Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 19 SUÐURNES SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum GLÆSILEGASTI JAKKI LANDSINS ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 76 96 0 5 /0 7 Það er ótrúlegt hvað þau eru tilbúin að ganga langt til að fanga athygli ykkar. Ekki láta þau ganga lengra KYNNTU ÞÉR KOSTI VILDARKLÚBBS ICELANDAIR. Þú safnar Vildarpunktum í viðskiptum við Icelandair, Flugfélag Íslands, hjá Icelandair hótelunum og öðrum samstarfsaðilum Vildarklúbbs Icelandair. • Þú notar Vildarpunktana þína til þess að fara út í heim í áætlunarflugi Icelandair – börn að 16 ára aldri fljúga á helmingspunktum. • Þú notar Vildarpunktana til greiðslu fyrir gistingu á yfir 100 hótelum víðs vegar um heim og fyrir bílaleigubíla. • Félagar í Vildarklúbbi Icelandair safna að meðaltali á hverju ári Vildarpunktum sem samsvara greiðslu fyrir flugfari til Evrópu með Icelandair. • Þú getur notað Vildarpunktana þína sem greiðslu að hluta fyrir flugfar og greitt afganginn með peningum. ‘07 70ÁR Á FLUGI Vildarklúbbur Reykjanesbær | Haldið var mikið skákmót í Heiðarskóla í Keflavík á dögunum. Fjölmargir nem- endur, alls 62 úr þriðja til tí- unda bekk, skráðu sig til keppni. Salur Heiðarskóla var þétt setinn þegar mótið hófst. Í lok mótsins var svo krýndur skák- meistari Heiðarskóla sem í ár var Sigurður Vignir Guðmunds- son, nemandi í 9. bekk MJ. Hann fær nafn sitt letrað á bikar sem geymdur verður í skólanum og fær annan bikar til eignar. Fyr- irtækið Milli himins og jarðar gaf bikarana, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Heiðarskóla. Í öðru sæti varð Unnar Már Unnarsson í 7. bekk EE. Jöfn í 3. til 8. sæti voru Hlynur Almar Sölvason, 4. HT, Grétar Þór Sig- urðsson í 8. IS, Jón Ágúst Guð- mundsson í 6. ÞG, Bjarni Reyr Guðmundsson í 10. RR, Evalín Hlynsdóttir í 7. EE og Kristinn Ásgeir Gylfason, nemandi í 10. bekk SN. Skákmeistari Heiðarskóla krýndur Helguvík | Niðurstöðu frummats- skýrslu HRV um áhrif fyrirhugaðs ál- vers við Helguvík er fagnað í sameig- inlegri yfirlýsingu bæjarstjóranna í Garði og Reykjanesbæ. Skýrslan hef- ur verið auglýst og er birt á vefsíð- unni www.hrv.is og reykjanesbaer.is. „Frummatsskýrslan sýnir svo ekki verður um villst að komið hefur verið til móts við mikilvægustu skilyrði og kröfur okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í fyrsta lagi er nefnt að sú tillaga sem lögð er fram um þynningarsvæði ekki áhrif á landnotkun eða framtíð- arstefnu sveitarfélaganna Garðs og Reykjanesbæjar. Því sé útlit fyrir að skipulag á iðnaðarsvæðinu geti orðið til fyrirmyndar. Í öðru lagi verður flutningur á raf- orku til iðnaðarsvæðisins um jarð- strengi frá Fitjum að Helguvík. Í þriðja lagi kemur fram að komið hafi verið til móts við óskir fulltrúa heimamanna um útlit og hönnun ál- versins, manir í kringum það og gróð- ur, þannig að hvergi á Suðurnesjum verði sérstök sjónlýti af völdum vers- ins. Í fjórða lagi hafa Norðurál, Hita- veita Suðurnesja, Orkuveita Reykja- víkur og Háskóli Íslands hafið sam- starf um vísindaverkefni um kolefnisbindingu sem er spennandi framlag til grundvallarrannsókna á þessu sviði á heimsvísu, segir í yfirlýs- ingunni. Í frummatsskýrslunni kem- ur fram að álverið falli undir íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar og sam- ræmist stefnu íslenskra stjórnvalda um útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda. Áhrif á aðra umhverfisþætti séu í flestum tilvikum óveruleg, nema á afmörkuðum svæðum sem fari und- ir mannvirki. Jákvætt fyrir byggðarlögin „Við hvetjum fólk á Suðurnesjum til að kynna sér skýrsluna. Skýrslan og tillögur að breytingum á gildandi aðalskipulagsáætlunum Reykjanes- bæjar, Garðs og Keflavíkurflugvallar verða kynntar almenningi á opnum fundum í samráði við Skipulagsstofn- un í byrjun júní. Ýmis atriði þarf að ræða frekar og velta vöngum yfir eins og t.d. mengunarvörnum, svo og þeim möguleika að förgun kerbrota geti orðið til þess að sporna gegn land- broti sem ógnar golfbrautum á Hólmsvelli í Leiru. Við tökum heilshugar undir þá nið- urstöðu frummatsskýrslunnar að heildaráhrif byggingar og reksturs álvers við Helguvík verði jákvæð fyrir byggðarlögin hér og landið í heild, enda er gert ráð fyrir að það verði byggt í áföngum og af innlendum að- ilum eins og kostur er. Áhrif á at- vinnu- og félagslíf munu verða mikil og góð og styðja við aðra atvinnuþró- un á svæðinu,“ segja bæjarstjórarnir. Ánægð með mats- skýrslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.