Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING OPNUÐ hefur verið að nýju ljósmyndasýning Þórólfs Ant- onssonar og Hrannar Vil- helmsdóttur í turni Hallgríms- kirkju. Ljósmyndirnar eru teknar af Hallgrímskirkju frá tveimur sjónarhornum, eldhús- glugganum þeirra, yfir 16 ára tímabil, og nýjar myndir frá nýju heimili sem er beint fyrir framan kirkjuna. Myndirnar hafa fangað margbreytileg blæbrigði birtu, veðurs og árstíða en með kirkjuna ávallt í forgrunni. Sýningin mun standa til 31. júlí og vera opin frá kl. 9-20 alla daga, á sama tíma og turninn. Ljósmyndasýning Brigði birtu og veðurs í turninum Hallgríms- kirkjuturn. ÁGÚST Bjarnason opnaði um helgina listsýningu í galleríinu Art-Iceland á Skólavörðustíg 1a. Ágúst stundaði nám í graf- íkdeild Myndlistar- og hand- íðaskólans og nam listasögu í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að list sinni síðan 1980 og kom- ið víða við, má þar nefna teikn- ingar, vatnslitamálun, dúkrist- ur og myndskreytt bækur. Meginviðfangefni hans hefur verið Reykjavík- urborg og umhverfi hennar, fólk og sjómennska. Art-Iceland er opið frá kl. 12 til 18 virka daga og 12 til 16 á laugardögum. Myndlistarsýning Viðfangsefnið er fólk og sjómennska Verk eftir Ágúst Bjarnason. DÝRÐARSÖNGUR í Háteigs- kirkju nefnast vortónleikar Stúlknakórs Reykjavíkur sem fara fram annað kvöld, þriðju- daginn 22. maí, kl. 20. Kórinn, undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur, mun m.a flytja kafla úr verkinu Gloría eftir Vivaldi ásamt öðr- um kirkjulegum verkum. Stúlknakórinn er á leiðinni í æfinga- og tónleikferð til Ítalíu í júní næstkomandi og mun m.a. halda tónleika í menningarborginni Flórens. Inn á Dýrðarsöng í Háteigskirkju kostar 1500 kr. Miðar seldir við innganginn. Tónleikar Dýrðarsöngur stúlknakórs Stúlknakór Reykjavíkur. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is ÓPERUDEIGLA Íslensku óp- erunnar kynnti á föstudaginn var þrjár nýjar íslenskar óperur sem eru í smíðum og voru jafnframt sýnd brot úr verkunum. Óperudeiglan var stofn- uð fyrir um einu og hálfu ári síðan í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir tilraunastarf og nýsköpun á sviði óp- erulistar og stuðla að því að samdar verði nýjar óperur fyrir almenning. „Þarna fá tónskáld, leikstjórar og aðrir sem koma nálægt óperuuppsetn- ingum tækifæri til að bera saman bækur sínar, kynna hugmyndir og fá viðbrögð við því sem þeir eru að gera á miðri leið án þess að um endanlega af- urð sé að ræða,“ útskýra þeir Daníel Bjarnason tónskáld og Ingólfur Níels Árnason, leikstjóri og fræðslustjóri Ís- lensku óperunnar, en saman sjá þeir um framkvæmd Óperudeiglunnar. Fjölþætt listform Verkin sem þarna voru kynnt eru eftirfarandi; Söngvar haustsins eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Hall- grím H. Helgason, Klakahöllin eftir Áskel Másson og Hel eftir Sigurð Sævarsson og sviðslistahópinn Hr. Níels en hann skipa auk Sigurðar, Ing- ólfur Níels Árnason, Siguringi Sig- urjónsson og Sigurður Eyberg Jó- hannesson. Sagan er eftir Sigurð Nordal. Eftir að verkin höfðu verið kynnt fóru fram umræður þar sem viðstaddir fengu tækifæri til að tjá sig um þau varpa fram spurningum til að- standenda þeirra. Á þennan hátt fá að- standendur verkanna tækifæri til að fá utanaðkomandi viðbrögð og, á sama tíma, skýrari mynd af verkinu í miðju framleiðsluferlinu. Og væntanlega rat- ar eitthvert þeirra inn á svið Óp- erunnar, ef ekki öll þrjú. Útgangspunktur Óperudeiglunnar er sá að kveikjan að nýrri óperu geti komið úr ýmsum áttum og að gald- urinn sem þarf til að semja góða óperu sé sjaldan á valdi einnar manneskju. „Óperan er fjölþætt listform og sem slíkt þarf að huga vel að öllum þáttum hennar,“ útskýrir Ingólfur. Margar nýjar óperur Kynning Óperudeiglunnar fór fram í tengslum við Óperustjóraþing sem haldið var á föstudaginn í Íslensku óp- erunni en þar voru viðstaddir óp- erustjórar frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Yfirskrift þings- ins í ár var „Nýsmíði ópera“ en mikil uppsveifla hefur verið í nýsmíði ópera um alla Evrópu á undanförnum árum. „Eins og önnur list þá endurspeglar óperan samtímann og fólk hefur ákveðna þörf fyrir að nota þetta list- form sem slíkt,“ segir Ingólfur. „Tón- skáld eru í auknum mæli að uppgötva þetta form upp á nýtt. Óperuformið sjálft er svo fjölbreytt.“ „Óperuformið hefur þörf fyrir nýjar óperur því annars á það á hættu að verða gamaldags,“ útskýrir Daníel. „Aðstæðurnar í Evrópu og í Banda- ríkjunum hafa breyst mikið á síðustu tuttugu árum. Margar nýjar óperur hafa verið samdar og tónskáld eru orð- in mun áhugasamari um óperusmíði. Það kom vel í ljós á þessu þingi að spurn eftir nýjum verkum hefur aukist mjög mikið og það er mjög jákvætt. Ég held að óperuhúsin finni fyrir því að þótt það sé alls ekki öruggt að nýjar óperur verði vinsælar, þá eru þær nauðsynleg tenging við samtím- ann.“ Óperudeiglan kynnti þrjár nýjar íslenskar óperur á föstudaginn Nýsmíði ís- lenskra ópera Í HNOTSKURN » Óperudeigla Íslensku óp-erunnar var stofnuð fyrir um einu og hálfu ári síðan í þeim til- gangi að skapa vettvang fyrir til- raunastarf og nýsköpun á sviði óperulistar og stuðla að því að samdar verði nýjar óperur fyrir almenning. » Kynningin fór fram ítengslum við Óperustjóra- þing sem haldið var í Íslensku óperunni en þar voru viðstaddir óperustjórar frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Óperudeiglan kynnti þrjár nýjar óperur sem eru í smíðum á föstudaginn og voru jafnframt sýnd brot úr verkunum sem eru; Söngvar haussins eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Hallgrím H. Helgason, Klakahöllin eftir Ás- kel Másson og Hel eftir Sigurð Sævarsson og sviðslistahópinn Hr. Níels. Morgunblaðið/Kristinn Óperur í smíðum STÓRHÁTÍÐ til heiðurs Bítilnum John Lennon verður haldin í hálendisbænum Durness í Skot- landi í sept- ember. Skipuleggj- andi hátíð- arinnar, sem mun standa í þrjá daga, segir hana verða eina frábærustu hátíð sem haldin hefur verið í Skotlandi. Á dagskrá verða tónlistaratriði, ljóðaupplestur, kvikmyndasýn- ingar og dansatriði. John Lennon dvaldi fimm sumur hjá frænda sínum á þessu svæði þegar hann var ungur. Sagt er að landslagið þarna hafi verið inn- blásturinn að lagi Lennons, „In My Life“. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa tilkynnt að 1.100 miðar fyrir hátíðina fari í sölu bráðlega en í bænum sjálfum, Durness, búa um 350 manns. Á dagskrá hátíðarinnar er m.a Royal Academy of Music sem mun flytja Bítlalög, dansatburður mun eiga sér stað í stærsta helli Bret- lands við sjávarsíðuna og ljóð- skáldin Carol Ann Duffy og Mich- ael Horovitz koma fram. Síðan verður sýnd kvikmynd þar sem hljómsveitarmeðlimir og fjöl- skylduvinir Bítlana tala um líf Johns Lennons. Frændi Lennons, hinn 72 ára Stan Parker, sagði að Lennon hefði orðið hæstánægður og undr- andi að hafa innblásið slíka hátíð á stað sem honum þótti mjög vænt um. Hátíð til heiðurs Lennon Íbúar Durness í Skot- landi heiðra Lennon John Lennon „ÞETTA voru gjörsamlega frábær- ir tónleikar,“ segir Egill Eðvarðs- son dagskrárgerðarmaður sem fór á tónleika Goran Bregovic ásamt brúðkaups- og jarðarfara- hljómsveit hans í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. „Tónlistin og flutningur hennar var til fyrirmyndar og svo var ég svakalega ánægður með hljóm- burðinn í höllinni. En ef eitthvað var að þá voru það stóru tjöldin sem sýndu Bregovic í nærmynd á svið- inu, það var viðvaningsbragur á því og illa gert. Ég hafði ekki séð hann áður á tónleikum en þekki kvik- myndatónlistina hans sem mér finnst góð, dramað og takturinn í slavneskri tónlist hefur alltaf heill- að mig.“ Egill segir að almennt hafi verið gerður góður rómur að tónleik- unum sem voru það fyrsta sem hann sá á vegum Listahátíðar í Reykjavík í ár. Hvernig var? Egill Eðvarðsson fór á tónleika Goran Bregovic á laugardagskvöldið Egill Eðvarðsson Í dag  Bryn Terfel – velski bassabarítón- söngvarinn. Einsöngstónleikar. Píanóleikari Malcolm Martineau. Í Háskólabíói kl. 20 Listahátíð í Reykjavík TENGLAR ....................................... www.listahatid.is listir.blog.is Nýtt „Útgangspunktur Óperudeiglunnar er sá að kveikjan að nýrri óperu geti komið úr ýmsum áttum og að gald- urinn sem þarf til að semja góða óperu sé sjaldan á valdi einnar manneskju.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.