Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 27
G
ordon Brown þarf að
breyta starfsháttum
sínum töluvert eigi
honum að takast að
setja mark sitt á emb-
ætti forsætisráðherra í Bretlandi.
Það er þó alls ekki útilokað að hann
komi öllum á óvart, að þegar hann
komist loks á tindinn takist honum
að kasta af sér hlekkjunum sem hafa
fjötrað hann á meðan hann hefur
staðið í skugganum af Tony Blair.
Þetta er mat Peters Hennessy,
prófessors í samtímasögu við Queen
Mary- og Westfield-háskóla í Lond-
on, en hann er staddur hér á Íslandi.
Hennessy hefur ritað fjölda bóka,
m.a. eina frá árinu 2000 sem fjallaði
um alla þá sem gegnt hafa embætti
forsætisráðherra í Bretlandi frá lok-
um síðari heimsstyrjaldar.
Þetta er fjórða heimsókn Hennes-
sys til Íslands en hann hóf að venja
komur sínar hingað um miðjan ní-
unda áratuginn. Að þessu sinni er
hann hingað kominn til að flytja er-
indi um afstöðu Breta til Evrópu-
sambandsins, en fyrirlesturinn hef-
ur titilinn: „Bretland og Evrópa –
tilfinningahalli hjá eyþjóð“. Þar
hyggst Hennessy ræða afstöðu
Breta til Evrópusamrunans og velta
vöngum yfir því hvers vegna eyþjóð-
in líti hann öðrum augum en meg-
inlandsþjóðir, hvers vegna Bretar
séu svo miklu meiri efasemdarmenn
en aðrir. En Hennessy ætlar líka að
velta því fyrir sér hvort afstaða Ís-
lendinga kunni að skýrast af sömu
hlutum, þ.e. að báðar þjóðirnar hafi
verið stoltar siglingaþjóðir.
„Það er ekki bara fjarlægðin milli
landa sem veldur því að hafið virkar
sem markalína, heldur líka þau áhrif
sem það hefur á hugarfarið. Ég get
nefnt í þessu samhengi tilsvör
[Winstons] Churchill þegar [Charl-
es] de Gaulle kom á hans fund að-
eins örfáum dögum fyrir innrás
bandamanna í Norður-Frakkland
1944. De Gaulle er búinn að eiga í
miklum deilum við Roosevelt og
Churchill verður honum afar reiður
og segir: mundu, að ef ég stend ein-
hvern tímann frammi fyrir vali milli
Evrópu og úthafanna þá mun ég
alltaf velja úthöfin. Og ef ég þarf
einhvern tímann að velja milli þín og
Roosevelts mun ég alltaf velja
Roosevelt.“
Hennessy nefnir fleiri ástæður.
Bretland sé fyrrverandi heimsveldi.
Það sé jafnframt kjarnorkuveldi og
Bretar hafi síðan í seinni tíð, með
réttu eða röngu, litið svo á að þeir
þyrftu að brúa bilið milli Evrópu og
Bandaríkjanna. „Það er mjög erfitt
að leggja til hliðar þær tilfinningar
sem þessu tengjast. Við erum ein-
faldlega ekki tilbúin að vera bara
miðlungsstórt ríki í svæðisbundnum
ríkjahópi,“ segir hann.
En Ísland hefur aldrei verið ný-
lenduveldi og ekki er það kjarn-
orkuveldi. Hvar sérðu líkindi með
þjóðunum tveimur?
„Nei, þetta er rétt. En þið eruð
stolt úthafsþjóð og líkist Bretum að
því leyti til að þið viljið hafa aðgang
að þeim þáttum Evrópusamrunans
sem ykkur líkar við, svo sem frjáls-
um viðskiptum, en kærið ykkur ekki
um tilskipanirnar sem frá Brussel
koma. Þetta er ástæða þess að svo
margir Bretar – ég tek fram að ég
er ekki í þeim hópi – myndu gjarnan
vilja vera í þeirri stöðu gagnvart
Evrópu sem þið eruð í.
Staðreyndin er þó sú að okkur
yrði aldrei leyft að komast upp með
það, hagkerfi okkar er of stórt til
þess, samanborið við ykkar.“
Gott og vel, Ísland og Bretland
sem eyþjóðir hafa sumpartinn sömu
afstöðu gagnvart ESB. En hvernig
skýrirðu þá afstöðu Íra, hún hefur
verið af allt öðrum toga, ekki satt?
„Írar hafa alla ástæðu til að vilja
reyra sig fast við Evrópusambandið,
rétt eins og þjóðirnar sex, sem í upp-
hafi fóru af stað undir merkjum
Evrópusamruna, höfðu öll sérstakar
ástæður fyrir því að vilja vera í
þessu ríkjabandalagi.
Evrópusambandið var sem skap-
að fyrir Írland. Í fyrsta lagi vegna
þess að með ESB-aðild gátu Írar
hafið þá vegferð að laga þau erfiðu
tilfinningalegu vandamál sem
tengdust samskiptum þeirra við
Bretland, því að með aðild gátu þeir
skotist framhjá Bretlandi og í beint
samband við Evrópu. Í öðru lagi þá
komu Írland og Bretland inn í ESB
á þeim tíma þegar fyrst var farið að
veita svæðisbundna styrki og Írland
var mest allra háð landbúnaði og var
fátækasta ríkið í sambandinu og
naut því mjög góðs af aðildinni.“
Ekki hrifinn af Tony Blair
Hennessy er fróðari en margur
annar um bresk samtímastjórnmál
og bók hans The Prime Minister:
The Job and Its Holders Since 1945
er afar skemmtileg aflestrar. Það
liggur því beint við að spyrja hann
um væntanleg forsætisráð-
herraskipti í Bretlandi, en Tony
Blair hefur sem kunnugt er tilkynnt
að hann láti af embættinu eftir mán-
uð eftir tíu ár á valdastóli. Arftaki
hans, Gordon Brown, hefur setið í
ríkisstjórn Blairs frá upphafi og þeir
hófu þá vegferð saman, að breyta
breska Verkamannaflokknum.
Engu að síður er mikill og djúp-
stæður munur á þessum tveimur
mönnum, að sögn Hennessys.
„Gordon Brown, ólíkt Tony Blair,
hefur mjög djúpar rætur í verka-
lýðshreyfingunni. Tony Blair hefur
enga þekkingu á sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar í þessu landi eða til-
finningu fyrir henni. Hann kann
raunar ekki ýkja vel við flokk sinn
og hefur aldrei gert það,“ segir Hen-
nessy. Vissulega hafi þeir Blair og
Brown verið sammála um að flokk-
urinn þyrfti að breytast og það veru-
lega. Innst inni sé Brown hins vegar
mun meiri jafnaðarmaður en Tony
Blair, hann vilji nota ríkisvaldið sem
tæki til að dreifa auðnum.
„Ég veit ekki hvort þú ert sam-
mála en ég hef alltaf talið að maður
læri mest um stjórnmálaforingja
með því að fylgjast með þeim þegar
þeir eru „í sjálfvirkum gír“, þegar
þeir halda að það sé enginn að fylgj-
ast með þeim. Og Gordon er miklu
meiri jafnaðarmaður – og var það
sem fjármálaráðherra – heldur en
Tony.
Gordon hefur verið að segja okk-
ur að hann muni sem forsætisráð-
herra gefa sjónarmiðum annarra
mun meiri gaum en gert hefur verið,
iðka samráð í mun ríkari mæli. Stað-
reyndin er þó sú að hans tilhneiging
er að treysta nánast eingöngu á lít-
inn hóp ráðgjafa. Hann hefur í fjár-
málaráðuneytinu unnið náið með
átta til tíu manna hópi og hann vill
helst aðeins vinna með fólki sem
hann þekkir og treystir.
Þú sleppur kannski með þetta
sem fjármálaráðherra, en þess hátt-
ar starfshættir ganga ekki þegar þú
ert orðinn forsætisráðherra. Ég
held því að þegar hann stendur í
þeirri trú, að það sé enginn að fylgj-
ast með honum, þá muni hann alls
ekki ráðfæra sig svo mikið við aðra.
Ráðherratíð hans fram til þessa
bendir til að hið gagnstæða verði
raunin. Brown þolir ekki að vera á
fundum þar sem hann er ekki í hlut-
verki stjórnanda og jafnvel þegar
hann er að stýra fundum, þá lætur
hann það fólk fara mjög í taugarnar
á sér sem hann telur ekki að hafi
jafn mikinn skilning á málefnunum
og hann sjálfur – en það nær eig-
inlega alltaf til næstum allra.
Gordon er óvenjulegur maður,
þungbrýnn og afar inn í sig, fræði-
mannslegur. Mesti munurinn á
stjórnháttum þeirra tveggja, Tonys
og Gordons, er samt sá að Gordon er
sú manngerð sem leggur sig eftir
því að kunna skil á smáatriðunum.
Tony hugsar meira um stóru spurn-
ingarnar. Ég spurði einn af kenn-
urum Gordons við Edinborgar-
háskóla árið 1998 hvort hann hefði
hitt fyrrverandi nemanda sinn ný-
verið. Hann svaraði því neitandi, en
kvaðst telja sig skilja hann; að Gord-
on skrifaði nú eina doktorsritgerð á
ári og gæfi henni titilinn fjárlög.
Þetta er svona lítil saga sem ég
held að segi mikið um það hversu
mjög hann helgar sig smáatrið-
unum.
Auðvitað er það þannig að þegar
menn komast alla leið á tindinn þá
geta þeir sleppt sér lausum, kastað
af sér hlekkjunum sem hafa fjötrað
þá og byrjað upp á nýtt. Gordon
kynni því að verða mun glaðlegri og
tilbúnari til að hafa samráð við sam-
starfsmenn sína. Raunar hefur hann
nú þegar breyst að þessu leyti til,
hann hefur verið eitt bros frá því að
Tony tilkynnti um afsögn sína.“
Hennessy vill hins vegar fyrir sitt
leyti ekki skrifa upp á að Tony Blair
hafi verið sá hrífandi og sá drífandi
leiðtogi sem stundum er talað um.
Hann hafi alls ekki haft neina slíka
áru yfir sér. „Hér neyðist ég til að
tala á ögn persónulegum nótum. Ég
hef aldrei kunnað við Tony Blair, við
höfum ekki átt skap saman. Í þau
fáu skipti sem við höfum hist höfum
við kinkað kurteislega kolli hvor til
annars og látið þar við sitja.
Ég hef alltaf haft mínar grun-
semdir um leiðtoga sem þurfa sífellt
að vera að segja fólki hversu fastir
þeir séu fyrir og hversu stórar hug-
sjónir þeirra séu. Ef þú ert raun-
verulega fastur fyrir og veist hvert
þú vilt fara þá hefurðu ekki þörf fyr-
ir að vera sífellt að segja fólki það.
Margaret Thatcher var eins að
þessu leyti til, hún hafði lítið sjálfs-
öryggi og fannst hún því alltaf þurfa
að vera að sýna vald sitt.
Hvað mig varðar þá hefur Tony
alls ekki áru mikils leiðtoga yfir sér.
Hann hefur á sér blæ manns sem
telur sig hafa sérstöku hlutverki að
gegna, sem hafi einstakan skilning á
mannlegu eðli, rétt eins og Marg-
aret [Thatcher]. En þannig stjórn-
málamenn eru þeir hættulegustu,
ekki satt? Raunin er jú sú að fæstir
stjórnmálamenn búa yfir eitthvað
sérstakri innsýn í mannlegt eðli.“
Hennessy tekur þó fram að hann
kunni vel að verða mun jákvæðari í
garð Blairs er fram líða stundir. „Þú
hefur séð í bók minni um forsætis-
ráðherranna að ég fór mun mjúkari
höndum um þá sem féllu af stalli,“
segir hann kankvís.
En þú vilt sem sé meina að Brown
muni ef til vill koma fólki á óvart?
„Sá möguleiki er sannarlega fyrir
hendi. Eitt mun hann alveg örugg-
lega ekki gera, en það er teyma okk-
ur út í ólögleg stríð.“
Mun það ef til vill hjálpa Brown
að hann hefur þessa durgsímynd –
það reiknar í raun enginn með öðru
en að hann verði þurr á manninn og
þungbrýnn að eðlisfari?
„Það myndi í öllu falli koma öllum
skemmtilega á óvart ef hann reynd-
ist vera sjálfshæðinn maður og sátt-
ur við sjálfan sig og ef hann léti það
vera, að predika yfir okkur.
Þeir eiga það báðir til, Tony og
Gordon, að predika. Við Bretar þol-
um það ekki til lengdar, að þannig sé
talað til okkar. Það skýrir hvers
vegna við urðum svo þreytt á Marg-
aret Thatcher. Hún var alltaf að
messa yfir okkur.“
Gordon Brown þarf að
varast allar predikanir
Það er djúpstæður
munur á þeim Gordon
Brown og Tony Blair,
að sögn Peters Henn-
essy. Davíð Logi Sig-
urðsson ræddi við
Hennessy en hann
segir Blair, sem senn
víkur fyrir Brown eftir
tíu ár á valdastóli, aldr-
ei hafa kunnað sér-
staklega vel við þann
stjórnmálaflokk sem
hann tilheyri.
Morgunblaðið/ÞÖK
Prófessor „Brown þolir ekki að vera á fundum þar sem hann er ekki í
hlutverki stjórnanda og jafnvel þegar hann er að stýra fundum, þá læt-
ur hann það fólk fara mjög í taugarnar á sér sem hann telur ekki að hafi
jafn mikinn skilning á málefnunum og hann sjálfur – en það nær eig-
inlega alltaf til næstum allra,“ segir Peter Hennessy.
Í HNOTSKURN
»Peter Hennessy heldurfyrirlestur í boði Alþjóða-
málastofnunar Háskóla Ís-
lands, Sagnfræðingafélags Ís-
lands og breska sendiráðsins á
Íslandi í stofu 101 í Odda, húsi
Félagsvísindastofnunar HÍ, í
hádeginu í dag. Fyrirlesturinn
hefst stundvíslega kl. 12.
david@mbl.is
dóri Blöndal, sem varð forseti Alþingis. Einnig
var boðað að Valgerður Sverrisdóttir tæki síðar á
kjörtímabilinu við félagsmálaráðuneytinu af Páli
Péturssyni en svo fór að Valgerður tók við emb-
ætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra af Finni Ing-
ólfssyni í árslok 1999. Ingibjörg Pálmadóttir
hætti sem heilbrigðisráðherra árið 2001 og Jón
Kristjánsson tók við. Björn Bjarnason hætti sem
menntamálaráðherra árið 2002 og Tómas Ingi
Olrich varð menntamálaráðherra.
Ríkisstjórnin hélt enn velli í kosningunum
2003 þótt þingmönnum stjórnarflokkanna fækk-
aði en Sjálfstæðisflokkur fékk þá 22 þingmenn og
Framsóknarflokkur 12. Samstarfið var end-
urnýjað en nokkur breyting varð á ráðherraemb-
ættum. Tveir nýir ráðherrar komu inn í stjórn-
ina, Björn Bjarnason kom á ný inn í
ríkisstjórnina og varð dómsmálaráðherra í stað
Sólveigar Pétursdóttur, sem varð forseti Alþing-
is. Af hálfu framsóknarmanna varð Árni Magn-
ússon félagsmálaráðherra í stað Páls Péturs-
sonar. Þá var boðað að Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir myndi taka við menntamálaráðu-
neytinu af Tómasi Inga og Sigríður Anna Þórð-
ardóttir myndi taka við umhverfisráðuneytinu
haustið 2004 en samkomulag var um það á milli
stjórnarflokkanna að þá myndi Halldór Ásgríms-
son taka við embætti forsætisráðherra. Það gekk
eftir og höfðu þeir Halldór og Davíð sætaskipti
en Siv Friðleifsdóttir fór út úr ríkisstjórninni.
Miklar mannabreytingar áttu þó enn eftir að
verða í ríkisstjórninni því Davíð Oddsson hætti
sem ráðherra í september 2005 og Geir H.
Haarde tók við utanríkisráðherraembættinu,
Árni M. Mathiesen varð fjármálaráðherra og
Einar K. Guðfinnsson varð sjávarútvegs-
ráðherra. Í mars 2006 sagði Árni Magnússon af
sér embætti og Jón Kristjánsson varð félags-
málaráðherra en Siv Friðleifsdóttir kom á ný inn
í ríkisstjórnina, nú sem heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. Um mitt síðasta ár varð á ný mikil
uppstokkun þegar Halldór Ásgrímsson ákvað að
segja af sér embætti forsætisráðherra. Geir H.
Haarde tók við því embætti, Valgerður Sverr-
isdóttir varð utanríkisráðherra, Jón Sigurðsson
kom inn í stjórnina og varð iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Framsóknarflokkurinn tók aftur
við umhverfisráðuneytinu og þar settist Jónína
Bjartmarz í stól ráðherra en Sigríður Anna Þórð-
ardóttir fór úr stjórninni. Þá tók Magnús Stef-
ánsson við embætti félagsmálaráðherra af Jóni
Kristjánssyni, sem sagði af sér ráðherraembætti.
Þannig hefur stjórnin verið skipuð fram á þenn-
an dag.
Gunnar Helgi og Guðni eru á einu máli um að
samkomulag flokkanna eftir kosningar 2003 um
að gerðar yrðu breytingar á stjórnarforystunni á
kjörtímabilinu, þar sem Halldór tók við forsæt-
isráðuneytinu af Davíð, hafi verið mjög óvenju-
legt. „Kannski munu menn þegar frá líður rekja
endalok þessarar stjórnar til þess en það er þó
allt of snemmt að fullyrða neitt um það,“ segir
Guðni. Gunnar Helgi tekur dýpra í árinni og seg-
ir að þetta samkomulag virðist hafa verið afleikur
hjá Halldóri. „Það er greinilegt ef litið er á tölur
um vinsældir ráðherra og fylgi Framsókn-
arflokksins að það mæltist illa fyrir. Niðursveifla
Framsóknarflokksins tekur á sig skýra mynd
einhvern tíma um þetta leyti,“ segir hann.
sam-
r lokið
r á tröppum Bessastaða í aprílmánuði árið
steinn Pálsson, sjávarútvegs- og dóms- og
örg Pálmadóttir, heilbrigðis- og trygginga-
ðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason, land-
Morgunblaðið/Kristinn