Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Oddný Kristjáns-dóttir fæddist á
Minna-Mosfelli 3.
september 1911.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands
5. maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru María Ein-
arsdóttir, f. í Hellis-
holtum í Hruna-
mannahreppi 13.
ágúst 1872, d. í For-
sæti í Villinga-
holtshreppi 13. júní
1964, og Kristján
Jónsson, f. í Unnarholti í Hruna-
mannahreppi 6. ágúst 1866, d. í For-
sæti 9. nóvember 1949. María og
Kristján hófu sinn búskap á Kluft-
um og þar fæddist þeim dóttirin
Oddný 20.6. 1897, d. 9.7. 1907. Síðan
fluttu þau að Minna-Mosfelli og þar
fæddust Margrét, f. 1.2. 1899, d.
15.10. 1968; Einar Víglundur, f.
28.8. 1901, d. 21.2. 1991; Kristín, f.
10.4. 1904, d. 6.6. 1999; Sigurjón, f.
25.1. 1908, d. 11.9. 1990; Oddný,
sem hér er minnst og Vigdís, f. 23.6.
Guðrún Hildur Rosenkjær, d)
Eiríkur Steinn, f. 4. júlí 1976, í sam-
búð með Kolbrúnu Ingu Hoffritz og
e) Benedikt Hans, f. 26. okt. 1977,
sonur hans er Kristján Örn. 3) Ingj-
aldur, f. 7 maí 1944, maki Kristín
Þorbjörg Ólafsdóttir, börn þeirra
eru Margrét Ósk, f. 7 júlí 1980,
sambýlismaður Guðjón Birgir Þór-
isson, dóttir þeirra er Freyja Krist-
ín; Ólafur, f. 1. ágúst 1981, Oddný
Ása, f. 14. mars 1988, og Ásmund-
ur, f. 24. sept. 1991.
Þegar Oddný kom að Ferjunesi
voru á heimilinu Eiríkur faðir Ás-
mundar, Steinunn fóstra hans og
Guðrún Gestsdóttir. Aðeins 17 ára
að aldri var Oddný ráðin farkenn-
ari í Villingaholtshrepp. Fyrstu ár-
in fóru í að sinna búi og börnum. Þó
mikið hafi verið að gera þá tók
Oddný þátt í starfi kvenfélags
Villingaholtshrepps til fjölda ára
og var formaður þess um 15 ára
skeið. Oddný byrjaði snemma að
yrkja ljóð og eftir hana hafa komið
út ljóðabækurnar Bar eg orð sam-
an árið 1989 og árið 2001, þegar
Oddný átti 90 ára afmæli, kom út
ljóðabókin Best eru kvöldin.
Útför Oddnýjar verður gerð frá
Villingaholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
1913. Árið 1919 fluttu
þau í Hafnarfjörð og
þar fæddist Gestur
Mosdal, f. 27.8. 1919.
Árið 1921 flutti
fjölskyldan í Forsæti í
Villingaholtshreppi.
Hinn 2. maí 1934 gift-
ist Oddný Ásmundi
Eiríkssyni í Ferjunesi,
f. 20. maí 1908, d. 27.
október 2006, og flyt-
ur til hans á afmælis-
degi Ásmundar sama
ár. Þegar Ásmundur
lést höfðu þau verið
gift í rúm 72 ár og var hjónaband
þeirra það áttunda lengsta hér á
landi. Börn þeirra eru: 1) Eiríkur, f.
10. sept. 1934. 2) Kristján, f. 23. maí
1937, kvæntur Aðalheiði Kristínu
Alfonsdóttir, f. 27. mars 1944, börn
þeirra eru, a) Oddný, f. 24. sept.
1963, maki Eiríkur Ágúst Guð-
jónsson, dætur þeirra Eydís Gauja
og Erna, b) Helga, f. 21. sept. 1965,
maki Heimir Hoffritz, synir þeirra
eru Adam og Hermann Snorri, c)
Ásmundur, f. 14. maí 1969, maki
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast ömmu sem nú er látin.
Amma var mikil hannyrðakona og
listamaður af guðs náð og eru til ófá
verk eftir hana sem prýða heimili
hennar. Þegar amma var ung kona
starfaði hún sem farkennari og sagði
hún mér sögur frá þeim tíma hversu
skemmtilegt og gefandi það starf hafi
verið. Ég naut líka hæfileika hennar
og voru ófáar stundirnar sem hún sat
með mér yfir námsbókunum. Fyrir
það er ég henni ævinlega þakklát.
Amma var afskapleg nýtin mann-
eskja á alla hluti og þegar ég var
yngri safnaði hún hinum ýmsu um-
búðum og geymdi í ákveðnum skáp í
eldhúsinu. Við krakkarnir gátum svo
skroppið til ömmu í einskonar versl-
unarleiðangur og fengið hjá henni
vörur og skokkað svo með þær í kof-
ann minn. Í dag er þessi leikur kall-
aður á leikskólamáli könnunarleikur
og hefur því amma verið langt á und-
an sinni samtíð hvað varðar uppeldis-
aðferðir.
Fyrir stuttu átti amma afar góða
stund með yngstu langömmubörnum
sínum, Eydísi og Freyju, þar sem
þær allar þrjár lituðu myndir, bökuðu
og skríktu. Það eru mikil forréttindi
að hafa fengið að kynnst ömmu auk
þess sem litla hnátan mín fékk líka að
njóta hennar. Amma var með húm-
orinn á réttum stað og hafði afskap-
lega smitandi hlátur.
Nú í aðdraganda kosninganna
streymdu inn hinir ýmsu sneplar frá
hinum og þessum flokkum. Ömmu
var svo sem lítið um innihald þessara
snepla en hafði orð á því hversu fal-
legur og góður pappírinn væri og lét
þau orð falla að einhvertímann hefði
verið gaman að skrifa á þennan papp-
ír. Amma hafði sérlega fallega rit-
hönd og var hvergi að sjá á skrift
hennar að hún væri komin á tíræð-
isaldurinn. Já, margs er að minnast
þegar nú er komið að kveðjustund,
með tár á vanga kveð ég ástkæra
ömmu mína sem faðmaði mann svo
fast og lengi. Megi guð geyma hana
og afa sem nú hafa sameinast á nýjan
leik.
Margrét Ósk.
Odda og Mundi í Nesi. Svo ólík en
samt svo órjúfanleg heild. Einskonar
táknmynd þess tíma sem var og
þeirrar kynslóðar sem lifði einna
mestar breytingar allra kynslóða.
Fædd í torfbæ og dáinn á tölvuöld.
Mundi, einn af þessum orginal þúfna-
bönum, sífellt með hugann við bú-
skapinn og veðrið. Veður getur breytt
svo miklu í sveit. Og ána, Þjórsá.
Þessa skaðræðis á sem sem hann og
pabbi hans höfðu ferjað ferðamenn
yfir í mörgu misjöfnu og oft komist í
hann krappan. Ánna sem samt var
svo gjöfull, full af fiski. Odda, þessi
merkilega heimskona þrátt fyrir að
hafa aldrei til útlanda komið. En það
var eins veröldin öll væri henni opin
bók. Og það var í gegnum bækur sem
hún nálgaðist heiminn. Og í gegnum
bækur hennar og ljóð þekktu hana
margir. Á einstaklega opin og per-
sónulegan hátt gaf hún innsýn í líf í
sveit og eigin hugarheim. Það lá vel
fyrir henni Oddu að yrkja. Ljóð og
greinar Oddu birtust í ýmsum tíma-
ritum, auk þess sem tvær bækur
komu út með ljóðunum hennar. Bar
eg orð saman kom út hjá Bókrúnu
1989 og Best eru kvöldin, 1991 í tilefni
90 ára afmælis hennar. Og það var
einmitt við undirbúning og útgáfu
þeirrar bókar sem ég sá hve víða hún
leitaði fanga með yrkisefni. Fuglarnir
í trjánum, börn að leik, bernskan og
búskaparstúss, allt varð þetta að ljóð-
um. Já, Oddu varð allt að ljóðum.
Saman byggðu þau og bjuggu í
Ferjunesi í rúm 72 ár. Saman alla
daga og nætur. Í litlu ljóði eftir Oddu
sem nefnist Rústakvæði eru þessar
hendingar.
Ár verða að áratugum
við eldumst og veggirnir,
aflagast, síga og sjatna
og sjaldnar er gengið um dyr.
Ljórinn í þekjunni er þíður
þelinn er honum fjær,
þangað við horfum er húmar
og himinninn færist nær.
Ég faðma þig fast og lengi
finn hvernig þrekið dvín,
nú heyrist mér gengið til hurðar
í himninum, ástin mín.
Odda og Mundi alltaf saman, í
svefni og vöku.
Eiríkur Ágúst.
Mig langar að minnast Oddnýjar
Kristjánsdóttur, föðursystir minnar, í
örfáum orðum. Það er þó ótrúlega erf-
itt því einhver tómleiki sækir að þegar
staðreyndin blasir við að leiðir skilja.
Ég hef átt margar ánægjustundir
með Oddu frænku en þó einkum hin
síðari ár eftir að þroski minn leitaði
inn á svið ljóðsins, en þar var Odda
mín fyrirmynd. Oddný var ákaflega
vel af guði gerð, vel gefin alþýðukona,
sem hefði náð langt í heimi skálda og
rithöfunda hefði hún alfarið fetað þá
braut. En meðfram móðurhlutverk-
inu og búverkum í sveit tókst henni að
koma á prent tveimur ljóðabókum auk
þess að birta ljóð og greinar í blöðum
og tímaritum. Tónskáld hafa gert lög
við ljóð Oddnýjar og hafa nokkur
þeirra ratað inn á hljómplötur. Þótt
hún hafi verið sér þess meðvitandi að
hæfileikar hennar á þessu sviði ættu
erindi til okkar hinna hvarflaði það
aldrei að henni að ota sínu fram. Við,
samferðamenn hennar, urðum að leita
eftir því. Hún starfaði nokkuð að fé-
lagsmálum og voru málefni kvenna og
jafnréttismál henni ofarlega í huga.
Frænka mín góð,
þú fluttir mér ljóð,
er fangaðir mig svo ég gat ekki sofið.
Þú kenndir mér ráð
og knýttir af dáð,
kærleiksbandið sem ei verður rofið.
Með elsku og trú,
umvefur þú,
ylhýra, hjartkæra móðurmálið.
Myndin þín tær,
eins og mjallhvítur snær
þú mótar sem smiðurinn – elds við bálið.
Í anda sem er
ætlaður þér,
verða orð mín svo fátæk á þessari stundu.
En hjartsláttur minn,
er sem heyri ég þinn
í hljómfalli þytsins er leikur um grundu.
(Andvaka úr Undir laufþaki.
Oddný og Ásmundur maður hennar
lifðu langa ævi, en hann andaðist í nóv.
2006. Þau voru fjölfróð un land og
þjóð, lásu mikið og áttu gott bókasafn.
Með þeim eru gengin merkishjón.
Ég sendi sonum þeirra og fjölskyld-
um innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu hjónanna Oddnýjar
Kristjánsdóttur og Ásmundar Eiríks-
sonar.
María K. Einarsdóttir
Það er ótrúlega sorglegt að hugsa
til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aft-
ur, elsku amma, þegar við komum inn
til þín, að þú eigir ekki eftir að sitja
inni stofu í stólnum þínum að grúska í
einhverri bók, tilbúin að miðla til okk-
ar fróðleik. Til þín og afa gátum við
systkinin alltaf leitað með hvaða erindi
sem var, ef okkur vantaði félagsskap,
hjálp við lærdóminn eða bara einfald-
lega ef okkur leiddist. Inni hjá ykkur
gat okkur ekki leiðst, oft gleymdum
við okkur heillengi í ævintýraheimi, þá
varstu búin að segja okkur eina af þín-
um skemmtilegu sögum, oftast þó Bú-
kollusöguna, einnig var legókubba-
safnið vinsælt, sem við gátum gleymt
okkur með klukkutímunum saman, og
tindátarnir, við höfum ekki tölu á því
hversu oft voru settar á svið alls konar
styrjaldir á stofugólfinu. Alltaf var
tekið vel á móti okkur með alls konar
kræsingum og þegar við fórum svo
heim aftur vorum við ávallt blessuð í
bak og fyrir, oftast með orðunum:
,,Guð eigi þig og styrki, elsku barnið
mitt.“ Já, það voru sko mikill forrétt-
indi að fá að alast upp með ykkur hinu-
megin við veginn. Það eru ófáar minn-
ingar sem streyma um hugann núna
sem eiga án efa eftir að verma okkur
um hjartaræturnar þar til við hittumst
að nýju.
Elsku amma okkar, nú eruð þið afi
sameinuð á ný, saman á betri stað. Nú
kveðjum við í hinsta sinn, elsku amma
og afi, með söknuði og trega í hjarta
viljum við þakka ykkur samfylgdina
og allt það sem þig gáfuð okkur og
kennduð í gegnum tíðina það verður
seint fullþakkað.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(O.K.)
Hvíl í friði
Ólafur, Oddný Ása og
Ásmundur.
Oddný Kristjánsdóttir
MINNINGAR
✝ Jóakim Snæ-björnsson, járn-
smiður, fæddist í
Reykjavík 3. apríl
1931 og lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 11. maí síðast-
liðinn.
Hann var sonur
hjónanna Snæbjarn-
ar Tryggva Ólafs-
sonar skipstjóra og
Sigríðar Jóakims-
dóttur. Systkini Jóa-
kims eru Guðfinna,
f. 1929, Margrét, f.
1933, Ólafur, f. 1934, d. 1935,
Helga, f. 1937, Anna Sigríður, f.
1939, Guðrún, f. 1941 og Ólafur
Tryggvi, f. 1944.
Eiginkona Jóakims var Rósa
María Guðbjörnsdóttir. Þau
skildu. Dætur þeirra
eru: 1) Sigríður, f.
1964. Eiginmaður
hennar er Kjartan
Viðar Sigurjónsson.
Sonur Sigríðar er
Árni Þór, f. 1993. 2)
Jenný, f. 1968. Synir
hennar eru Arnar
Ingi, f. 1994 og Ell-
ert Andri, f. 1996.
Tómasína Sólveig
Magnúsdóttir var
stoð Jóakims og
stytta síðastliðna
tvo áratugi.
Jóakim var einlægur stuðnings-
maður KR um áratugaskeið og
mikill skíðamaður.
Útför Jóakims verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 18. maí, kl. 11 árdegis.
Elsku pabbi, við kveðjum þig og
þökkum samverustundirnar sem við
áttum saman. Við þökkum þér þá ást-
úð sem þú sýndir afastrákunum þín-
um.
Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför eins með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Ben.)
Elsku Sólveig, við þökkum þér þá
hlýju sem þú sýndir okkur og pabba í
gegnum árin. Þú varst hans stoð og
stytta. Kveðja,
Sigríður og Jenný.
Elsku afi, við kveðjum þig og minn-
umst þín. Takk fyrir allt, elsku afi.
Sumarnótt
Sólu særinn skýlir,
síðust rönd er byrgð,
hýrt á öllu hvílir
heiðrík aftankyrrð.
Ský með skrúða ljósum
skreyta vesturátt,
glitra gulli og rósum,
glampar hafið blátt.
Stillt með ströndum öllum
stafar vog og sund,
friður er á fjöllum,
friður er á grund;
heyrist fuglkvak hinsta,
hljótt er allt og rótt,
hvíl þú hug minn innsta,
himnesk sumarnótt.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Hvíl í friði.
Kveðja,
Árni Þór, Arnar Ingi
og Ellert Andri.
Kveðja frá skíðadeild KR
Jóakim Snæbjörnsson vinur okkar
lést föstudaginn 11. maí sl.
Hann átti við veikindi að stríða síð-
ustu æviárin en bar þau með æðru-
leysi og jákvæðni eins og honum var
lagið.
Kimmi, eins og við kölluðum hann,
var einn þeirra ungu manna, sem
héldu hópinn í leik og starfi, í skíða-
deild KR á sjötta áratug síðustu aldar.
Kimmi var reyndar í ÍR, hvernig
svo sem á því stóð, en hann var fædd-
ur og uppalinn á Túngötunni. Kimmi
var félagslyndur maður og setti það
ekki fyrir sig að eiga vini i öðrum fé-
lögum. Ekki vissu allir í hvoru félag-
inu Kimmi var en sjálfur kallaði hann
sig KR-ÍR-ing.
Á þessum árum var Kimmi oft ræs-
ir á skíðamótum. Það var þá erfitt
starf og ekki eftirsótt. Ekki var síma-
samband milli rás- og endamarks og
ekkert skjól að hafa uppi á fjallinu.
Þarna stóð Kimmi í öllun veðrum,
jafnt í slagveðri sem í frosti, byl og
skafrenningi. Hann stytti keppend-
um, sem þarna stóðu með honum, bið-
ina með spaugsyrðum og gamanmál-
um. Hann gerði gott úr öllu en sýndi
festu og áreiðanleika í þessu starfi,
sem öðrum, og lét ekki neinn komast
upp með múður.
Á þessum árum stóðu bæði KR og
ÍR í skálabyggingum. Lét Kimmi sig
ekki muna um að vinna í sjálfboða-
vinnu bæði í Hamragili og í Skálafelli.
Það stóð aldrei á honum að takast á
við erfið og óvinsæl verkefni.
Við í KR minnumst hans meðal
annars þegar kjallarinn í skálanum
okkar var steyptur. Þá stóð Kimmi við
hrærivélina, í „Lubbu“ sinni, en svo
kallaði hann peysuna sína og mokaði
möl allan daginn fram á kvöld, með
gamanyrði á vörunum eins og alltaf.
Já, það er margs að minnast. Vetr-
arkvöldanna í Valgerðarkofa við olíu-
ljós, í Skálafelli, ferðanna á Snæfells-
jökul, jeppatúrsins og svo allra
tjaldferðanna.
Þá má ekki gleyma ferðunum á völl-
inn þegar KR var að keppa.
Þar var Kimmi mættur til að styðja
sína menn. Svo var farið á „Langabar“
og málin rædd.
Á síðari árum höfum við félagarnir
hist í KR-heimilinu á laugardags-
morgnum til að taka þátt í getraunum.
Þangað kom Kimmi alltaf þegar hann
gat til að hitta vini sína. Var þá oft
rætt um ævintýri liðinna ára yfir
kaffibolla.
Þegar við nú rifjum upp gamlar
samverustundir mun nafn hans bera á
góma. Við munum minnast Jóakims
með þakklæti og virðingu. Hann á það
skilið.
Við sendum fjölskyldu og ættingj-
um sómamannsins Jóakims Snæ-
björnssonar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Gamlir félagar í skíðadeild KR.
Hjartalæknirinn hans Jóakims
hafði það á orði oftar en einu sinni að
hann ætti að öllum líkindum heims-
metið og alveg örugglega íslandsmet-
ið í því að lifa dauðann af. Í haust
verða nítján ár frá því að ósæð í hjarta
Jóakims sprakk og hann var lífgaður
við og það ekki einu sinni heldur tvisv-
ar. Hann komst aftur á fætur en áfall-
ið setti mikið og varanlegt mark á
hann bæði andlega og líkamlega.
Með óendanlegri hjálp og stuðningi
fóstru minnar og nöfnu tókst Jóakim
að eiga reglubundið og friðsælt líf
með ótal bíltúrum og kaffihúsaheim-
sóknum að ógleymdum reglubundn-
um sunnudagsheimsóknunum í Eden
í Hveragerði, sem breytt var síðar í
heimsóknir á veitingastaðinn Hafið
bláa við Ölfusárósa. Á þriðjudögum
var svo farið í Sólveigarlund, suður
með sjó og kaffi hjá Báru í Sandgerði.
Árum saman hefur verið hægt að
stilla bæði dagatöl og klukkur eftir
þeim Veigu og Jóakim, svo nákvæm-
lega hafa þau fylgt dagskránni sinni.
Róðurinn hefur þó sífellt verið að
verða þeim erfiðari eftir því sem fleiri
sjúkdómar steðjuðu að Jóakim og lést
hann á lungnadeild Landspítalans í
Fossvogi árdegis föstudaginn 11. maí
síðastliðinn, saddur lífdaga. Hugur
minn er í dag hjá fóstru minni og
nöfnu. Öðrum aðstandendum Jóa-
kims sendi ég samúðarkveðjur.
Sólveig Ólafsdóttir.
Jóakim Snæbjörnsson