Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. MAÍ 2007 27 Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Skólahljómsveit Kópavogs Lausar stöður frá næsta hausti • Slagverkskennsla 100% starf • Klarinett- og saxófónkennsla u.þ.b. 80 – 100% starf Laun skv. kjarasamningum FT og FÍH. Umsóknarfrestur er til 21. maí. Upplýsingar veitir Össur Geirsson í síma 864-6111. Fundir/Mannfagnaðir Opinn fundur fyrir íbúa á Njálsgötu og nágrenni vegna heimilis fyrir heimilislausa í sal Austurbæjarskóla 22. maí kl. 17:00-18:30 Fundarstjóri: Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Dagskrá: 17:00-17:05 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri setur fundinn 17:05-17:15 Jórunn Frímannsdóttir formaður velferðarráðs 17:15-17:30 Ellý A. Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri á Velferðarsviði. Heimilið á Njálsgötu, reynsla af sambærilegu heimili. 17:30-17:35 Björk Vilhelmsdóttir velferðarráði Reykjavíkurborgar 17:35-17:40 Þorleifur Gunnlaugsson velferðarráði Reykjavíkurborgar 17:40-17:45 Helga B. Laxdal lögfræðingur skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar 17:45-17:50 Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn lögreglu höfuðborgarsvæðisins 17:50-18:20 Fyrirspurnir – umræður 18:20-18:30 Stella K. Víðisdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs - samantek Velferðarsvið Ýmislegt Nást nýir stjórnarhættir? Tekst Sjálfstæðisflokknum, sem leitt hefur ríkisstjórnir síðustu sextán ára, enn að móta stjórnarhætti leyndar, blekkinga og mismunun- ar, sbr. Kárahnjúka-, Byrgis- og kvótamál? Verður íslensk náttúra áfram einskis metin og borgað með orkusölu til stóriðju? Eða tekst nýju Alþingi og stjórn að móta stjórnarhætti staðreynda, gegnsæis og upplýsingar? Tekst að jafna misrétti milli kvenna og karla, hætta að mismuna fólki eftir búsetu og leggja af kvótakerfi, sem er eyðileggjandi fyrir fiski- stofna og byggðir? Er þjóðstjórn nauðsynleg? Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Elsku amma. Nú ertu sofnuð svefninum langa eftir erfið veikindi. Tilbúin og komin aftur til afa Olla og sona þinna. Við vitum að það hafa orðið fagnaðar- fundir og þeir tekið vel á móti þér. Nú þegar þið afi eruð bæði farin frá okkur er margs að minnast og margt að þakka. Alltaf var gott að koma til ykkar heim í Skálabrekku, sérstaklega er við sem krakkar renndum okkur á skíðum beint úr fjallinu. Afi tók þá hendur okkar í lófa sér og nuddaði þar til þær voru orðnar heitar meðan þú hitaðir handa okkur kakó og ekki var verra ef þú varst nýbúin að baka pönnsur eða lummur. Upp í hugann koma einnig minn- ingar um bíltúra með þér. Rúntur í sveitina eða ísrúntur var alltaf vin- sæll. Þá var nú oft mikið hlegið því þú varst nú ekki heimsins besti bíl- stjóri og kom fyrir að bíllinn hikstaði og drap á sér á miðri götu. Heimilið ykkar í Skálabrekku var oft eins og félagsmiðstöð og þar komu margir, bæði fjölskyldumeð- limir og aðrir. Enda þegar við kom- um í heimsókn eftir að við fluttum frá Húsavík var nóg að heimsækja ykkur og stoppa í svolitla stund og þá þurfti ekki að heimsækja fleiri því svo margir kíktu við í kaffi. Svoleiðis vilduð þið afi hafa það, því fleiri sem komu því betra. Við kveðjum þig amma með þess- um ljóðlínum Matthíasar Jochums- sonar: Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Björg, Örvar og Særún. ✝ RagnheiðurFriðrika Jón- asdóttir fæddist í Skálabrekku á Húsavík 28. apríl 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík mánudaginn 9. apríl síðastliðinn. Útför Ragnheiðar var gerð frá Húsa- víkurkirkju 20. apr- íl sl. Elsku amma Ragna. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær stundir sem þú áttir með okkur og alltaf virtist þú hafa tíma fyrir okkur barna- börnin þótt við værum orðin það mörg að við gátum mannað nokkur fótboltalið. Þú varst alltaf tilbúin að segja manni „Smjörbitasög- ur“, kenna manni að spila, gefa manni kakó og rist þegar maður kom úr fjallinu eða lána Honduna í skreppitúra með því skilyrði að hún kæmi nýþrifin til baka. Einnig varst þú einstaklega góð að „lauma“ spil- um þegar við krakkarnir sáum ekki til en þá stoppaði afi Olli jafnan spilið og lét þig taka það til baka. „Nú var þetta ekki tromp?“ var svarið oft og svo brostirðu. Þegar ég stálpaðist fór amma að ræða við mig um andleg málefni og eyddum við ófáum klukkustundum í að ræða um drauma hennar og miðilsfundi sem hún sótti og ekki vantaði alvarleik- ann í samræðurnar, þótt húmorinn hafi líka verið skammt undan. Jóna systir og amma áttu sama áhugamál en það var sjónvarpsþátturinn „Leiðarljós“. Þegar amma skrapp utan, sem hún gerði reglulega, tók Jóna upp alla þættina á meðan. Þeg- ar heim var komið settist sú gamla í stólinn sinn heima í Skálabrekku og horfði á hvern þáttinn á fætur öðrum og skeggræddi við Jónu um hin og þessi atriði í þáttunum. Amma mátti hvergi aumt sjá hjá vinum og vanda- mönnum og rétti fram hjálparhönd fyrst allra, þótt stundum hefði hún mátt hugsa aðeins um sína eigin heilsu fyrst. „Sælla er að gefa en þiggja,“ sagði amma stundum við mig og held ég að þessi orð segi margt um persónuleika ömmu Rögnu. Guð veiti okkur öllum styrk í sorginni. F.h. barnabarna og fjölskyldna þeirra á Laugarbakka 13. Róbert Ragnar Skarphéðinsson. Ragnheiður F. Jónasdóttir ✝ Steinunn Tóm-asdóttir fæddist á Læk í Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu, þann 30. desember 1913. Hún lést 14. maí sl. Foreldrar Stein- unnar voru Guðrún Hallsteinsdóttir frá Skorholti og Tómas Ingimannsson frá Akranesi. Systkini Steinunnar voru Guðný, fædd 11.11. 1912, maki Sig- urþór Narfason, og Hallsteinn fæddur í janúar 1915, maki Her- dís Ebenesersdóttir. Þann 12. júní 1937 giftist Stein- unn Ármanni Guðnasyni. For- eldrar hans voru Sóldís Guðmunds- dóttir og Guðni Guðnason. Steinunn og Ár- mann eignuðust tvö börn: Hugi Steinar, f. 13.6.1940, kvænt- ur Katrínu Briem og eiga einn son, Huga Baldvin. Guð- rún, f. 8.4.1945, gift Guðmundi Mag- ússyni; börn þeirra eru Hugrún Stein- unn, Brynjúlfur, Ár- mann, Ingveldur, Sóldís og Guð- rún Erla. Langömmubörnin eru tólf og eitt langalangömmubarn. Steinunn verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Elskuleg tengdamóðir mín, Steinunn Tómasdóttir er látin 93ja ára að aldri. Steinunn var fædd á Læk í Leirársveit og ólst upp við almenn sveitastörf. Hún fluttist á Akranes með móður sinni og systk- inum eftir lát föður síns árið 1930. Skólaganga Steinunnar var barnaskóli eins og þá tíðkaðist. Eftir það stundaði hún ýmis störf. Hún var í vist á Akranesi og vann í saltfiski en einnig fór hún í síld á Ingólfsfjörð og Siglufjörð og var kaupakona í Flóanum. Hún var vandvirk og sterkbyggð, hlífði sér ekki og var harðdugleg. Hún var ákveðin, hafði létta lund, var glett- in og spaugsöm. Steinunn kynntist Ármanni Guðnasyni, sem þá var sjómaður á Akranesi. Þau fluttust til Reykjavíkur, giftu sig og hófu búskap í Skerjafirðinum, fyrst á Reykjavíkurvegi en síðan á Hörpu- götu 36. Steinunn og Ármann eignuðust bæði börn sín, Huga Steinar og Guðrúnu, áður en þau fluttu í það hús sem var síðan heimili þeirra þar eftir, að Hrísateigi 18. Ármann stundaði ýmis störf, rak meðal annars eigin kolaverslun, Kolaverslun Guðna og Einars. Seinna verslaði hann með brota- málma og rak sitt eigið fyrirtæki við Eldshöfða. Þegar þau hjón fluttu í Laug- arneshverfið var þar hafin mikil uppbygging, þau tóku því þátt í þeirri mótun sem þar átti sér stað. Húsum fjölgaði og garðar greru. Einnig fjölgaði afkomendum þeirra hjóna og eru þeir nú tuttugu og tveir talsins. Elsta dóttir Guðrún- ar, Hugrún Steinunn, dvaldi hjá afa sínum og ömmu á Hrísateign- um um árabil. Um tíma á áttunda áratugnum vann Steinunn utan heimilis við húshald og barnagæslu. Henni fór- ust hlutirnir vel úr hendi og eig- inleikar hennar, vandvirkni og dugnaður, dugðu henni vel. Ármann lést árið 1996 eftir nokkurra ára veikindi. Steinunn annaðist vel um Ármann í veik- indum hans, sýndi honum um- hyggju og alúð og bjó honum þau bestu skilyrði sem hún var fær um. Steinunn var áfram á Hrísat- eignum meðan heilsan leyfði og sýndi mikla þrautseigju. Eftir veik- indi og sjúkrahúsvist fluttist hún á Dvalarheimilið Grund í júlí síðast- liðnum. Hún undi hag sínum þar vel og hafði oft orð á því að þar væri gott að vera enda var allt það starfsfólk sem annaðist hana fram- úrskarandi í vinnu sinni, þægilegt og ljúft. Blessuð sé minning hennar. Katrín Briem. Steinunn Tómasdóttir Eftir rúmlega 20 ára vináttu á ég þús- undir minningabrota um Tobbu. Þó að síð- ustu árin hafi verið erfið og margar hraðahindranir á lífsleið hennar vinkonu minnar sitja eftir minningar um góða tíma, glæsikonuna Tobbu, sanna vináttu, hlátur, hrekki og heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna hér og heiminn fyrir handan. Við vorum um margt mjög ólíkar þegar við kynntumst sem vinnu- félagar en náðum strax vel saman og djúp vinátta þróaðist sem hélst óbreytt þó að samverustundirnar yrðu færri og breyttust mjög að Þorbjörg Rögnvaldsdóttir ✝ Þorbjörg Rögn-valdsdóttir var fædd á Siglufirði 18. maí 1959. Hún lést á dvalarheimili Sjálfs- bjargar 11. apríl sl. Útför Þorbjargar var gerð frá Digra- neskirkju 23. apríl sl. umgjörð í gegnum tíð- ina. MS-sjúkdómurinn hafði veruleg áhrif á líf hennar og líkama en sálin og húmorinn hélst óbreyttur og til síðustu stundar tókst okkur að hlæja saman þó að tjáskipti hafi vissulega verið orðin erfiðari undir lokin. Tobba trúði á Guð og heiminn fyrir handan, átti sannfær- ingu sem fleytti henni áfram og ég oft öfundaði hana af. Ég vona að hennar bíði betri heim- ur og bíð þess að hún verði í sam- bandi með einhvern góðlátlegan hrekk eins og hún er vís til. Ég votta móður hennar, Guð- rúnu, systkinunum Dísu, Önnu og Gunna sem og Svenna, Hólmfríði og Kristínu, öðrum vinum og ættingj- um Þorbjargar mína dýpstu samúð og deili með þeim ljúfum minning- um um góða konu gengna of fljótt. Sigrún Björg Þorgrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.