Morgunblaðið - 21.05.2007, Side 30
30 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SJÁÐU GRETTIR, ÉG VAR AÐ BÚA
TIL PIPARKÖKUKARLA!
JÚ
ER HANN
EKKI
SÆTUR?
OF SÆTUR
TIL AÐ LIFA
ÞAÐ
ER ÚTI
UM MIG!
HVER ER SÍMINN
HJÁ „PÍTSARÍKI
VILLA“?
HALLÓ, 112? OKKUR VANTAR
RÁÐ... HVERNIG KEMUR
MAÐUR HUNDI ÚT ÚR
HUNDAKOFA ÁÐUR EN ÞAÐ
FELLUR GRÝLUKERTI Á HANN?
HANN SAGÐI AÐ VIÐ
ÆTTUM AÐ REYNA AÐ LOKKA
HANN ÚT MEÐ UPPÁHALDS
MATNUM HANS...
AF HVERJU ÞARF ÉG AÐ
STANDA ÚTI Í RIGNINGUNNI
AÐ BÍÐA EFTIR SKÓLA-
BÍLNUM TIL ÞESS AÐ FARA
MEÐ MIG ÞANGAÐ SEM MIG
LANGAR EKKI AÐ FARA
ÉG FER Í SKÓLANN EN ER
ALDREI KENNT ÞAÐ SEM
MIG LANGAR AÐ VITA
KONUR ERU
YNDISLEGAR
SONUR SÆLL...
EN VEGNA
ÞESS AÐ ÞÚ ERT
MAÐUR...
ÁTTU EKKI
EFTIR AÐ SKILJA
ÞÆR FYRR EN
ÞÚ ERT ORÐINN
ELDRI
HVERSU
MIKIÐ
ELDRI
ÞARF ÉG
AÐ VERÐA?
ÖRUGGLEGA
SEXTÍU TIL SJÖTÍU
ÁRUM ELDRI
MIKIÐ ER
ÞESSI
REYKHÁFUR
SKÍTUGUR!
GRÍMUR,
ATLI!
FYRIRGEFÐU AÐ
VIÐ FÓRUM... VIÐ
REYNDUM AÐ FÁ
JÓLASVEININN
TIL AÐ GEFA ÞÉR
GJÖF EN ÞAÐ
MISTÓKST
JÓLASVEINN-
INN GAF MÉR
NÁKVÆM-
LEGA ÞAÐ
SEM MIG
LANGAÐI Í
GET
ÉG
AÐST-
OÐAÐ?
ÉG ER AÐ
REYNA AÐ FINNA
GJÖF HANDA
KONUNNI MINNI
VANTAR
HANA
KÁPU?
NEI
HVAÐ MEÐ
ILMVATN?
EKKI
SÉNS
EN
VESKI?
HÚN Á
SVO MÖRG
HVAÐ MEÐ AÐ GEFA
HENNI BARA GJAFABRÉF?
HEFUR ÞÚ ÍHUGAÐ ÞAÐ?
EF HÚN MUNDI SÆTTA SIG
VIÐ ÞAÐ ÞÁ VÆRI ÉG EKKI
HÉR KLUKKAN HÁLF TÍU!
KAFFI EFTIR
5 MÍNÚTUR
ÞÚ HEFUR
HERBERGIÐ ÞANGAÐ
TIL Á HÁDEGI Á
MORGUN. GLEÐILEG
JÓL HERRA
TAKK
FYRIR
ÉG VERÐ
FARINN FYRIR
HÁDEGI
OG EKKI
ÚT UM
DYRNAR
Á MEÐAN
ÉG VERÐ AÐ FINNA MANNINN
SEM ER MEÐ TÖSKUNA MÍNA
ÁÐUR EN ÞAÐ ER UM SEINAN
ÞÚ HEFUR MINNI TÍMA
EN ÞÚ HELDUR PETER
dagbók|velvakandi
Löglegt betl –
hvar liggja mörkin?
Í MORGUN þegar ég kom niður
stigann í fjölbýlishúsi, þar sem ég
bý, stóð ungur maður af erlendum
uppruna við dyrnar og beið þess að
vera hleypt inn. Þegar ég opnaði
dyrnar rétti hann mér brosandi
einn vönd af bláum plastblómum,
sem hann hélt á. Ég spurði frá
hverjum þetta væri og svarið var:
„Fyrir götubörn í Rúmeníu“. Ég af-
þakkaði blómin, lokaði dyrunum og
sagði honum að í húsinu væri öll
sölumennska bönnuð enda er skilti
á hurðinni þess efnis. Hann kvaðst
hafa leyfi og byrjaði að hamast á
dyrabjöllum. Það tók nokkrar for-
tölur að koma honum út og hann fór
ekki dult með það hvað honum þótti
ég og tveir íbúar, sem komu aðvíf-
andi og vildu ekki þiggja blóm, vera
glataðar manneskjur. Ég hringdi í
lögregluna í Garðabæ/Hafnarfirði
og tilkynnti ágengni mannsins. Lög-
reglumaðurinn tjáði mér, að það
væru margir búnir að hringja vegna
þessa manns en hann hefði leyfi til
sölumennsku. Sér er nú hver sölu-
mennskan. Það er nýbúið að flytja
hóp af rúmenskum „harmónikuleik-
urum“ af kynflokknum Roma og
Sinti (sígaunar) úr landi vegna betls
– á okkar kostnað. En svo hafa
bræður þeirra (og systur?) leyfi frá
yfirvöldum til að áreita skattborg-
arana og betla af þeim. Hvert
stefnum við? Mér er spurn.
Íbúi í Garðabæ.
Árni og Björn
NÚ HAFA tveir góðir drengir orðið
fyrir tjóni. Þeir báðir hafa, á sinn
hátt, þá hugsun fremsta að gefa Ís-
landi allt. Báðum hefur orðið ýmis-
legt á en hugsunin hjá báðum er að
sú sama. Að mínu mati eru Björn
Bjarnason og Árni frá Vestmanna-
eyjum stórmenni. Þessir tveir fengu
flestar útstrikanir af hálfu kjósenda
Sjálfstæðisflokksins. Árni vegna
mistaka sem hann óneitanlega sér
eftir. Björn fyrir ekkert. Þrátt fyrir
að líða óbætanlegt tjón munu þeir
vonandi báðir halda áfram að vilja
Íslandi allt. Bið gallalaust fólk um
að biðja þá afsökunar. Auðvitað á
Ísland að vera eitt kjördæmi og við
veljum fólk umfram flokka. Sam-
kvæmt gáfnaljósum höfum við efni
á að sem flestum líði vel. Bætum
það sem bindur okkur saman, en
höldum áfram að rífast um ekkert.
Helgi Steingrímsson.
Fyrirspurn til RÚV
MIG langar að beina fyrirspurn til
RÚV. Velti ég því mikið fyrir mér
hvernig þetta virkar þarna í Efsta-
leiti á kvöldin. Föstudaginn 11. maí
horfði ég á kvikmyndina „Heyrið
þögnina“. Eftir að myndinni var
lokið komu auglýsingar og þess
háttar. En í myndinni datt út texti
fyrsta hálftímann. Þegar auglýs-
ingar voru búnar, átti mynd að
byrja sem heitir „Morð í Holly-
wood.“ En þá byrjaði aftur sama
mynd og áður, „Heyrið þögnina“.
Var hún látin rúlla í nokkrar mín-
útur þangað til eitthvað gerðist og
var þá skipt yfir í rétta mynd. Þegar
hún byrjaði vantaði texta enn og
aftur. Nú spyr ég, hvað er að gerast
hjá RÚV í Efstaleiti?
Arnar Klemensson,
Sléttuvegi, 103 Reykjavík.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
DRENGUR lék sér með húfuna sína í Bankastræti. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins náði skemmtilegu sjónarhorni af þessari dægradvöl.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Drengur með húfu
FRÉTTIR
TILKYNNT var um stofnun Fjöl-
smiðju á Akureyri á aðalfundi
Rauða kross Íslands laugardaginn
19. maí. Fjölsmiðja er atvinnutengt
úrræði fyrir ungt fólk á krossgötum
sem hefur flosnað upp úr námi eða
vinnu þar sem ungmennum er hjálp-
að við að finna sér stað í vinnu eða
námi.
Rauði krossinn leggur til 15 millj-
ónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðj-
unnar, Akureyrarbær leggur til 10
milljónir, Vinnumálastofnun 5 millj-
ónir og menntamálaráðuneytið 2
milljónir króna.
Nýr farvegur í lífinu
Fjölsmiðjunni á Akureyri er ætl-
að að virkja ungt fólk á Eyjafjarð-
arsvæðinu sem á í síendurteknu at-
vinnuleysi, til að mynda vegna
reynsluleysis, menntunarskorts, fé-
lagslegra og/eða andlegra vanda-
mála, og aðstoða það við að finna sér
nýjan farveg í lífinu.
Fjölsmiðjan er vinnusetur þar
sem þátttakendum gefst tækifæri til
að þjálfa sig fyrir almennan vinnu-
markað eða áframhaldandi nám.
Byggt verður á reynslu Fjölsmiðj-
unnar í Kópavogi sem Rauði kross-
inn hafði frumkvæði að því að komið
var á fót árið 2000 þar sem hefur
sýnt sig að fjölda ungmenna hefur
tekist að fóta sig að nýju í lífinu eftir
starf sitt þar.
Starfað með innflytjendum
Einnig var á aðalfundinum sam-
þykkt ný og endurskoðuð stefna
Rauða krossins til næstu þriggja
ára. Með stefnunni er verið að
bregðast við niðurstöðu könnunar
sem félagið lét gera á síðasta ári um
hverjir það eru sem verst standa í
íslensku þjóðfélagi. Könnunin leiddi
í ljós brýna þörf á að efla starf með
innflytjendum og sporna gegn fé-
lagslegri einangrun.
Sérstök áhersla er því lögð á í
nýrri stefnu að starfa með innflytj-
endum til að auðvelda gagnkvæma
aðlögun – bæði með því að efla þátt-
töku þeirra í starfi Rauða krossins
og eins að auka þjónustu við inn-
flytjendur.
Aðstoð við atvinnu-
laus ungmenni