Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TA KTU STJÓRNINA Í ÞÍNAR HENDUR! ÞÚ B ERÐ ÁBYRGÐ Á EI GI N LÍFI ! Listin að stjórna eigin lífi fjallar um sjálfsstjórn í verki og byggir meðal annars á fjölbreyttri þekkingu á tilfinningagreind, þ.e. hæfileikanum til að bera kennsl á, skilja, bregðast við og stýra tilfinningum sínum með það fyrir augum að nýta þær til að skapa það líf sem maður vill lifa. BÓKIN HJÁLPAR ÞÉR AÐ: KYNNAST SJÁLFUM ÞÉR BETUR OG UPPGÖTVA STYRKLEIKA ÞÍNA SKILGREINA OG YFIRSTÍGA HINDRANIR BÆTA SAMSKIPTAHÆFNI ÞÍNA OG LEIÐTOGAHÆFILEIKA HVETJA SJÁLFAN ÞIG OG AÐRA ÁFRAM TAKAST Á VIÐ STREITU OG ÖÐLAST SÁLARRÓ Eftir Gunnar Báll Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ELDUR braust út í haug af dekkj- um og ýmiss konar rusli á geymslu- svæði Hringrásar við Krossanes á Akureyri í gær. Þykkur reykur barst frá haugnum en engum varð meint af sökum hagstæðrar vindáttar. Eldsins varð vart laust upp úr klukkan þrjú í gær og var allt tiltækt lið Slökkviliðsins á Akureyri sent á staðinn. Hafði því tekist að ná tökum á eldinum um klukkustund eftir að tilkynningar hófu að berast. Að sögn Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðs- stjóra þurfti að dæla vatni úr sjó hátt í kílómetra leið til að ráða niðurlög- um eldsins. „Okkur tókst tiltölulega fljótt að stöðva útbreiðsluna og halda þessu afmörkuðu,“ sagði Þorbjörn í samtali við Morgunblaðið í gær. Um 35 slökkviliðsmenn unnuað slökkvi- starfinu en starfsmenn Hringrásar voru þeim til aðstoðar. Segir Þor- björn að eldurinn hafi blossað upp öðru hverju en ljóst var í gær að slökkvistarf myndi dragast fram eft- ir nóttu. Í gærkvöldi voru starfs- menn Hringrásar í óðaönn við að færa brennandi dekkin úr haugnum til að slökkviliðsmenn ættu auðveld- ara með að athafna sig og til að minnka hauginn. Þykkan svartan reyk lagði af haugnum en hagstæð vindátt gerði það að verkum að hann stóð hátt upp og út Eyjafjörðinn í stað þess að leggjast yfir bæinn. Enginn varð fyr- ir eitrun sökum reyksins en slökkvi- liðið hafði gætur á vindáttinni. „Reykurinn lagðist yfir örfáa bæi í nágrenninu en var þá orðinn það út- þynntur að það var innan hættu- marka.“ Eiginlegt tjón er talið lítið þar sem eldsmaturinn var einungis rusl. Síðar um daginn gáfu þrír ungir piltar sig fram við lögreglu og við- urkenndu að hafa verið að fikta með eld og þannig valdið brunanum. Ljósmynd/Einar Guðmann Reykmökkur Þykkan reyk lagði upp af dekkjahaugnum en engum varð meint af þar sem vindátt var hagstæð. Eldur á geymslusvæði Hringrásar á Akureyri Þykkan reyk lagði frá dekkjahaugnum í átt frá bænum Í HNOTSKURN » Eldsins varð vart laustupp úr klukkan þrjú í gær. » Slökkvilið hafði náð tök-um á eldinum um klukku- stund síðar þótt gert væri ráð fyrir að slökkvistarf drægist fram eftir nóttu. » Sökum hagstæðrar vind-áttar bar eitraðan reykinn út fjörðinn í stað þess að leggj- ast yfir byggð. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ) hefur samþykkt nýja at- vinnustefnu sem verið hefur í mótun í nokkur ár. Framkvæmdastjóri ASÍ segir mikilvægt að Ísland bæti samkeppnisstöðu sína á alþjóða- vettvangi. Gylfi Arn- björnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að at- vinnustefnan taki á málum eins og hvernig skynsam- legt sé að nýta náttúruauðlindir, jafnt í sjávarútvegi, landbúnaði og orkufrekum iðnaði. „Einnig er þar fjallað um mikilvægi nýsköpunar í þekkingariðnaði. Í raun má segja að forsenda alls þessa sé jafnvægi á hagkerfinu og það kemur því í raun ekki á óvart að skynsamleg hag- stjórn er stór hluti stefnu og kröfu ASÍ.“ Miklu skipti fyrir launafólk að Ísland haldi samkeppnisstöðu meðal ríkja heims en hún hafi dalað upp á síðkastið. „Á undanförnum misser- um höfum við verið að draga fram ýmsa þætti sem við teljum að séu veikleikar íslenska hagkerfisins. Þar er jafnvægis- og stöðugleikaleysið grundvallaratriði.“ Hann bendir á að hverfull gjaldmiðill sé einnig áhrifa- þáttur í því að erlendir fjárfestir hafi minni áhuga á að koma hingað en þeir innlendu hugsi sér til hreyfings. Spurður hvort ASÍ leggist gegn frekari uppbyggingu stóriðju segir Gylfi svo ekki vera. „ASÍ hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að auðlindir eigi að nýta en það eigi að gera út frá langtímaáætlunum. Við höfum alltaf sagt að það sé mikilvægt að tíma- setja stóriðjuverkefni þannig að þau eyðileggi ekki stöðugleika hagkerf- isins. Við vöruðum við því að Kára- hnjúkavirkjun gæti endað með ósköpum og við teljum að hér sé komið í mikið óefni í efnahagsmálum enda hefur samkeppnishæfi landsins minnkað.“ Gylfi bendir jafnframt á að ASÍ hafi haft þá stefnu að semja með ábyrgum hætti við vinnuveitendur og sú stefna sé til lítils ef efnahags- stefna stjórnvalda sé ekki ábyrg. Stöðugleiki sé forsenda þess að sam- keppnishæfi landsins haldist. „Ef okkur tekst að koma á ábyrgri efnahagsstjórnun þá getum við fóstrað nýsköpunina og komið fleiri tækifærum að. Atvinnustefna okkar gengur því út frá stöðugleika sem forsendu.“ ASÍ mótar nýja atvinnustefnu Telur samkeppnishæfi landsins afar mikilvægt fyrir almenna launþega Gylfi Arnbjörnsson Í HNOTSKURN » Miðstjórn ASÍ hefur sam-þykkt nýja atvinnustefnu sem rædd hefur verið undan- farið. » Framkvæmdastjóri ASÍ seg-ir óstöðugleika í efnahags- málum skemma samkeppnis- stöðu Íslands. » Mikilvægt sé að efla almennamenntun og nýsköpun. » ASÍ sé ekki á móti nýtingunáttúruauðlinda til stóriðju en slík nýting þurfi að byggjast á langtímaáætlunum. HILMAR Konráðsson, forstjóri verktakafyrirtækisins Magna, segir dapurlegt að óánægja fólks í Mos- fellsbæ komi fram í skemmdarverk- um á eigum fyrirtækisins og segir að menn hjá því hafi engan áhuga á því að eiga í stríði við íbúa Álafosskvos- arinnar. Hilmar segir að þær fram- kvæmdir sem nú standi yfir í kvos- inni tengist ekki sjálfri tengibraut- inni heldur séu nauðsynlegar svo hægt sé að hefja uppbyggingu á nýju hverfi. Varmársamtökin sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem sagði að verktakinn hefði í gærmorgun byrj- að að leggja veg fyrir aftan gamla verksmiðjuhúsið meðfram Varmá í átt að Álafossi. Segja samtökin að virðingarleysi gagnvart íbúum og umhverfi virðist sér engin takmörk eiga. Engin tilkynning hafi borist frá bæjaryfirvöldum um þessar fyrir- ætlanir til íbúa. Háværar vinnuvélar hljómi nú á frídegi í eyrum lang- þreyttra íbúa. Hilmar segir að þótt hætt yrði við tengibrautina umdeildu breyti það ekki því að leggja verði holræsi, raf- magn, vatn og annað og engin önnur leið sé fær en að leggja lagnirnar um kvosina. Þá segir hann að m.a. sé verið að endurnýja skólplagnir í Ála- fosskvosinni. Sást til mannaferða Hilmar segir ekki rétt að verið sé að leggja veg en óumflýjanlegt sé að leggja slóða við framkvæmdirnar til að koma efni að og frá. Venjan sé svo að verksummerki séu fjarlægð með því að taka efni og fylla yfir með mold og sá svo grasi. Um skemmdarverkin sem unnin voru á vinnuvélum fyrirtækisins að- faranótt miðvikudag segir Hilmar að íbúar í Brekkulandi hafi séð til mannaferða um klukkan fjögur um- ræddan morgun. Hefur fyrirtækið heitið 200.000 krónum þeim sem veitt getur upplýsingar um þá sem frömdu skemmdarverkin. Morgunblaðið/RAX Skemmdir Verktakafyrirtækið varð fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. Hafa ekki áhuga á stríði við íbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.