Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 30. maí. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Costa del Sol 30. maí frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Aukavika aðeins kr. 10.000. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Aukavika aðeins kr. 10.000. Munið Mastercard ferðaávísunina FJÓRIR hjól- og fellihýsaeigendur segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við geymslufyrirtæki að Auðnum í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Segir fólkið að eigur þess hafi orðið fyrir skemmdum upp á mörg hundruð þúsund krónur með- an þær voru í geymslu hjá fyrirtæk- inu. Einar Guðmundsson, eigandi geymslunnar, segir hins vegar að í flestum tilfellum sé um að ræða fólk sem reyni að svíkja fé út úr trygg- ingafélögum vegna skemmda sem hafi ekkert með hann að gera. „Þegar ég sótti hjólhýsið þá sá ég strax að búið var að festa aftur ljós með glæru límbandi sem hafði losn- að af. Það hefur líka verið beyglað og rekið upp undir því útblásturstúðan var líka fest á með glæru límbandi. Svo hefur listi losnað af og hann síð- an festur á með skrúfum,“ segir Þór- ir Kristjánsson, eigandi hjólhýsis sem geymt var í geymsluhúsnæðinu í vetur. Þórir segir að þegar skemmdirnar hafi verið bornar upp á eiganda geymslunnar þá hafi hann bent á tryggingafélag sitt. „Þá kem- ur í ljós að hann er ótryggður fyrir þessu. Síðan fer hann þangað daginn eftir og skilar annarri skýrslu og segir að ekkert hafi komið fyrir hjá sér.“ Þórir er sjálfur tryggður og voru skemmdirnar þess eðlis að tryggingafélag hans ákvað einfald- lega að leysa til sín hjólhýsið í stað þess að greiða fyrir viðgerðina. Hann þarf hins vegar að greiða sjálfsábyrgðina sem nemur rúmum 100 þúsund krónum. Þrír aðrir hjól- og fellihýsaeigend- ur hafa sömu sögu að segja og Þórir, þótt tjón þeirra sé ekki jafn mikið. Atli Rúnar Halldórsson er ekki kaskótryggður og mun sjálfur þurfa að greiða fyrir viðgerð upp á tæpar 80 þúsund krónur. Einar Guðmunds- son, eigandi geymslunnar, vísar hins vegar ásökunum á bug og segist vera fulltryggður. „Að sjálfsögðu bætir maður það sem maður er tryggður fyrir. Ég gat hins vegar ekki verið sammála því að þetta hefði gerst hjá mér því það gerðist ekki. Þarna er bara verið að reyna að svíkja trygg- ingarnar.“ Hann viðurkennir þó að í tilfelli Atla Rúnars beri hann sök á skemmdunum og muni hann fá það greitt frá tryggingunum. Atli Rúnar segir Einar hins vegar fara með al- gjörlega rangt mál. Tryggingafélag Einars hafi þegar tilkynnt honum að Einar sé ekki tryggður vegna skemmdanna. Orð eru gegn orði vegna tjóns á hjól- og fellihýsum Skemmdir upp á mörg hundruð þúsunda króna Morgunblaðið/Ómar Límd á Lofttúða á þaki hjólhýsis Þóris var fest á með glæru límbandi. Hann segir augljóst að reynt hafi verið að fela skemmdina. UM 60 sérfræð- ingar Evrópu- sambandsins, Evrópuráðsins og alþjóðlegra stofn- ana funda í Reykjavík frá þriðjudegi til fimmtudags um innfluttar lífverur sem skaða upp- runalegt lífríki þeirra svæða sem þær eru fluttar til. Á ráðstefnunni verður fjallað um það hvernig til hafi tekist að framfylgja stefnumörkun og aðgerðaáætlun gegn útbreiðslu ágengra tegunda í Evrópu, en sem dæmi um ágengar framandi lífverur hér á landi má nefna mink, lúpínu og skógarkerfil. Kastljósinu verður einnig beint að því hvernig vinnu Norður- og Eystrasaltslandanna við að taka saman lista og upplýsingar um ágengar tegundir hefur miðað auk þess sem rætt verður um starf Evr- ópsku umhverfisstofnunarinnar og Alþjóða náttúruverndarsamtakanna við að þróa mælikvarða og vísitölur til að meta stöðu vandamálsins á heimsvísu. Líklega ályktað um stöðu mála Ráðstefnan er haldin á vegum Bernarsamningsins um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæði í Evrópu, en sérfræðingarnir koma saman annað hvert ár. Auk al- mennra umræðna mun dr. Sigurður H. Magnússon halda erindi um ágengar framandi tegundir á Íslandi og dr. Páll Hersteinsson fjalla um framkvæmd áætlunar um að eyða mink hér á landi. Jón Gunnar Ott- ósson, forstjóri Náttúrufræðistofn- unar Íslands og fulltrúi Íslands í fastanefnd Bernarsamningsins, seg- ir að málin verði skeggrædd á þess- um tveimur dögum og ályktun verði væntanlega gefin út í kjölfarið, er send verður til fastanefndarinnar, sem síðan tekur hana til umfjöllunar í desember. Sérfræðingar funda um ágengar framandi lífverur Jón Gunnar Ottósson Í HNOTSKURN » Ágengar framandi teg-undir eru þær lífverur sem hafa verið fluttar til landsins og skaða upprunalegt lífríki þeirra svæða sem þær eru fluttar til. » Sem dæmi um ágengarframandi tegundir hér á landi má nefna mink, lúpínu og skógarkerfil. »Sérfræðingar ýmissa fjöl-þjóðastofnana funda um stöðu þessara mála í Evrópu hér á landi. RÉTT tæp 70% íbúa á Norðaustur- landi eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík samkvæmt skoð- anakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert. Stuðningur við álverið mælist nú 69,5% og hefur aukist um rúm 11% frá því í desember en þá studdu 58,2% íbúa byggingu álvers- ins. Alls reyndust 19,9% andvíg áformum um byggingu álvers á Bakka nú, en 27,7% voru á móti framkvæmdum í desember. Á Húsa- vík mælist stuðningurinn nokkru meiri en á landsfjórðungsvísu; 83% Húsvíkinga styðja áformin. Í könn- uninni kemur einnig fram að vaxandi meirihluti íbúa Norðausturlands er jákvæður í garð Alcoa Fjarðaáls. 67% íbúa eru frekar eða mjög já- kvæðir í garð fyrirtækisins, tæpum 10% fleiri en í síðustu mælingu. Önnur könnun Capacent Gallup leiðir í ljós að stuðningur á meðal íbúa Mið-Austurlands við Alcoa Fjarðaál og álversframkvæmdir á Reyðarfirði hefur heldur minnkað frá síðustu könnun. Þannig eru 75,8% íbúa nú hlynnt framkvæmd- unum en voru 82,2% í desember. Þeir sem eru jákvæðir í garð Alcoa Fjarðaáls mælast nú 76,2% en voru 83,9% í desember. Fleiri hlynnt- ir álveri á Bakka ROBERT E. Longo er einn þeirra erlendu sérfræðinga sem flytja munu erindi á ráðstefnu um for- varnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum sem haldin verður í vikunni. Longo er framkvæmdastjóri dval- arheimilis fyrir ungmenni með geð- ræn vandamál í Winston-Salem í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann hefur í hartnær þrjá áratugi beint sjónum sínum að forvörnum og meðferð ungmenna sem eru ger- endur í kynferðisbrotamálum. Longo hefur stýrt starfsþjálfun heil- brigðisstarfsmanna, lögreglumanna, dómara og annarra starfsmanna í refsivörslukerfinu að því er varðar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þá á hann sæti í fjölda opinberra nefnda í Bandaríkjunum sem fjalla um vandamál og lausnir í kynferð- isbrotamálum auk þess sem hann hefur tekið þátt í stefnumörkun í málefnum kynferðisbrotamanna í heimalandi sínu, Evrópu og víðar. Longo hefur einnig látið til sín taka á ritvellinum en eftir hann liggur fjöldinn allur af kennsluritum og tímaritsgreinum um meðferð kyn- ferðisbrotamanna. Úrelt aðferðafræði Á ráðstefnunni hér á landi mun Longo beina sjónum sínum að ung- mennum og kynferðislegu ofbeldi. Að hans sögn eru kynferðisbrot þar sem ungmenni eru í hlutverki ger- anda vaxandi vandamál í nútíma- samfélagi og staðreyndin sé sú, að ungmenni eru sá hópur gerenda sem fer örast vaxandi í kynferðisbrota- málum. „Undanfarna áratugi hefur verið unnið við að festa hendur á kynferðislegri misnotkun þar sem ungmenni eru gerendur, en það eru aðeins örfá ár síðan rannsóknir og meðferð á þessu sviði hafa tekið það með inn í myndina hversu ólíkur þessi hópur er öðrum kynferð- isbrotamönnum. Sama aðferðafræði hefur verið notuð við meðhöndlun á ungmennum og notuð er þegar um fullorðna gerendur er að ræða. Stað- reyndin er hins vegar sú að ungir gerendur skera sig að mörgu leyti úr. Þeir alast upp í mismunandi um- hverfi og eru á mismunandi þroska- stigum. Sumir þeirra glíma við for- tíðardrauga úr æsku, hafa orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi og svo framvegis.“ Longo telur mikilvægt að láta ekki almenningsótta og hræðslu stjórna þróuninni í málefnum ungra gerenda, heldur þurfi þvert á móti að leggja áherslu á uppbyggilega réttvísi og forvarnir. „Margir vita ekki eða hafa ekki áhuga á að kynna sér þau margþættu vandamál sem rætur eiga að rekja til ofbeldis og misnotkunar í æsku og hafa lagt til harðneskjulegri og kaldlyndari með- ferð ungra gerenda. Ein mesta áskorun okkar, sem fáumst við unga kynferðisbrotamenn, er að gleyma ekki hverja við erum að fást við. Við innum þessa vinnu af hendi í þágu barna okkar og til þess að hjálpa komandi kynslóðum,“ segir Longo að lokum. Fyrirlestur Longo er sem fyrr segir hluti af ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börn- um og fer fram nk. fimmtudag í Kennaraháskóla Íslands. Á föstu- daginn stýrir Longo síðan málstofu um efnið. Virtur sérfræðingur á sviði kynferðisbrotamála fjallar um ungmenni sem gerendur í kynferðisbrotum Morgunblaðið/Ómar Frumkvöðull Robert E. Longo flytur fyrirlestur um úrræði í málefnum ungra kynferðisbrotamanna á ráðstefnu um kynferðisofbeldi gegn börnum Umburðarlyndi í stað harðneskjulegra úrræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.