Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 39 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRI Í ÞRÓUNARLÖNDUM RÁÐSTEFNA Á RADISSON SAS HÓTEL SÖGU, FIMMTUDAGINN 24. MAÍ 2007 09:00 SKRÁNING 10:15 SETNINGARÁVARP Utanríkisráðherra Íslands 10:25 ERU SAMSTARFSVERKEFNI Í ÞRÓUNARLÖNDUM TÆKIFÆRI EÐA TÁLSÝNIR? Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf 10:45 SAMSTARF HINS OPINBERA OG EINKAGEIRANS Ragna Sara Jónsdóttir, viðskiptafulltrúi utanríkisráðuneytisins 11:05 MENNINGARGILDRUR Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Thorp ehf 11:25 INVESTMENT FROM ABROAD, NAMIBIAN PERSPECTIVE Bernadette Artivor, framkvæmdastjóri fjárfestingarstofu Namibíu 12:00 HÁDEGISVERÐUR 13:00 WORLD BANK OPERATION, OPPORTUNITIES, JOINT EFFORT Kieran Kelleher, Senior Fisheries Specialist 13:30 RÓIÐ Á NÝJUM MIÐUM. FRUMHERJASTARF Í SJÁVARÚTVEGI ÞRÓUNARLANDS Sigurður G. Bogason, framkvæmdastjóri MarkMar ehf 13:50 FJÁRFESTINGAR OG LÁNVEITINGAR Í ÞRÓUNARLÖNDUM – AF SJÓNARHÓLI GLITNIS Ásmundur Gíslason, sérfræðingur hjá Glitni 14:20 ÞAR SEM SMJÖRIÐ DRÝPUR AF HVERJU STRÁI Guðlaugur Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Frostmarks ehf 14:40 KAFFIHLÉ 15:00 STOFNUN OG REKSTUR FYRIRTÆKIS Í ÞRÓUNARLANDI - REYNSLA FRÁ ÚGANDA Kristján Erlingsson, framkvæmdastjóri Icemark-Africa Ltd 15:20 ÞRÓUNARBANKI EVRÓPU, SAMSTARFSMÖGULEIKAR OG TÆKIFÆRI Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu 15:50 PALLBORÐ: Stjórnandi Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri: Þátttakendur úr hópi fyrirlesara 16.20 SAMANTEKT Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands 16:30 RÁÐSTEFNUSLIT Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ Ráðstefnustjórar: Fyrir hádegi: Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri, eftir hádegi: Júlíus Hafstein, sendiherra. RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN Ráðstefnugjald er 5000 kr. (hádegisverður er innifalinn). Skráningu ber að tilkynna til Fiskifélags Íslands í síma 551 0500 eða á netfangið fi@fiskifelag.is Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ALLMUSIC.com er helsta upp- flettirit tónlistaráhugamanna og -fræðinga á vefnum nú um stundir. Vefsetrið hefur verið starfrækt í rúman áratug og vex sífellt ásmeg- in en fimmtán ár eru síðan fyr- irtækið var stofnað. Upphaflega var fyrirtækið stofnað til að miðla upplýsingum til neytenda í bók- arformi. Fyrsta bókin kom út 1992, en aðstandendur þess voru fljótir að nýta sér nettækni og hrintu fljótlega úr vör Gopher-setri. Fyrsta vefútgáfa af All Music fór svo í loftið 1995 og hefur tekið stöðugum breytingum síðan. Um 900 manns skrifa reglulega umsagnir í All Music-gagnagrunn- inn, AMG, og ritstýra ævisögum tónlistarmanna sem þar er að finna. Mikið af upplýsingum er að finna í grunninum, til að mynda eru skráðar upplýsingar um ríflega milljón plötur og umsagnir um rúmlega 300.000 þeirra. Þá eru um 70.000 myndir af listamönnum, ríf- lega 700.000 myndir af plötu- umslögum og um 17.000.000 nöfn tínd til sem komið hafa nálægt þeim milljón plötum sem skráðar eru í grunninn. All Music, All Movie og All Game Eins og getið er byrjaði fyr- irtækið með All Music gagna- grunn, en bætti síðan við All Movie fyrir kvikmyndir og loks All Game fyrir tölvuleiki. Mest er þó lagt í tónlistargrunninn og hann er helsta tekjulind fyrirtækisins, ann- ars vegar sem auglýsingamiðill, enda er síðan vinsæl, og svo hefur fyrirtækið talsverðar tekjur af því að selja aðgang að gagnagrunn- inum, til að mynda til fyrirtækja sem framleiða tónlistarspilara, í verslanir og þar fram eftir göt- unum. Nískir á stjörnurnar Það gefur auga leið að slíkur grúi af upplýsingum er hvalreki á fjörur tónlistaráhugamanna sem geta dundað sér tímunum saman við að fletta í grunninum, leita uppi uppáhaldsplötur og máta dóma fræðinganna við eigin skoðanir. Gagnrýnendur þeir sem starfa hjá AMG eru misjafnir, eins og gengur og gerist, sumir óttalega yfirborðs- kenndir, en aðrir nokkuð traustir og sumir eiginlega óskeikulir. Þeir eru líka mis-duglegir, en þess greinilega gætt að ekki sé alltaf sami maður að skrifa um plötur sama listamanns. Dóma í AMG á að lesa sem dægradvöl, enda byggja þeir ekki á traustum grunni vísindalegra stað- reynda. Iðulega fýkur í lesendur yfir sérkennilegri stjörnugjöf og oftar en ekki hissa menn sig á því hve stjörnugjöfin vill verða í litlu samræmi við texta viðkomandi um- sagnar. Sumir hafa líka bent á að síðustu ár hefur engin rokkskífa fengið fimm stjörnur, OK Compu- ter er síðasta rokkplatan sem fékk fullt hús, en á sama tíma hafa fjöl- margar hiphopskífur hlotið þann heiður. Gleymum því þó ekki að de gustibus non est disputandum og þar sem dómar hljóta að byggjast að mestu leyti á smekk er ekki meira um það að segja. Nokkrar íslenskar plötur á AMG og stjörnugjöfin: Björk - Volta , Sigur Rós - Ágætis byrjun 1/2, múm - Yesterday Was Dramatic - Today Is OK 1/2, Mezzoforte - No Limits , Lokbrá - Army of Soundwa- ves 1/2, Svala - The Real Me - 1/2. Vefsíða vikunnar: allmusic.com Uppflettivef- urinn mikli Vefsíða Helsta uppflettirit tónlistaráhugamanna og -fræðinga á vefnum. KVIKMYNDIN Falin ásýnd (The Painted Veil) er byggð á skáldsögu eftir W. Somerset Maugham, en hún gerist á yf- irráðasvæði Breta í Kína á fyrri hluta 20. aldar og lýsir erfiðleikum hjónanna Kitty (Naomi Watts) og Walter Fane (Edward Norton). Kitty giftist Walter vegna þrýstings frá foreldrum sínum og flyst með hon- um til Sjanghæ þar sem hann er læknir. Óhamingja beggja hjóna leiðir þau í ógöngur sem verða til þess að Walter býður sig fram sem læknir á svæði þar sem kólerufar- aldur geisar og neyðir Kitty til þess að koma með sér. Þar fara þau að sjá lífið og hjónabandið öðrum augum. Falin ásýnd er vönduð kvikmynd og prýdd mörgum undurfögrum atrið- um sem tekin eru upp í fögru fjal- lendi í Kína. Þá er myndin einkar vel búin leikurum, og fara þau Edward Norton og Naomi Watts frábærlega með tilfinningalega krefjandi hlut- verk sín, og sýnir Norton ekki síst á sér nýjar hliðar í hlutverki hins stífa breska læknis Walters. Þannig hlúa þau Watts og Norton vel að tilfinn- ingalegum kjarna sögunnar og halda glóðinni lifandi út í gegnum þessa hægu og fallegu ástarsögu. Ást og kólera KVIKMYNDIR Regnboginn Leikstjórn: John Curran. Að- alhlutverk: Naomi Watts, Edward Norton. Bandaríkin/ Kína, 125 mín. Falin ásýnd (The Painted Veil)  Heiða Jóhannsdóttir Góð „Þá er myndin einkar vel búin leikurum, og fara þau Edward Norton og Naomi Watts frábærlega með tilfinningalega krefjandi hlut- verk sín,“ segir m.a í dómnum. COLIN Newm- an, sem leiddi hina stórgóðu síðpönksveit Wire fyrir þrjá- tíu árum, tók höndum saman við ýmsa tónlist- armenn og stofnaði sveitina Git- head í tilefni af tíu ára afmæli plötuútgáfunnar Swim fyrir þrem- ur árum. Sveitin hefur starfað áfram og breiðskífan Art Pop kom út fyrir skemmstu. Þar reyna drengirnir sig við gítarrokk sem minnir um margt á indírokk ní- unda áratugarins. Pólitíkin og heimsósómi er allsráðandi í texta- gerðinni, t.d. í „Drive by“ þar sem Newman hálfrappar og hálföskrar textann með miður góðum ár- angri. Það skín í fínt popp inn á milli eins og í „These Days“ en megnið gleymist samstundis. Ég vil hafa mitt listapopp bæði list- rænna og poppaðra en Githead býður mér upp á. Vont listapopp TÓNLIST Githead – Art Pop  Atli Bollason Githead Art Pop                            SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.