Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 24
matur 24 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þ etta er matarmikil súpa sem gott er að taka með sér í ferðalög þar sem hluta hennar má laga fyrirfram,“ segir matgæðingurinn Jón Víðir Hauksson um ilmandi kjúklinga- súpuna í pottinum á eldavélarhellunni. Jón Víðir starfar sem kvikmyndatökumaður hjá Ríkissjónvarpinu og matreiðsluáhugann hefur hann haft lengi. „Við öll systkinin höfum gaman af mat. Áhugi minn hefur svo aukist enn frekar í tengslum við vinnuna, en ég hef komið töluvert að gerð matreiðslu- og ferðaþátta sem teknir hafa verið víðsvegar um heim og það er góður grunnur fyrir alþjóðlega matargerð. Þess utan þá erum við karlmennirnir í fjölskyldunni mikið fyrir að fara á veiðar og mér finnst algjört frumskilyrði að veiðimaður geti hanterað sína eigin bráð, hvort sem um er að ræða sjófugl, gæs, hreindýr eða fisk.“ Með áhuga á norrænni matargerð Þó að villibráðin teljist oft meiri veislumatur, stendur Jón Víðir ekki verr að vígi er kemur að hversdagseldamennskunni. „Ég sé að mestu um matseldina á mínu heimili,“ segir Jón Víðir. „Það eru þó nokkrir réttir sem konan mín, Brynhildur Barðadóttir, gerir betur en ég, til að mynda lasagna og svo matreiðir hún frábæran humar. Restina sé ég um, svo framarlega sem ég er ekki að vinna.“ Og matreiðsluáhuginn nær yfir marga ólíka matreiðslustrauma. „Það er tvennt sem er á náttborðinu hjá mér, matreiðslubækur og veiðitímarit,“ segir Jón Víðir sem leitar víða fanga. „Ég hef mikinn áhuga á norrænni matargerð og er til dæmis mikill áhugamaður um síld og matreiðslu hennar, sem og aðrar matarhefðir á Norðurlöndunum.“ Fimm ára dvöl í Svíþjóð kynnti hann fyrir sænskri matargerð, auk þess sem gott norrænt hráefni á sinn þátt á áhug- anum. „Við Norðurlandabúar eigum virkilega gott hráefni, bæði fisk, osta og sveppi og svo kemur villibráðin náttúrlega sterk inn,“ segir Jón Víðir sem sjálfur fer jafnan og tínir bæði sveppi og ber hér heima á haustin. „Ég hef svo einnig mikinn áhuga á alþjóðlegri matargerð og geri til að mynda töluvert af því að elda indverska, ítalska og austurlenska rétti.“ Súpa sem klikkar ekki Er kemur að réttum sem eru í sérstöku uppá- haldi eru Jón Víðir og Brynhildur hins vegar ekki alveg á sama máli. „Við erum dálítið ólík hjónin þegar kemur að uppáhaldsréttunum. Þegar ég elda eitthvað sérstaklega fyrir hana þá er það yfirleitt ítalskt eða indverskt, en vilji ég gera vel við mig vel ég frekar góðan saltfisk- rétt eða lambaskanka í rauðvíni.“ Kjúklingasúpan sem Jón Víðir gefur okkur uppskriftina að er hins vegar í miklum metum hjá allri fjölskyldunni, en uppskriftina þróaði Jón Víðir sjálfur út frá ítölskum minestrone- súpum. „Það má segja að austrið mæti vestrinu í þessari súpu því í henni má finna bæði ítölsk og austurlensk áhrif. Hún er matarmikil, en ekki þung og hægt að leika sér með magn og teg- undir grænmetis og bæta jafnvel baunum sam- an við ef vill. Við hjónin bjóðum oft upp á þessa súpu þegar við förum með einhverju vinafólki okkar í veiðiferðir á sumrin, enda er hún frábær sem nestiskostur í ferðalögum – klikkar ekki!“ Kjarnmikil kjúklingasúpa fyrir 6-8 Þennan hluta má gera fyrirfram og taka t.d. með sér í bústaðaferð eða útilegu þar sem seinni hluta uppskriftarinnar er bætt við. 1 heill kjúklingur 1 laukur 1 stilkur sellerí 1 gulrót 2 lárviðarlauf 10 piparkorn Kjúklingurinn er soðinn í vatni ásamt græn- meti og kryddi við vægan hita í um þrjú korter. Kjúklingurinn er því næst tekinn upp úr og kældur. Soðið er þá síað og sett til hliðar. Þegar kjúklingurinn er síðan orðin kaldur er kjötið reytt af. Kjúklingur og soð er svo geymt í sitt- hvoru ílátinu. Seinni hluti: Á áfangastað er síðan seinni hluti súpunnar gerður, en í hann fara: 2 sellerístilkar brokkólí, lítill haus 8 rif hvítlaukur 2 rauð chilli 2 gulrætur 1 laukur, grófsaxaður 4 beikonsneiðar 2-3 kvistar rósmarín 2 tómatar, saxaðir og fræhreinsaðir 1 poki tortellini (t.d. Barilla með ostafyllingu) fersk basilíka ferskt kóríandar safi úr sítrónu grænt pestó parmesanostur, ef vill Grænmetið grófsaxað, nema chilli sem er fín- saxað. Þeir sem vilja hafa súpuna bragðminni fræhreinsa chillibelgina. Beikonið er skorið í litlar sneiðar. Rósmarínnálar fjarlægðar af stönglunum og fínsaxaðar. Ólífuolía sett í pott og grænmetið, utan tómata, er steikt ásamt beikoni og rósmarín. Kjúklingasoðinu er því næst bætt saman við og suðan látin koma upp, súpan er svo styrkt með kjúklingakrafti. Tortellini og kjúklinga- kjötinu er því næst bætt saman við og súpan soðin þar til pastað er soðið. Bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa. Söxuðu kóríander og basiliku bætt út í í lokinn ásamt söxuðum, fræ- hreinsuðum tómötum. Súpan er framreidd með teskeið af pestói á hvern disk og parmesanostur rifinn yfir. Borin fram með nýju og góðu brauði. Matreiðslubækur og veiðiblöð á náttborðinu Morgunblaðið/ÞÖK Matgæðingurinn Jón Víðir Hauksson hefur haft gaman af mat og matargerð frá unga aldri. Ilmandi Hún lofar óneitanlega góðu, kjúklingasúpan í pottinum. Kjúklingasúpan Kjarnmikil og góð og hentar því vel í veiðiferðina.Hráefnið Breyta má grænmetinu í súpuna eftir smekk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.