Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÖNNUR umferð Pirelli Íslands- meistaramótsins í rallakstri fór fram á laugardaginn og lauk keppn- inni með sigri systkinanna Daníels og Ástu Sigurðarbarna en systkinin hafa þá sigrað í tveimur fyrstu um- ferðum mótsins og eru með sex stiga forystu á næstu áhöfn sem eru Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson. Jón Bjarni og Borgar koma sterkir inn í Grúppu N flokk- inn en þeir urðu Íslandsmeistarar í 2000 flokki á síðasta ári. Ekkert slegið af Það var greinilegt á aksturlagi Daníels að gleðin réði ríkjum í Mits- hubishi Lancer Evo 6 bíl systk- inanna því þau voru ekkert að slá af á síðustu sérleiðinni þrátt fyrir að hafa sigurinn í hendi sér. Í þessu ralli voru eknar sex sér- leiðir. Fyrsta leiðin lá austur Lyng- dalsheiði og en Lyngdalsheiðin var síðan ekin til baka. Þriðja sérleiðin var löng og hröð en þar var ekið norður Tröllháls og vestur Ux- ahrygg sem ein leið. Fjórða sérleið- in var svo Uxahryggur og Tröllháls til baka en rallinu lauk svo á tveim- ur sérleiðum á Lyngdalsheiði þar sem heiðin var ekin fram og til baka. Greiðfarnar leiðir og mikill hraði einkenndi þetta rall. Tuttugu og ein áhöfn hóf keppni en einungis sextán þeirra luku keppni, fimm féllu út. Hilmar B. Þráinsson og Vignir R. Vignisson ákváðu að yfirgefa 2000 flokkinn sem þeir kepptu í, í vor- sprettinum. Þeir félagar mættu á Jeep Cherokee jeppa. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í Jeppa- flokkinum. Röng dekk undir bílnum Feðgarnir Þórður Bragason og Magnús Þórðarson sigruðu í 2000 flokki en misstu af sigri í Max1 flokki eftir miklar hremmingar með Corolluna. Reglurnar í Max1 flokknum kveða á um að keppendur verði að nota Pirelli dekk en þeir feðgar gripu til kess ráðs að fá lán- að Khumo dekk eftir að hafa klárað öll Pirelli varadekkin sín. Þér voru þá dæmdir úr leik í Max1 flokki sem þýddi að Pétur S. Pétursson og Heimir S. Jónsson sigruðu í þeim flokki. Systkinin Daníel og Ásta aftur sigursæl í rallinu Sigurvegararnir Daníel og Ásta Sigurðarbörn. Þau slógu ekkert af þó að þau hefðu sigurinn í hendi sér. Á reki Feðgarnir Þórður Bragason og Magnús, sonur hans, láta Corolluna flatreka í beygju á leiðinni suður Tröllháls en Corollan var þá orðin veru- lega löskuð eftir kappsfullan akstur þeirra í rallinu. Ljósmynd/JAK Í loftköstum Systkinin Daníel og Ásta aka í loftinu vestur Uxahrygg. Daníel sló ekkert af Lancer-bílnum þrátt fyrir ójöfnur á veginum. FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „SAMHENGI uppgræðslu og vatnsmiðlun- ar er eitt af hinum vanræktu rannsóknarsvið- um á Íslandi, en er alveg gríðarlega mikið áherslumál hjá öðrum þjóð- um,“ segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, um jákvæð áhrif kolefnisbindingar í gróðri á vatnsbúskap. Með því að styrkja gróðurþekju lands- ins yrði vatnsbúskapur framtíðarinnar efldur „stórlega“ og því beri að huga að þessum ávinningi þegar rætt er um land- græðslu og skógrækt sem leið til að binda kol- díoxíð, CO2.. „Það er rætt of einhliða um kolefnisbind- inguna út frá mengunarkvótasjónarmiðum. Það þarf að reikna þetta á víðari grunni og hafa fleiri forsendur að baki. Áhrifin á vatnsbúskapinn eru aðeins ein hlið af mörgum sem þurfa að koma inn í þá umræðu.“ Andrés er þeirrar hyggju að með því að efla vatnsmiðlun í náttúru landsins sé verið að skapa milljarðaverðmæti á næstu áratugum. „Þetta getur stóreflt veiðitekjur, vegna þess að vatnasvið margra veiðiáa eru það skemmd, að það eru miklu meiri sveiflur í vatnsrennsli en væru ef gróður væri meiri. Þetta, ásamt margvíslegum öðrum ávinningi af betri vatns- miðlun, gæti skipt milljörðum króna.“ Inntur eftir áhrifum skógræktar og upp- græðslu á landverð nefnir Andrés svæði undir Hafnarfjalli sem dæmi. Þar hafi verið víðáttu- miklir melar til lítilla nytja. Þökk sé upp- græðslu með stuðningi Pokasjóðs sé það svæði orðið mjög hlýlegt og aðlaðandi. Almennt megi segja að aukið gróðurlendi hækki land- verð, þar séu „gríðarlegar upphæðir í húfi“. Átti upphaf í áhyggjum af vatnsskorti Andrés segir upphaf landgræðslu í Banda- ríkjunum mega rekja til þess að íbúar borga á vesturströndinni hefðu haft áhyggjur af því að eyðing gróðurs í Klettafjöllunum hefði slæm áhrif á vatnsframboð. Flóð hefðu minnt á að geta jarðvegs til að halda vatni hefði skerst. Íslendingar búi ekki við vatnsskort en eigi engu að síður að gefa þessum málum gaum. „Í sjálfu landi rigningarinnar hafa Íslend- ingar ekki skilið hversu vatnið er verðmætt og í ljósi þess hvað það gengur á vatnsforðann annars staðar í heiminum þá gæti verðmæti neysluvatns á Íslandi orðið geysilega mikið í framtíðinni. Þetta gæti orðið einn af fjársjóð- um Íslands. Það vill gleymast oft í umræðunni hvað það er mikið samhengi á milli landheilsu og vatnsmiðlunar og hve vatnsmiðlun á Íslandi hefur skemmst mikið í aldanna rás vegna gróður- og jarðvegshnignunar. Gróður og jarðvegur gegna tvíþættu hlutverki. Annars vegar má segja að gróðurinn sé einhver besti „hreinsari“ á mengunarefnum sem geta borist úr lofti. Gróðurinn tekur þessi efni upp og þau brotna niður og það hægir mjög mikið á því að þau geti borist niður í jarðvatnið og grunn- vatnið. Þetta gefur efnunum meiri tíma til að brotna niður og verða óskaðleg.“ Gróðurþekjan virkar eins og svampur Hann segir vatnsrennslið verða jafnara. „Svo virka gróður og jarðvegur eins og svampur, geyma rakann og miðla hægt frá sér. Það sem hefur gerst á fjölmörgum svæð- um vegna gróður- og jarðvegseyðingar er, að þar eru sveiflur í vatnsrennsli miklu meiri en ella. Þar eð vatnasviðin eru heilbrigðari er miðlunargetan miklu meiri. Þetta á til dæmis við um stóran hluta miðhálendisins.“ Horft fram hjá ávinningnum af betri vatnsbúskap í kolefnisumræðunni Morgunblaðið/ÞÖK Gróðurinn og vatnið Mikið er nú rætt um hversu miklir möguleikar felast í ógrónum melum á Íslandi til kolefnisbindingar. Aukinn gróður mun hækka landverð og endurreisa vistkerfi. Andrés Arnalds Aukið gróðurlendi mun skila milljarða tekjum og efla veiðiár landsins FERSKVATNSAUÐLIND Íslendinga er sú mesta sem um getur, eða um 670 þúsund rúmmetrar á mann á ári. Til samanburðar hefur Fílabeinsströndin innan við 6.000 rúm- metra á mann og Djíbútí innan við 1.000, sé miðað tölur frá umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP. Þessi sláandi munur minnir á að vatnsskortur er víða vandamál í heim- inum og eyðimerkurmyndun ógnar afkomu 1,2 milljarða manna, tæplega fimmta hvers jarðarbúa. Gróður eyðist af um 12 milljón hekturum lands á ári, eða sem svarar rúmlega flat- armáli Íslands. Hver jarðarbúi hefur nú 30% minni jarðveg en 1980 og næstu 30-50 ár hef- ur verið áætlað að þurfi að framleiða meiri fæðu en samanlagt síðustu 10.000 árin. Tugir milljóna manna eru umhverf- isflóttamenn og óttast að áframhaldandi hlýnun lofthjúpsins muni hafa neikvæð áhrif á uppskeru í Austur-Afríku, svo dæmi sé tek- ið. Það er af þessum sökum sem erlendir að- ilar, á borð við Matvælastofnun SÞ, hafa sýnt mikinn áhuga á að taka þátt í alþjóðlegri ráð- stefnu á Selfossi í ágústlok, þar sem fjallað verður um samspil landheilsu og fjölbreyti- leika vistkerfa, auk þess sem rætt verður um leiðir til að taka á jarðvegseyðingu. Eyðimerkur ógna afkomu milljóna Morgunblaðið/Einar Falur Rofabarð á Kili Ísland er gjarnan notað sem kennsludæmi um gríðarlega gróðureyðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.