Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 21
Vandað 4 stjörnu hótel í nágrenni við Vatikanið. Hótelið er nýuppgert og vel búið með góðu sundlaugasvæði, fallegum herbergjum og skemmtilegri sameiginlegri aðstöðu. Hotel Ergife Palace Sól og borg í frábærum pakka! 1 vika: 26. júní –3. júlí Frá 69.577,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna Duke er sérstaklega fallegt og vandað hótel á frábærum stað í miðborg Rómar. Herbergin eru stór og það er framúrskarandi þjónusta á þessu gæðahóteli. Duke Hotel Roma Glæsihótel í hjarta Rómar 1 vika: 7.–14. ágúst Frá 77.900,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna VIKA Í MIÐBORG RÓMAR Á ÓTRÚLEGU VERÐI Ótal veitingastaðir, fjörugt næturlíf og ein skemmtilegasta verslunarborg heims! Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500,- fyrir hvern farþega. Sumarferðir Laugavegi 26 (gengið inn Grettisgötumegin) Farðu inná www.sumarferdir.is eða hringdu í síma 575 1515. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500,- fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 21 Englaraddir frá Noregi Enginn norðan heiða ætti að missa af Drengjakór Niðarósdómkirkju, sem verður með tónleika í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 17. Kórinn er frá Þrándheimi þar sem Ís- lendingurinn Kjartan Ólafsson vann sér það til frægðar að kaffæra Ólaf Tryggvason Noregskonung í ánni Nið fyrir margt löngu. Kórinn er elsti drengjakór Noregs og á rætur sínar að rekja 900 ár aftur í tímann en stjórnandi hans frá árinu 1973 er Björn Moe. Unglingar styrkja bágstödd börn Unglingar í Garðabæ vinna hörðum höndum þessa dagana að því að safna fé til að leysa indversk þrælabörn úr skuldaánauð. Í því skyni efna hljómsveitirnar Exodus, Magnyl, Cliff Clavin og Royal Fanclub til styrktartónleika í Vídalínskirkju á sunnudag kl. 13 samhliða því sem kirkjan fagnar vori. Gott tækifæri til að njóta gróskumikillar tónlistar og styrkja gott málefni um leið. Eitthvað fyrir augað Listahátíð stendur sem hæst þessa dagana og því ekki úr vegi að nota tækifærið og fara á myndlistarsýningar á heimsmælikvarða. Í Listasafni Íslands stendur yfir sýn- ingin Cobra Reykjavík en 60 ár eru liðin frá því að alþjóðlegi listamannahópurinn Cobra var stofnaður sem var mikilvægur vettvangur fyrir abstraktlistina. Í Listasafni Reykja- víkur stendur yfir yfirlitssýning á verkum Roni Horn og í Galleríi i8 stendur yfir sýning á verkum bandaríska listamannsins Spencer Tunicks. Þá má benda á ljósmyndasýningu Ragnars Axelssonar í glænýrri ljósmyndavöruverslun sem ber nafni Fótógrafí og er við Skólavörðustíg. Ilmur af vori Nú þegar sumarið er að vakna er ekki úr vegi að fara í góðan göngutúr þar sem hægt er að finna lyktina af gróðrinum. Góðir staðir til þess eru til að mynda Heiðmörk, Elliða- árdalurinn eða Grasagarðurinn í Laugardal. Og jafnvel þótt hann rigni á ekki að láta það stoppa sig. Vorið ilmar aldrei betur en í skúraveðri. Handverk aldraðra í Breiðholti Heimilismenn í Seljahlíð verða um helgina með sýningu á handverki sem þeir hafa unnið að í vetur og vor. Sýningin er öllum opin milli kl. 13.30 og 17 og verða kaffiveit- ingar í boði fyrir gesti. Þetta er frábært tækifæri til að sjá afrakstur sköpunargleði reyndasta fólksins í samfélaginu. Rólegheit Svo jafnast ekkert á við góða bók uppi í sófa! mælt með … Morgunblaðið/Golli Hér á eftir fer listi yfir svokölluð viðskiptaferðahótel sem kosin hafa verið í tíu efstu sæti slíkra hótela. Listi þessi birtist á vefmiðli breska dagblaðsins Gu- ardian en þar segir að hótel sem gera sérstaklega út á fólk í viðskiptaferðum, sem staldrar stutt við, þurfi alls ekki að vera óaðlaðandi. Nú eru í boði hótel fyrir fólk í viðskiptaferðum þar sem ekki er aðeins gert ráð fyrir að viðskiptavinurinn sofi og sendi tölvu- pósta. Heldur er líka gert ráð fyrir að hann vilji hafa það notalegt, og umhverfið sé þannig að hægt sé að bjóða vinum eða viðskiptakollegum inn til sín og hafa það huggulegt, borða saman og drekka saman í nota- legu umhverfi. Því eru húsgögnin sérhönnuð og mik- ið lagt upp úr notalegheitum og að fólki líði eins og það sé heima hjá sér. 1. The Mercer Hotel, New York Frábær húsgögn og stór herbergi, stórkostlegur matur og fullkomin þjónusta. 2. Park Hyatt, Tokyo Fullkominn staður til að slaka á eftir vinnudag í Tókýó. Unaðsleg sundlaug og spa. Bóksafnið er líka kostur. 3. Widder Hotel, Zürich Fimm ár tók að fullkomna þetta hótel sem sam- anstendur af átta gömlum húsum sem voru gerð upp á mjög smekklegan hátt, þar sem hið upprunalega hefur verið látið halda sér en nýjungar og hátækni einnig innleidd. 4. Sukhothai, Bangkok Dásamlegt athvarf frá brjálæðinu á götum Bang- kok, hvort sem legið er á laugarbakkanum eða dúll- ast uppi í íbúð. 5. Murano Urban Resort, Paris Besta „bisnesshótelið“ í París, engin spurning, en þau eru mörg góð þar. Veitingastaður hótelsins er einstakur og svítan er með eigin sundlaug. 6. Taj Mahal Palace & Tower, Mumbai Þetta hótel hefur verið rómað af viðskiptafólki í áratugi. Hér er allt í hágæðaflokki, hvort sem það er indverski maturinn á veitingastaðnum, sundlaugin eða klúbburinn. 7. Grand Hyatt, Shanghai Þetta hæsta hótel í heimi er einnig eitt af þeim bestu. Frægt fyrir ótrúlega góða herbergisþjónustu og unaðslega kokkteila. 8. The Setai, Miami Svalt, en þó afslappað. Fullkominn staður til gista á með vinum eða fjölskyldu í stuttu fríi. 9. Hempel Hotel, London / Dylan Hotel, Amst- erdam Goðsagnakennd hótel, frábær staðsetning, æð- islegar innréttingar og heimilislegt. 10. Chateau Marmont, Los Angeles Fagurt og notalegt í alla staði. Eitt af þessum gömlu góðu. Byggt árið 1929. Hótel stjarnanna, ein- stök saga. John Belushi dó á þessu hóteli. Lúxus Góð þjónusta er aðalsmerki Grand Hyatt. Bestu hótelin fyrir viðskiptaferðir Stórt Grand Hyatt er hæsta hótel í heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.