Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 25 Um liðna helgi fengum við sam- starfsmenn Gunnars Bergsteins- sonar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. þær sorgarfréttir að hann væri lát- inn. Þetta var þungt áfall fyrir okk- ur öll enda hafði Gunni, eins og við kölluðum hann alltaf, verið við vinnu hress og kátur vikunni áður. En örlögin höfðu gripið í taumana með grimmilegum hætti. Hann kenndi sér lasleika á fimmtudegi og fór heim úr vinnu og var allur þremur dögum síðar. Hann hafði veikst hastarlega af alvarlegri sýk- ingu sem dró hann til dauða á ör- skömmum tíma. Gunni hóf störf á lagernum í september 1999. Fljótlega fékk hann meiri ábyrgð og gegndi hann lengstum starfi aðstoðarlager- stjóra. Hann var þægilegur og traustur vinnufélagi er leysti þau verkefni sem honum voru falinn af dugnaði, samviskusemi og alúð. Gunni var einstaklega greiðvikinn, handlaginn og úrræðagóður og var gjarnan leitað eftir aðstoð hans þegar lagfæra þurfti eitthvað eða færa í betra horf innan fyrirtæk- isins. Hann var að þessu leyti hinn óumdeildi „reddari“ fyrirtækisins. Eins og títt er um sveitadrengi að norðan var Gunni bæði athugull og forvitinn í jákvæðri merkingu þess orðs. Hann spurði gjarnan um og lét sig varða hagi samstarfs- fólksins og var t.d. ótrúlega minn- ugur á afmælisdaga þess, ásamt því að þekkja bæði börn samstarfs- manna og maka með nafni. Oftar en ekki barst kveðja frá Gunna á tyllidögum og gætti hann þess vandlega að slíkir dagar gleymdust ekki í erli dagsins. Gunni gat verið sérkennilegur og skemmtilegur í tilsvörum: „Hvernig hafið þið það í dag, eruð þið sæmilegar?“ eða: ,,hvaða bölvaða rok er í kerling- unum?“ voru dæmigerðir frasar frá Gunna sem oft vöktu kátínu. Gunni og Valla kona hans létu sig aldrei vanta á samkomum fyrirtækisins, hvort heldur í ferðalögum, árshá- tíðum eða öðrum uppákomum og voru ævinlega mikilvægur hluti hópsins. Að lundarfari var Gunni hægur og rólegur og gætti þess að rasa ekki um ráð fram. Hann var grand- var maður, nokkuð íhaldssamur og með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var svo sann- arlega trúr uppruna sínum og í því sambandi má t.d. geta þess að hann keypti ævinlega Húsavíkur- jógúrt og Húsavíkurhangikjöt. Eins og nærri má geta var hann duglegur að heimsækja sínar gömlu heimaslóðir til að rækta frændgarð sinn og vini. Hann fór jafnan norður í sumar- og jólafríum og undi þar hag sínum best. Stórt skarð hefur verið höggvið í hóp okkar starfsmannanna. Frá- bær starfsmaður og góður félagi hefur verið kallaður á brott í blóma lífsins, öllum að óvörum. Að leið- arlokum viljum við votta Valgerði, Bergsteini, Aðalsteini og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð á þessari sorgarstund. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera Gunn- ari Bergsteinssyni samferða þenn- an spöl. Samstarfsmenn hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. Svo þögul og döpur er þessi nótt enginn blær sem þýtur og strýkur um sef. Engir fuglar sem kvaka meðan klukkublóm sofa enginn árniður heyrist ekkert rísl í læk engin hófadynur enginn gestur sem kemur enginn vinur sem ríður í hlað. Svo löng og þögul er þessi nótt þeim sem vakir og bíður. (Sigríður Einars frá Munaðarnesi) Gunnar vinur okkar er látinn, allt of fljótt. Hann hét fullu nafni Gunnar Bergsteinsson. Bjarni og Gunnar kynntust á unglingsaldri í Gagn- fræðaskóla Garðabæjar; glaðir og áhyggjulausir. Seinna, en á sama tíma, kynntumst við svo lífsföru- nautum okkar, Gunnar Valgerði og ég Hrafney. Tíminn leið eins og gengur við húsbyggingar og annað sem heyrir til þessu æviskeiði. Þetta var gott líf. Við eignuðumst börnin okkar á svipuðum tíma og samverustund- irnar breyttust; aðeins varð minna um djamm, en meiri fjölskyldu- samvera. Við söknum allra góðu stundanna sem við áttum saman í öll þessi ár, þó á ýmsum stöðum, og bæði hér og erlendis. Við áttum eftir að gera svo margt saman, en hver veit hvenær við hittumst næst? Við Hrafney sendum Valgerði, Bergsteini, Aðalsteini, svo og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur. Ykkar vinir, Bjarni Már og Hrafney. úsar í Gnoðavoginn til að hitta fjöl- skylduna. Mér fannst það svolítið vandræðalegt því að það var alltaf svo vel tekið á móti mér og oft end- uðu heimsóknirnar í kaffiboði eða matarboði. Í eitt skipti fannst henni að ég væri of grannur svo hún eld- aði sérstaklega fyrir mig að kvöldi til, eftir kvöldmat. Líklega hef ég borið mig svo illa en mér þótti þetta afskaplega gott og upplifði mig sem hluta af fjölskyldunni. Anna vissi manna best hvað hver var að gera og fræddi mig reglu- lega um hvað var að gerast í stór- fjölskyldunni. Hún sýndi því mikinn skilning að ég þekkti ekki alla ætt- ingjana og sagði það bara eðlilegt. Sjálf vissi hún nöfn allra í fjölskyld- unni, líklega afmælisdagana líka og helstu ættingja makanna. Aldrei minnist ég þess að Anna hafi talað illa um nokkurn mann. Ef henni fannst hallað á einhvern í um- ræðum þá var hún fyrst til að snúa umræðunni á jákvæðari veg. Bak- tal, öfund og neikvæðni var ekki til í hennar fari. Aldrei heyrði ég Önnu kvarta eða ræða um erfiðleika sína. Hún bar höfuðið hátt þrátt fyrir erfið veik- indi. Hún var hlý og jákvæð per- sóna sem sá frekar möguleikana og tækifærin, það jákvæða og bjarta. Þannig mun ég minnast frænku minnar Önnu Bjarnadóttur. Hún var góð persóna. Við Ingrid Kuhlman vottum Magnúsi Hagalínssyni, Láru, Kol- brúnu, Aðalheiði og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Eyþór Eðvarðsson Eitt mesta undur jarðar er lífið sem vex til himinsins. Nú þegar maísólin kyssir landið okkar kalda, blómin blómstra og vorið hefur tek- ið völdin, kvaddi Anna mágkona mín þetta svið, og lyfti sér á vængj- um vorsins á hærra stig yfir hé- gómann. Vertu til þegar vorið kall- ar á þig. Anna var til, Anna er frjáls. Ég á mér draum, sagði banda- rískur blökkumaður sem barðist fyrir frelsinu. Ég á mér fjölmargar myndir og minningar um Önnu. Ein er þegar við bræður, ásamt Dóru konu minni, gengum saman með Önnu stórgrýtta fjöruna undir Göltinn, sem er einn fegursti útvörður vest- firskra annesja. Þar sem himinháir brimskaflar norðursins brotna við kletta og klungur, þar er maðurinn smár. Við vorum á leið að Galt- arvita þar sem Anna átti sín æsku- spor. Þetta var nokkuð erfið en langþráð ganga fyrir Önnu. Hún hafði tapað þeirri íþrótt sem hún kunni í æsku, að tipla á sjávarbörð- um steinum, stein af steini, án þess að rýna á steinkollana í farveginum. Hún hefur eflaust hugsað með sér „ég skal komast heim,“ og heim komst hún Anna, frjáls eins og fugl- inn í hlaðvarpann á Galtarvita, al- sæl í alsælu stundarinnar, rjóð og fögur eins og rósin rjóða. Þar er vítt til allra átta þegar náttlaus heiður sólstöðuhiminninn hvelfist yfir þessa vík. Það var venja til sveita, og er ef- laust enn, að þegar gest bar að garði gengu börn úr rúmi sínu fyrir gestinn. Þannig var það einnig á heimili Önnu og Magga, þegar mig eða mína bar þar að garði, þá gengu börn úr hvílu sinni. Nú hefur Anna kvatt þetta jarð- neska líf. Eftir langa en hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, árum saman, sem engin máttur fékk að lokum við ráðið, þá kom stundin sæl. Best er sjúkum að sofa. Og nú þegar hún stendur á strönd með andblæ vorsins í lokkum, þar sem himinn og haf mætast, og þar sem sólin gengur í hafið, er dagur eilífs ljóss. Þá hefur Anna sig upp á vængjum vorsins, og horfir niður. Laus frá Hótel Jörð, þar sem við höldum flest að hamingjan sé öll. Laus úr fjötrum efnisins. Laus frá hégómanum og hinu forgengilega. Nýr áfangi er hafinn. En lífið held- ur áfram, og lífið græðir sín eigin sár. Anna er frjáls. Ein er slík stund. Eftir stendur að fyrir margt ber að þakka. Nú er komið að kveðju- stund. Við þökkum Önnu samfylgd- ina, og biðjum góðan guð að styrkja bróður minn í hans miklu sorg og fjölskyldu hans. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lárus Hagalínsson frá Bræðratungu og fjölskylda. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Anna mín, nú ertu horfin úr þessum heimi. Það eru ótalmarg- ar góðar minningar sem leita á hug- ann þegar ég minnist þín. Þetta er búið að vera hörð og löng barátta við þennan illvíga sjúkdóm sem krabbameinið er. Varð hún að lúta í lægri hlut í þeirri baráttu. Ég dáðist að æðruleysi hennar og dugnaði í öllu þessu stríði. Hún var alltaf já- kvæð og reyndi að horfa á björtu hliðarnar í lífinu. Nú er þessari jarðvist lokið og hún stóð sig eins og hetja. Hún gat verið heima nema síðasta hálfa mán- uðinn. Hún hafði góðan og dyggan stuðning frá manni sínum sem að- stoðaði hana heima, sömuleiðis dæt- ur þeirra. Við Anna vorum búnar að vera góðar vinkonur frá því í Súg- andafirði. Við fórum saman á húm- æðrarskóla á Laugarvatni, síðan til Kaupmannahafnar og vorum þar í eitt og hálft ár og unnum ásamt St. Jósep, það var góður og skemmti- legur tími. Anna var hlý manneskja og hafði góða nærveru. Anna mín, ég kveð þig með sökn- uði og veit að þú átt góða heim- komu. Ég votta Magga og hans fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur, Guð blessi ykkur öll. Herdís Jóhannesdóttir ✝ Ástkær móðir mín, amma, langamma og systir okkar, ÁSTA MARÍUSDÓTTIR, lést á Landspítala Fossvogi, öldrunardeild, laugar- daginn 12. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 23. maí kl. 13.00. Ingvar Már Pálsson, Ásta Sigríður Ingvarsdóttir, Shane Kristófer Mapes, Elín Maríusdóttir, Ólafur Björn Guðmundsson, Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, Jóhann Már Maríusson, Sigrún Gísladóttir. Lokað Lokað verður í dag frá kl. 12.00 til 15.00 vegna útfarar GUNNARS TRYGGVA BERGSTEINSSONAR. Ásbjörn Ólafsson ehf. ✝ Ástkær móðir mín, amma, langamma og systir okkar, ÁSTA MARÍUSDÓTTIR, sem lést á Landspítala Fossvogi, öldrunardeild, laugardaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 15.00. Jarðsett verður í Lágafellskirkjugarði. Ingvar Már Pálsson, Ásta Sigríður Ingvarsdóttir, Shane Kristófer Mapes, Elín Maríusdóttir, Ólafur Björn Guðmundsson, Guðbjörg Lilja Maríusdóttir, Jóhann Már Maríusson, Sigrún Gísladóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORGERÐUR DIÐRIKSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 15:00. Birgir Ísleifsson, Herdís Einarsdóttir, Helga Ísleifsdóttir, Erlingur Ólafsson, Diðrik Ísleifsson, Kristín Á. Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, STEINUNN TÓMASDÓTTIR, Hrísateigi 18, Reykjavík, lést mánudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. maí kl. 15.00. Hugi Steinar Ármannsson, Katrín Briem, Guðrún Ármannsdóttir, Guðmundur Magnússon, Hugrún Steinunn Guðmundsdóttir, barnabörn, langömmubörn, langalangömmubarn og fjölskyldur. ✝ Bróðir minn, FRIÐBJÖRN AGNARSSON, Bjarnarstíg 12, Reykjavík, er látinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skógar- menn KFUM. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Þórður Agnarsson. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.