Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND BRUCE Hall og Richard Johnson voru útnefndir heiðursfélagar Íslendinga- félagsins í Utah fyrir skömmu. Íslendingar settust fyrst að í Spanish Fork í Utah 1855 og var haldið upp á 150 búsetu þeirra með veg- legum hátíðar- höldum í júní 2005. Meðal ann- ars var vígt minnismerki um íslensku land- nemana að við- stöddum nokkr- um þúsundum manns og áttu verktakarnir Bruce og Richard stóran þátt í gerð verksins í sjálf- boðavinnu. Fyrir það voru þeir heiðraðir. Jón Jónsson og Vilborg Jóns- dóttir, afi og amma Richards, fluttu frá Íslandi til Spanish Fork 1887. Richard hefur verið stjórn- armaður í Íslendingafélaginu frá 1999 og var formaður 2003–2004. Bruce er sonarsonur Gísla Bjarnasonar, sem flutti þriggja ára gamall frá Íslandi til Utah með móður sinni, Jóhönnu Árna- dóttur, 1883. Fólk af íslenskum ættum í Utah kemur saman í Spanish Fork eins og til dæmis á þorrablóti og sum- arhátíð fyrst og fremst í þeim til- gangi að halda upp á íslenska arf- leifð, heiðra minningu íslensku landnemanna í Utah, tengja Utah og Ísland enn frekar og verða að- eins íslenskari, eins og David A. Ashby, talsmaður félagsins, orðar það. Bruce og Richard heiðursfélagar í Utah 2007 Richard Johnson Bruce Hall ÚR VESTURHEIMI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Ander- son House Publishing í Winnipeg leitar að útgefanda og þýðanda á Ís- landi vegna bókarinnar Blessed: Portrait of Asdis Sigrun Anderson eftir Katrínu Anderson í Toronto. Góðar viðtökur Katrína segir að Ásdís amma sín hafi alltaf verið boðin og búin til að gera allt fyrir aðra og þegar hún hafi sagt sér að hún ætti sér þá ósk heit- asta að einhver skrifaði sögu sína hafi hún ákveðið að láta drauminn rætast. Bókin fjallar um móðurömmu Katrínar, sem giftist 17 ára og hafði eignast átta börn þegar hún var 32 ára, og er árangur viðtala sem hún tók við hana á sex ára tímabili. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út fyrir um tveimur árum, á 90 ára af- mæli Ásdísar Sigrúnar Anderson, og fékk mjög góðar viðtökur, reyndar svo góðar að upplagið seldist upp, að sögn Katrínar. Hún segir að upp- haflega hafi bókin verið gefin út með aðstoð fjölskyldunnar, fyrst og fremst fyrir stórfjölskylduna og nánustu vini. Viðtökurnar hafi hins vegar verið framar öllum vonum og í kjölfarið hafi móðursystir sín, Marjorie Anderson, ákveðið að stofna útgáfufyrirtæki og er önnur útgáfa bókarinnar fyrsta verkið sem hún gefur út. „Bókinni hefur verið sérlega vel tekið,“ segir Katrína. „Fólk elskar þessa sögu. Ég er agndofa en um leið mjög ánægð. Stundum finnst mér eins og ég hafi ekki skrifað þessa bók. Ég lít á hana og segi við sjálfa mig að ég geti ekki hafa skrif- að þessa bók.“ Númer eitt Önnur útgáfa bókarinnar var kynnt í tengslum við þjóðræknis- þingið í Winnipeg á dögunum og kynningin bar góðan árangur. „Bók- in seldist upp í Winnipeg og var númer eitt á sölulista McNally’s í lið- inni viku,“ segir Katrína, en næsta kynning verður í Toronto 28. maí. Marjorie Anderson hefur verið að leita að þýðanda á Íslandi að und- anförnu og vonar að málið skýrist fljótlega. „Önnur útgáfan er ýtar- legri en sú fyrsta og það eru spenn- andi tímar framundan,“ segir hún. Leitar að útgefanda á Íslandi Bókin um móður- ömmuna eftir Katrínu Anderson seldist upp í Winnipeg Kynning Systurnar Marjorie And- erson og Sylvia Anderson Koshyk, móðir Katrínar, kynntu bókina og útgáfufyrirtæki sitt á þjóðræknis- þinginu í Winnipeg á dögunum. Morgunblaðið/Steinþór Ánægð Katrína Anderson, rithöfundur með meiru, er yfir sig ánægð með viðtökurnar sem bókin hefur fengið. Í HNOTSKURN » Ásdís Sigrún Andersonfæddist í þorpinu Winni- peg Beach við Winnipegvatn 19. febrúar 1915. Hún féll frá í Winnipeg 8. desember 2006. » Foreldrar hennar voruEinar Guttormsson og Hólmfríður Johannesson. » Einar var sonur GuttormsÞorsteinssonar og Birgittu Maríu Jósefsdóttur sem fluttu til Kanada frá Íslandi 1893. Foreldrar Fredu voru Jónas Jóhannesson og Ásdís Pálína Sæmundsdóttir, sem fæddust á Íslandi og hittust í Kanada. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Hótel Hamar var opnaðsumarið 2005, með 30herbergi. Á hótelinu erfundarsalur sem tekur allt að 40 manns og þar er minna fundarherbergi fyrir 10 manns, auk matsalar sem tekur 120 manns. Starfsfólk á ársgrundvelli eru sjö, en tvöfaldast yfir sumartímann. Hjört- ur Árnason og Unnur Halldórs- dóttir eiga og reka Hótel Ham- ar ásamt því að reka golfskálann að Hamri yfir sumarið. „Hingað koma yfir sumartímann útlendingar sem eru á ferð um landið, og reyndar komu í vetur út- lendingar sem komu beint inn af göt- unni. Margir eru búnir að fara til Spánar og fleiri landa og langar til að sjá eitthvað nýtt. Menn setja ekki veðrið fyrir sig, það er ekki verri lífs- reynsla að lenda í stórhríð,“ segir Hjörtur. Hann segir golfara ekki ennþá vera uppistöðuna í gestahópn- um þó það sé aukning miðað við í fyrrasumar og bókanir fyrir sumarið séu góðar. „Það má segja að júlí og alveg fram í seinni hluta ágúst sé fullbókað og bæði júní og september lofa góðu. Við fáum líka umferð af götunni af því að við erum við þjóð- veginn og reyndar seljum við meiri mat en gistingu. Hótelið er innan Icelandair-keðjunnar sem þýðir að við erum komin inn í allar ferðaskrif- stofur og bæklinga á þeirra vegum. Til stendur að stækka hótelið. „Við ætlum að stækka um 35 herbergi, og byggja stærri fundarsal, fyrir 100 manns. Meiningin er að byrja á þessu í september ef allt gengur eftir og opna ekki seinna en 1. maí næsta vor.“ Hjörtur segir að 30 herbergja hótel sé of lítil eining og telur að 60 herbergi sé mjög góð stærð. „Okkur hefur gengið miklu betur en áætlanir gerðu ráð fyrir, og við erum eina hót- elið á Íslandi sem stendur á miðjum golfvelli. Við Unnur þekkjum svona golfhótel erlendis frá en við höfum spilað golf í öllum heimsálfum nema Ástralíu. Hugmyndin að hótelinu kom samt fyrst frá því að við vorum að reka golfskálann og urðum vör við að fólk spurði hvort hægt væri að koma í golf, gista og fá góðan mat, en þegar það sá aðstöðuna í skálanum leist því ekki nógu vel á.“ Mikilvægt að spjalla við gestina Í golfskálanum er starfsvettvang- ur Unnar í sumar. „Hér ætla ég að koma upp minni víðfrægu kjötsúpu og vera með íslenskan mat,“ segir hún. „Það er mikilvægt innlegg í ferðaþjónustuna að tala við gestina. Ég legg mig eftir því að tala við út- lendingana, spyrja þá um þeirra ferðir og nú verð ég að læra þýskuna betur. Ég er góð tungumálamann- eskja og kann menntaskólaþýsku. Svo er ég búin að læra nokkrar setn- ingar á frönsku og spænsku.“ Flestir eru þó hótelgestirnir Skandinavar og Bretar. „Og hingað koma Hollend- ingar, Þjóðverjar, Ísraelar og jafnvel Pólverjar, og ég segi þetta svona af því að maður heldur að Pólverjar hér séu bara verkamenn en ekki ferða- menn. Á þessum tíma kemur fólk í stuttar ferðir og mest fuglaskoðarar. Fólk er mjög ánægt að vera komið út úr bænum, mér finnst hópaferðir vera á undanhaldi, fólk fær sér held- ur flug og bíl.“ Unnur er nýkjörinn formaður í Ferðamálasamtökum Vesturlands auk þess að vera virk í „All senses“ („Upplifðu allt Vesturland“) hópn- um. „Við í All senses erum sam- starfshópur og markmiðið er að markaðssetja Vesturland og auka fagmennsku. Við viljum auka tekj- urnar því flest erum við búin að fjár- festa mikið og félagarnir skuldbinda sig til að leggja fram vinnu með því að mæta á fundi og námskeið og taka þátt í verkefnum. Þetta er sérstakt samstarf í samkeppni en að sjálf- sögðu ekki samráð og ekkert ólög- legt,“ segir Unnur og hlær. „Við er- um að deila reynslu, hugmyndum og upplýsingum og við finnum miklu meiri slagkraft því það er mjög hag- nýtt að eiga aðgang hvert að öðru.“ Unnur segir einmanalegt að vera einn í ferðaþjónustu og með sam- starfi opnist möguleikar á markaðs- tækifærum sem kæmu ekki til ein- stakra aðila. Hún segir þó ferðaþjón- ustuna ennfremur ákaflega spenn- andi líf, „en ég vil taka það fram að ferðaþjónustan í þessu landi myndi gersamlega hrynja ef við hefðum ekki þetta góða og duglega erlenda fólk, sem vinnur við þrif og þvotta. Við erum ákaflega heppin hér með að vera með pólskar konur í vinnu, konur sem hafa sest að og ætla að vera hér áfram.“ Ekkert eldhús á heimilinu Heimili Unnar og Hjartar er 40 fm einbýlishús við hótelið. Þeim hjónum ber saman um að sérstök áhersla hafi verið lögð á að hafa ekki eldhús. „Ég er hætt að elda ofan í sjálfa mig og Hjört, er algjörlega búin að elda yfir mig. Nú elda ég ekki nema ég fái borgað fyrir, enda finnst mér líka meira gaman að borða en elda,“ segir Unnur og bætir við hlæjandi að húsið sé meira svona ástarhreiður og margar konur öfundi sig af þessu. „Meiningin er að fara með þetta hús suður í Grímsnes, því við ætlum að innrétta íbúð í viðbyggingunni á hótelinu, en ekki er búið að semja um það í hjónabandinu hvort þar verður eldhús.“ Þau skiptast á um að sinna næturvörslunni á hótelinu þannig að annað þeirra er alltaf við á nóttunni. Það er ekki hægt að kveðja Unni án þess að minnast á kveðskap því hún er skáld og semur tækifærivísur og söngtexta fyrir fólk. Til dæmis voru fluttar vísur eftir hana í marg- frægu afmæli í vetur, þar sem Elton John var hinn textahöfundurinn. „Já, ég er öryrki, ég yrki svo ört og hef nóg að gera í þessu. Það er minn draumur að geta bara verið söng- og gleðikona. Það er þannig að fólk sem kaupir einu sinni af mér kveðskap kaupir aftur. Fólk á stórafmæli á 10 ára fresti, það giftir börnin sín o.s.frv. Upphaldsvísan mín er um Hjört, hana orti ég á hagyrðinga- kvöldi í Grímsnesi og eitt yrkisefnið var það besta sem Guð hefur skapað. Mér datt fyrst í hug norðurljósin eða náttúran en ákvað svo að líta mér nær. Útkoman varð þessi: Sitthvað hefur Guð nú gjört sem gagnast í lífsins puði, en þegar hann var að hanna Hjört, var hann heldur betur í stuði. Það skal tekið fram að Hjörtur var ákaflega ánægður með vísuna og er hún að sögn Unnar sú eina sem hann hefur lært utan að. Hótelið stendur á miðjum golfvelli Ljósmynd/Guðrún Vala Áætlanir „Við ætlum að stækka um 35 herbergi og byggja um leið stærri fundarsal fyrir 100 manns,“ segir Hjörtur Árnason. Unnur Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.