritstörf- um. Hann var mikil áhugamaður um tónlist og var meðal hvatamanna að sumartón- leikunum í Skálholti. Hann var hestamaður og stofnaði hesta- mannafélagið Loga í Biskups- tungum. Hann kom víða við í fé- lagsstörfum, kynntist ungur starfi KFUM og KFUK, kristni- boðsins, einn af stofnendum KSS og gegndi mörgum trúnaðar- störfum hinna ýmsu félaga, eink- um innan krikjunnar og í Bisk- upstungum. Eftir að hann lét af störfum byggði hann sér hús í Reykjanesi í Grímsnesi og bjó þar til dauða- dags. Útför sr. Guðmundar Óla Ólafssonar verður gerð frá Skál- holtskirkju í dag kl. 14. Minningarnar um látinn vin til margra ára eru svo fjölmargar, að vandi er úr að velja svo einhver regla verði á. Því ætla eg að byrja á byrjuninni. Við kynntumst fyrst á skúrþaki við Baldursgötu 14, níu ára að aldri báðir. Eg var nýfluttur í hverfið og stóð í stríðu við að halda frá mér hóp stráka með snjókasti og hafði flúið upp á skúrþak til að standa betur að vígi. Eg mátti mín lítils við margn- um. Sé eg þá útundan mér strák á mínum aldri klifra upp á þak aftan við mig. Tók hann orðalaust til við að hjálpa mér í snjókastinu með þeim árangri, að hinir flýðu af hólmi. Þá fór hann til baka sömu leið og hann kom án þess að yrða á mig. Þetta var Guðmundur Óli Ólafs- son. Næstu daga kynntumst við betur og upp úr þessu greri svo vinátta, sem entist alla okkar ævi, eða þar til Óli lést. Við vorum afar ólíkt skapi farnir, en það varð aldrei til vandræða, okkur kom alltaf vel saman. En árin liðu og við þroskuðumst. Var þá farið að nefna, hvað við ætl- uðum að verða „þegar við yrðum stórir“. Svar Óla var einfalt. „ Eg ætla að verða prestur í sveit og eiga fullt af hest- um“. Hann hvarflaði aldrei frá þeirri hugmynd. Hann gekk því menntaveginn, sem endaði með útskrift hans sem guðfræðingur frá Háskóla Íslands Um sama tíma steig hann sitt stærsta hamingjuspor í lífinu, er hann gekk að eiga Önnu Magnús- dóttur prests í Ólafsvík. Hún var þá nýútskrifuð barnakennari frá Kenn- araskólanum. Fljótlega vildi Óli bæta við menntun sína og fór til Noregs og síðan Þýskalands að kynna sér bet- ur fræði Lúters. Anna fylgdi honum út. Er þau komu aftur heim fór Óli að líta í kring um sig eftir presta- kalli. Þau voru ekki mörg á lausu þá. Svo kom að því að Skálholts- prestakall var sett til umsóknar. Sótti Óli þar um ásamt einum öðr- um presti. Hófst nú „kosningaáróðurinn“ sem fólst í því, að umsækjendur fóru um sóknina og kynntu sig fyrir fólkinu. Í þessari kynningu stóð Anna eins og klettur við hlið manns síns. Varð það mjög honum til góðs, eins og síðar kom fram. Kosningin fór svo, að Guðmundur Óli var kosinn löglegri kosningu sem prestur Skálholtsprestakalls og var vígður til þess 5. júní 1955. Óli hafði oft gaman af að segja frá því, að er fram liðu stundir voru sumir bændur að stríða honum með því að segja „þú veist, að við kusum Önnu, en ekki þig“. Það var allt í lagi að segja þetta, því fljótt kom í ljós, að öllum líkaði prýðilega við prest sinn. Nú var Óli orðinn prestur uppi í sveit og þá var komið að því að eign- ast hestana. Ekki stóð á því. Fljótlega eign- aðist hann góða hesta og hægt og rólega byggði hann upp sitt eigið hestakyn. Margir föluðust eftir hestum frá honum. En svo kom reiðarslagið. Anna dó árið 1987 eftir langvarandi veikindi. Þetta tók gífurlega á Óla, því Anna var honum allt í öllu. Hann saknaði hennar allt fram á sinn eigin dauða- dag. Hann varð þó að halda lífinu áfram og hélt ótrauður áfram að boða trúna á Guð almáttugan og son hans Jesú Krist. Hann boðaði ætíð trúna af festu, sannfæringu og ör- yggi. Honum varð aldrei haggað með efasemdum. Hann þjónaði Skálholtsprestakalli alla sína starfs- ævi til sjötugs. Í gegn um allt hans líf hélst vin- átta okkar óhögguð þótt stundum aðskildu okkur álfur og höf svo ár- um skipti. En þegar við hittumst aftur, var eins og við hefðum kvaðst í gær. Það var gott að eiga hann að vini, við hann var hægt að tala um allt sem íþyngdi eða gladdi. Eg þakka Óla samfylgdina gegn um 70 ár og bið Drottinn að blessa sálu hans. Eg samhryggist öllum nákomn- um. Baldur Bjarnasen. Síra Guðmundur Óli Ólafsson lést aðfaranótt 12. maí s.l. Hann varð bráðkvaddur. Við höfðum talast við í síma um morguninn og var þá eng- in veikindi í máli hans að heyra, heldur var hann glaður í sinni. En „ein nótt er ei til enda trygg.“ Á þessari nóttu lauk áratuga tryggða- vináttu okkar. Hún var bundin sam- eiginlegum verkahring í þjónustu kristinnar kirkju og hugðarefnum, sem við áttum saman. Þannig var háttað samneyti okkar. Sr. Guðmundur Óli ólst upp með trúuðum kristnum foreldrum og þrem bræðrum, sem var eins farið um mótun og uppeldi. Á ungaaldri kynntust þeir kristnum félagsskap í K.F.U.M. og urðu tryggir í starfi þar. Þeir kynntust sr. Friðriki Frið- rikssyni og ágætum starfsmönnum, guðfræðingum og prestum og með þeim kynntust þeir hreinni lúth- erskri trúarboðun, sem þeir tileink- uðu sér í ævistarfi sínu. Sr. Guðmundur Óli stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann reyndist ágætur námsmaður. Ég hygg, að það hafi verið á námsárum sr. Guðmundar Óla í MR eða í guðfræðideildinni, sem ég sá hann fyrst, svo að ég tæki eftir hon- um. Var það við föstuguðsþjónustu í kapellu Hallgrímskirkju. Ég minn- ist þess, er ég hlýddi á hann, hve tök hans á íslenzku máli voru eft- irtektarverð og vönduð, og trúar- boðun skýr, hlý, þroskuð og áhrifa- rík. Árið 1955 var hann kosinn sóknarprestur í Skálholtspresta- kalli. Þar þjónaði hann í 42 ár. Þau hjónin Anna Magnúsdóttir og sr. Guðmundur Óli sátu staðinn með sæmd. Anna var stórmyndarleg húsfreyja. Gestrisnin var mikil. Hún var ötul í starfi við hlið eiginmanns síns, bæði í kirkju og utan hennar. Hún lést árið 1987. Sr. Guðmundur Óli bar mikla virðingu fyrir starfi sínu og söfn- uðum sínum. Hann rækti vináttu við alla og naut vinsælda. Hann var sér- stakalega vandaður prestur. Pre- dikun hans var einlæg, skýr kristinn boðskapur, fluttur af trúarvissu. Hann játaði ekki trú sína með fyr- irvara. Á niðurskipan efnisins og orðfæri voru tök listamanns. Þjón- ustan var veitt í vitundinni um heil- agleika Guðs. Hann var ritstjóri tveggja tíma- rita um skeið. Annað var „Hestur- inn okkar“. Sr. Guðmundur var hestamaður ágætur. Hitt tímaritið var „Kirkjuritið“. Hann ritaði þar um kristniboð meðal Gyðinga. Þann áhuga hafði Ólafur Ólafsson kristni- boði vakið með honum. Hann hafði forgöngu um stofnun félagsskapar hérlendis um kristniboð meðal Gyð- inga. Auk þess að vera ágætlega ritfær maður var hann skáldmæltur og orti bæði í bundnu máli og lausu, en flíkaði því ekki. Þáttur var í lífi sr. Guðmundar Óla, sem ekki má liggja í láginni. Það var tónlistaráhugi hans. Hann var einn megin-stuðningsmaður sumartónleikanna í Skálholti, sem Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, var frumkvöðull að og veitti for- stöðu. Það var áhugamál sr. Guð- mundar að þetta tónleikahald héld- ist við með sama sniði og verið hafði, meðan Helga Ingólfsdóttir veitti því förstöðu. Ég kveð sr. Guðmund Óla með söknuði. Hann var staðfastur og tryggur vinur minn. Maður heil- steyptur og heiðvirður, ríkur sam- úðar og vinsemdar í annarra garð, vandur að orðum sínum og vel virt- ur. Arngrímur Jónsson. Fyrir rúmum 50 árum hagaði svo til í Biskupstungum að söfnuðir þar skyldu velja sér nýjan prest. 2 ungir guðfræðingar kepptu um hylli Tungnamanna og héldu framboðs- messur sem voru vel sóttar. Er messa skyldi í Úthlíðarsókn á miðjum vetri, gekk prestsefnunum illa að komast austur, því Hellis- heiði var ófær. Var þá snúið til baka og farin Krísuvíkurleið. Var því komið kvöld er þeir birtust. Bæði prestsefnin höfðu með sér konur sínar en mikið var upp úr því lagt að prestfrúin væri líkleg til að verða leiðandi afl í kvenfélagi sveitarinn- ar. Fyrrverandi prestsfrú á Torfa- stöðum hafði alla tíð verið ókrýnd drottning sveitarinnar. Á þessu messukvöldi hitti ég séra Guðmund Óla í fyrsta skipti og Önnu Magn- úsdóttur konu hans sem var glæsi- leg kona. Átti hún stóran þátt í sigri Guðmundar um prestsembættið. Guðmundur og Anna settust að á Torfastöðum vorið eftir. Hinum ungu prestshjónum gekk vel að kynnast sveitafólkinu og laga sig að þeirra siðum og einnig að bjóða upp á ýmsar nýjungar. Séra Guðmundur var einkar prúður í sín- um kennidómi, hann hafði Biblíuna að leiðarljósi og lagði ávallt út af texta dagsins og blandaði ekki hinu daglega amstri manna það mikið inn í sínar ræður. Anna kona séra Guð- mundar tók mikinn og virkan þátt í starfi manns síns. Var hún afburða góð söngkona og söng að jafnaði við allar athafnir kirknanna meðan líf og heilsa entist. Nýr prestsbústaður var byggður í Skálholti um leið og nýja kirkjan eftir miðja síðustu öld. Fluttu Guð- mundur Óli og Anna þangað og stóð heimili þeirra sem áður öllum opið. Mikil gleði var það þegar ungmenn- in fermdust á vorin. Sá sem þessar línur ritar á þar skuld að gjalda en séra Guðmundur skírði og fermdi öll mín börn. Er Anna kona hans féll frá á miðjum aldri var stórt skarð höggvið sem ekki var hægt að fylla en óbugaður hélt séra Guð- mundur áfram á þessum stóra stað þar sem móðir allra kirkna á Íslandi stendur. Séra Guðmundur Óli var hesta- maður af lífi og sál og átti hann nokkuð af hrossum alla tíð. Hans mesta yndi var að umgangast hross- in og hirða um þau. Hann var for- maður hestamannafélagsins Loga í mörg ár og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi Loga bæði á samkomum og kappreiðavellinum. Kappreiðar Loga hófust gjarna með helgihaldi hjá séra Guðmundi. Traust vinátta var alla tíð með okkur Guðmundi og okkar fólki en í Úthlíð messaði hann í 12 ár þar til sóknin var flutt að Torfastöðum. Hann var talsmaður þess að end- urreisa Úthlíðarkirkju og hvatti mig til að byggja kirkjuna í Úthlíð. Mikil var gleði okkar er hann flutti bæna- messu í kirkjunni hálfbyggðri. Upp- hóf raust sína: Ef Guð byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til einskis. Er ævistarfinu lauk flutti hann að býlinu Reykjanesi vestan við Brúará beint á móti Skálholti. Þar átti hann góð ár með hrossunum sínum og í var sambandi við góða vini. Fyrir 2 árum bauð hann nokkrum gömlum samherjum til veislu. Þá sá ég að hann var kóngur í sínu ríki. Til nokkurs hafði hann heillað Tungnamenn fyrir 50 árum og gefið þeim alla sína krafta. Ég sendi öll- um ástvinum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Björn Sigurðsson, Úthlíð. Þegar trúfastir þjónar Drottins eru kallaðir heim og hverfa af sjón- arsviðinu rifjast oft upp fyrir okkur sem eftir erum hvað við eigum mik- ið fyrir að þakka að hafa fengið að njóta trúfesti þeirra og starfa. Þannig er nú með séra Guðmund Óla sem var lítið fyrir sviðsljósið en naut sín meðal vina sinna svo að þeir höfðu allir unun af. Guðmundur Óli var mikill vinur og talsmaður kristniboðsins. Hann kynntist starfinu á unglingsárum og tengdist því sterkum böndum upp frá því með ýmsum hætti. Áhugi hans setti m.a. mark á Kirkjuritið þau ár sem hann var ritstjóri þess við upphaf 8. áratugar liðinnar ald- ar. Þar birtust greinar og viðtöl við kristniboða og forsvarsmenn frjálsa kristilega starfsins hér heima. Þegar við hjónin, bróðir minn og mágkona vígðumst sem kristniboð- ar fyrir 25 árum var það eðlileg ráð- stöfun að hann var kallaður til að vígja okkur til þeirrar þjónustu. Guðmundur Óli var einnig um tíma áhugamaður um kristna boðun með- al Gyðinga. Hópur í kringum hann studdi það starf og minnti á skuld okkar við þjóðina sem gaf okkur frelsarann, fagnaðarerindið og Biblíuna. Veröldin öll var akur Drottins í huga Guðmundar Óla. Ég þakka samfylgdina og stuðn- ing hans við málefni kristniboðsins og bið Guð að blessa minningu hans, ættingja alla og vini. Ragnar Gunnarsson. Á kaldri en bjartri vornóttinni kvaddi séra Guðmundur þennan heim eftir 80 ára vist hér á jörð og hélt á vit nýrra ævintýra. Við leið- arlok er margs að minnast en Guð- mundur skírði mig og fermdi, auk þess að skíra Andra Björn elsta son minn. 50 ára ferill Guðmundar sem prestur Tungnamanna markar djúp spor í þeirri sveit. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í skóla hjá Guðmundi og Önnu. Allur sá tími er ógleymanlegur hverjum þeim sem hjá þeim numdi. Sérstaklega er spurningatíminn eftirminnilegur vorið 1976, en þá gistum við bekkj- arsystkinin nokkra daga í Skálholti. Galsinn og lífgleðin var mikil en ein- hvernveginn tókst Guðmundi að koma böndum á liðið, eins og bald- inn fola, og fá okkur á sitt band. Fá okkur til að hugsa um muninn á réttu og röngu og finna réttan takt fyrir hvert og eitt okkar. Fyrir góða leiðsögn mér til handa, vináttu og stuðning við okkur fjölskylduna í Úthlíð, í blíðu og stríðu, vil ég þakka. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Björnsson og fjölskylda. Komið er að kveðjustund fyrir- varalítið og við starfsbræður sr. Guðmundar Óla í Árnessprófasts- dæmi hugsum til baka og minningar leita á hugann. Hann átti sína starfsævi til 70 ára aldurs í Skálholtsprestakalli og Ár- nessprófastsdæmi og tók miklu ást- fóstri við vettvang sinn. Raunar sinnti hann oftsinnis þjónustu eftir að hann lét af störfum ef þannig stóð á og má þar gjarnan nefna vikulegar föstumessur hans og sr. Arngríms Jónssonar á Mosfelli allt til þessa árs. Guðmundur Óli sat á Torfastöð- um til ársins 1963 er hann flutti að höfuðbóli kirkju og héraðs á Skál- holtsstað. Þar er staður mikillar sögu því þar voru um aldir mikil umsvif og ótrúlegar byggingar að allri reisn. Þó er það nú svo að vöxt- ur varð ekki minnstur á dögum sr. Guðmundar Óla og ævintýri hans að taka þátt í því og eiga hlut að allri uppbyggingu sem þar er orðin. Sannlega vildi hann veg staðarins sem mestan. Af mörgu er að taka á hans árum þar. Fornleifagröftur, bygging kirkjunnar og undirbúning- ur að vígslu hennar. Vissulega bjó sr. Guðmundur við þá sérstöðu, sitj- andi þennan mikla stað, að margir komu þar að verki og létu sig málin varða eins og trúlega óhjákvæmi- legt er við hina miklu dómkirkju sem þar reis. En húsin öll þurfti að fylla af lífi og þar hafði sr. Guðmundur Óli framtíðarsýn. Uppbygging sumarbúðanna var ríkur þáttur í starfi sr. Guðmundar en þar reis síðust Oddstofan sem hann batt vonir við sem menning- arsetur. Tónlistarhefðin var ríkuleg og bar mikinn ávöxt. Sumartónleikarnir lyftu staðnum og stóð séra Guð- mundur Óli þar eins og klettur og á þakkir skildar fyrir það. Þar var mikið hæfileikafólk í fararbroddi en átti jafnan hans liðstyrk og fyrir- bæn. Að sönnu voru þetta umbrota- tímar og kannski mætti segja fæð- ingarhríðir. Margt hefur breyst, skólastarfið og sumarbúðastarfið en vissulega voru sköpuð skilyrði fyrir fjölbreyttri þjónustu. Sr. Guðmundur Óli var alla tíð mjög virkur í kirkjulegu starfi og í samfélagi okkar prestanna. Hann var bæði í stjórn Prestafélags Suð- urlands og Prestafélags Íslands, áhugamaður um trúmál og út- breiðslu trúarinnar, stuðningsmað- ur kristniboðs og sérstakur áhuga- maður um kristniboð í Ísrael. Hann var ágætlega ritfær og ritaði marga sögupistla er hann dreifði í sínum söfnuðum. Hann samdi skáldsögu er bregður birtu á líf staðarins til forna og nefna má merka þýðingu hans á ævisögu Lúthers og sögu Prestafélags Suðurlands. Er hér stiklað á stóru, því margt hefur bor- ið við á langri leið. Ekki hafa allir verið sammála sr. Guðmundi Óla. Það er nú eins og gengur að skoðanir eru of marg- breytilegar til þess að öllum verði gert til hæfis samtímis. En einlægni sr. Guðmundar Óla og heiðarleiki verður ekki dreginn í efa. Sannlega vildi hann vera trú sinni og köllun trúr og hafði það leiðarljós umfram Guðmundur Óli Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.