Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 14
FRAMKVÆMDASTJÓRI Kommúnistaflokksins í Kína, Liu Qi, sagði á þingi hans í gær, að til þess að tryggja árangursríka Ólympíuleika í Peking á næsta ári verði að leggja höfuðáherslu á öryggi í borginni. Kínverjar ætla að nota leikana til að hefja Peking til aukinnar virðingar og sagði Qi, sem einnig er formaður skipu- lagsnefndar, að taka yrði á afbrotum og spillingu til að ná settu marki. Mikil mengun er í Peking og haft var eftir talsmanni ólympíuliðs Breta í sundi að hópurinn myndi draga það eins lengi og mögulegt væri að koma til borgarinnar, en heimamenn eru sannfærðir um að loftið verði gott í Ólympíuleikvanginum „hreiðrinu“. Reuters Öryggið á oddinn í Peking 14 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lagadeild Umsóknarfrestur er til 5. júní. www.lagadeild.hi.is. Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði JÁRNBRAUTARLESTIR frá Norð- ur- og Suður-Kóreu fóru yfir landa- mæri ríkjanna í gær og var um sögulegan viðburð að ræða því lest hafði ekki farið yfir landamærin í um 56 ár eða frá því snemma í Kór- eustríðinu sem stóð yfir frá 1950 til 1953. Lestirnar lögðu af stað á svip- uðum tíma, önnur frá Suður-Kóreu og hin frá Norður-Kóreu. 150 far- þegar voru í hvorri lest og var þeim vel fagnað á ákvörðunarstað. Lee Jae-Joung ráðherra, sem fer með samskipti ríkjanna í stjórn Suður-Kóreu, sagði að nýr kafli í friðarviðræðum þeirra væri hafinn. Ferðirnar gerðu gæfumuninn í því að komast yfir kalda stríðið. Að- skilnaðarveggur hefði verið brot- inn og við tæki tímabil friðar og sameiningar. Starfsbróðir hans í Norður- Kóreu, Kwon Ho-Ung, sagði að er- lend yfirvöld hefðu þröngvað að- skilnaðinum upp á ríkin og vísaði til Bandaríkjanna í því efni. Hann sagði að fulltrúar ríkjanna myndu vinna að því að tryggja að „samein- ingarlestin“ héldi áfram á tein- unum í átt til friðar og einingar. Lestarferðirnar tóku skamman tíma enda stutt ferðalag, önnur lestin fór 25 km og hin 27 km. Kim Yong-Sam, ráðherra með stjórn járnbrauta í Norður-Kóreu á sinni könnu, sagði að það hefði tekið meira en hálfa öld að komast þessa stuttu vegalengd en nú væri aðal- atriðið að halda leiðinni opinni. Reuters Í gegnum hliðið Hermenn frá Suður-Kóreu stóðu vörð við landamæragirð- inguna í Paju norður af Seoul þegar lestin fór þar í gegn í gær. Sögulegar lestarferðir Kabul. AFP. | Anders Fogh Rasm- ussen, forsætisráðherra Danmerk- ur, afhenti í gær Hamid Karzai, for- seta Afganistan, litla forna styttu af ljóni. Hann sagði við það tækifæri að þetta væri fyrsti afganski grip- urinn af 4.000 sem reynt hefði verið að flytja til Danmerkur með ólög- legum hætti fyrir nokkrum árum og Danir ætluðu að skila aftur. Danir eru með 400 hermenn í Afganistan. Rasmussen sagði að fjölgað yrði í liðinu og fjárhags- legur stuðningur Dana yrði aukinn um meira en 30%, yrði meira en 40 milljónir dollara innan fárra ára. Reuters Leiðtogar Hamid Karzai og Anders Fogh Rasmussen í Kabul í gær. Danir skila verðmætum PAUL Wolfowitz tilkynnti í gær- kvöldi að hann hætti sem forstjóri Alþjóðabankans 30. júní. Wolfowitz sagði að hann segði upp með hags- muni bankans í huga. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að bandarísk stjórnvöld hefðu kosið að Wolfowitz yrði áfram í embætti. Wolfowitz hættir ALI Mohamed Gedi, forsætisráð- herra Sómalíu, slapp með skrekk- inn, þegar bifreið, sem hann var í, var ekið yfir jarðsprengju í Mogad- ishu í gær. Mikill reykur gaus upp en sprengjan stóð á sér og sprakk ekki. Þetta er í þriðja sinn sem reynt er að ráða Gedi af dögum. Slapp ómeiddur KÓLUMBÍSKUM lögreglumanni hefur tekist að sleppa úr haldi skæruliðahreyfingarinnar FARC eftir átta ára prísund. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN segir að manninum hafi tekist að sleppa 28. apríl en hann var í 17 daga að kom- ast gegnum frumskóga á Amazon- svæðinu þar til hann hitti lög- reglusveit. Lögreglumaðurinn segir að í fangavistinni hafi hann borið hlekki um hálsinn nánast all- an tímann. Slapp úr haldi GORDON Brown, fjármálaráðherra og verðandi leiðtogi breska Verka- mannaflokksins og forsætisráherra, sagði í gær, eftir að staðfest hafði verið að hann væri sjálfkjörinn eft- irmaður Tony Blairs, að hann færi fyrir nýrri ríkisstjórn með nýrri forgangsröð. Brown tekur við formennsku í Verkamannaflokknum á aukalands- fundi 24. júní og forsætisráðuneyt- inu 27. júní, þegar Blair lætur af embætti. Brown fékk 313 tilnefn- ingar af 352 og því náði enginn ann- ar lágmarkinu sem var 45 tilnefn- ingar. Á sama tíma staðfestu Blair og George Bush, forseti Bandaríkj- anna, sterk tengsl ríkja sinna á fundi sínum í Washington. Brown tók í sama streng og sagði að sam- band forseta Bandaríkjanna og for- sætisráðherra Bretlands ætti að vera sterkt. Brown boðar breytingar Nýr leiðtogi Gordon Brown verður kjörinn án mótstöðu eftir mánuð. Kveðja Tony Blair og George W. Bush í Hvíta húsinu í gær. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FERÐAMENN utan Norður-Amer- íku sneiða í auknum mæli hjá Banda- ríkjunum en engu að síður stendur ferðamennskan vel í landinu og varð methagnaður af henni í fyrra, 12 þúsund milljarðar dollarar. 26 milljónir erlendra ferðamanna utan Kanada og Mexíkó sóttu Bandaríkin heim árið 2000 en 21,7 milljónir manna í fyrra. Talsmenn ferðamála er bjartsýnir, segja að fjöldi ferðamanna sé mjög nálægt fjöldanum fyrir árásina á Bandaríkin 11. september 2001 og gera megi því skóna að fyrri tala náist fljótlega. Flestir frá Kanada og Mexíkó Bandaríkjamenn eru duglegir að ferðast innanlands og Kanadamenn og Mexíkóar eru tíðir gestir. Roger Dow, forseti Samtaka ferðamála, segir að meira en 51 milljón ferða- manna heimsæki Bandaríkin árlega og þar af komi 29 milljónir frá Kan- ada og Mexíkó. Kanadískum ferða- mönnum hefur fjölgað um 10% frá 2000 en ferðamönnum frá Mexíkó hefur fjölgað um 26% á sama tíma. Ferðamönnum frá öðrum löndum fækkaði um 17% frá 2000 til 2006 og Dow bendir á að jafnvel sterk staða evrunnar gagnvart dollar hafi ekki ýtt undir Evrópubúa að ferðast til Bandaríkjanna. Ferðamönnum frá Þýskalandi fækkaði um 22% frá 2000 til 2006 og ferðuðust 1,7 milljónir Þjóðverja til Bandaríkjanna í fyrra. 790.000 Frakkar heimsóttu Bandaríkin 2006 og er það 28% fækkun frá 2000. 4,2 milljónir Breta komu til Bandaríkj- anna í fyrra og er það 11% fækkun frá 2000. Japönskum ferðamönnum í Bandaríkjunum fækkaði um 27% og voru þeir 3,7 milljónir í fyrra. Strangar reglur fæla frá Borgarar 27 ríkja þurfa ekki árit- un til Bandaríkjanna. Dow segir að strangar reglur og eftirlit við komu fæli fólk frá. Í því sambandi segir hann að það taki Brasilíumenn a.m.k. tvo mánuði að fá áritun til Bandaríkjanna og því sæki þeir frek- ar til Evrópu og Asíu. Færri ferðamenn frá Asíu og Evrópu París. AFP. | Nicolas Sarkozy tók við embætti forseta Frakklands í fyrra- dag og í gær útnefndi hann François Fillon, fyrrverandi félagsmálaráð- herra, sem forsætisráðherra lands- ins. Fillon er 53 ára. Hann hefur verið náinn samstarfsmaður nýkjörins forseta og skipulagði meðal annars kosningabaráttu hans. Þegar Fillon tók við forsætisráðherraembættinu sagði hann að Frakkar hefðu kosið nýja stefnu í stjórnmálum og það væri skylda sín að starfa samkvæmt því. Reuters Ráðamenn Francois Fillon og Nicolas Sarkozy í Elysee-höll í gær. Ný stefna með Fillon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.