Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 17
|mánudagur|21. 5. 2007| mbl.is Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 daglegtlíf Olgeiri Engilbertssyni er margt til lista lagt og hann er langt frá því að vera sestur í helgan stein. » 18 daglegt líf Hún er rosalega frek en líkamjög skemmtileg. Húnkrefst stöðugrar athygliog vill fá klapp og klór í hvert sinn sem við komum nálægt henni. Hún elskar okkur ótrúlega mikið og við erum bestu vinkonur hennar. Hún er alltaf að sníkja hafra, hún er alveg sjúk í þá enda eru þeir eiginlega nammið hennar,“ segja systurnar Þórey og Jóhanna sem búa á bæ rétt utan við Reykjavík og eiga kindina Hörpu Sjöfn sem er ólík öll- um öðrum kindum, enda er hún fyrst og fremst gæludýr. „Hún er eina kindin á bænum og kannski hagar hún sér ólíkt flestum kindum einmitt af því að hún um- gengst engar aðrar kindur. Hún þekkir bara fólk og býr úti í hesthúsi með hestunum okkar og svo leikur Kátur, hundurinn okkar, sér mikið við hana. Hún er farin að þekkja nafnið sitt þegar við köllum á hana. Við hleypum henni út einu sinni á dag og leikum við hana. Þá er hún alltaf rosalega kát og hún hoppar og skvettir upp rassinum, sérstaklega ef við hlaupum á undan henni og hrist- um nammibaukinn með höfrunum.“ „Svo datt okkur í hug um daginn að prófa að setja á hana lítinn hnakk sem við eigum og við systurnar reyndum að sitja hana. Það gekk ekki sérlega vel, við duttum fljótt af henni því það er erfiðara að tolla á bakinu á henni heldur en á hestbaki. Henni virtist samt líka þetta ágæt- lega en við ætlum að láta þessa kindareiðtúra alveg eiga sig.“ Fékk trefil þegar hún hóstaði Harpa Sjöfn er einstök kind sem kallar á fólkið sitt þegar hún heyrir í því og jarmar hátt og viðstöðulaust þar til henni er sinnt. Hún hagar sér stundum eins og hundur og ef hún er úti við á hlaðinu þegar einhver fer í reiðtúr eltir hún. Hún eltir líka hund- inn, aðallega til að stanga hann, því henni er ekkert sérlega vel við hann. Um daginn fékk hún mikinn hósta og krakkarnir settu á hana rauðan trefil og hún lét sér það vel líka og þótti krúttleg með eindæmum. Og hún gengur upprétt ef hafrarnir eru í lófa sem haldið er hátt uppi. Hún er sér- lega mannelsk og kannski er hún svolítið óviss um hver hún er og óneitanlega kemur ljóðið upp í hug- ann um kindina Heimskringlu eftir Þórarin Eldjárn, en sú skepna skildi hvorki hlutverk sitt né stöðu og var svolítið ringluð og hélt síst að hún væri rolla. Harpa Sjöfn er ung að árum, að- eins gemlingur sem fæddist síðast- liðið vor en frúin á bænum færði manni sínum þessa gimbur að gjöf þegar hann varð fertugur í desember síðastliðnum. „Hann hafði einhvern tíma sagt við mig að hann dreymdi um að verða rollubóndi þegar hann yrði gamall og mér fannst tilvalið að láta draum hans rætast. Þetta var mikið leyni- makk því ég vildi koma honum á óvart. Ég keypti gimbrina af bónd- anum á Hraðastöðum og færði manni mínum hana í afmælisveislunni. Hann varð hinn kátasti og tók hana strax í fangið og hampaði þessari fyrstu kind sinni en hún var nokkuð blaut og skítug eftir að hafa lent í snjókomu á bílpallinum í flutn- ingnum. Við þurftum að fara með jakkafötin hans nokkrum sinnum í hreinsun til að ná lyktinni úr þeim. Blessuð skepnan hafði verið á húsi og bar það með sér.“ Líkar vel sviðsljósið Í æðum kindarinnar Hörpu Sjafn- ar rennur frægðarblóð því afi hennar er enginn annar en hrúturinn frægi sem fram kom í Stuðmannamyndinni Í takt við tímann. Einmitt þess vegna var henni gefið þetta ágæta nafn og hún hefur sannarlega hæfileika til að koma fram því henni líkaði vel at- hyglin sem hún fékk í myndatökunni, sýndi leikræna tilburði og gerði sér dælt við linsuna. Kindin Harpa Sjöfn er gæludýr Morgunblaðið/Árni Sæberg Matglöð „Hún er alltaf að sníkja hafra, hún er alveg sjúk í þá, enda eru þeir eiginlega nammið hennar,“ segja systurnar Þórey og Jóhanna um Hörpu Sjöfn. Vinkonur Hörpu Sjöfn finnst notalegt þegar Jóhanna klórar henni. Hvernig get ég búi mínu borgið? er kennslubók sem nemendur í húsmæðraskólum rýndu í fyrir nokkrum áratugum. » 19 fjármál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.