Morgunblaðið - 18.05.2007, Blaðsíða 23
tíska
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2007 23
Fljúgandi
fegurð Dior
tekur flugið í
sumar og
sendir frá sér
kinnalit,
augnskugga
og varalit í glæsilegum, hvítum kassa sem er
líka flottur fylgihlutur. Þetta er flugsett nr.
001 Peachy Adventure.
Tvískiptur Krem-
kinnalitir eru vinsæl-
ir í sumar. Þennan
frá Make up Store,
sem ber heitið Or-
ange, má nota bæði á
kinnar, augu og varir. Hann er hann er með
pínulitlum gljáa sem er sumarlegt.
Sumar konur dá það, aðrar forðastþað en allar höfum við reynt það:,,Fegurð er fyrirhöfn! Það hafanær allar konur á einhverju and-
artaki í lífi sínu brosað í gegnum tárin,
bitið saman tönnunum og sagt það æðru-
laust – á engilsaxnesku: ,,Beauty is pain!
Sumar hafa verið sannfærðar um að án
fegurðar komist þær ekkert áfram í líf-
inu, aðrar vissar um að fegurðin ein sé
þeim til trafala og svo er auðvitað milli-
rófið sem sveiflast fram og til baka í
skoðunum sínum á þessari skepnu sem
nefnd er tíska. En í förðun er einmitt eitt
milliverk sem skipt getur sköpum, jafnvel
þótt enginn sjái það. Og einmitt þess
vegna er það svo skemmtilegt. Kinnarnar.
Þessi líkamshluti sem aldrei fær neina
sérstaka athygli nema í ástarsögum, þar
sem þeim er annaðhvort lýst á drama-
tískan hátt hjá konum sem rjóðum og
sællegum eða fölum og nábleikum – og
eiga þá að gefa til kynna líðan konu og
sálarástand. Þessar elskur, kinnarnar,
koma svo sem stundum vandræðalega
upp um það síðarnefnda, svona eins og
þegar þær að því er virðist sjálfkrafa
roðna og fölna á víxl, einmitt á augnablik-
unum sem mikilvægt er að þær haldi sín-
um náttúrlega lit.
En hvað sem því líður, þá er ekki nokk-
ur vandi fyrir nútímakonur að verða eins
rjóðar í vöngum og þær lystir. Til þess
eru kinnalitirnir, þessi himneska uppfinn-
ing einhvers hugulsams. Með þá í takinu
og réttu taktíkina verður fegurðin ekki
nokkur einasta fyrirhöfn í sumar, þegar
kinnarnar eiga að vera dálítið bleikar –
en á sem náttúrlegastan hátt, auðvitað …
Morgunblaðið/ÞÖK
Frískleg Kinnaliturinn á ekki að vera áberandi heldur eins og náttúrulegur roði í kinnum.
Bleikar kinnar
Hinn undurfagri
bleiki tónn er í há-
tísku í kinnalitum í
sumar. Shiseido
slær rétta tóninn
með púðurkinna-
litnum Playful
Pink.
Rjóðar
í kinnum
Náttúrulegur roði
Estée Lauder kemur
skemmtilega á óvart
með gamla, góða kin-
nalitastaukinn en að
vitaskuld í nýrri út-
færslu og klikkar
ekki. Ekkert er auð-
veldara en að smyrja
smávegis á kinnarnar
og dreifa því síðan úr
með fingrunum þar til
roðinn lítur út fyrir að
vera náttúrulegur.
uhj@mbl.is
Eins og í öllum almennilegum fræðum eru
nokkrar grunnreglur sem best er að fara eft-
ir til þess að ekki fari nú illa og fegurðin
verði jafnvel ekki falleg.
Regla númer eitt: Veldu rétta litinn fyrir
þína húðtegund. Jú, bleikur er í tísku í
sumar en ef sá litur fer þér engan veginn,
hikaðu þá ekki við velja eitthvað sem fer
þér betur, eins og vínrauða tóna, appels-
ínugula eða gyllta.
Regla númer tvö: Gleymdu aldrei hver er
tilgangurinn með því að nota kinnalit.
Roðinn í kinnunum á að líta út fyrir að
vera sem eðlilegastur, eins og eftir úti-
veru eða létta líkamsrækt. Mikki mús er
ekki málið hér, því rauðara því verra.
Regla númer þrjú: Það er munur á nóttu
og degi. Á daginn eru eplakinnar svolítið
sætar, sérstaklega á sumrin en á kvöldin
má leyfa sér örlítið meiri dramatík og
strjúka litnum upp eftir kinnbeininu. Að-
alatriðið er kinnaliturinn sé í samræmi við
augnförðun og varir. Minna er yfirleitt
betra en meira.
Ekki nota kinnalit eins og Mikki mús