Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is
Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn-
arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
GEIR H. Haarde og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, formenn Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar, funduðu
í gær á Þingvöllum um mögulegt
stjórnarsamstarf flokkanna. Hvor-
ugt hefur viljað gefa nokkuð upp
um efnislegt innihald viðræðnanna
nema að unnið sé að orðalagi í
stjórnarsáttmála. Formennirnir
gerðu hlé á viðræðum sínum til að
ræða við fréttamenn í gær og
sögðu þá bæði að viðræður gengju
vel.
Ásamt formönnunum hafa Andri
Óttarsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, varaformað-
ur flokksins, setið fundina fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins og Ágúst
Ólafur Ágústsson, varaformaður
Samfylkingarinnar, Skúli Helga-
son, framkvæmdastjóri flokksins
og Össur Skarphéðinsson, þing-
flokksformaður, hans fyrir hönd
Samfylkingarinnar.
Formennirnir hafa sagt að nú sé
fyrst og fremst verið að vinna að
orðalagi stjórnarsáttmála. Aðspurð
um hvort farið væri að ræða ráð-
herraskiptingu sögðu þau Geir og
Ingibjörg að viðræðurnar væru
ekki komnar á það stig en rætt
væri um mögulegt samstarf á víð-
um grunni, allt lægi undir.
Jafnframt hafa þau ekki gefið
upp hvenær niðurstaða fæst í við-
ræðurnar. Þingflokkar flokkanna
verði kallaðir saman þegar niður-
staða fáist. Bæði hafi þau fullt um-
boð sinna flokka til viðræðnanna.
Viðræðurnar hafa nú staðið yfir í
þrjá daga eða frá því á föstudag.
Áfram fundað
á Þingvöllum
Morgunblaðið/Ómar
Unnið að orðalagi málefnasamnings
TENNISHÖLLIN í Kópavogi var formlega opnuð í gær
en byggingaframkvæmdir við þetta þriggja valla hús
hófust í júlí í fyrra. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, gaf upp fyrsta boltann í höllinni og Soffía
Sóley Jónasdóttir, fjögurra ára, tók á móti honum með
spaða sínum og átti þar með fyrsta tennisskotið.
Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri hall-
arinnar, segir að hún uppfylli ströngustu kröfur og sé
lögleg fyrir alþjóðamót. Lögð sé áhersla á að taka á
móti öllum sem áhuga hafi á íþróttinni og í því sam-
bandi bendir hann á að boðið sé upp á byrjenda-
námskeið fyrir alla aldurshópa og tennis- og leikja-
skóla fyrir börn á sumrin. „Tennis er íþrótt fyrir alla
aldurshópa og tennishöllin er opin fyrir alla sem vilja
læra eða spila tennis,“ segir hann.
Tennishöllin er í Smáranum og er Tennisfélag Kópa-
vogs með þrjá útivelli við hliðina en reksturinn er sam-
eiginlegur. Höllin er 2.250 fermetrar að stærð og í eigu
hlutafélags tennisáhugamanna. Húsið er opið alla virka
daga frá klukkan 7.30 til 22 og frá kl. 09 til 17 um helg-
ar en auk þess getur fólk fengið afnot að húsinu á öðr-
um tímum.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tennishöllin í Kópavogi tilbúin
Fjögurra ára stúlka átti fyrsta skotið
UNDIRBÚNINGUR að álveri
Norðuráls í Helguvík er kominn vel
á veg. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist fyrir áramót og
fyrstu ker verði tekin í gagnið 2010.
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og
fjármálasviðs Norðuráls, segir verk-
efnið vera í lögformlegum farvegi og
almenn sátt ríki um verkefnið á
svæðinu.
Í nýframlagðri frummatsskýrslu
um mat á umhverfisáhrifum kemur
fram að álverið falli undir íslenska
ákvæði Kyoto-bókunarinnar og sam-
ræmist stefnu ís-
lenskra stjórn-
valda um
útstreymi gróð-
urhúsaloftteg-
unda. Áhrif á
aðra umhverf-
isþætti eru í flest-
um tilvikum talin
óveruleg nema á
afmörkuðum
svæðum sem fara
undir mannvirki.
„Við höfum farið eftir þeim ferlum
sem Alþingi hefur sett um fram-
kvæmdir sem þessar og höfum unnið
að undirbúningi í góðu samstarfi við
Skipulagsstofnun og aðra aðila sem
málið varðar. Verkefnið er í réttum
lögformlegum farvegi,“ segir Ragn-
ar.
Mun reiða sig á orku frá
jarðvarmavirkjunum
Fyrir liggur orkusamningur við
Hitaveitu Suðurnesja og samningur
við Orkuveitu Reykjavíkur er á loka-
stigum. Er fyrirtækið því ekki háð
orku frá Landsvirkjun. „Það hefur
verið almenn sátt um jarð-
varmavirkjanir, eins og þær sem við
munum fá orkuna frá. Einnig erum
við að tala um áfangaskipt verkefni
sem dreifist yfir nokkuð langan
tíma.“ Ragnar bendir á að verkefn-
inu hafi verið vel tekið meðal sveit-
arstjórna á svæðinu og jafnframt
hafi þingmenn kjördæmisins verið
almennt jákvæðir í garð þess.
Þá hafi skoðanakannanir sýnt af-
gerandi stuðning við verkefnið með-
al íbúa á svæðinu. Gert er ráð fyrir
að fyrstu framkvæmdir vegna ál-
versins í Helguvík geti hafist fyrir
áramót.
Undirbúningur að álveri í Helguvík er kominn vel á veg Norðurál metur
stuðning við verkefnið mikinn á svæðinu og meðal þingmanna kjördæmisins
Fyrstu ker í gagnið 2010
Ragnar
Guðmundsson
STURLA Böðv-
arsson, 1. þing-
maður Norðvest-
urkjördæmis,
hefur orðið við
beiðni Jóns
Bjarnasonar,
þingmanns
Vinstri hreyfing-
arinnar – græns
framboðs, um að
kalla saman þingmenn kjördæmisins
til að funda um hina alvarlegu stöðu
sem komin er upp á Flateyri með
sölu á veiðiheimildum og lokun fisk-
vinnslufyrirtækisins Kambs, aðal-
fyrirtækisins á staðnum.
Í bréfi sínu til Sturlu þar sem beð-
ið er um að fundurinn verði boðaður,
segir Jón að stjórnvöldum beri
skylda til að grípa þegar í stað til að-
gerða sem duga til að koma í veg fyr-
ir fjöldaatvinnuleysi og brotthvarf
fyrirtækja frá Flateyri. Gagnrýnir
hann viðbrögð einstakra stjórnar-
þingmanna og ráðherra sem láta at-
burðina koma sér á óvart. „En allur
almenningur á Vestfjörðum sér hvað
er að gerast,“ segir Jón í samtali við
Morgunblaðið. „Þegar ráðamenn
þjóðarinnar segjast ekki vita hvaðan
á þá stendur veðrið, þá ber það vitni
um veruleikafirringu þeirra,“ segir
Jón.
Segir ráða-
menn veru-
leikafirrta
Jón Bjarnason
MARGT var um
manninn á opnum
degi á svæði
gömlu varnar-
stöðvarinnar á
Miðnesheiði í
gær. Keilir, mið-
stöð vísinda,
fræða og atvinnu-
lífs, Þróunarfélag
Keflavíkurflug-
vallar og Reykja-
nesbær stóðu fyrir deginum en þess-
ir aðilar vinna nú hörðum höndum að
uppbyggingu háskólasamfélags á
Keflavíkurflugvelli. Flestir þeirra
sem lögðu leið sína á varnarsvæðið
skoðuðu námsframboðið í skólanum
en á næstunni verða um 1.000 gaml-
ar varnarliðsíbúðir boðnar háskóla-
nemum til leigu. Hjálmar Árnason,
forstöðumaður fagskóla Keilis, var
hæstánægður með daginn. „Það var
algjör sprenging hjá okkur. Þrátt
fyrir slagviðri um tíma komu um 15-
17 þúsund manns, langt umfram
okkar væntingar og það segir sitt um
þann áhuga sem við sem stöndum að
þessu höfum orðið vör við.“
„Algjör
sprenging
hjá okkur“
Hjálmar
Árnason
15-17 þúsund heim-
sóttu varnarsvæðið
LANDSKJÖRSTJÓRN hefur stað-
fest að þeir Árni Johnsen, nýkjörinn
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi, og Björn Bjarna-
son, dóms- og kirkjumálaráðherra og
þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi
suður, færast niður um eitt sæti á
þingmannalista. Árni færist úr öðru
sæti í það þriðja á listanum í Suður-
kjördæmi, niður fyrir Kjartan Þ.
Ólafsson. Björn færist úr öðru sæti
listans í Reykjavíkurkjördæmi suður
í það þriðja, en í hans stað kemur Ill-
ugi Gunnarsson í annað sætið.
Landskjörstjórn kom saman í gær
og úthlutaði þingmannasætum á
grundvelli skýrslna yfirkjörstjórna
um kosningaúrslit í kjördæmum eftir
alþingiskosningarnar sem fram fóru
12. maí s.l. Þá gaf stjórnin út kjör-
bréf til þeirra frambjóðenda sem
náðu kjöri og til jafnmargra vara-
manna.
Árni og Björn
niður um sæti
♦♦♦