Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 47 ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA SVAKALEG HASARMYND MEÐ TÖFFARANUM VINNIE JONES. eeeee  S.V., MBL eeee  KVIKMYNDIR.COM eeee  K. H. H., FBL www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Fracture kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Condemned kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Next kl. 8 - 10.30 B.i. 14 ára Mýrin 2 fyrir 1 kl. 5.40 B.i. 12 ára Köld slóð 2 fyrir 1 kl. 5.50 B.i. 12 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á 2 fyr ir 1 Sýnd kl. 4, 7 og 10 B.i. 10 ára -bara lúxus Sími 553 2075 eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Sýnd kl. 5:40 og 8 B.i. 16 ára TÍU MUNU BERJAST, NÍU MUNU DEYJA, BLÓÐUGASTI BARDAGI ÁRSINS ER HAFINN. SVAKALEG HASARMYND MEÐ TÖFFARANUM VINNIE JONES eee MMJ, Kvikmyndir.com eeee SV, MBL eee LIB Topp5.is 2 fyr ir 1 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! Allra síðustu sýningar Heimavöllur íslenskra kvikmyndagerðar Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR ÞAÐ ER NIÐURSKURÐUR Á SKRIFSTOFUNNI! kl. 4 Ísl. tal Sýnd kl. 10:20 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! ÓHUGNALEGA FYNDIN GRÍNHROLLVEKJA Í ANDA SHAUN OF THE DEAD www.laugarasbio.is TÓNLIST Laugardalshöll Josh Groban  Josh Groban í Laugardalshöll, miðvikudagskvöldið 16. maí 2007. „ÉG ER ekki hetja. Ég er ekki engill. Ég er aðeins maður,“ syngur Josh Groban í laginu „In her Eyes“. Eða hvað? Hörðustu aðdáendur söngvarans sjarmerandi staðhæfa efalaust að hann sé þvert á móti ekki af þessum heimi og frá honum stafi mannkærleikur og hlýja sem láti engan ósnortinn. Andstæðingar Groban, ef mér leyfist að nefna það svo, segja hann hins vegar yfirborðskenndan og væminn; siðlausan flagara sem sé einfaldlega leikinn í því að ýta á réttu tilfinningatakkana. Ég kann vel við Groban. Mér er sama hvort hann er að feika þetta eða ekki, bros hans og fas allt orkar vel á mig. Og ég fíla „You Raise Me Up“ í botn. Groban gerði meira að segja grín að því hversu væminn hann væri nú um miðbik tónleikanna, útspil sem svínvirkaði. Þannig stóð Josh Groban sig með sóma og sann í Laugardalshöllinni, studdur tólf strengja- og blásturshljóðfæraleikurum, tveimur trymblum auk gítar-, bassa- og píanó- leikara. Hörpuleikari var og í hópnum og Lucia Micarelli, sem sótti landið heim í fyrra ásamt Ian Anderson, lék á fiðlu. Groban var kurteis og gefandi en brá á leik þegar við átti. Hann gekk á milli áhorfenda þegar hann söng „In Her Eyes“, snart þá og tók við rósum. Groban er fjölhæfur skolli og undir endann tók hann þetta svakalega trommusóló, líkt og hann væri að sækja um í E.L.P. eða King Crimson. Nálægð Groban var sterk og barítónröddin er bæði þýð og þægileg. Helsti gallinn sem hann stríðir við eru sjálf lögin. Margar kraftballöðurnar eru andvana fæddar, gersneyddar grípandi melódíum og í þessum ítölsku lögum (sem voru sýnu leið- inlegust) var farið óþægilega mikið inn á Eros Ramazzotti línuna (sem er dauðasynd). Há- punkturinn var að sjálfsögðu „You Raise Me Up“ sem var flutt eftir annað uppklapp, og slóst þá Óskar Einarsson ásamt nokkrum fé- lögum úr Gospelkór Reykjavíkur í hópinn. Nýjasta smáskífa Groban, „February Song“ er þá harla góð, smá Coldplay í gangi þar (sem segir eiginlega meira um þá sveit en Groban) en þar tók okkar maður í píanóið. Mér fannst eins og það væri dýpra á innlifuninni hér en í öðrum lögum, enda á hann þátt í að semja lagið sjálfur, ólíkt því sem er með flest hin lögin. Það má segja að kvöldið hafi einkennst af yf- irdrifnum huggulegheitum og Groban býr að sönnu yfir „varfærnislegri snilligáfu,“ eins og Enter Baggalúts kallar það. Það er vel hægt að þræta fram og til baka um þá tónlistarlegu vigt sem engillinn Groban ber með sér en sú umræða á ekki heima hér. Óumdeilanlegt er hins vegar að hann og hans fólk þjónustuðu aðdáendurna upp í topp, og skiluðu af sér svo gott sem hnökralausum tónleikum. Hann snart mig Morgunblaðið/Eggert Groban „Það má segja að kvöldið hafi einkennst af yfirdrifnum huggulegheitum og Groban býr að sönnu yfir „varfærnislegri snilligáfu,“ eins og Enter Baggalúts kallar það.“Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.