Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir ÍSLEN SKT TAL STURLAÐ STÓRVELDI NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH. eeee „Marglaga listaverk... Laura Dern er mögnuð!“  K.H.H, FBL eeee „Knýjandi og áhrifaríkt verk!”  H.J., MBL eeee  L.I.B., TOPP5.IS GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND! Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER TVEIR HEIMAR EITT STRÍÐ LOKAORUSTAN ER HAFIN! ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is Frábær gamanmynd um strák og stelpu og stelpu og strák! Með Samaire Armstrong úr O.C. og Kevin Zegers úr Dawn of the Dead Hann reynir að kom- ast úr nærbuxunum hennar... ekki í þær! kevin zegres samaire armstong sharon osbourne Fracture kl. 8 - 10.10 B.i. 14 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 6 Spider Man 3 kl. 8 - 10.40 B.i. 10 ára 25.000 MANNS Á AÐEINS 10 DÖGUM! Fracture kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 3.45 - 5.50 - 8 -10.10 Spider Man 3 kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 10 ára Spider Man 3 LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.50 Pathfinder kl. 8 - 10.15 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Painted Veil kl. 5.30 - 8 - 10.30 It’s a Boy Girl Thing kl. 5.50 - 8 - 10.10 Spider Man 3 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára Inland Empier kl. 5.45 - 9 B.i. 16 ára FRUMSÝNING ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST MAGNAÐUR SÁLFRÆÐITRYLLIR Ef þú rýnir nógu djúpt sérðu að allir hafa veikan blett Þau skipta óvart um líkama og nota tækifærið til að hefna sín á hvort öðru! Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Aldamótin 1900 verða Eyr-bekkingum og Stokkseyr-ingum hugleikin um kom-andi helgi þegar vorhátíðin Vorskipið kemur! verður haldin í þorpunum tveimur. Þema hátíðarinnar er árin í kringum þar- seinustu aldamót og má sjá áhrif frá þeim í skemmtun, leik og söng, sýningum og uppákomum. „Okkur fannst tilvalið að minnast síðustu gullaldarþorpanna þegar vorskipin komu upp að landinu með nýjar vörur, fréttir utan úr heimi og menningarstrauma,“ segir Frið- rik Erlingsson, rithöfundur og íbúi á Eyrarbakka, um hátíðina sem hann kom ásamt öðrum á koppinn. Friðrik segir almennt mikið menningarlíf í þorpunum við ströndina. „Hingað sækir fólk til að vinna og hafa vinnustofur. Á Stokkseyri er t.d. Hólmarast- arhúsið sneisafullt af handverks- og myndlistarfólki. Svona hátíð er líka til þess að draga þetta fólk fram í dagsljósið og gefa því tækifæri á að sýna hvað það hefur gert.“ Athygli vekur að Eyrbekkingar og Stokkseyringar eru saman í liði með þessa hátíð og spurður hvort enginn rígur sé enn á milli þorp- anna segir Friðrik það auðvitað vera. „Við erum mjög ákveðnir í að halda hrepparígnum, enda er hann partur af menningarsögu þorpanna, en við gerum það nú með menning- arlegum og siðmenntuðum hætti.“ Íslensk glíma og markaður Vorskipið kemur! verður sett í kvöld kl. 20 með tónleikum Djass- bands Suðurlands og kvennakórsins Ljósbráar úr Rangárþingi í sam- komuhúsinu Stað á Eyrarbakka. „Það verður mikið um að vera hjá okkur enda vildu allir vera með. Meðal annars verða félagar í Leikfélagi Selfoss með spuna- dagskrá í gervi bændafólks í kaup- stað alla helgina, en Leikfélagið sýnir einnig einþáttunginn Bón- orðið eftir Chekov í Húsinu á Eyr- arbakka á sunnudeginum. Byggða- safnið opnar sýningu á myndum og munum frá Konungskomunni 1907, markaður verður opnaður í Ísfold, Lúðrasveit Selfoss leikur, sýnd verður íslensk glíma, Elvar Guðni listmálari opnar sýningu í Hólm- arastarhúsinu, í Sundlaug Stokks- eyrar verða á floti stuttar skemmti- sögur og gátur og í Óðinshúsinu verður opnuð ljósmyndastofan Eyr- arbakki 1900 en þar standa fjórar ljósmyndir af aldamótafólki í fullri líkamsstærð og geta gestir sett andlitið í þar til gerð op og látið smella af sér mynd,“ segir Friðrik og bætir við að það megi ekki gleyma Álfa- og tröllsafninu, Draugasetrinu, Törfagarðinum og Veiðisafninu. „Ef fólk á þjóðbúning, upphlut eða skárri föt sem gætu talist vera frá þessum áratugum í kringum aldamótin 1900 væri nú gaman ef það myndi klæða sig aðeins upp og koma í heimsókn um helgina,“ segir Friðrik sem ætlar sjálfur að taka á móti gestum í bresku tvídi og hné- buxum. Menningarlíf í þorpunum við ströndina Nánari dagskrá vorhátíðarinnar Vorskipið kemur! má sjá á: www.eyrarbakki.is eða www.stokkseyri.isSjómenn Friðrik Erlingsson og Sverrir Geirmundsson í Óðinshúsi máta sig við sjómannafötin á ljósmyndastofunni Eyrarbakki 1900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.