Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 35-70% afsláttur af erlendum bókum E N N E M M / S IA / N M 2 7 3 14 Útsölu á erlendum bókum í Bóksölu stúdenta l‡kur 23. maí. Sígildar heimsbókmenntir, afflreying, fró›leikur og fræ›i. fiú finnur útsölubækurnar líka á vefnum.Sko›a›u úrvali› á: Bæ›i í bú›inni og á vefnum Verslunin er opinfrá 9-18 alla virka daga www.boksala.isÚTSÖLULOK ALLAR ERLENDAR ÚTSÖLUBÆKUR ME‹ 70% AFSLÆTTI 21.-23. MAÍ 70% afsláttur FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is HART er nú sótt að Álvaro Uribe, forseta Kólumbíu, og verður ekki annað séð en tekið sé að hrikta í stoðum stjórnar þessa vinsæla leiðtoga og dyggasta stuðningsmanns Banda- ríkjanna í Rómönsku-Ameríku. Stjórnvöld standa frammi fyrir alvarlegum ávirðingum á fjölmörgum sviðum og í liðinni viku var frá því skýrt að stjórnendur lögreglu hefðu látið hlera síma stjórnarandstæðinga, blaðamanna og hátt settra embættismanna. José Manuel Santos, varnarmálaráðherra Kólumbíu, greindi frá hlerununum á þriðjudag en daginn áður höfðu 12 yfirmenn lögregl- unnar í landinu ýmist sagt af sér eða verið þvingaðir til að láta af störfum. Í þeim hópi eru herforinginn Jorge Castro, æðsti stjórnandi lögreglunnar í landinu, og Guillermo Chávez, yfirmaður öryggislögreglunnar. Santos upp- lýsti á fundi með fréttamönnum að tilskilinna leyfa fyrir hlerununum hefði ekki verið aflað og fullyrti jafnframt að stjórnvöldum hefði ekki verið kunnugt um þær. „Hvorki ég, for- setinn né stjórnvöld höfðum vitneskju um að þessu færi fram,“ sagði ráðherrann. Tímaritið Semana („Vikan“) skýrði fyrst fjölmiðla í Kólumbíu frá hlerununum um liðna helgi. Kom þar fram, að stjórnendur lögreglu hefðu látið hlera síma fyrrum hátt settra fé- laga í vígasveitum hægri manna, sem nú eru í fangelsi. Fullyrt var í greininni að hleranirnar leiddu í ljós að menn þessir tengdust marg- víslegri glæpastarfsemi í Kólumbíu. Slíkt væri brot á samkomulagi, sem leiðtogar herflokk- anna og stjórnvöld gerðu með sér í fyrra og fól m.a. í sér að liðsmenn sveitanna hlutu væga fangelsisdóma gegn því að viðurkenna glæpi sína, leggja niður vopn og láta af hendi illa fengnar eignir. Alls hafa um 31.000 liðsmenn vígaflokkanna lagt niður vopn og er von stjórnvalda sú, að með þessu móti reynist unnt að binda enda á borgarastríðið, sem geisað hefur í landinu síðustu 40 ár. Stefna Uribe for- seta nýtur víðtæks stuðnings og telst það því áfall fyrir forsetann að upplýst hafi verið að skipulegri glæpastarfsemi sé stjórnað úr fangaklefum. Í Kólumbíu hafa vinstri sinnaðir skæruliðar haldið uppi blóðugri baráttu í nafni byltingar og þjóðfrelsis í 40 ár og hefur forset- inn einsett sér að sigrast á þeim. Samtök vígaflokka hægri manna nefnast „Sameinaðar sjálfsvarnarsveitir Kólumbíu“ (sp. „Autodefensas Unidas de Colombia“, AUC) og voru stofnuð árið 1997 en leysa átti þau upp 2003 í samræmi við samkomulag leið- toga þeirra og stjórnvalda. Ekki reyndust þó allir félagar hreyfingarinnar tilbúnir til að hætta baráttunni. Einkahersveitir hægri manna í Kólumbíu eiga rætur að rekja til ní- unda áratugarins og var þeim upphaflega ætl- að að vernda landeigendur gagnvart kúgunum af hálfu vinstri-skæruliða, sem kröfðust þess að viðkomandi greiddu „stríðsskatta“ en hlytu ella verra af. AUC-sveitirnar hafa verið sak- aðar um fjöldamorð á óbreyttum borgurum auk þess sem vitað er að liðsmenn þeirra hafa stundað umfangsmikið eiturlyfjasmygl. Í máli varnarmálaráðherrans kom fram, að hleranirnar hefðu verið mun umfangsmeiri en skýrt var frá í grein kólumbísku „Vikunnar“ og hefðu þær staðið yfir í þrjú ár, hið minnsta. Santos greindi frá því að í ljós hefði komið að samtöl stjórnarandstæðinga og blaðamanna hefðu einnig verið hleruð. Og raunar hefðu lög- regluyfirvöld gengið enn lengra því vitað væri að einnig hefði verið fylgst með símtölum hátt settra embættismanna í stjórn Uribe forseta. Þetta kvað ráðherrann til marks um að hler- anirnar hefðu ekki einvörðungu beinst gegn stjórnarandstöðunni í landinu. „Við vitum ekki hver gaf skipun um að hleranir þessar skyldu fara fram og því síður vitum við hver tilgang- urinn með þeim var.“ Talsmenn mannréttindasamstaka og stjórn- arandstöðuhópa hafa löngum haldið því fram að þeir sæti sérstöku eftirliti og hlerunum af hálfu lögreglu. Jorge Rojas Rodriguez, for- maður CODHES-mannréttindasamtakanna, segir að stjórnvöldum beri að gera grein fyrir hvernig fylgst sé með meintum andstæðingum ríkisstjórnarinnar. „Upplýsingar þessar sýna að Kólumbía er lögregluríki og hér vega geð- þóttaákvarðanir þyngra en lög og réttur.“ Fyrir átti Álvaro Uribe í vök að verjast vegna ásakana um að þingmenn, sem styðja stjórn forsetans, hafi árið 2001 gengið til samninga við hinar „Sameinuðu sjálfsvarn- arsveitir Kólumbíu“ og heitið því að nýta stöðu sína til að styðja baráttu samtakanna. Átta þingmenn höfðu verið handteknir sökum þessa og á mánudag voru fimm til viðbótar hnepptir í varðhald. Í febrúarmánuði neyddist María Consuelo Araújo utanríkisráðherra til að segja af sér eftir að bróðir hennar, öldungadeild- arþingmaðurinn Álvaro Araújo, var handtek- inn og sakaður um að hafa fjármagnað starf- semi vígaflokka hægri manna í landinu. Bandaríkjamenn veita Kólumbíu rausn- arlega efnahagsaðstoð og þykja hneykslismál þessi líkleg til að magna kröfur á Bandaríkja- þingi um að sá stuðningur verði tekinn til end- urskoðunar. Bandaríkjastjórn skilgreinir AUC-sveitirnar sem hryðjuverkasamtök. Umfangsmiklar hleranir skekja ríkis- stjórn Álvaro Uribe Kólumbíuforseta Upplýst hefur verið að lög- regla hafi látið hlera samtöl hátt settra embættismanna, glæpaforingja, blaðamanna og stjórnarandstæðinga. Reuters Handtökur Þingmaðurinn Miguel Alfonso De la Espiella handtekinn í Bogotá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.